Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1990, Qupperneq 4
4
LAUGARDAGUR 26. MAÍ 1990.
Fréttir
DV
Furöulegir flutningar á ónýtu jámi á miili landa:
Brotajárnið
flutt til og frá
er nú
landinu
„Okkur finnst auövitaö fáránlegt
að vera aö senda út þetta brotajárn
þegar hægt er aö vinna það hér
heima. Hringrásarmenn hafa hins
vegar kosiö aö hafa ekki samstarf viö
okkur þó þeim hafi verið boöið þaö
í upphafi," sagöi Páll Halldórsson,
framkvæmdastjóri íslenska stálfél-
agsins hf. Ástæða ummæla Páls er
sú sérkennilega staðreynd aö í vik-
unni var unnið viö útskipun á brota-
járni niöri í Sundahöfn um leið og
Stálfélagiö athugar möguleika á að
flytja brotajárniö inn. Það gæti því
komið upp sú staöa að í Faxaflóanum
mættust tvö skip meö brotajám, til
og frá landinu.
Þeir hjá Stálfélaginu segjast hafa
ítrekað reynt að fá brotajárn keypt
hjá fyrirtækinu Hringrás sem stend-
ur að útskipuninni í Sundahöfn.
Hringrás er fyrirtæki sem tók viö af
Sindrastáli við aö safna brotajárni
en Sindrastál haföi haft slíkt með
höndum í marga áratugi. Er greini-
legt að hörð samkeppni er á milli
félaganna um brotajárn - En af
hverju vilja Hringrásarmenn ekki
selja?
Að sögn Sveins Ásgeirssonar,
framkvæmdastjóra Hringrásar, eru
margar ástæður fyrir því. Sveinn
sagði að Stálfélagið hefði ekki viljaö
greiða heimsmarkaðsverð fyrir
brotajámið og þá sagði Sveinn aö því
væri ekki að neita að félögin væru
samkeppnisaðilar um brotajárn hér
innanlands. Þá sagði Sveinn að þeir
hefðu ekki taliö greiðslugetu Stálfél-
agsins trygga og sagði Sveinn að fyr-
irtækið hefði byggt upp viðskipta-
sambönd erlendis sem það vildi ekki
fórna fyrir ekki traustari viðskipti.
Verksmiðja Stálsmiðjunnar
vannýtt
Það þykir mörgum ljóst að brota-
jámsmarkaðurinn hér á landi sé
tæpast til skiptanna. Talið er að hér
falli til á milli 10.000 og 15.000 tonn
af brotajárni á ári en að sögn Páls
þá er hægt að vinna á milli 50.000 og
60.000 tonnum meira í verksmiöjunni
með því að bæta við fólki og taka upp
vaktavinnu. Því hefur reyndar verið
haldið fram að raunveruleg afkasta-
geta verksmiðjunnar, í fullum af-
köstum, sé nálægt 90.000 tonnum á
ári.
Páll sagði aö ekki væri afráðið
hvort brotajárn verður keypt að utan
en hann játaði að Stálfélagið hefði
áhuga á því. Hefur fyrirtækið haft
samband við aðila í Sovétríkjunum
en ekkert hefur verið afráöiö. Páll
játaði að innflutningur á járni væri
dýr en en hann gæti þó orðið til hags-
bóta fyrir fyrirtækið vegna betri nýt-
ingar eins og áður var getið.
Heimsmarkaösverð á brotajárni er
breytilegt en mun vera á bilinu 2.600
til 6.000 krónur tonnið. Er þá miðað
við jám sem er flokkað og tilbúið til
bræðslu. Brotajárn er mjög misjafnt
og getur verið geysilega erfitt að
flokka það til bræðslu.
Samkvæmt heimildum DV þá
greiða fyrirtækin yfirleitt um 500
okrónur fyrir tonnið af brotajámi.
Þetta þarf síðan að flytja langar vega-
lengdir og mun það vera stór hluti
af kostnaði fyrirtækjanna - að safna
brotajárninu saman.
