Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1990, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1990, Side 6
6 LAUGARDAGUR 26. MAÍ 1990. ÚtLönd_____________________________________________________ Yasser Arafat á fundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna: Vill friðargæslusveitir til herteknu svæðanna Yasser Arafat, leiðtogi Frelsissamtaka Palestínu (til vinstri) ásamt fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, Javier Perez de Cuellar. Simamynd Reuter Yasser Arafat, leiðtogi Frelsissam- taka Palestínu, PLO, hvatti Samein- uðu þjóðirnar í gær til þess að senda alþjóðlegar neyðarsveitir til her- teknu svæðanna í ísrael til að vemda íbúana þar. í ræðu sem Arafat hélt á sérstökum fundi Öryggisráðs Sam- einuðu þjóðanna í Genf í gær hvatti hann einnig til þess að ísraelar verði beittir refsiaðgerðum. Utanríkisráðuneyti ísraels sendi frá sér yfirlýsingu að lokinni ræðu Arafats þar sem sagði að hann væri að reyna að færa sér í nyt á kaldrana- legan hátt harmleikinn á sunnudag þegar ísraeh skaut til bana sjö Palest- ínumenn. „Arafat...hefur á kaldr- analegan hátt notfært sér hin hörmulegu morö í Rishon LeZion. ...Yfirlýsingum hans, sem geta ekki stuðlað að friði í þessum heimshluta, ætti að vísa á bug,“ sagði í yfirlýs- ingu ráðuneytisins. Fynr fund ráðsins í gær sagði fuh- trúi ísraela að það þyrfti samþykki ahra hlutaðeigandi ef senda ætti full- trúa Sameinuðu þjóðanna th her- teknu svæðanna. „Við munum ekki veita okkar samþykki,“ sagði Benj- amin Netanyahu, aðstoðarutanríkis- ráðherra ísraels. Öryggisráðið fundaði í höfuðstöðv- um þess í Evrópu í gær vegna þeirr- ar óvissu sem ríkti um hvort banda- rísk stjórnvöld myndu veita Arafat vegabréfsáritun til Bandaríkjanna þar sem höfuðstöðvar Sameinuðu þjóöanna eru. Kallað var til fundar- inar vegna þeirra blóðugu atburða sem átt hafa sér stað á herteknu svæðunum frá því á sunnudag þegar andlega vanheill ísraeh skaut til bana sjö Palestínumenn. Síðan þá hafa sextán Palestínumenn á herte- knu svæðunum látið lífið og hundruð annarra slasast í róstum. ísraelar segja morðin á sunnudag einungis vera verk geðveiks ísraela en Arafat leggur sökina á herðar ahs hins ísra- elska stjórnkerfis. Arafat lagði að framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, Javier Perez de Cuellar, aö útnefna sérlegan sendifuhtrúa stofnunarinnar til að vinna að friði í þessum heimshluta ella taka slíkt að sér sjálfur. ísrael hefur einangrast æ meira á alþjóða- vettvangi og jafnvel einn harðasti stuðningsmaður þess, Bandaríkin, segist nú reiðubúinn th viðræðna um að eftirhtssveitir verði sendar til her- teknu svæðanna. ísraelsk stjórnvöld vísa slíkum hugmyndum á bug. Tillögur Arafats í gær ganga lengra en Bandaríkjastjóm virðist reiðubú- in til að fallast á. Bandaríkjamenn hafa gefið í skyn að þeir kunni að samþykkja að eftirhtssveitir, jafnvel könnunarsveitir, verði sendar th herteknu svæðanna um skamma hríð en ekki að þangað verði sendar neyðarsveitir til friðargæslu eins og Arafat virðist vera að fara fram á. í ræðu hans kom þó ekki fram hvers kyns neyðarsveitir hann hefur í huga, hemaðarlega eða borgaralega uppbyggðar. Leiðtoginn fór fram á að ráðið samþykkti formlega ályktun þar sem kveðið væri á um „aíþjóð- lega vernd undir merkjum Samein- uöu þjóðanna og í formi aiþjóðlegra neyðarsveita th handa palestínsku þjóðinni... á herteknu svæöunum". Bandaríkjastjórn á einn fimm fasta- fuhtrúa í Öryggisráðinu og hefur af þeim sökum neitunarvald á allar samþykktir þess. Fundi ráðsins verð- ur framhaldið í New York í Banda- ríkjunum. Reuter LA.UGARDAG KL. 11-16, SUNNUDAG KL. 12-16 