Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1990, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1990, Blaðsíða 14
,14 ÞRIÐJjUDAGUR 20. MARS 1990. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SlMI (91 )27022 - FAX: (91 )27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJOLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð í lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Markaðshyggja í austri Kosningaúrslitin í Austur-Þýzkalandi eru öðrum þræði eðlilegt framhald kosningaúrslita í öðrum löndum Austur-Evrópu í vetur. Eins og fyrri úrslit í austri fela þau í sér miklu meiri sveiflu til hægri en menn gerðu sér grein fyrir og spáð hafði verið í skoðanakönnunum. í ljós er að koma, að ekki er með skoðanakönnunum unnt að spá úrslitum frjálsra kosninga í Austur-Evrópu og þriðja heiminum með sömu nákvæmni og á Vestur- löndum. í slíkum ríkjum eru hinir spurðu oft hræddir við að láta álit sitt í ljós af ótta við leynilögreglu. Þannig urðu úrslitin í Nicaragua um daginn jafn- óvænt og úrslitin urðu nú í Austur-Þýzkalandi. í slíkum ríkjum óttans eru menn varir um sig, segja fátt við ókunnuga og bíða færis í kjörklefanum, þegar þeir fá tækifæri til að tjá hug sinn í frjálsum kosningum. Ef við höfum hliðsjón af þessari staðreynd, skiljum við betur atburðarásina í Austur-Evrópu. Allir létu blekkjast af skoðanakönnunum þar eystra, þar á meðal valdhafarnir. Þeir töldu sér óhætt að leyfa kosningar, af því að þeir ofmátu fylgi sitt stórlega. Pólska kommúnista renndi ekki grun í, að Samstaða mundi rúlla þeim upp í kosningum. Tékkneskir komm- únistar ímynduðu sér, að nýfengin sjálfstæðisstefna þeirra mundi skila þeirra manni í forsetaembætti. Þeir ætluðu að ríða sjálfir ölduna til hægri. En Mazowiecki varð forsætisráðherra í Póllandi og Havel varð forseti í Tékkóslóvakíu. í báðum þessum löndum eru hægri sinnaðir fjármálaráðherrar við pen- ingavöld. Þeir eru svo hægri sinnaðir, að hér á landi væru þeir orðaðir við hina umdeildu frjálshyggju. . Lengi héldu menn, að Austur-Evrópa væri að feta einhvern óskilgreindan milliveg austræns ríkisbúskap- ar og vestræns markaðsbúskapar, eins konar sænska félagshyggju. Því hefur jafnvel verið haldið fram, að þar mundi rísa svokallaður „sannur“ sósíalismi. Þetta hefur reynzt misskilningur. Austur-Evrópubú- ar vilja ekki sjá neitt, sem lyktar af sósíalisma. Þeir eru búnir að vera undirokaðir af honum áratugum saman og vilja núna steypa sér út í hreina markaðshyggju. Þeir vilja fara að græða peninga og það sem fyrst. Langvinnar og þvingaðar ýkjur á einn veginn leiða um síðir til, að andstæðan fær útrás, þegar hlekkir bresta. Þesan leiðir til antiþesu. Því má búast við, að stjórnmál, og þá einkum stjórn fjármála og efnahags, verði afar hægri sinnuð til aldamóta í Austur-Evrópu. í Austur-Þýzkalandi kom greinilega í ljós um helg- ina, að kjósendur höfðu ekki miklar áhyggjur af missi ýmiss konar félagslegrar velferðar, svo sem auðvelds aðgangs að barnaheimilum og skólagöngu á ríkiskostn- að. Þeir einblíndu á tækifæri markaðsbúskapar. Þessi áherzla á framleiðslu verðmæta með markaðs- hyggju í stað áherzlu á dreifmgu verðmæta með félags- hyggju mun vafalítið hjálpa Austur-Evrópu til að kom- ast á efnahagslegt flug og gera síðar kleifa félagshyggju á öðrum og auðugri grunni en nú er í þessum löndum. Fyrstu árin verður auðveldast fyrir