Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1990, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1990, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 1990. 15 Staðnaðir valdhafar „Það er nauðsynlegt að fylgjast með þróun í þessum málum í heiminum og þróunin er greinilega 1 átt til rafvæð- ingar.“ Umferðaröryggi er mál sem okkur Reykvíkinga varðar miklu. Reynsl- an sýnir að í gatnakerfi borgarinn- ar eru ákveðnir staðir miklu hættulegri en aðrir og slysatíðni áberandi mikil þar miðað við um- ferðarþunga. Sú venja hefur skap- ast að kalla þessa staði svarta bletti í gatnakerfinu. Það er mjög mikilvægt að kapp- kosta að lagfæra sem flesta þessara staða svo fljótt sem verða má. Und- anfarið hefur þessu verkefni verið alltof lítið sinnt af núverandi vald- höfum í borginni. Aðgerðirtil úrbóta í yfirliti yfir framkvæmdir á veg- um gatnamálastjóra vegna sam- þykkta umferðarnefndar kemur fram að enn er ólokið að framfylgja nefndarsamþykktum í yfir 30 til- fellum. Það á við um samþykktir allt aftur til ársins 1987. Enda veitti borgin aðeins 4,3 milljónir til verksins árið 1989 og í ár er fram- lagið 6 milljónir. Þess vegna verða því miður margir svartblettir eftir í árslok. Fjármunir, sem til þessa er varið, sparast þó á skömmum tíma í færri slysum og óhöppum. Við gerð fjárhagsáætlunar i ár fluttum við, borgarfulltrúar stjórn- arandstöðunnar, tillögu um um- ferðaröryggismál. Við lögðum til að borgarstjóm samþykkti eftirfar- andi aðgerðir til að bæta öryggi borgarbúa i umferðinni: a. Leggja aukna áherslu á að lag- færa sérstaka áhættustaði í borginni, svokallaöa „svart- bletti". b. Láta gera fræðsluþætti fyrir sjónvarp, sérstaklega ætlaða gangandi vegfarendum. c. Leggja hitalagnir í gagnstéttir og brattar götur. Sérstaklega er mikilvægt að huga að þessum þætti við nýbyggingar gatna. d. Setja upp fleiri gangbrautarljós. e. Gera undirgöng fyrir gangandi vegfarendur. Á þessu ári yrðu gerð tvenn. Væri það ekki eðlilegra verkefni Kjallariim Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi Framsóknarflokksins Hitaveitu Reykjavíkur að nýta af- fallsvatn húsa til að eyða ís og hálku af gangstéttum borgarinnar og hita upp brattar götur en að byggja veitingahús? Til að bæta umferðaröryggið í borginni verður að taka á öllum þessum þáttum. Könnun á nýjum kostum í almenningssamgöngum Þá er einn veigamikill þáttur ónefndur, almenningssamgöngur. Við í stjórnarandstöðunni lögðum jafnframt til á fundinum að gerð yrði könnun á nýjum kostum í al- menningssamgöngum. Við bentum á að á íslandi hefur lítil vinna ver- ið lögð í athuganir á nýjum leiðum í almenningssamgöngum. Það er nauðsynlegt að fylgjast með þróun í þessum málum í heim- inum og þróunin er greinilega í átt til rafvæðingar. Við getum séð fyrir okkur rafknúna einteinunga með- fram umferðaræðum borgarinnar eða rafmagnslestir sem ækju á 2-3 metra háum stöplum. Þá er einnig ástæða til að hugleiða jarðganga- gerð. Einnig er lærdómsríkt að kanna kostnað við hin ýmsu svið er tengjast notkun einkabílsins í nútímasamfélagi, eldsneytiskostn- að, innkaupsverð, tryggingar, auk- ið slit á vegum, aukna slysatíðni, mengun og níðslu á landinu. Ef hugsað er til framtíðar hlýtur það að vera nokkurt áhyggjuefni