Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1990, Blaðsíða 6
6
ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 1990:
Viðskipti
Ásgeir Þormóðsson, formaður myndbandaleigueigenda:
Við erum ekki smeykir
við nýja sjónvarpsstöð
Ásgeir Þormóösson, formaöur
myndbandaleigueigenda, segir aö
þeir óttist ekki komu nýrrar sjón-
varpsstöðvar í haust. „Ef eitthvaö er
þá bíðum við spenntir eftir aö nýja
stöðin fari í loftið. Eitthvað á þá eftir
undan að láta. Það er ekki pláss fyrir
þrjár sjónvarpsstöðvar. Þetta verður
stríð milli stöðva. í þá baráttu blönd-
umst við ekki, við erum á öðrum
markaði," segir Ásgeir.
Hann segir ennfremur að um 120
myndbandaleigur séu hérlendis og
meðalútleiga hverrar leigu sé um 80
til 90 spólur á dag. Þetta gerir næst-
um 11 þúsund spólur á dag sem leigð-
ar eru út. Hver spóla er leigð á 300
krónur og er því veltan 3,3 milljónir
á dag. Á ári er veltan því 1,2 milljarð-
ar króna á myndbandamarkaðnum.
„Það að ætla að bera saman mynd-
bandamarkaðinn og sjónvarps-
stöðvamarkaðinn er eins og að bera
saman verslun Sævars Karls og ein-
hverja fornverslun með jakkaföt.
Þetta er ekki sami markaðurinn. Það
eru sífellt nýrri og nýrri myndir á
myndbandaleigum. Sjónvarpsstöðv-
arnar eru að sýna tveggja til þriggja
ára gamlar myndir en á myndbanda-
leigunum eru þriggja til fjögurra
mánaða gamlar myndir.
Fyrst eftir að Stöð 2 kom til sögunn-
ar minnkuðu viðskipti á mynd-
bandamarkaðnum. Markaðurinn
jafnaði sig hins vegar furðufljótt. Ég
tel raunar að stór hluti af þeim sem
skipta við myndbandaleigurnar sé
líka með Stöð 2 heima hjá sér. Þetta
er fólk sem hefur gaman af bíómynd-
Myndbandaleigurnar velta 1,2 milljörðum króna á ári. Formaður mynd-
bandaleigueigenda segist ekki óttast aukna samkeppni á sjónvarpsmark-
aðnum í haust „Þetta verður stríð á milli stöðva. Við blöndumst ekki inn í
það stríð.“
Það er til ódýr leið við að láta skipta
fyrir sig erlendum peningaseðlum.
Ódýra leiðin
við að skipta
eriendum
peningaseðlum
Þeir ferðamenn, sem koma að utan
og hafa í fórum sínum erlenda pen-
inga, geta farið ódýra leiö í íslenska
bankakerfmu til að skipta peningun-
um. Það er einfaldlega að stofna er-
lenda gjaldeyrisreikninga. Þá kostar
ekkert að skipta útlendu peningun-
um.
Sá sem kemur með 10 dollara í pen-
ingaseðlum í íslenskan banka þarf
að greiða þetta 90 til 100 krónur við
að fá dollurunum skipt í íslenskar
krónur. Þetta er fastagjald. Upphæð-
in er sú sama þótt viðkomandi komi
með 100 þúsund eöa 1 milljón dollara.
Með því að leggja peningana inn á
gjaldeyrisreikning og taka þá síðan
út af reikningnum í íslenskum krón-
um þarf hins vegar ekkert að greiða.
Auðvitað má spyrja sig hvort það
sé fyrirhafnarinnar og peninganna
virði að fara krókaleiðina og stofna
reikning. Þessi leið er hins vegar til
vilji menn vita af henni á sparnaðar-
tímum. -JGH
Sparisjóðsmenn fagna sigri með kampavíni og kæti. Talið frá vinstri: Benedikt Geirsson, Ólafur Haraldsson, Ing-
ólfur Arnarson og Þórir Haraldsson. DV-mynd GVA
Spron sigraði í stjórnunarkeppninni:
Sparisjóðsmenn græddu um
200 milljónir á dekkjunum
Lið Sparisjóðs Reykjavíkur og ná-
grennis, SPRON, sigraði í Samnor-
rænni stjórnunarkeppni fyrirtækja
sem haldin var á laugardaginn. Lið
Ríkisspítalanna varð í öðru sæti.