Austur-Evrópu að ráðast með ódýrar landbúnaðarvörur inn á vestur- evrópskan og alþjóðlegan markað. Samhliða verður óhjákvæmilegt, að Vestur-Evrópa, og þá einkum Evr- ópubandalagið, neyðist til að efla samstarf við austrið. Sameinað Þýzkaland verður í brennidepli þessarar hægri sveiflu. Þaðan og frá Austur-Evrópu mun á næstu árum streyma elfur eindreginnar markaðshyggju. Jónas Kristjánsson Vísitala byggingarkostnaöar er ekki nákvæmur mælikvarði. Hana skortir tengsl við raunveruleikann. Mikilvæga kostnaðarliði vantar og hún mælir illa þensluáhrif. Undan- farna flmm áratugi hefur bygging- arkostnaður hækkað tvöfalt meira en vísitalan. Nákvæmari kvarða vantar til að mæla byggingarkostn- að og breytingar á honum. Efasemdir um byggingarvísitöluna Þegar vísitala byggingarkostnað- ar var birt fyrir skömmu komu fram rökstuddar grunsemdir um að ýmsar forsendur útreikninga orkuðu tvímælis. Byggingarvisital- an gefur ekki nákvæma mynd af því hvernig byggingarkostnaður breytist. Tímabært er að aðferðir við útreikning hennar séu endur- skoðaöar. Þá sýnir vísitalan ekki raunverulegan byggingarkostnað Þróun byggingarkostnaðar samanborið við byggingarvisitölu 1940-1989 eins Og hann er á hverjum tíma. (Byggingarkostnaður 1940 = 100 stig. Byggingarvisitala = 100 stig allt timabilið.) Byggingarvísitala Endurskoðið vísitölugrunninn í útreikningana vantar mikil- væga kostnaðarliði. Hún mælir auk þess ekki verðsveiflur sem fram koma vegna þenslu eða sam- dráttar á vinnumarkaði og gefur ranga mynd af því hvernig bygg- ingarkostnaður þróast á löngum tíma. Til dæmis hefur byggingar- kostnaður íbúðarhúsnæðis hækk- að um 100% meira en vísitalan gef- ur til kynna undanfarna fimm ára- tugi. Vísitöluhúsið Fyrir tæpum tveimur áratugum var reist steinsteypt íjögurra hæða fjölbýlishús í Reykjavík með tíu íbúðum. Ein íbúð er á fyrstu hæð en þrjár á hverri hinna. Þessi blokk er vísitöluhúsið. Við byggingu þess voru haldnar skýrslur um notkun byggingarefnis, vinnutíma og smærri liði sem höfðu áhrif á bygg- ingarkostnaðinn. Þessi sundurlið- un myndar enn reiknigrundvöll vísitölu byggingarkostnaðar. Við útreikning hennar eru þeir efnisþættir, sem koma fyrir í hús- inu, taldir saman. Aflað er upplýs- inga um söluverð byggingarefnis, taxta iðnaðarmanna og annarra liða, sem eru í grundvellinum, og byggingarkostnaður blokkarinnar áætlaður. Vísitölugrunnurinn samanstendur þess vegna af timb- urhlaða, bílhlössum af steinsteypu, stafla af einangrun, tilteknum tímafjölda iðnaðarmanna og öðr- um liðum. - Samanlögðu verði á þessari ,,innkaupakörfu“ er ætlað að mæla framleiðslukostnað íbúða sem byggðar eru nú í ársbyrjun 1990 í Reykjavík. Ekki er kannað hvað það kostar í raun að reisa hús. Vantar kostnaðarliði Vísitalan miðast samkvæmt því við áætlaðar stærðir og í hana vantar mikilvæga kostnaðarliði. Það gerir hana óáreiðanlega þegar mæla skal kostnaðarbreytingar. Til dæmis má nefna að vaxtakostn- aður er ekki reiknaður. Það hefur verið afar óheppilegt síðustu árin. Áður en verðtrygging var tekin upp voru vextir af húsbyggingalán- um lægri en verðbólgan. Af þeim sökum fékk byggingaraðili í raun greitt með lánum sem hann tók til að fjármagna framkvæmdirnar. Lengi voru vextirnir mun lægri en verðbólgan en eru nú hærri. Á tímum óðaverðbólgu og nei- kvæðra raunvaxta var byggingar- kostnaður samkvæmt því ofmetinn en eftir að lán urðu