hversu menn veðja algjörlega á bif- reiðina. Valdhafar borgarinnar Það eru gjörsamlega staðnaðir valdhafar sem ekki vilja láta kanna nýja kosti í almenningssam- göngum borgarinnar. Slík hag- kvæmnikönnun yrði gerð á þeim grundvallarforsendum að verndun umhverfisins yrði metin til fjár til jafns við aðrar hagstærðir. Hvaða nafn eigum við að gefa þeim stjórnendum sem leyfa sér að svara eins og borgarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins leyföu sér varð- andi tillögu okkar um svartbletti? Bein tilvitnun: „Tillaga minni- hlutaflokkanna um auknar fjár- veitingar til að eyða svartblettum er því venjulegt yfirboð þeirra og úr tengslum við raunveruleikann.“ Það sorglega við þetta er að borg- arstjórinn vissi ekki hvað stóð í fjárhagsáætluninni. Hann fór að hæla sér af umbótum sem ekkert voru inni í áætluninni, enda er hann í sífelldri þörf fyrir hrós og smjaður. T.d. hældi hann sér af gerð undirganga fyrir gangandi vegfarendur og kvartaði yfir því að andstæðingar sínir nefndu þær framkvæmdir ekki. Veit borgarstjóri ekki að alls eng- in undirgöng fyrir gangandi veg- farendur eru á framkvæmdaáætl- un í ár og voru heldur ekki í fyrra? Þama er hann að hæla sér af fram- kvæmdum sem ekkert eru á dag- skrá meirihlutans. Hann er að biðja um hrós fyrir verk sem við viljum láta vinna en meirihlutinn fæst ekki til að setja inn á fram- kvæmdaáætlun. Þetta er sérkennileg staða fyrir æðsta embættismann borgarinnar, enda vinnur hann á svo vernd- uðum vinnustað að enginn sam- herja hans þorir að leiðrétta aum- ingja manninn þegar hann sést ekki fyrir í leit að aðdáun og lotn- ingu og fer meö tómt rugl. Hugur borgarfufitrúa Sjálfstæð- isflokksins til umferðaröryggis- mála Reykvíkinga kom fram í frá- vísunartillögu þeirra í borgar- stjórn. Sigrún Magnúsdóttir „Við getum séð fyrir okkur rafknúna einteinunga meðfram umferðaræðum borgarinnar eða rafmagnslest- ir ..segir greinarhöfundur meðal annars. Opið bréf til Jóns Helgasonar alþm.: Afengislög og virðingarleysi Þú hefur ásamt þremur öðrum alþingismönnum lagt fram frum- varp til laga um breytingar á áfeng- islögum. í því segir: „Afhending eða veitingar áfengis á vegum rík- isins eða ríkisstofnana eru óheimil- ar hérlendis." í greinargerð frumvarpsins segir: „Alþingismenn geta ekki lengur horft tómlátir og aðgerðalausir á hvernig áfengisneyslan fer með líf, heilsu og hamingju mikils hluta þjóðarinnar.“ Árið 1986 kvartaði ég sem fyrr- verandi starfsmaður Landhelgis- gæslunnar við þig út af áfengis- neyslu áhafnar varðskipsins Týs en skipstjóri þess hafði brugðist reiður við aðfinnslum mínum um borð. Þá varst þú dómsmálaráð- herra. Nú virðumst við orðnir sam- mála um að viðbrögð þín þá hafi verið tómlæti og aðgerðaleysi. Heyrnar- og sjónleysi eftir hentugleikum Það var ekki fyrr en fyrrverandi dómsmálaráðherra, Steingrímur Hermannsson, brást við grein minni, sem birtist í Mbl. 24. apr. ’86, að eitthvað var aðhafst og þá til að hreinsa tvo dómsmálaráð- herra, ykkur flokksbræður, af því að hafa brugðist eftirlitsskyldu ykkar sem ráðherrar yfir stofnun- inni. Framburður vitna, óhagstæður KjáUarinn Jón Hjálmar Sveinsson er sjóliðsforingi að mennt gæslumönnum, var hunsaöur, horft var fram hjá ábendingum og máhð látið niður falla því vitað var að fyrir rétti gæti vitni styrkt fram- burð minn. Bragi Steinarsson vararíkissak- sóknari segir í bréfi sínu til RLR, dags. 6. ág. ’86: „Rannsókn málsins rennir ekki stoðum undir ásakanir kæranda um refsiverð brot skip- verja...