Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1990, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1990, Qupperneq 12
12 MÁNUDAGUR 21. MAÍ 1990. Lesendur Með hlýhug til litaðra Sæunn Ólafsdóttir skrifar: Undanfarnar vikur hef ég æ oftar rekið augun í greinar fólks sem vill láta banna „innflutning" þel- dökks fólks. Við sem búum á ís- landi höfum lítinn skilning á þeim hörmungum, sem yfir þetta fólk hefur dunið, eða þeim ömurlegu lífsskilyröum sem það býr við. - Því þykir mér leitt að sjá að fólk sem býr í okkar velferðarþjóðfélagi vilji hindra örfáa útlendinga í að njóta lífsgæðanna með okkur. Allt er þeim fundið til foráttu. Þeir séu „ljótir á litinn", lagi vond- an mat, og læri aldrei að tala al- mennilega íslensku! Það nýjasta er að þeir hafi ekki sambærilega greindarvísitölu! - Aðallega hefur fólk þó áhyggjur af kynblöndun- inni. Aíleiðingar kynblöndunar gætu orðið ýmis óæskileg litaaf- brigöi - sá ég eftir mann nokkurn um daginn! Þessi ummæli gætu e.t.v. átt við í hesta- eða hunda- rækt, en mér flnnst mjög óviðeig- andi að tala svona um manneskjur. Ég get samt sagt þeim til huggunar sem hafa af þessu áhyggjur, að þó að genin sem stjóma litarhætti manna séu ríkjandi í dekkri kyn- stofnum, þá murtu þau ræktast úr á nokkrum mannsöldrum. - ísland framtíðarinnar mun því verða al- veg jafn hvítt, hreint og fallegt á u.þ.b. 100 árum og það er nú. Að því tilskildu að innflytjendur verði ekki því fleiri. Annars skil ég ekki þá andúð sem skyndilega ríkir á þessum hör- undslit. Ég veit ekki betur en ís- lendingar þyrpist þúsundum sam- an á sólarstrendur og á ljósastofur til þess að fá þennan sama lit, ger- ast þeldökkt! Fyrir fáum árum gekk hérlendis tískubylgja meðal unglinga, sem létu lita hár sitt svart. - Það voru engir sem fettu fmgur út í það. - Ég hélt að ölium misskilningi af þessu tagi hefði ver- ið útrýmt. Þvi miður hafði ég rangt fyrir mér. Hvað varðar matargerð og trú þá efast ég stórlega um að þessum fáu einstaklingum takist eða hafi nokkurn áhuga á að troða ein- „Veit ekki betur en Islendingar þyrpist til sólarlanda - til þess að ger- ast þeldökkt!" segir m.a. í bréfinu. hverri trúvillu upp á okkur eða að brasa ofan í okkur eitraðan mat. - Það gerum við hins vegar ríkulega gagnvart þeim. Við verðum að skilja að okkar lifnaðarhættir eru þeim álíka framandi og þeirra eru okkur. Þess vegna ber okkur að sýna þessu fólki umburðarlyndi og taka á móti því meö hlýhug því hér á íslandi er ef til vill eina von þeirra um betra líf. Ólafur reið með björgum fram Kvennalistaviðhorf til bama: María Guðmundsdóttir skrifar: Ég var að enda við að hlusta og horfa á umræðuþátt sem sendur var út vegna borgarstjórnarkosn- inganna í Reykjavik. Maður varð svo sem ekki mikils vísari og ekki var fyrir að fara frjóum máltlutn- ingi hjá neinum þessara þátttak- enda. Einkennilegt hvað fulltrúar Sjálfstæðísflokksins taka við hnút- um og brigslyrðum frá hinum ósamstæða hópi andstæðinganna. Þarna kom einmitt hvert tæk- ifærið eftir annað til að kaffæra málílutning hinna ýmsu tals- manna vinstri flokkanna, ekki síst Kvennalista, Framsóknartlokks og Alþýðubandalags. Ég vil þó taka fram að mér fannst framkoma Árna Sigfússonar vera óaðfinnan- leg, hann var málefnalegur og traustvekjandi og mun örugglega ná langt ef hann ber gæfu til að fá náð fyrir augum samflokksmanna og nefnda þeirra sem sjá um „nið- urröðun" áframboðslistaíframtíð- inni. í þessum sjónvarpsumræðum, sem voru hvorki fugl né fiskur, hvað málefni snertir, fannst mér þó hneysklanleg ummæli eins full- trúa Kvennalistans, en sá fiokkur er með dagvistunarpláss og leik- skóla á heilanum, er hann sagði farir foreldra ekki sléttar í sam- skiptum þeirra við börn sín. For- eldrar víldu bara fá að eta hádegis- mat í friði með vinnufélögum en væru nú neyddir (líklega af borgar- yfirvöldum?) til að fara heim og gefa bömum sinum að borða! Ég hefi sjaldan heyrt pólitíska talsmenn fara eins Út af laginu í stjórnmálakarpi og kvennalista- konur gerðu í þessum þætti. Og það versta fyrir þær sjálfar var að þær meintu hvert orð af því sem þær sögðu. Það er þess vegna sem þær eiga svo erfitt uppdráttar þegar á hólminn er komið og eiga að taka ákvarðanir, að þær fylgja þeirri sannfæringu sinni; að tala beint frá hjartanu og hjartalag þeirra er ekki hreinna eða fegurra en þetta að þær hugsa fyrst um sig - síðan um börnin. Borgarstjórnarkosningamar: Nei við nýjungagirni Spumingin Spilarðu bridge? Aðalsteinn Einarsson nemi: Nei, ég hef