verðtryggð er hann á hinn bóginn vanmetinn. Vísitala byggingarkostnaðar hefur eingöngu af þessum sökum van- metið hækkunina um meira en 15% undanfarinn áratug. KjaUariim Stefán Ingólfsson verkfræðingur Þensluáhrif vanmetin Byggingarvísitalan mælir stund- um rangt hækkanir á milli ára. Á þenslutímum reynist oft erfltt að fá vinnukraft. Yflrborganir tíðkast og vinnubrögð verða ómarkvissari en annars. Byggingarkostnaður hækkar þess vegna. Vísitalan mið- ast hins vegar við taxtakaup og getur ekki mælt áhrif þenslunnar. Á samdráttartímum er þessu öfugt farið. Þá lækkar launakostn- aður vegna lágra tilboða. Þegar samdrætti í byggingariðnaði lýkur og þensla tekur við hækkar bygg- ingarkostnaður af þeim ástæðum sem hér voru nefndar. Ef vísitalan er reiknuð eins og nú tíðkast er ekki unnt að mæla hækkanir sem leiða af breyttum aðstæðum á byggingamarkaði. Sennilegt er að þensla og vaxta- breytingar hafl hækkað byggingar- kostnað um allt að 7% meira á milli áranna 1986 og 1987 en bygg- ingarvísitalan sýnir. Rangtmatá langtímahækkunum Vísitalan sýnir ekki hvernig byggingarkostnaður breytist á löngum tíma. Síðustu hálfa öld hef- ur hann til jafnaðar hækkað á hverju ári um 1,4% meira en vísi- talan mælir. Meðfylgjandi mynd er ætlað að sýna hvernig það hefur gerst. Á henni hefur greinarhöf- undur eftir fáanlegum heimildum áætlað hvernig byggingarkostnað- ur íbúðarhúsnæðis í Reykjavík hef- ur raunverulega þróast síðustu hálfa öld samanborið við breyting- ar á byggingarvísitölunni. Til þess að sýna mismuninn er vísitala byggingarkostnaðar reikn- uð 100 stig allt tímabilið. Við mat á því hversu hár byggingarkostnað- ur var raunverulega á hverjum tima er stuðst við gögn frá fyrri áratugum og áætlaðan byggingar- kostnað á síðasta ári. Á myndinni sést að byggingarkostnaður hefur allt tímabilið hækkað meira en vísitalan. Hækkunin er um 1,8% á ári 1940 til 1955, alls 31% meira en vísitalan. 1955 til 1975 hækkaði hann um 0,9% á ári eða alls 21%. Frá 1975 hefur kostnaðurinn hækkað um 29% eða 1,8% á ári. Raunverulegur byggingarkostnaður Þó aö vísitölur, sem mæla raun- verulegan byggingarkostnað á hverjum tíma, séu ekki notaðar hér á landi þekkjast þær erlendis, til dæmis í Bandaríkjunum. Til að mæla raunverulegan byggingar- kostnað verður að fara aðrar leiðir en notaðar eru við útreikning á byggingarvísitölunni eins og henni var áður lýst. Einfaldast er að styðjast við með- alverð á nýbyggðum íbúðarhúsum sem seld eru á frjálsum markaði. Þá leið má fara ef margar nýbyggð- ar íbúðir af svipuðum gæðum eru seldar fullgerðar. Hér á landi þarf þó að nota flókn- ari aðferðir vegna fámennis og smæðar markaðarins. Unnt er að afla upplýsinga um byggingar- kostnað íjölmargra íbúða. Hús- næðisstofnun hefur nákvæmar upplýsingar um hundruð félags- legra íbúða sem eru byggðar ár- lega. Margar íbúðir eru reistar á veg- um byggingafélaga og vafalaust má fá upplýsingar hjá einkaaðilum. Sveitarfélög, ríkisstofnanir og op- inber fyrirtæki byggja einnig mik- iö. Stofnkostnaði allra þessara húsa má safna saman með aðstoð nútíma upplýsingatækni. Síðan má reikna nýja byggingarvísitölu sem hefur ekki sömu vankanta og gamla vísitalan. Stefán Ingólfsson „Ef vísitalan er reiknuð eins og nú tíðk- ast er ekki unnt að mæla hækkanir sem leiða af breyttum aðstæðum á bygg- ingamarkaði.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.