“ og „í ýmsum ásökunum Jóns Hjálmars Sveinssonar felast aðdróttanir í garð starfsmanna Landhelgisgæslunnar og áhafnar varðskipsins Týs...“ og loks er lýst áliti: „Eftir atvikum og þar sem ekki eru í máli þessu hafðar uppi af hálfu Landhelgisgæslunnar eða viðkomandi starfsmanna kröfur um málshöfðun á hendur greinar- höfundi þykir af ákæruvaldsins hálfu mega við svo búið standa.“ Fiallað er um opinbera starfs- menn við störf sín og lögum sam- kvæmt ber ríkissaksóknara að höfða mál til varnar þeim, telji hann á þá hallað, hvort sem þeir 'krefjast þess eð^ekki, sbr. nýlegt mál hans gegn blaðamanni Tímans fyrir hönd Þóris Stephensen, fyrrv. dómkirkjuprests, út af grein um embættisfærslu hans. Forstjóri og öryggismál I Morgunblaðinu 4. febr. sl. er á þremur síðum fjallað um gæsluna. Þar er skrifað um áhöfn Týs sem er að mestu hin sama og ég tók fyrir í Mbl. 24.4. ’86. Við fyrirspurn blaðamanns um „drykkjuskap á varðskipum" er haft eftir Steinari Clausen, skipverja Týs, að „erfitt sé að þurfa sífellt að vera að svara fyrir óra eins manns sem hefði tjáð sig á opinberum vettvangi í þessa veru“. Samkvæmt bréfi Braga Steinars- sonar var skipverjum frjálst að kæra mig en þeir nýttu sér það ekki og skyldu því ekki kvarta. Ummæli mín um gæsluna og starfsmenn hennar hafa hvorki verið dæmd dauð né ómerk, þau standa óhögguð, eru óhrekjanleg. Undir fyrirsögninni „Áherslan á öryggis- og björgunarmálum" birt- ir Mbl. í umfiöllun sinni um gæsl- una 4. febr. viðtal við forstjóra hennar. Það er kaldhæðnislegt að við hliðina á því skuh vera frásögn blaðamanns cif því er slys hlaust af slitnum kranavír í Tý, nokkuð sem á ekki að geta skeð fyrirfinnist viöhaldsreglur og sé eftir þeim far- ið. Sýndarmennska og smáatriði Afengi er löglegur og siðferðilega viðurkenndur vímugjafi. Hófleg neysla þess er.hluti af menningu og félagsvenjum þjóða, annarra en íslendinga. Þeir eiga sér enga áfengismenningu, einungis fyllirí. Viðhorf þeirra eru því annaðhvort: allt leyft eða allt bannað. Áfengisneysla er ekki vandamál. Ofdrykkja er sjúkdómur og drykkja á vinnustað er eitt ein- kenna hans. Það hjálpar engum að hætta að veita áfengi á vegum rík- isins. Drukkinn maður í opinberu sam- kvæmi fer hvorki sjálfum sér né öðrum að voða, það má alltaf senda hann heim í leigubíl. En áhafnar- meðlimir skips, sem sitja á lúkarn- um og drekka, setja ekld bara sjálfa sig í lífshættu heldur einnig þá sem eru edrú um borð. Úr slíkri stöðu gengur enginn heim. Jón Helgason og félagar, frásögn mína eigið þið nú þegar. Dragið frumvarp ykkar til baka. Byrjið frekar á að skil- greina vandann og sjáið til þess að gildandi lög séu virt, í stað þess að bæta við bálkum, sem ekki stand- ast, og auka þannig á virðingar- leysi fyrir lögum. Jón Hjálmar Sveinsson. . .sjáið til þess að gildandi lög séu virt, í stað þess að bæta við bálkum, sem ekki standast, og auka þannig á virðingarleysi fyrir lögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.