Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1990, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1990, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 1990. 5 DV Fréttir Grásleppuvertíðin að heflast Algert verðhrun á grásleppuhrognum - verðið dottið úr 1100 þýskum mörkum niður í 600 til 700 mörk Kjötmiðstöðin Laugalæk: Sextán milljóna gjaldþrot - eftir 2 mánaða rekstur Skiptum á þrotabúi Kjötmiðstöðv- arinnar við Laugalæk lauk í gær. Lýstar kröfur í búið voru rúmar 16 milljónir. Engar eignir fundust og því tapa kröfuhafar öllum sínum kröfum. Tíð eigendaskipti hafa verið á versluninni. Fyrirtækið, sem endanlega varð gjaldþrota í gær, heitir Kjötmiðstöð- in við Laugalæk hf. Helstu eigendur eru Sigurður Garðarsson og Sigurð- ur Örn Sigurðarson, báðir kenndir við Hagskipti, og Eiríkur Eiríksson. Þremenningamir keyptu verslun- ina af Kjötmiðstöðinni í Garðabæ. Þeir ráku verslunina í rúma tvo mánuði. Eftir að tollstjóri hafði inn- siglað verslunina gengu kaupin til baka og fyrri eigendur, Kjötmiðstöð- in í Garðabæ, riftu samningum og leystu verslunina til sín. -sme Útlitið er allt annað en glæsilegt hjá þeim fjölmörgu sem stunda grá- sleppuveiðar umhverfis landið nú þegar hefja má grásleppuveiðar. Verð á grásleppuhrognum hefur hríðfallið síðan í fyrra, eða úr 1100 mörkum niður í 600 til 700 mörk fyrir tunnuna. í hverja tunnu eru látin 105 kíló af hrognum. Ástæður fyrir þessu verðhruni eru fleiri en ein. í fyrsta lagi er tal- ið að íslendingar hafi verið með allt of hátt verð í fyrra sem aftur orsakaði það að mjög erfitt var að selja hrognin. Enn eru óseldar 2 þúsund tunnur hér á landi og auk þess er annað eins magn til hjá tveimur lagmetisiðjum sem hættar eru störfum. í öðru lagi seldu Kanadamenn á mun lægra verði en við buðum. í þriðja lagi er farið að vatnsblanda niðurlögð hrogn og setja í þau bindiefni. Þetta er kölluð þýska aðferðin og er til þess að minnka það magn af hrognum sem fer í hverja dós. í ár er búið að gera sölusamninga á um 3.500 tunnum fyrir 900 þýsk mörk á tunnuna en í fyrra voru seldar 5.057 tunnur úr landi. Úti- lokað er talið að selja meira á 900 mörk tunnuna og talið víst að lækka verði verðið niður í 600 til 700 mörk. Það er verðið sem fram- leiðendur eru tilbúnir til að greiða fyrir þær 4.000 tunnur sem til eru óseldar í landinu. Verðlagsráð sjávarútvegsins ákvað að gefa verö á grásleppu- hrognum frjálst á þessari vertíð. Það var í andstöðu við óskir grá- sleppukarla sem vildu lágmarks- viðmiðunarverð. Fyrir bragðið hafa þær íslensku niðurlagningar- verksmiöjur, sem kaupa grá- sleppuhrogn, ekki enn viljað gefa upp hvaða verð þær eru tilbúnar til að greiða. Þær ætla að bíða og sjá hvað grásleppukarlar gera. Landssamband smábátaeigenda hefur sent út áskorun til grásleppu- karla að hefja ekki veiðar fyrr en örugg trygging er fyrir því að hægt verði að selja þau grásleppuhrogn sem aflað verður á komandi vertíð. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri sambandsins, sagðist fastlega reikna með að allir grásleppukarl- ar yrðu við þessari áskorun, enda væri annað óðs manns æði sem myndi aðeins leiða til gegndar- lausrar verölækkunar. -S.dór Lærið ensku í Englandi BÚLGARÍA Ódýrar baðstrandarferðir í gæðaflokki Flogið alla laugardaga frá og með 19. maí Grand Varna 19/05- 26/05 02/06 09/06 16/06- 11/08 18/08 25/08 01/09- 08/09 Innifalið í verði 2 Vik'ur 59.900 59.900 63.600 70.900 70.900 70.100 63.500 Hálft 3 Vikur 74.300 77.800 81.400 88.700 85.800 - 82.600 78.700 fæði Flogið alla þriðjudaga frá og með 22. maí Dobrudia 22/05“ 29/05 05/06 12/06 19/06- 14/08 21/08 28/08- 04/09 Matar- miðar 2 Vikur 49.800 52.400 53.300 58.400 57.100 53.900 Hálft 3 Vikur 59.600 63.000 65.500 70.600 66.800 64.200 fæði Slavianka 22/05 05/06 19/06 21/08 04/09 M/miðar 29/05 12/06 07/08 14/08 28/08 11/09 hálft 3 Vikur 55.800 61.100 66.100 64.700 62.200 58.700 fæði Kaliakra M/Miðar 2 Vikur 48.000 51.400 55.600 55.600 54.200 51.600 hálft 3Vikur 55.800 61.100 66.100 64.700 62.200 58.700 fæði Bradislava M/Miðar 2Vikur 42.900 47.200 51.600 51.600 50.200 46.600 hálft 3 Vikur 50.100 55.000 60.200 58.700 56.200 52.700 fæði Villajug M/Miðar 2Vikur 46.800 46.800 50.600 50.600 50.600 50.600 hálft 3 Vikur 54 700 54.700 58.500 58.500 58.500 58 500 fæði Ennfremur bjóðum við þýskukennslu í Þýskalandi og frönskukennslu í Frakklandi. Skipuleggjum einstaklingsferðir: Bíll og flug. Útvegum sumarbústaði. Ferðir með erlendum ferðaskrifstofum. Seljum farmiða í flugi - með járn- brautum. Siglingar um Dóná og gisting í Búlgaríu og er þá fátt eitt talið. Skrifstofa okkar er opin alla virka daga frá 08.00-17.00 og laugardaga 9-12. Veljið ódýrustu og hagkvæmustu orlofsferðirnar til Búlgaríu. Verð miðað við gengi í janúar 1990. Ferðaskrifstola Kjartans Helgasonar Gnoðavogi 44-104 Reykjavík-Sími 91-68 62 55 Ársskólar í Bournemouth Lágmarksdvöl 3 vikur Flogið hálfs mánaðarlega Lágmarksaldur 17 ára 27 tímar viku. Mán-föstudaga. Verð í 3 vikur 83.940,- gist á heimilum Hálft fæði vikudaga Fullt um helgar. English International Alþjóðlegur skóli Fyrir alla án tillits til mála- kunnáttu í byrjun Hægt er að dveljast eins og hver óskar. Sumarskólar fyrir unglinga- heimavíst. Junior International 8. júlí-12 ágúst Lágmarksdvöl 2 vikur Verð 2 vikur 74.830 Fullt fæði ER SMÁAUGLÝSINGA BLAÐIÐ SÍMINN ER

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.