Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1990, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1990, Síða 2
2 MÁNUDAGUR 21. MAÍ 1990. Fréttir Skoðanakönnun DV: Nýr vettvangur heggur í fylgi Sjálfstædisflokksins - fulltrúar Framsóknar, Alþýöubandalags og Kvennalista 1 hættu Samkvæmt niðurstöðum skoðana- könnunar DV nú hefur Nýr vett- vangur náö að höggva i fylgi Sjálf- stæðisflokksins frá síðustu könnun sem gerð var fyrir þremur vikum. Nýr vettvangur hefur aukið fylgi sitt um 5,8 prósentustig en Sjálfstæðis- ílokkurinn hefur misst 4,9 prósentu- stig. Litlar breytingar eru á fylgi annarra flokka. Miðaö við þessar niðurstöður fengi Sjálfstæðisflokkurinn 13 fulltrúa í borgarstjórn og Nýr vettvangur 2 fulltrúa. Aðrir flokkar fengju engan mann kjörinn í borgarstjórn. Núverandi minnihluta- flokkar í hættu Samkvæmt niðurstöðunum eru fyrstu menn á listum Framsóknar, Alþýðubandalags og Kvennalista hins vegar á þröskuldinum. Sama má segja um þriðja mann á lista Nýs vettvangs en hann er nær borgar- stjórn en fyrstu menn á lista Al- þýðubandalags og Kvennalista. Miðað við að ekkert atkvæði minnihlutans fari til spilhs nægir fylgi hans samkvæmt könnun DV til að koma 4 fulitrúum að á móti 11 fulltrúum Sjálfstæðisflokksins. En þar sem fylgi minnihlutans dreifist eins og raun er á vinnur Sjálfstæðis- flokkurinn 2 fulltrúa þar sem svo mikið fylgi minnihlutans dettur nið- ur dautt. í könnuninni reyndust 26,3 prósent vera óákveðin og 8,6 prósent neituðu að svara. Alls tóku því um 65,1 pró- sent afstöðu sem er ívið meira en í síðustu könnunum DV fyrir kosning- arnar 1986 og 1982. Ilmmæli fólks í könnuninni „Það velja allir Sjálfstæðisflokkinn á þessu heimili," sagði kona. „Ég veit ekki enn hvað ég geri en ætli ég kjósi ekki einhvern af vinstri ílokk- unum,“ sagði einn karlanna. „Ég held ég muni bara kjósa hann Davíð; mér finnst hann bæði sætur og elsku- legur maöur,“ sagði ein kvennanna. „Eg kýs Alþýðubandalagið eins og ég hef alltaf gert,“ sagði kona. „Ég er nú bóndi og kaus alltaf Framsókn en ég er hrifinii af Davíð. Hann er duglegur og ráðandi,11 sagði karl. „Ég ætla að kjósa slaufuna," sagði kven- maður. „Ég er svo íhaldssamur að ég kýs íhaldið eins og ég hef gert í þrjátíu ár,“ sagði karlmaður. „Ég er vinstri maður en vil ekki höfuð- lausan her. Ég kýs því Davíð,“ sagði einn karlanna. „Þetta eru allt saman afglapar; alveg sama í hvaða flokki þeir eru,“ sagði annar karl. „Ég kýs Sigrúnu vegna þess að hún er í hættu með að falla,“ sagði þriðji karlinn. „Ég kýs náttúrlega Davíð," sagði kona. „Mínir menn vinna; Davíð konungur og fylgdarlið," sagði karl. „Valið stendur á milh Kvennalistans og H-listans og ég held að það veröi H-listinn í þetta sinn,“ sagði ein kvennanna. „Ég læt það alveg vera aö kjósa núna. Það er tímasóun," sagöi karlmaður. -gse Ef miðað er við um 82 prósent kosn- ingaþátttöku eins og 1986 þarf fram- boðshsti að fá um 4.000 atkvæði eða um 6 til 7 prósent atkvæða til að ná inn manni. Samkvæmt könnun DV nú er Framsókn rétt undir þessum mörkum, Alþýðubandalagið lítið eitt neðar og Kvennalistann vantar síðan, ögn upp á fylgi Alþýðubandalagsins. Flokkur mannsins og Græna fram- boðið eru hins vegar langt frá fyrsta manni samkvæmt skoðanakönnun DV. Miklar breytingar frá kosningum Ef miðað er við úrslit síðustu kosn- inga benda niðurstöður skoðana- könnunar DV til mikilla breytinga. Þá fékk Sjálfstæðisflokkurinn 52,7 prósent atkvæða en fær 70,1 prósent samkvæmt könnuninni nú. Það eru 9 sjálfstæðismenn í borgarsijórn en þeir yrðu 13 samkvæmt könnun DV. Nýr vettvangur yrði eini minnihluta- flokkurinn í borgarstjórn með 2 full- trúa en fylgi hans mældist 14,6 pró- sent í könnuninni. Alþýðubandalag- ið hefur tapað mestu frá kosningum en það fékk 20,3 prósent þá en mæl- ist nú með 4,7 prósent. Það mundi missa alla sína 3 fulltrúa ef niður- stöður kosninganna yrðu eins og könnun DV. Einn þessara fulltrúa, Kristín Á. Ólafsdóttir, færi hins veg- ar inn sem fulltrúi Nýs vettvangs. Kvennalistinn hefur einnig tapað miklu fylgi frá kosningum. Hann fékk þá 8,1 prósent en fær 4,5 prósent í könnun DV. Kvennalistinn missir því manninn sinn. Framsókn tapar einnig en aðeins minna. í kosningun- um fékk Framsókn 7,0 prósent en mælist nú með 5,2 prósent. Það dugir ekki til að halda inni manni. í skoðanakönnun DV var úrtakið 1.200 Reykvíkingar og skiptust þeir jafnt á milh kynja. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef borgar- stjórnarkosningar færu fram nú? -gse Niðurstöður skoðanakönnunarinnar urðu þessar: Til samanburðar eru niðurstöður fyrri kannana DV mars apríl nú Framsóknarflokkur 2,7% 3,5% 3,4% Sjálfstæðisflokkur 47,8% 50,0% 45,7% Alþýðubandalag 4,5% 3,5% 3,1% Nýrvettvangur - 5,8% 9,5% Flokkurmannsins - 0,5% 0,2% Kvennalisti 5,2% 3,2% 2,9% Græna framboðið - 0,2% 0,3% Svara ekki 4,0% 4,5% 8,6% Óákveðnir 31,3% 28,8% 26,3% Ef aðeins eru teknir þeir sem tóku afstöðu eru niðurstöðurnar þessar: Til samanburðar eru úrslit síðustu kosninga og niðurstöður fyrri kannana. kosn. mars apríl nú Alþýöuflokkur 10,0% 7,6% - Framsóknarflokkur 7,0% 4,1% 5,3% 5,2% Sjálfstæðisflokkur 52,7% 74,0% 75,0% 70,1% Alþýðubandalag 20,3% 7,0% 5,3% 4,7% Nýrvettvangur - ; *** : 8,8% 14,6% Flokkurmannsins 2,0% - 0,8% 0,4% Kvennalisti 8,1% 8,0% 4,8% 4,5% Græna framboðið - - 0,3% 0,5% Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar skiptast borgarstjórnarsætin þannig: kosn. mars apríl nú Alþýðuflokkur 1 1 - -* Framsóknarflokkur 1 0 0 0 Sjálfstæðisflokkur 9 12 14 13 Alþýðubandalag 3 1 0 0 Nýrvettvangur - - 1 2 Flokkurmannsins 0 - 0 0 Kvennalisti 1 1 0 0 Grænaframboðið 0 0 Miðaö við frávik frá síðustu könnun 1986: Alþýðubandalag og Framsókn kæmu hvort sínum manninum að - Sjálfstæðisflokkurinn næði tíu mönnum inn í mörgum undanfómum borgar- stjórnarkosningum hefur Sjálfstæð- isflokkurinn fengið minna fylgi en siðustu skoðanakannanir fyrir kosn- ingarnar bentu til. Á sama hátt hafa minnihlutaflokkarnir fengið. meira fylgi í kosningunum en síðustu kannanir fyrir kosningar gáfu til kynna. Þó kannski sé ekki hægt að líta á það sem reglu þá bendir reynsl- an til þess að hinir óákveðnu dreifist nokkuð jafnt á mhli framboöslist- anna síðustu vikuna fyrir kjördag. Áriö 1986 birti DV niðurstöður skoðanakönnunarfimm dögum fyrir kjördag. í þeirri könnun fékk Sjálf- stæðisflokkurinn 58,2 prósent fylgi. í kosningunum sjálfum fékk flokkur- inn hins vegar 52,7 prósent. Mismun- urinn er 5,5 prósentustig. Minnihlutaflokkarnir fengu að sama skapi 5,5 prósentustigum fleiri atkvæði í kosningunum en í síðustu könnun DV. Alþýðubandalagið fékk 17,8 prósent í könnun DV en 2,5 pró- . sentustigum meira í kosningunum eöa 20,3 prósent. Framsókn fékk 5,0 prósent í könnun DV en 2,0 prósentu- stigum meira í kosningunum eða 7,0 prósent. Alþýðuflokkurinn fékk 9,2 prósent í könnun DV en 10,0 prósent í kosningunum eða 0,8 prósentustig- um meira. Kvennalistinn fékk hins vegar minna fylgi í kosningunum en í könnun DV eða 8,1 prósent í stað 8,8 prósenta. Mismunurinn er 0,7 prósentustig. Loks fékk Flokkur mannsins 2,0 prósent í kosningunum en hafði fengið helmingi minna fylgi' í könnun DV eða 1,0 prósent. Árið 1982 birti DV niðurstöður skoðanakönnunar þremur dögum fyrir kjördag. Þá var úrtakið 600 manns í stað 1.200 manna úrtaks eins og nú og árið 1986. Mismunur milli niðurstaöna könnunarinnar og úr- slita kosninganna var þá nokkuð meiri en 1986. Sjálfstæðisflokkurinn fékk þannig 63,3 prósent í könnun DV en fékk 52,5 prósent í kosningun- um eöa 10,8 prósentustigum minna. Eins og 1986 vantaði mest upp á fylgi Alþýðubandalags og Framsóknar í könnun DV miðað við kosningarnar en minna upp á fylgi Alþýðuflokks. Eins og 1986 varð fylgi Kvennalistans minna í kosningunum en könnun DV benti th. Það skal tekið fram að óákveðnir og þeir sem neita að svara voru mikl- um mun fleiri í síðustu könnunum DV fyrir kosningarnar 1982 og 1986 en í könnuninni nú. Árið 1982 voru þeir 40,5 prósent, árið 1986 48,1 pró- sent en nú eru þeir 34,9 prósent. Ef brugðið er á leik og frávik frá síðustu könnun DV fyrir kosning- amar 1986 og kosninganna þá fyrir hvern einstakan lista eru sett inn i könnunina nú skiptast borgarstjórn- arsætin þannig aö Sjálfstæðisflokk- urinn fær 10, Nýr vettvangur 3 og Framsókn og Alþýöubandalag hvort sinn fulltrúann. Þar sem Nýr vett- vangur er nýtt framboð nýtur hann meðalfráviks stj órnarandstöðunnar frá 1986 í þessum leik aö tölum. -gse

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.