aldrei lært það. Ómar Ólafsson, starfsm. í prent- smiðju: Ég spila stöku sinnum í mat- arhléum á vinnustað og með félögum í Félagi bókagerðarmanna. Hulda Þórarinsdóttir iðnverkakona: Nei. Eydun Ellendersen ráðgjafi: Ég kann ekki bridge. Helgi Hilmarsson sjómaður: Ég spila ekki bridge. H.G. skrifar: Einhver fjölmiðill sagði svo frá að um leið og Alþingi lauk eftir jaml og japl hafi hátt í annan tug þingmanna flogið á ýmsa fundi, svo sem Nató. Flaggskip flotans hafði áður siglt til Ameríku Nató til dýrðar. Vitanlega þarf heimspólitíkin sitt. Þar höfum við a.m.k. 4-5 í sérflokki; Steingrím sem vildi lækna verðbólgu í ísrael en nú fallinn í ónáð, ál- kratann, EB-kratann og svo hann Ólaf Ragnar Grímsson. - Hann var þó eftir á heimaslóð, en þó, hélt í pólitískt fundaflakk á kostnað ríkis- sjóðs. Boðar hann nú endurlausn þeim sem trúa og gerist spámaður um framtíðina - enda birting yfir ásjónu ráðherrans á auglýsinga- myndunum sérhönnuðu. Kona í Fellahverfi skrifar: Loksins er matvöruverslunin í Eddufelli eins og matvöruverslun á að vera, allar hillur fullar af vörum og nóg til af öllu sem venjulegt heim- ili þarfnast. - Ég hefi búið í nágrenni verslunarinnar í Fellagörðum í mörg ár og nú upp á síðkastiö hefur ástandið hjá tveimur fyrri eigendum verslunarinnar stundum verið eins og maður gæti ímyndað sér í Rúmen- íu - vöruskortur í landinu! Það er ánægjulegt að Brekkuval skuli hafa opnaö aðra verslun, þar veit maður að traustir menn eru á ferð. Brekkuval í Kópavogi er þekkt verslun, langur opnunartími, gott vöruval og viöráðanlegt vöruverð, En nú var félagi Jón Baldvin illa fjarri góðu gamni og rauða týran þeirra félaga. Félagi Amundi, rótar- inn góði, á fullu við að koma söng- stjörnunni og sjónvarpsstjörnunni inn í borgarstjórn. En enginn veit hvernig fer með blessaðan Bjarna. Svo sem alþjóð veit er Ólafur R. Grímsson, formaður Alþýðubanda- lagsins, ekki stuðningsmaður fram- bjóðenda flokks hans í Reykjavík, aðalvígi flokksins. Eftir flokksþingiö sagði Olafur, hinn nýkjörni formað- ur: Alþýðubandalagið ætlar sér á ný að verða ráðandi afl í íslenskum stjórnmálum. - Með þetta markmið í huga, þykir mörgum sem orð og gjörðir fari ekki sem best saman. Er það kannski markmið að fá ráðherra í íhaldsstjórn? og vona ég svo sannarlega að Brekk- uval í Eddufelli sé komið til að vera. Maður vill geta farið í matvöru- verslunina i hverfinu sinu, þekkt kaupmanninn og starfsfólkiö og myndað persónuleg tengsl, en það gerist að sjálfsögðu ekki í stórmörk- uðum. Þjónustan i góðri hverfisverslun er mikils virði og ólíkt manneskjulegra umhverfi heldur en stórmarkaður þar sem enginn þekkir neinn og maður berst með straumnum eins og korktappi sem hent er út í straum- harða á. - Ég vona svo sannarlega, að verslunin Brekkuval í Eddufell- inu í Breiðholti sé komin til að vera. Þórarinn Björnsson skrifar: Mig langar til að beina orðum mín- um til ykkar kjósenda um það sem ég kalla slitrurnar af núverandi rík- isstjóm og birtist undir nafninu Nýr vettvangur og tel vera síðustu dauða- teygjurnar í stjórnarliðinu. - Það er þó nokkuð klókt hjá þeim að stilla í fyrsta sæti þessa „vettvangs" vin- sælli fjölmiðlastúlku. Þeir þekkja og treysta á nýjungagirnina sem alltof margir íslendingar eru haldnir. Sigild eru dæmin um vinafólkið sem kaupir sér ný húsgögn og þá kaupa hinir alveg eins eða jafnvel enn fínni og henda hinum á haug- ana. Eða nágrannabílinn með dýru afborgununum, sem fáir hafa í raun efni á? - Þetta eru því miður sönn dæmi, og gengur þetta svona til víðar í þjóðfélaginu. Á þetta treystir Nýr vettvangur, að eins verði með atkvæðin. Þeir vonast eftir þeim. En viö getum tekið dæmi, annars vegar af Borgaraflokknum og hins vegar Samtökum um kvennalista. Sá síðamefndi treystir sér ekki til að axla ábyrgð á að vera í ríkisstjórn. Báðir flokkarnir eru ágæt dæmi um það sem kallað er að vera óábyrgur. Svona gæti farið fyrir Nýjum vett- vangi og illa væri þá komið fyrir þeim kjósendum hans sem legðu honum til atkvæðin fyrir nýjunga- girnina eina saman. Við kjósendur vil ég segja: Hugsið ykkur vel og rækilega um áður en þið kastið at- kvæðum ykkar á slíkan leikaraskap. - Við vitum hvað við höfum, en alls ekki hvað við fáum með því að kasta atkvæðum okkar í hugsunarleysi. Hringið í síma 27022 milli kl. 14 og 16, eða skrifið. Persónuleg tengsl við hverfiskaupmann og starfsfólk hans eru mikilvæg, að mati bréfritara. Loksins komin matvöruverslun

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.