SEGLAGERÐIN ÆGIR EYJASLOÐ 7 - SIMI 62-17-60 Innífalið í verði vagnsins er stórt fortjald, botn í fortjald, eldavél með 3 hellum, gas- jafnari, gardínur, borð, varadekk. UM HELGINA TJALDVAGNAR FELLIHJOLHYSI Top Valume fýrír allar árstíð- ir, allur hugsanlegur út- búnaður í vagnínum. Reistur á 15 sek. SUMAR SÝNING Sovétríkin: Segir Ryzhkov afsérembætti? Forsætisráðherra Sovétríkj- anna, Níkolai Ryzhkov, gaf í skyn í gær að hann myndi segja af sér embætti. hijóti róttækar efna- hagstihögur stjórnar hans ekki stuöning meðal almennings og fulltrúa á sovéska þínginu. „Ef ekki ríkir traust til stjórnarinnar verður önnur stjórn að taka viö taumunum,“ sagði ráðherrann á fundi með blaðamönnum í gær. Þingið hefur haft tillögur stjórn- arinnar th uraræðu í tvo daga en mikill ágreiningur ríkir um þær meðal þingmanna. Sumir róttæk- ir umbótasinnar hafa hvatt til þess aö lögð verði fram til at- kvæðagreiöslu vantrauststhlaga á stjómina. Tihögur ráðherrans gera ráð fyrir að markaöshagkerfi verði innleitt í Sovétríkjunum í stað miöstýringarinnar sem verið hef- ur einkenni efnahagsstjórnar landsins í tugi ára. Ryzhkov hef- ur heitið þvi að helstu atriði til- lagnanna, s.s. verðhækkanir, verði lögð fyrir þjóðina jafnvel í þjóðaratkvæöagreiðslu. Reuter Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækurób. 3,0 Allir Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 3-4 ib.Sb,- Sp 6mán. uppsögn 4-5 Ib.Sb 12mán.uppsögn 4-5,5 Ib 18mán. uppsögn 11 lb Tékkareikningar.alm. 0,5-1 Allir nema Ib Sértékkareikninqar 3,0 Allir Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1,5 • Allir 6mán. uppsögn 2,5-3,0 Lb.Bb,- Sb Innlán með sérkjörum 2,5-3,25 Ib Innlán gengistryggð Bandaríkjadalir 7-7,25 Lb.Sb Sterlingspund 13,6-14,25 Sb Vestur-þýskmörk 6,75-7,5 Lb Danskar krónur 9,25-10,75 Sb ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennirvíxlar(forv.) 13,5-13,75 Bb.Sb Viðskiptavixlar(forv.)(1) kaupgengi Almenn skuldabréf 14,0 Allir Viöskiptaskuldabréf (1) kaupgengi Allir . Hlaupareikningar(yfirdr.) 16,5-17,5 Bb Utlán verötryggð . Skuldabréf 7,5-8,25 Lb.Bb Útlán til framleiðslu Isl. krónur 13,75-14.25 Bb SDR 10,75-11 Bb Bandarikjadalir 10,10-10,25 Bb Sterlingspund 16,8-17 Sp Vestur-þýsk mörk 9,9-10,5 4.0 Bb Húsnæðislán Lifeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 23,0 MEÐALVEXTIR överðtr. maí 90 14,0 7.9 Verðtr. maí 90 VÍSITÖLUR Lánskjaravisitalajúní 2887 stig Lánskjaravísitala maí 2873 stig Byggingavísitala maí 541 stig Byggingavísitala maí 169,3 stia Húsaleiguvisitala 1,8% hækkaði 1. april. VERÐBREFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Einingabréf 1 4,858 Einingabréf 2 2,656 Einingabréf 3 3,200 Skammtímabréf 1,648 Lífeyrisbréf Gengisbréf 2.127 Kjarabréf 4,832 Markbréf 2.568 Tekjubréf 1.975 Skyndibréf 1,445 Fjölþjóðabréf 1,270 Sjóðsbréf 1 2,346 Sjóðsbréf 2 1,761 Sjóðsbréf 3 1.640 Sjóðsbréf 4 1,391 Vaxtasjóðsbréf 1,6570 Valsjóðsbréf 1,5605 HLUTABRÉF Söluverð að lokinni jófnun m.v. 100 nafnv.: Sjóvá-Almennar hf. 650 kr. Eimskip 420 kr. Flugleiðir 168 kr. Hampiðjan 159 kr. Hlutabréfasjóður 180 kr. Eignfél. Iðnaðarb. 159 kr. Skagstrendingur hf. 367 kr. Islandsbanki hf. 155 kr. Eignfél. Verslunarb. 126 kr. Olíufélagið hf. 449 kr. Grandi hf. 166 kr. Tollvörugeymslan hf. 105 kr. Skeljungur hf. 441 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb = Búnaðarbankinn, Ib = Iðnaðarbank- inn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnu- bankinn, Úb = Útvegsbankinn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir. Nánari upplýsingar um peningamarkað- inn blrtast í DV á fimmtudögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.