Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1990, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1990, Side 28
36 MÁNUDAGUR 21. MAÍ 1990. Andlát Rúar Boye Borresen, Dr. Holmsveg 27, S, Larvik, Noregi, andaðist 16. maí sl. Helga Dagbjört Þórarinsdóttir, Há- túni 47, Reykjavík, andaðist 18. maí. Þórður Már Þórðarson, Rauðási 21, Reykjavík, lést af slysförum laugar- daginn 12. þessa mánaðar. Jardarfarir Árdís J. Einarsdóttir hjúkrunarfræð- ingur, frá Hringsdal, sem lést á heim- ili sínu þann 17. maí, verður jarð- sungin frá Dómkirkjunni þriöjudag- inn 22. maí kl. 15. -4Ítför Steinunnar Jónasdóttur frá Njarðvik fer fram frá Ytri-Njarðvík- urkirkju þriðjudaginn 22. maí kl. 14. Guðmundur Jörundsson, fyrrver- andi skipstjóri og útgerðarmaður, Úthlíð 12, Reykjavík, sem lést 14. maí sl. verður jarðsunginn þriðjudaginn 22. maí kl. 13.30 frá Dómkirkjunni. Páll Bjarnason, Hörgsdal á Síðu, lést 8. maí sl. Útförin hefur fariö fram í kyrrþey að ósk hins látna. Haraldur Kristinsson húsasmiður frá Haukabergi, Dýrafirði, verður jarð- sunginn frá Hallgrímskirkju þriðju- daginn 22. maí kl. 13.30. Ragnar S. Sigurðsson vélstjóri, Hrauntungu 45, Kópavogi, sem and- aðist 13. maí sl., verður jarðsunginn _>.frá Kópavogskirkju í dag, 21. maí, kl. 13.30. Hans Ólafsson, Flatahrauni 16a, Hafnarflrði, er lést 13. maí, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði þriðjudaginn 22. maí kl. 13.30. Kristján Bergmann Ólafsson andað- ist þriðjudaginn 15. maí. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskapellu þriðju- daginn 22. maí kl. 15. Fundir Foreldrasamtökin í Reykjavík í kvöld, 21. maí, kl. 20.30 munu Foreldra- samtökin í Reykjavík halda fund í Sókn- arsalnum að Skipholti 50a, með fram- bjóðendum þeirra flokka sem bjóða fram í borgarstjórnarkosningum. Fjallað verð- ur um spurninguna: Hvernig getum viö stuölað að góðum dagvistarheimilum og jafnframt hraðað uppbyggingu þeirra? Fundurinn er öllum opinn. Fyrirlestrar Þýskaland og framtíðin Dr. Ekkehard Wagner, prófessor í sam- tímasögu og stjórnmálafræðum, og Pro- rektor Georg Simon Ohm tækniháskól- ans í Nurnberg munu halda tvo fyrir- lestra hér á landi í boði Þjóöskjalasafns ísiands og heimspekideildar Háskóla ís- lands. Fjalla þeir um átök austurs og vesturs og breytt viðhorf í Evrópu og Þýskalandsmálið. Fyrri fyrirlesturinn verður haldinn þriðjudaginn 22. maí kl. 17.15 í fundarsal Þjóðskjalasafns íslands Laugavegi 162,2. hæö vesturálmu. Fjallar fyrirlesturinn um efnið: The East - West Conflict, causes - development and perspectives. Síöari fyrirlesturinn verður haldinn í boði heimspekideildar Háskóla íslands og fjallar um Þýskalandsmálið og væntanlega sameiningu þýsku ríkj- anna. Fyrirlesturinn verður haldinn fóstudaginn 25. maí kl. 17.15 í Odda, Há- skóla íslands, og nefnist: What is Germ- any? Once, after the war and today. Öll- um er heimili aðgangur meðan húsrúm leyfir. Tilkyimingar Flóamarkaður Uppeldis- og meðferðarheimiliö Sólheim- um 7, Reykjavik, er heimili fyrir unglinga á aldrinum 12-16 ára sem þurfa á aöstoð að halda. Heimilið, sem er ein deild innan Unglingaheimilis ríkisins, tók til starfa 1. september 1985 og geta 7 unglingar búið þar á hverjum tíma. Á heimilinu er lögð