Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1990, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1990, Qupperneq 7
MÁNUDAGUR 21. MAÍ 1990. 7 Haukur Snorrason, F-lista á Dalvík: Við viljum opnari umræðu um bæjarmál i>v Dalvík og Selfoss: Nýir listar DV birti umfjöllun um fram- boðsmál á Dalvík og Selfossi áöur en framboðsfrestur fyrir bæjar- og sveitarstjórnarkosningarnar rann út 27. apríl. Eftir umfjöllun DV kom nýr listi með framboð á báðum stöðum og þvi eru þeim gerð skil hér. Á Dalvík bjóða fjórir listar fram: B-listi Framsóknarfélags Dalvíkur og vinstrimanna, D-listi sjálfstæðismanna og óháðra, F- listi frjálslyndra og G-listi Jafnað- armannafélags Dalvikur. Á Selfossi bjóða íjórir listar fram: B-hsti Framsóknarflokks, D-listi Sjálfstæðisflokks, F-listi óháðra og K-listi félagshyggju- fólks. -hlh „Við leggjum mikla áherslu á opn- ari umræðu um bæjarmálin þannig að þau fái meiri umfjöllun áður en ákvarðanir eru teknar. Við leggjum áherslu á uppbyggingu hafnar, hafn- arsvæðis og atvinnulífs. Forsenda ölfugs atvinnulífs er efling sjávarút- vegs og fiskvinnslu. Skjóta þarf styrkum stoðum undir þær greinar og í kjölfarið munu þjónustugreinar síðan eflast,“ sagði Haukur Snorra- son skrifstofumaður sem skipar efsta sæti á F-lista frjálslyndra á Dalvík. „íþrótta- og æskulýðsmál skipa veglegan sess hjá okkur en á þeim vettvangi eru mörg félög starfandi. Þá er uppbygging íþrótta- og skíöa- svæðis á dagskrá. Við erum á móti því að nota vatns- og hitaveituna sem skattstofn fyrir bæjarsjóð. Við viljum að hitaveitan verði borguð niður fyrir fólk. Við munum beita okkur fyrir byggingu þjónustuíbuða fyrir aldraða. i byg- inga- , umhverfis- og skipulagsmál- um viljum við auka framkvæmdir við uppbyggingu gatna og gang- brauta en þær framkvæmdir hafa verið í lágmarki. Við viljum efla allar deildir skólans hérna, sérstaklega fiskvinnslubraut og skipstjórnar- braut. í ferðamálum viljum við skýra framtíöarstefnu og að stofnuö veröi ferðamálanefnd." -hlh Haukur Snorrason skipar efsta sæti á F-lista frjálsiyndra á Dalvik. Már Ingólfsson, F-lista á Selfossi: Breytta stef nu í atvinnumálum Már Ingólfsson skipar efsta sæti á F-lista Óháðra. „Aðaláherslumál F-listans er breytt stefna í atvinnumálum bæjar- ins. Við viljum stuðla að flutningi ríkisstofnana frá Reykjavík til Sel- foss, eins og Byggðastofnunar. Iðnað- arlóðir verða að seljast á kostnaðar- verði og endurheimta verður full- vinnslu landbúnaðarafurða. Við vilj- um koma í veg fyrir fastbundið ah vinnuleysi kvenfólks á Selfossi. Halda þarf áfram uppbyggingu fjöl- brautaskólans og stuðla að fjöl- breytni í verklegu námi. Þá þarf að undirbúa byggingu nýs barnaskóla í Rima- og Tjarnarhverfi," sagði Már Ingólfsson símaverkstjóri sem skipar efsta sæti á F-lista Óháðra. „Við viljum að bæjarstjórn móti sér stefnu í málefnum aldraðra, að hafin verði bygging langlegudeildar við Sjúkrahús Suðurlands og bygging dvalarheimilis fyrir aldraða. í um- hverfismálum viljum við gera hvers konar mengun burtræká úr bænum, að stefnt verði að byggingu skólp- ræsistöðva og fundin framtíöarlausn fyrir sorphaugana. Aðkomu að bæn- um þarf að gera aðlaðandi og snyrti- lega. í íþrótta- og tómstundamálum viljum viö stefna að byggingu fjöl- nota íþróttahúss og að því að fullgera félagslega aðstöðu í Ársölum. Ljúka þarf við skipulag á miðbæ Selfoss og skipuleggja þarf allt bæjarlandið í hugmyndasamkeppni. Við viljum stórauka samvinnu sveitarfélaga á Árborgarsvæðinu í atvinnu- og orku- málum. Við viljum lækka raforku- verð og að raforka verði keypt beint af Landsvirkjun. Við viljum halda stjórnunar- og fjármagnskostnaði í lágmarki og að öll verk verði boðin út nema þjónusta við bæjarbúa." -hlh _____________Stjómmál Dalvlk: F-listi frjálslyndra. 1. HaukurSnorrason skrifstofumaður. 2. Snorri Snorrason skipstjóri. 3. ÓskFinnsdóttirhúsmóðir. 4. SigurðurHaraldsson skipstjóri. 5. ÞórhallurSigurvinJónsson verkamaður. 6. Anton S. Gunnlaugsson útgerðarmaður. 7. ÓskSigríður Jónsdóttir fiskmatsmaður. 8. GuðbjörgStefánsdóttir húsmóðir. 9. Anton Ingvason sjómaöur. 10. SverrirSigurösson múrarameistari. 11. Aðalbjörg Snorradóttir skrifstofumaður. 12. Magnúsjónssonbifvélavirki. Selfoss: F-listi Óháðra kjósenda. 1. Márlngólfsson símaverkstjóri. 2. Drífa Eysteinsdóttir hjúkrunarfræðingur. 3. HeiðarBjarndal Jónsson lögregluþjómt. 4. GrétarPállÓlafsson verktaki. 5. Helga Snorradóttir verslunarmaður. 6. HaukurÓ.Ársælssonbókari. 7. Valgerður Una Sigurvins- dóttir verslunarmaöur. 8. Sigurvin Þórkelsson verkamaður. 9. María Kjartansdóttir gangavörður. 10. PéturKúldvélvirki. 11. Anna B. Eyjólfsdóttir umsjónarmaöur. 12. HörðurGuðjónssonbólstrari. 13. AuðurHauksdóttir hjúkrunarfræöingur. mui- ónte vh® CP-75 Hljómtæki 2x60 W, tvöfalt segulband. Fjarstýring, klukka, timer o. fl. Verð áður 41.830 stgr. Vcrð ntt 34.500 stgr. (Verð án hátalara o^geislaspilara). Þetta er aðeins lítið sýnishorn af því sem er á útsölunni. CA-W85 Ferðatæki 2x11W Verð áður 34.635 stgr. Verð nú 25.500 stgr. XC-002 Geislaspilarí m/Qarstýríngu. 16 bita fjórföld leíðrétting. 20 laga programm mínni. Verð áður 29.980 stgr. Verð nú 18.800 stgr. AD-WX 505 Tvöfalt segulband Dolby B/C High Speed Dubbíng. Stöðug afspilun milli tækja. Verð áður 19.260 stgr. Verð nú 14.500 stgr. r r r OPIÐ LAUGARDAGA KL. 10-14 D Kaaio Ármúla 38, símar 31133 og 83177, i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.