Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1990, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1990, Qupperneq 9
LAUGARDAGUR 26. MAÍ 1990. pv_________________________Meiming A,B,CfrD Vignir Jóhannsson fyllir nú flokk þeirra íslensku listamanna sem bú-fastir eru erlendis, en koma ööru hvoru í skyndiheimsóknir til gamla landsins að rækta tengslin og leyfa okkur að fylgjast með framvindu í hst sinni. Þessir „útlagar" eru okkur ómetanlegir þar sem þeir bera okk- ar htla hstamannasamfélagi stöðugt tíðindi og hugmyndir utan úr hinum stóra heimi. Vignir er nú sestur að í Santa.Fe í Nýju Mexíkó, á svipuðum slóðum og Steina Vasulka, íslensk hstakona sem staðið hefur framarlega á sviði myndbandahstar í Guðs eigin landi. Höll undirþrívídd í Santa Fe hefur Vignir meðal annars aðgang að bestu hugsanlegu að- stöðu th myndmótunar sem óneitanlega setur mikinn svip á myndverk hans í seinni tíð. Að þau eru mótuð, það er höh undir þrívídd, og fima vönduð að gerð er meðal þess fáa sem hægt er að segja með nokkurri vissu um verk Vignis eins og stendur, ef marka má þaö úrval sem nú er til sýnis í Nýhöfn við Hafnarstræti (til 27. maí). Þar er raunar umhorfs eins og á samsýningu fjögurra hstamanna. A sýnir keröld úr jámi, öndvegisgripi, og B sýnir óreglulega lagaðar vegg- myndir úr striga („shaped canvases") þar sem tæpt er á samræmingu Myndlist Aðalsteinn Ingólfsson knappra forma og dempaðra, einhta-naumhyggjumálverk Roberts Man- gold koma upp í hugann. C sýnir skúlptúra, bæði úr jámi og með öðrum efnum, á gólfi og á stöhum, sem sveija sig annars vegar í ætt við hina grófgerðu „fundnu“ skúlptúra listamanna á borð við Tony Cragg, en hneigjast hins vegar til fremur hefðbimdinnar módernískrar gerðar. Jafnvægiskúnstir Loks tekur hstamaður D upp gamlar jafnvægiskúnstir íslandsvinarins Richard Serra og hahar nokkrum samstæðum járnplötum upp að vegg. Eins og áður er tæpt á er hér ekkert klastur á ferðinni, og í raun og veru ekki lánsfjaðrir heldur, þó svo nokkrir erlendir hstamenn séu hér nefnd- ir tíl sögunnar. Vignir setur eigið mark á allt sem hann fer höndum um. Hins vegar er ekki laust við að þetta fjölskrúð hstrænna viðhorfa rugh áhorfandann í ríminu. Samkvæmt póstmódemískum kokkabókum (eru þær bækur annars ekki komnar úr tísku?) er listrænt fjöllyndi af hinu góða, en ég er nú svo gamaldags að ég vh sjá hugmyndir og vinnubrögð leidd th lykta, könnuð th hhtar. Vandi Vignis em valkostirnir, þeir eru einfaldlega of margir. Ég hlakka th að sjá þennan fjölgáfaöa listamann taka sig saman í andanum. Vignir Jóhannsson - Skúlptúr. DV mynd GVA 26 SM Aflf í É fe| |#1 fffHf Kosningasímar 626701 626702 626703 BOasímar 15020 625525 625524 Kosningavaka H-lisfans í Danshöllinni (Þórscafé) Brautarholti COMBhCAMP’ COMBI CAIVIP er traustur og góður félagi í ferðalagið. Léttur í drætti og auðveldur í notkun. Það tekur aðeins 15 sek. að tjalda. COMBI CAIVIP er hlýr og þægilegur með fast gólf í svefn og iverurými. COMBI CAMP er á sterkbyggðum galvaniseruðum undirvagni, sérhönnuðum fyrir íslenskar aðstæður, á fjöðrum, dempurum og 10” hjólbörðum. COMBhCAIVIP® COMBI CAMP er einn mest seldi tjaldvagninn á íslandi undanfariri ár og á hann fæst úrval aukahluta. COMBI CAMP er til sýnis í sýningarsal okkar og til afgreiðslu strax. TÍTANhf LAGMULA 7 Sl'MI 84077

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.