áhersla á tómstundastarf og skipa ferðalög stóran sess í því starfi. I sumar er fyrirhugað ferðalag hér innanlands og er nú unniö að ijáröflun til þeirrar ferð- ar. Einn þáttur í fjáröfluninni er hinn árlegi flóamarkaður sem verður haldinn á morgun, sunnudag, þann 20. maí kl. 15 í safnaöarheimili Langholtskirkju. Þar verða til sölu mjög ódýr fót, búsáhöld og skrautmunir. Uppboö veröur á húsgögn- um og góðum munum kl. 15.30. Einnig verður tombóla, grænmetis- og blóma- markaður. Sýning í Odda, nýja hugvísindahúsinu, er opin daglega kl. 13.30-17. Þar eru til sýnis 90 verk í eigu safnsins, aðallega eftir yngri listamenn þjóðarinnar. Að- gangur að safninu er ókeypis. Sjálfboðaliðasamtök um Náttúruvernd -fyrsta vinnuferð sumarsins Á uppstigningardag, 24. maí, verður farin vinnuferð sjálfboöaliða að Kerinu í Grímsnesi. Allir sem áhuga hafa geta veriö meö. Nánari upplýsingar og skrán- ing í ferðina er í síma 680019 og 609562. Húsmæðrafélag Reykjavíkur verður með spilakvöld þriðjudaginn 22. mai kl. 20.30 í félagsheimilinu, Baidurs- götu 9. Tímaritið „Geðvernd“ I. tölublað 21. árgangur, blað Geðvernd- arfélags íslands, er komiö út. Dr. Eiríkur Örn Arnarson sálfræðingur er ritstjóri þess, en aðalefni blaðsins aö þessu sinni er um þunglyndi, orsakir þess og afleið- ingar, ásamt meðferö við því. Þessi út- gáfa er liður í átaki Geðverndarfélagsins gegn þunglyndi, enda margar fróðlegar og athygiisverðar greinar sem birtast þar. Útsölustaðir blaösins eru hjá Bóka- verslun Eymundssonar og Bóksölu stúd- enta, og kostar hvert eintak kr. 350 í lausasölu. Ný hárgreiðslustofa snyrtistofa Hárstúdíó Reykjavíkur hefur verið opnað í nýju og glæsilegu húsnæði að Fákafeni II. Þar er veitt öll almenn hársnyrtiþjón- usta fyrir dömur og herra. Við störf eru Carmen Llorens og Sesselja Guðmunds- dóttir sem er eigandi. Snyrtistofa Þór- dísar hefur flutt starfsemi sína frá Sól- heimum 1 að Fákafeni 11 í húsakynni Hárstúdíós Reykjavíkur. Á boöstólum er öll almenn snyrting, auk þess fótaaögerð- ir. Eigandi er Þórdís Lárusdóttir snyrti- fræðingur. Merming DV Feðgin kveða Ekki er algengt á íslandi að ljóð komi út í flokkum. Komi það hinsvegar fyrir hafa slíkir flokkar gjarnan tilhneigingu til að deyja drottni sínum eftir svo sem tvö bindi þrátt fyrir góðan ásetning aðstandenda. Bókaútgáfan Goðórð leysti málið þannig að í fyrra- haust gaf hún út átta bindi samtímis, bækur jafn- margra höfunda sem gegna samheftinu Orðmenn. Þetta var og er snjallræði þótt ef til vill hafi veriö misráðið, eins og margir hafa bent á, að hafa sömu kápumynd á öllum bókunum. Eyvindur og Rósa Hvað um það. Meðal Orðmanna eru ekki aðeins skáldbræöur- og systur heldur líka feðgin, þau Eyvind- ur og G. Rósa. Eyvindur er að sjálfsögðu Eyvindur P. Eiríksson, skáld og rithöfundur en einnig málfræðingur góður. Er skemmst að minnast skáldsögu hans, Múkkans sem út kom fyrir tveimur árum. Gunnvör Rósa Eyvinds- dóttir hefur ekki áður gefið út bók. Eyvindur Bók Eyvindar heitir Viltu. Þetta er allstór bók að vöxtum af ljóðabók að vera og skiptist í sjö hluta. Upphaf hennar er á þessa lund: Á morgun í draumi kem ég og segi: Viltu vera? í kjölfarið koma svo stök Eyvindar en stök þessi má nærfellt kalla sérstaka bókmenntagrein