Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1990, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1990, Side 4
4 MÁNUDAGUR 21. MAÍ 1990. Fréttir Skoðanakönnim DV: A4lokkarnir halda ekki meirihluta - Sjálfstæðisflokkur og Kvennalisti vinna hvor sinn manninn Samkvæmt niðurstöðum skoðana- könnunar DV mundi meirihluti Al- þýðuflokks og Alþýðubandalags falla ef gengið yrði til kosninga nú. Þessir flokkar fengu samanlagt 52,4 prósent atkvæða í síðustu kosningum og 6 af 11 fulltrúum í bæjarstjórn. í skoð- anakönnun DV mældist fylgi þeirra nú 35,5 prósent eða 16,9 prósentustig- um minna en í kosningunum. Þetta fylgi mundi ekki tryggja þessum flokkum nema 4 bæjarfulltrúa ef úr- sbt kosninganna yrðu eins og niður- stöður könnunar DV. Sjötti maður Sjálfstæðis- flokksins á þröskuldinum Miðað við niðurstöður könnunar- innar hefur Sjálfstæðisflokkurinn bætt mest við sig síðan í kosningun- um 1986. Þá fékk hann 32,1 prósent atkvæða en fær nú 44,1 prósent fylgi í könnun DV. Það er ívið meira fylgi en hann hafði fyrir ósigurinn í kosn- ingunum 1986 en hann fékk 42,1 pró- sent fylgi í kosningunum 1982. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í könnun DV nú gefur honum 5 fulltrúa af 11 bæjarstjórnarmönnum. Sjötti sjálf- stæðismaðurinn er næstur inn sam- kvæmt niðurstöðum könnunarinnar og mundi hann þá fella annan mann á lista Alþýðuflokks sem stendur tæpast af þeim sem eru inni. A-flokkarnir tapa miklu Alþýðuflokkurinn hefur tapað mestu frá síðustu kosningum. Þá fékk hann 24,5 prósent atkvæða og 3 menn kjörna. Nú mælist fylgi hans 14,8 prósent eða 9,7 prósentustigum minna. Þetta fylgi nægir til þess að flokkurinn fái 2 menn í bæjarstjóm en annar maður flokksins stendur tæpt. Alþýðubandalagið, hinn meiri- hlutaflokkurinn, tapar einnig en ekki eins miklu og Alþýðuflokkur- inn. í kosningunum 1986 fékk Al- þýðubandalagið 27,9 prósent at- kvæöa og 3 menn kjörna. Nú mælist fylgi hans í 20,7 prósentum eða 7,2 prósentustigum lægra en í kosning- unum. Alþýðubandalagið missir því mann samkvæmt skoðanakönnun DV. Fylgi Framsóknar breytist btið. Það var 13,6 prósent í kosningunum 1986 en mælist nú 11,8 prósent. Einn fulltrúi flokksins í bæjarstjórn held- ur því sæti sínu. Kvennalistinn býður nú í fyrsta sinn fram í Kópavogi. Miðað við nið- urstöður skoðanakönnunar DV nær bstinn inn einum manni í bæjar- stjórn með 8,6 prósent fylgi af þeim sem tóku afstöðu. Margir óákveðnir Samkvæmt skoðanakönnun DV em um 35,3 prósent Kópavogsbúa enn óákveöin og 8,3 prósent neita að svara. Þeir sem taka afstöðu em því 56,4 prósent af úrtakinu. Það er mun minna en í könnun sem gerð var í Reykjavík á sama tíma en þar vom 65,1 prósent Reykvíkinga sem voru búnir að gera upp hug sinn. Úrtakið í könnuninni var 600 manns og skiptist það jafnt á mibi karla og kvenna í Kópavogi. Spurt var: Hvaða lista mundir þú kjósa ef bæjarstjómarkosningar færu fram nú? -gse Núverandi bæjarstjórn Kópavogs. Samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnun- ar DV mundu báðir meirihlutaflokkarnir, Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag, missa mann og þar með meirihlutann. Sjálfstæðismenn fengju annan mann- inn og Kvennalistinn hinn. Niðurstöður skoöanakönnunarinnar urðu þessar: Til samanburðar eru úrsiit kosninganna 1986 innan sviga Af úrtaki Af þeim sem tóku af- stöðu Fulltrúar Alþýðuflokkur 8,3% 14,8% (24,5%) 2(3) Framsóknarflokkur 6,7% 11,8% (13,6%) 1 (1) Sjálfstæðisflokkur 24,8% 44,1% (32,1%) 5(4) Alþýðubandalag 11,7% 20,7% (27,9%) 2(3) Kvennalisti 4,8% 8,6% (-) 1 (“) Svara ekki 8,3% Óákveðnir 35,3% Skodanakönnun DV, Kopavogur Ummæli fólks í könnuninni „Þaö er kominn timi til að losna ur kjósandi. „Ég kýs abavega ekki á bsta Alþýðubandalagsins,“ sagði við þetta vinstrahð úr bæjarstjóm- Sjalfstæðisflokkinn," sagði karl. þriðji karlinn. „Ég er mikill aðdá- inni,“ sagði karl. „Ég hef búið í „Ég er ánægöur með núverandi andi Davíös og vbdi að ég fengi að Kópavogi í þrjátíu ár og stjóm- stjórn og kýs þvi Alþýðubandalag- kjósa hann,“ sagði kona. „Ég hef málamennimir hér kunna ekki aö ið,“ sagði kona. „Eg kýs alltaf alltaf kosið D-bstann en ætla ekki klára verkin. Ég kýs því ekki,“ Framsókn,“ sagði önnur kona. að gera það núna því þeir ætla að sagði annar karl. „Þó viö eigum „Mér finnst komið of mikið af fé- hætta við byggingu íþróttahallar- engan Davíð hér í Kópavogi þá lagsmálastússi hér í bæ. Ég kýs því innar,“ sagði karl. „Alþýðuflokk- ætla ég að kjósa Sjálfstæðisflokk- Sjábstæðisflokkinn,“ sagöi karl. urinn er minn flokkur,“ sagöi inn," sagði kona. „Herbergið mitt „Ég hef ekki prófað Kvennabstann kona. „Ég er að flytja úr Kópavogí er orðið fubt af abs konar kosning- og ætla þvi að kjósa hann,“ sagði og ætla að kjósa G-bstann og leyfa abæklingum. Þaö er sjálfsagt kom- annar karl. „Ég er ánægður með Kópavogsbúum að fá þaö sem þeir inn timi til aö bta á þá,“ sagði ung- handboltahöhinaogefstamanninn eigaskbiö,“sagðikarl. -gse Kosningarl986 M 1,9% 13,6% Könnunl990 v 11,8% í dag mælir Dagfari Steingrímur plataður? Steingrímur Hermannsson átti aldeibs erindi til fundar við Arafat. Steingrímur fékk nefnilega með sér sönnunargagn um að ísraelsmenn hefðu í hyggju að leggja undir sig öll Arabarikin í kringum ísrael. Arafat sýndi Steingrími pening og leyfði honum meira að segja að taka peninginn með sér heim. Á þessum peningi sést landakort af svokölluðu Stór ísrael segir Arafat, sem sýnir auðvitað fram á hvað fyrir ísraelsmönnum vakir. Þessi peningur sem Arafat gaf Steingrími er helsta umræðuefni Vesturlandabúa um þessar mund- ir. Sumir andstæðingar Arafats og Steingríms hafa verið að véfengja sannleiksgildi þessarar fréttar og myntsérfræðingar segja að þetta sé brot úr gömlum peningi frá Makkabea- tímabibnu frá því fyrir Krists burð. Þar blasir við kerta- stjaki með sjö örmum og enginn hafi áður getað lesið út úr mynd- inni að þar sjáist landakort. En Steingrimur veit betur. Arafat sagði honum að þetta væri landa- kort og Steingrímur trúir Arafat og segir aö peningurinn sanni að ísraelsmenn hafi ekki gefið upp sína stórveldisdrauma. ''Þeir hafa annað slagið komið með þetta stóra landsvæði í sínum hugmyndum". Nú kann einhver að segja að Steingrímur hafi verið plataður. Það hafa minni menn en Arafat platað Steingrím, enda er Stein- grímur auðtrúa maður og hjarta- hreinn og trúir því ekki upp á nokkurn mann að fara með fleipur. Aldrei fer Steingrímur með fleipur og hvers vegna ættu þá aðrir aö gera það? Nei, Steingrímur trúir sínum góða vini Arafat úr því Ara- fat trúði Steingrími fyrir stórvelda- draumum ísraelsmanna. Stein- grímur fékk peninginn að gjöf frá Arafat svo Steingrímur geti sýnt peninginn á Vesturlöndum og upp- lýst veröldina um stórvelda- drauma ísraels. Síðan Steingrímur var með Ara- fat hefur hann komið við í Noregi og Þýskalandi og nú síðast var hann í Tékkóslóvakíu og svona víð- förull maður getur auðveldlega komið því við að sýna viðmælend- um sínum peninginn frá Arafat meö landakortinu. Hann getur þannig breitt út boðskap Arafats pg varaö við stórveldadraumum ísraelsmanna, vegna þess að ef ein- hver efast um að Steingrímur segi satt, getur Steingrímur dregiö upp peninginn frá Arafat og sannað sitt mál. Allir vita að Palestínumenn eru ekki of Qáðir og þess vegna var það mikið örlæti af Arafat að gefa Steingrími peninginn en það örlæti getur marg borgað sig ef Steingrím- ur reynist jafn ötull og raun ber vitni að segja öðrum frá því sem Arafat sagði við hann. Steingrímur er mikils metinn þjóðarleiðtogi sem lætur ekki plata sig á hverjum degi og platar ekki aðra að ásettu ráði. Ef Steingrímur er plataður er hann vanur aö segja frá því eftir á og þá eru aðrir að’ plata hann en hann ekki þá. Sérfræðingar í alþjóðamálum og allir þeir stjórnmálafræðingar og stjórnmálamenn sem árum saman hafa unnið að lausn mála fyrir botni Miðjarðarhafs geta hugsan- lega haft einhverjar efasemdir um fullyrðingar Arafats og Steingríms. En Steingrímur hefur svlobtið umfram aba þessa sérfræðinga sem enginn þeirra hefur tekið eftir áður. Steingrímur hefur nefnilega undir höndum þennan pening frá Arafat sem flettir ofan af stórvelda- draumum ísraelsmanna og kemur upp um þá. Árafat hefur lengi reynt að gefa einhverjum viðmælenda sinna þennan pening sem sönnunargagn en enginn hefur þegið hann fyrr en Steingrímur kom alla leið frá íslandi og sá strax að þarna var lykibinn að vandamálum ísraels og Palestínu. Trikkið var nefnilega það að Steingrímur þáði peninginn og tók hann með sér heim. Þetta hefur engum hugkvæmst áður og það er vegna þess að Steingrímur lætur ekki plata sig og vill ekki plata aðra. Þess vegna sýnir hann peninginn þegar hann þarf að sanna sitt mál. Þaö sem Arafat sagði Steingrími og Steingrímur hefur eftir Arafat er nákvæmlega það sem Arafat sagði Steingrími. Og þegar Stein- grímur segir það sem Arafat segir honum þá segir Steingrímur satt. Hann platar engan, hann Stein- grímur. Þetta veit Arafat. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.