-SMJ
Á myndinni eru frá vinstri í fremri röö: Kristín Jónsdóttir, Guðrún Elís-
dóttir, Sigurlaug Magnúsdóttir (á bak við Guðrúnu), Helga Sigurbjörns-
dóttir, Emil Guðmundsson, Örlaugur Elíasson og Helgi Daníelsson. í aftari
röð eru frá vinstri: Sigurður Ólafsson, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Magnús
Villi Vilhjálmsson, Anna Kristjánsdóttir, Guðrún Árnadóttir, Guðrún Bergs-
dóttir, Jóna Guðmundsdóttir, Ingibjörg Ágústsdóttir, Steinunn Sigurbjörns-
dóttir og Bragi Þórðarson. DV-mynd Árni S. Árnason
Akranes:
Fjörutíu ara gagn-
fræðingar
gömul
Sigurður Sverrissan, DV, Akranesi:
Skagamenn hafa um langt árabil
haldið í heiðri þeim ágæta sið að
rækta gömul kynni skólafélaga. Ár
hvert eru haldin hér mörg hóf, þar
sem gamlir skólafélagar koma sam-
an og rifja upp gamla tíma. Algengt
rifja upp
kynni
er að árgangar hittist á fimm ára
fresti.
Stutt er síðan þessi hressi hópur á
meðfylgjandi mynd kom saman til
þess að minnast þess að fjörutíu ár
voru liðin frá því að hann útskrifað-
ist úr gagnfræðaskóla.
Fyrirtækið Hringrás er nú að skipa út 2.000 tonnum af brotajárni en skipið sem tekur við því kom með granítsteina
til landsins sem verða notaöir í vegagerð. Eftir tvær vikur kemur annað skip og þá verða flutt út 1.500 tonn af
brotajárni. • DV-mynd GVA
SteinuIIarverksmiðjan á Sauðárkróki:
Urðun fljótandi úr-
gangs ekki heimilaður
- sagði 1 yfirlýsingu frá bæjarráði sem framkvæmdastjórinn imdirritaði
Eiturvökvinn í tunnunum 28, sem
nýlega voru grafnar upp viö Steinull-
arverksmiðjuna á Sauðárkróki,
reyndust eftir rannsókn erlendis,
vera þau sömu og DV greindi frá
sama dag og uppgröfturinn fór fram,
ammoníak, formaldihýð og fenol, eða
resínefni. Einar Einarsson fram-
kvæmdastjóri sagði hins vegar í sjón-
varpsfréttum nokkrum dögum eftir
uppgröftinn að verksmiðjan heíði á
sínum tíma fengið heimild til þess
að grafa þarna efni sem væru meng-
uð þessum efnum.
Þetta segir ekki allan sannleikann
því verksmiðjan fékk aðeins leyfi til
að urða fost úrgangsefni vegna stein-
ullarframleiðslunnar - en aldrei
fljótandi efni. Fjórum dögum eftir
uppgröftinn undirritaði Einar Ein-
arsson yfirlýsingu þar sem sagði
meðal annars: „Ljóst er að urðun
fljótandi úrgangs er ekki heimilaður
í starfsleyfi verksmiðjunnar".
Yfirlýsingin kom fram og var und-
irrituð á sameiginlegum fundi bæjar-
ráðs Sauðárkróks, fulltrúa heil-
brigðiseftirlits á Norðurlandi vestra,
Mengunarvarna hollustuverndar
ríkisins og Steinullarverksmiðjunn-
ar hf. Fundurinn var haldinn á bæj-
arskrifstofum Sauðárkróks þann 24.
apríl.
í fjölmiðlaumræðunni um tunn-
urnar 28 var forstjórinn óspar á
gagnrýni vegna ótímabærs upp-
hlaups lögreglu á Sauðárkróki. Hann
hélt því fram, meðal annars í sjón-
varpi, að lögreglustjóri, og átti við
yfirlögregluþjón, hefði einhliða tekið
ákvörðun um uppgröftinn. Þær upp-
lýsingar voru ekki réttar. Fulltrúi
heilbrigðiseftirlits, í samráði við
sýslumann og lögreglu, hafði þegar
lýst því yfir að tunnurnar skyldu
grafnar upp - enda var ljóst að urðun
fljótandi úrgangs væri óheimill og
óviðeigandi við Steinullarverksmiðj-
una - án tillits til hve hættulegur
hann væri. -ÓTT
Aldrei hafa verið fleiri einkaflugvélar á Keflavikurflugvelli en á dögunum, þegar félagar i Flugklúbbi Reykjavíkur
fóru þangað í kynnisferð. Veður var mjög gott og samtals voru þama 12 flugvélar og þrjátiu manns, sem komu í
boði flugklúbbs á vellinum og varnarliðsins. Förin var óvenjuleg að því leyti að til þessa hafa sömu aðilar komið
akandi á völlinn eins og aðrir félagshópar. Kynnisferðin tókst prýðilega vel og flugu menn ánægðir heim síðari
hluta dags eftir sex klukkustunda dvöl á flugvallarsvæðinu. DV-mynd Ægir Már Kárason, Suðurnesjum