Keppnin gekk út á að ná sem mestum
hagnaði á sex árum við rekstur fyrir-
tækis sem framleiddi hjólbarða.
Það er skemmst frá því að segja að
þeir sparisjóðsmenn græddu um 200
milljónir króna á dekkjaframleiðsl-
unni. Það var um 60 til 70 milljónum
meira en hagnaður næsta liös, Rík-
isspítalanna.
Alls tóku 28 fyrirtæki þátt í keppn-
inni að þessu sinni. Lið Sparisjóðsins
<pg Ríkisspítalanna munu keppa fyrir
íslands hönd í úrslitum Samnorrænu
stjórnunarkeppninnar en tvö lið frá
hverju Norðurlandanna taka þátt í
þeirri keppni. Hún verður haldin hér
á landi 28. apríl og verður það í fyrsta
sinn sem úrslitakeppnin fer fram
hérlendis.
íslendingar tóku þátt í keppninni
fyrst fyrir tveimur árum. Lið Hew-
lett-Packard sigraði bæði í fyrra og
hittifyrra.
-JGH
Umdeild auglýsing Toyota:
Vissum ekki af ensku auglýsingunni
- segir framkvæmdastjóri Toyota
„Við vissum ekki af þessari ensku
auglýsingu sem þú ert að vitna í. Hér
er því hvorki um ásetning né vitund
okkar hjá Toyota að ræða. Við gerum
miklar kröfur til gæða og erum vand-
ir að virðingu okkar í auglýsinga-
málum, eins og auglýsingar okkar
síöustu árin bera vitni um,“ segir
Bogi Pálsson, framkvæmdastjóri
Toyota, um mjög svo umdeilda aug-
lýsingu sem Toyota hefur sýnt að
undanfómu en hún þykir sláandi lík
breskri auglýsingu sem gerö var fyr-
ir örfáum árum.
Auglýsingin komst í sviðsljósið
þegar breskur þáttur var sýndur á
Stöð 2 nýlega en í honum var rætt
við hinn þekkta breska ljósmyndara
og auglýsingamann, David Bailey.
í þættinum var sýnd sjónvarpsaug-
lýsinging sem Bailey gerði fyrir
nokkrum árum fyrir Volkswagen.
Hún sýndi pelsklædda konu í fúlu
skapi yfirgefa sinn heittelskaða og
rjúka út í bíl sinn sem var af gerð-
inni Volkswagen.
Mörgum brá í brún við þessa aug-
lýsingu. Þeir könnuðust við hug-
myndina úr nýlegri íslenskri auglýs-
ingu, nema í þeirri íslensku er bílinn
Toyota.
Auglýsingarnar vekja meiri at-
hygli vegna þess að yfirleitt ganga
sjónvarpsauglýsingar bíla út á að
sýna hve þeir eru rennilegir, eyðslu-
grannir en samt kraftmiklir, með
góðan öryggisbúnað og loks gott
rými fyrir fjölskylduna. Þetta er
formúlan.
Þessar tvæf ganga hins vegar út á
öskureiðar elskur sem rjúka út úr
húsi í fússi en taka gleði sína vegna
bílsins.
Að sögn Boga Pálssonar hjá Toyota
var umrædd auglýsing unnin af is-
lenska myndverinu, Stöð 2, í sam-
vinnu við starfshóp frá Toyota.
„Ég hef grennslast fyrir hvar þessi
hugmynd kom upp við gerð auglýs-
ingarinnar. Það er enginn einn
skráður fyrir hugmyndinni. Hún
virðist bara hafa komið upp í hóp-
vinnu og þróast áfram," segir Bogi.