sem Eyvindur sjálfur hefur lagt hornsteininn að og er hann að öllum líkindum eini stundandi hennar. Stökin, sem heitið geta hvað sem er: Orðstök, Skástök, Mérstök, Sérstök, Ástök, eru að mínu viti ein frumlegasta nýbreytni í hérlendum bókmenntum í seinni tíð. Ekki svo að skilja að sérhvert stak sé út af fyrir sig meistarastykki, þau eru vitanlega misjöfn eins og gengur og gerist um ljóð, heldur hitt að þau gefa höfundinum hreint ótrúlega frjálsar hendur um framsetningu, efnistök, efni, stíl, sjónarhorn og hvað eina. Því stak þarf ekkert endilega að vera ljóð í hefðbundnum skilningi, stak getur verið hvað sem er: spakmæli, ljóð, prósi, tilfmning, smá- mynd og svo framvegis. Enda þótt maður telji sig vera að lesa ljóð vofir alltaf sá grunur yfir að ef til vill sé þetta stak sem bara þykist vera ljóð og heima sitji Eyvindur og hlæi að öllu saman. í öðrum kafla bókarinnar, Orðstökum, eru stökin í einskonar spakmælaformi, útlegging á því hvað orðin séu: „Orð mín eru / langir dagar án liðnu.... Orð mín eru / héðan og þaðan / og hingað.... Orð mitt er / ótt- inn við ytra borðið. ... Orð mitt / er." í næsta kafla kveður heldur betur við annan tón enda veröa þar fyrir Skástök með ádeilu, upphrópunum, þjóðfélags- háði og niðurstaðan er kannski: „Vi mennesker / har det ikke saa godt", einsog segir í lokastaki kaflans, Bryggens Cykelservice. Þannig heldur tónninn áfram að breytast gegnum alla bókina, er á víxl ýmist ljúfur eða hrjúfur, bliður eða beiskur. Stundum er hljómurinn sáttfús og dyr eru opnaðar: (Viltu): Viltu vera sólin mín og skína á mig þegar kuldinn sígur í sálina - Viltu vera regnið mitt og rigna á mig þegar ég skrælna - Viltu vera hviðan mín og blása á mig þegar ég rykfell - Eða þá að tónninn er harður og huröum skellt í lás líkt og í Parti þar sem ljóðmælandi kveðst hafa glatað hluta af sjálfum sér: „Ef þú skyldir finna hann alveg óvart / í tuskum / í sultukrukkum / eða í skóskápnum / máttu henda honum. / Láttu mig endilega ekki vita." í þessari umíjöllun veröur vitanlega margt ósagt um bók Eyvindar sem á köflum er hrjúf en á köflum ljúf; vföa titrar í henni einkennilega áþreifanlegur strengur sem í senn er mannlegur og hlýlegur og gerir efnið soldiö ekta. Þess á milli má greina beiskju, meira að segja magnleysi sem birtist í misbeittri ádeilu, jafnvel háði um sjálfan sig eða umhverfið. Eyvindur fer ekki troðnar slóðir, hvorki í málnotkun eða framsetningu yfirleitt. En þótt mér þyki yrkisefnin og hugmyndir hans ekki alltaf jafn frumlegar, stundum gamalkunn- ar, jafnvel lúnar, þá verð ég að segja að þar sem Ey- vindur er frumlegastur er hann fjandi hugmyndafrj- ór, og þar veit ég að ég tek undir meö dóttur hans sem lét þessi orð falla í viðtali skömmu fyrir eða eftir ára- mótin. G. Rósa Ljósið í lífsbúrinu kallar G. Rósa bók sína í flokki Orðmanna. Þetta er afar persónuleg bók þótt ekki sé Bókmenntir Kjartan Árnason fyrir annað en að hún er öll handskrifuð og skreytt teikningum höfundar. Yrkisefni G. Rósu eru ekki ólík því sem almennt gerist í ljóðagerð okkar tíma: maðurinn og umhverfi hans, leit hans að sáttum við það og sitt innra eðli, etv. innsta eðli. Ljóðin eru viða ágætlega gerð og njóta sín oftast vel í handskrift höfundar. En