-JGH
um og vill sjá nýjar myndir í bland
við þær gömlu sem verið er að sýna
á Stöð 2.“
Ásgeir segir að því vinsælli sem
kvikmynd sé í bíóunum því meiri lík-
ur séu á að hún verði einnig vinsæl
hjá myndbandaleigunum. „Góð að-
sókn í bíó tryggir yfirleitt góða leigu
á myndinni.“
Að sögn Ásgeirs hefur myndbanda-
leigum fjölgað um 10 leigur á síðustu
sex mánuðum. „Þetta hefur haft í fór
með sér meiri dreiflngu viðskipta og
þess vegna er aðeins minna að gera
á hverri leigu á eftir. Heildarstærð
myndbandamarkaðarins breytist
hinsvegarekkisvomikið." -JGH
Peningamarkaöur
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
Innlán óverðtryggð
Sparisjóðsbækurób. 3-5 LB.Bb
Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 4-6 Ib
6 mán. uppsögn 4.5-7 Ib
12mán.uppsögn 6-8 Ib
18mán. uppsögn 15 Ib
Tékkareikningar,alm. 0,5-1 Allir nema Sp
Sértékkareikningar 3-5 Lb
Innlán verötryggö Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 1,5 Allir
6mán. uppsögn 2.5-3.0 Lb.Bb,- Sb
Innlán með sérkjörum 2,5-3,25 Sp
Innlán gengistryggð
Bandaríkjadalir 6,75-7,25 Sb
Sterlingspund 13,5-14,25 Sb
Vestur-þýsk mörk 6,75-7,25 Sb.lb
Danskarkrónur 10,5-11,2 Bb
ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst
Útlán óverðtryggð
Almennirvíxlar(forv.) 18,5-|£.75 Bb.Lb
Viöskiptavíxlar(forv.) (1) kaupgengi
Almenn skuldabréf 18,5-19 Ib.Bb,- Sb
Viðskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Allir
, Hlaupareikningar(vfirdr.) 25-26.5 Ib.Bb
Utlán verðtryggö
. Skuldabréf 7,5-8,25 Lb.Bb
Útlán til framleiðslu
Isl.krónur 17,5-19,5 Ib
SDR 10,95-11 Bb
Bandarikjadalir 9.95-10 Bb
Sterlingspund 16,75-17 Lb.Bb
Vestur-þýsk mörk 10,15-10.25 Bb
Húsnæðislán 4.0
Lífeyrissjóðslán 5-9
Dráttarvextir 30
MEÐALVEXTIR
Óverðtr. mars 90 22,2
Verðtr. mars 90 7,9
VÍSITÖLUR
Lánskjaravisitala feb. 2806 stig
Lánskjaravísitala mars 2844 stig
Byggingavísitala mars 538 stig
Byggingavísitala mars 168,2 stig
Húsaleiguvísitala 2,5% hækkaði 1. jan.
VERÐBRÉFASJÓÐIR
Gengi bréfa verðbréfasjóða
Einingabréf 1 4,766
Einingabréf 2 2,610
Einingabréf 3 3.144
Skammtimabréf 1,620
Lífeyrisbréf
Gengisbréf 2,097
Kjarabréf 4.723
Markbréf 2,516
Tekjubréf 1,971
Skyndibréf 1,416
Fjölþjóðabréf 1,270
Sjóðsbréf 1 2,289
Sjóðsbréf 2 1,717
Sjóðsbréf 3 1,602
Sjóðsbréf 4 1,353
Vaxtasjóðsbréf 1.6170
Valsjóðsbréf 1,5210
HLUTABRÉF
Sóluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.:
Sjóvá-Almennar hf. 600 kr.
Eimskip 500 kr.
Flugleiðir 165 kr.
Hampiðjan 180 kr.
Hlutabréfasjóður 174 kr.
Eignfél. Iðnaðarb. 185 kr.
Skagstrendingur hf. 373 kr.
Islandsbanki hf. 158 kr.
Eignfél. Verslunarb. 158 kr.
Oliufélagið hf. 403 kr.
Grandi hf. 160 kr.
Tollvörugeymslan hf. 118 kr.
(1) Við kaup á viðskiptavixlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja
aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi,
kge.
Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn,
Bb = Búnaðarbankinn, lb= Iðnaðarbank-
inn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnu-
bankinn, Úb = Útvegsbankinn, Vb =
Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir.
Nánari upplýsingar um peningamarkað-
inn birtast i DV á fimmtudögum.