þó er eins og vanti herslumuninn, einhvern óskilgreinanlegan herslumun sem ef til vill verður ekki greindur nema með samanburði við ljóð annarra og eldri skálda. Kannski er það reynsla sem vantar, kannski þjálfun, kannski ögun, jafnvel allt í senn í einhverjum mæli. Ekki svo að skilja að þetta standi ljóðum bókarinnar fyrir þrifum, því margt er hönduglega gert og sumstað- ar kemur fram áberandi þroskaður skilningur á líf- inu. Fallegt dæmi um það er ljóðið Njóttu!: Hlustaöu á hljóðiö og ég segi þjer að þetta er Andaðu að þjer, flnndu ilminn og ég segi þjer að þetta er Sjáðu umhverfið og ég segi þjer að þetta er Snertu og þú munt verða snertur Gefðu og þú munt fá Elskaðu og þú munt veröa elskaður Og ég segi þjer að allt þetta er G. Rósa hefur einnig náð ágætum tökum á smá- ljóðaforminu og mörg smáljóða hennar eru gædd þeim skemmtilega eiginleika að vísa bæði út á við og inn á við, þ.e út fyrir sjálf sig og inn í les- andann: „Garðurinn er / óræktaður / en blómin þar / eru falleg", „Hugsanir mínar / um þig prýða I ekki lengur / blöð lífs míns", „Osanngirni frá hinni / hliðinni / skapar heiminn minn / að hálfu leyti". Ljósið í lífsbúrinu er hin ágætasta frumraun en eins og oft er um slíkar tilraunir hefði að ósekju mátt grisja hana soldið meira til að fá sterkari heildarblæ á bókina og þannig áhrifaríkara verk. En það besta hér lofar góðu eins og sést á ljóðinu Njóttu! og við ungt skáld sem sér lífsgæðin í þessu ljósi er aðeins hægt að segja eitt: Haltu áfram. Eyvindur: Viltu, Ijóð, 77 bls. G. Rósa: Ljósið i lifsbúrinu, handskriluð og mynd- skreytt Ijóð, 87 bls. í flokknum Orðmenn, Goðorð 1989. KjÁrn Fjölimðlar Yfirborðsmennskait blómstrar Eitt er það sem ég ætla seint að sætta mig við. Það er aö fréttatími Ríkissjónvarpsins skuli breyta um tíma um helgar. íhaldssemi mín seg- ir mér að horfa á Stöðvar tvö fréttir hálfátta og stilla þá yflr á hina stöð- ína. Alveg eins og hlustunartími frétta Ríkisútvarpsins er óumflýjan- lega klukkan sjö að kvöldi. Þetta pirrar mig jafnmíkið og þegar blað- burðarbarnið hefur ekki stungið blaðinu á réttum tíma í póstkass- ann. Ég vil geta géngið að fréttatíma Sjónvarpsins á sama tíma alla daga. Hringsjá sú sem Sjónvarpíð býður upp á hefur aldrei höföað til mín. Laugardagskvöld eru í mínum huga kvöld léttmetis ogafslöppunar. Sunnudagskvöld eru ágæt fyrir Kastljós en að minu viti ætti sá þátt- ur fremur heima seint að kvöldi og gjarnan mætti leggja meiri vinnu í hann. Yfirborðsmennska hefur oft ráðið ríkjum og fjarri að mál hafi verið skoðuð betur en í styttri frétt- um þó þátturinn sé að öllum líkind- um hugsaður þannig. Umræðuþættir þóttu mér oft skemmtilegir. Sérstaklega þegar mönnum var att saman úr ólíkum stjórnmálaflokkum. Slíkir þættir heyra fortíðinni til en í staðinn hafa blómstrað einhvers konar róleg- heitaspjallþættir með yfirmáta kurteisihjali sem maöur gjarnan sofnar út frá. Þar á meðal eru hal- lærisþættirnir hans Arthúrs Björg- vins Bollasonar. Hann er gott dæmi um að góðir útvarpsmenn eiga að halda sig við útvarp. Þá geta ágætis sjónvarpsmenn farið illa út úr út- varpsmennsku og nefni ég þar Rósu Ingólfs sem ætti að halda sig við skjáinn. -ELA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.