Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1990, Síða 14
14
LAUGARDAGJR 26. MAÍ 1990.
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELiAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÖLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SÍMI (91J27022 - FAX: (91 >27079
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr.
Verð í lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr.
Velferðarríki forstjóra
ísland er frávik frá samkeppnishefðum Vesturlanda,
sem verið er sem óðast að taka upp í Austur-Evrópu.
Hér ræður ekki úrslitum um gengi fyrirtækja, hvort þau
eru vel rekin frá hefðbundnu sjónarmiði samkeppninn-
ar, heldur hvaða aðstöðu þau hafa gagnvart kerfinu.
Til dæmis eru kvótar af ótal tagi dæmigerðir fyrir
ísland, en eitur í beinum hagkerfis Vesturlanda. Hér fer
orka stjórnenda fyrirtækja fremur í að útvega kvóta en
í að bæta reksturinn. Enda þurfa þeir síður að bæta
reksturinn, þegar þeir hafa tryggt sér kvóta.
Sem dæmi ná nefna, að landbúnaðarráðherra hyggst
skera niður samkeppni í innflutningi á kartöflum með
því að skammta fyrirtækjum magn til innflutnings. Það
þýðir, að fyrirtækin þurfa mun siður en ella að keppa
um hylli fólks með lágu verði, því að þau hafa kvóta.
Annað dæmi er frægt. Til að skera niður samkeppni
í flugi skammtar ríkið flugfélögum áætlunarleiðir. Það
þýðir, að lífsbarátta flugfélaga snýst meira um að út-
vega sér flugleiðir hjá kerfinu fremur en að bæta rekst-
urinn, enda þýðir lítið að bæta rekstur, ef kvóta vantar.
Fiskveiðar íslendinga eru meira eða minna stundaðar
í vítahring kvótans. Með kvótanum eru hæfir skipstjór-
ar með duglegar áhafnir á heppilegum skipum sendir í
land meðan hinir lakari.eru að ljúka kvótanum sínum.
Þetta er augljós jöfnun aðstöðu í átt til fátæktar.
Það var einmitt svona, sem þjóðir Austur-Evrópu
urðu fátækar. Allt var jafnað með kvótum og reglum,
skömmtun og úthlutun, unz hagkerfið hrundi og taka
varð að nýju upp síungar samkeppnishefðir Vestur-
landa. Og svona erum við nú að brjótast til fátæktar.
Heil atvinnugrein stendur og fellur með aðstöðu, sem
hún hefur komið sér í hjá hinu opinbera. Ríkið kaupir
allt kindakjöt og alla mjólk í landinu, ef þetta er fram-
leitt innan kvótans, og tryggir vinnslustöðvum ákveðið
verð, sem er gersamlega óháð markaðslögmálum.
Ef förs^órar fyriftækja geta ekki náð í kvóta, er einn
vænzti ^bstfirinn,að hafa með sér einokunarsamtök á
borð við Sahiband ' íslenzkra fiskframleiðenda til að
standa vörð gegn hugsanlegri samkeppni og þrýsta á
ríkisvaldið a'ð.'haída uppi hinu íslenzk-austræna kerfi.
Önnur leið’ forstjóra er að nýta fyrirgreiðslukerfi
byggðaátefnunríar. Mörg dæmi eru um, að rekstri, sem
engin forserída er fyrir, er komið upp á stöðum, þaðan
sem róa má á mið ýmissa sjóða, er ríkið hefur komið
upp til að skammta aðgang að takmörkuðu lánsfé.
Dæmigerður stjórnandi fyrirtækis á íslandi er ekki
athafnamaður. Hann er sérfræðingur í að nota kerfið.
Hann kann á kvóta, einokunarsamtök, byggðastefnu,
ríkið. Hgnn er eins og stjórnendur, sem nú standa ráð-
þrota iÍuátur-Evrópu gegn köldum markaðsbyljum.
Að undiflagi allra stjórnmálaflokka og með fullri vit-
und og vilja almennings í landinu hefur verið búið til
hér á landi eins konar gróðurhúsakerfi, þar sem alls
konar annarleg atriði skipta meira máli en hin hefð-
bundnu markaðs- og rekstrarlögmál Vesturlanda.
Ástandið er svo alvarlegt, að mikill hluti íslendinga
er sannfærður um, að vextir séu of háir og eigi að mið-
ast við greiðslugetu. Víða halda stjórnendur meira að
segja, að íjármagnskostnaður fyrirtækja sinna sé utan-
aðkomandi afl, eins konar þruma úr heiðskíru lofti.
Fráhvarf Austur-Evrópu frá íslenzk-austrænu hag-
kerfi yfir í vestrænt hefur lítil áhrif á þá íslenzku sann-
færingu, að hér megi áfram reka velferðarríki forstjóra.
Jónas Kristjánsson
Stuðningsmenn stjórnarandstæðingsins Boris Jeltsin óska honum til hamingju eftir tilnefningu í forsetakjör
á þingi Rússneska sovétlýðveldisins. Kosning á að fara fram i dag. Símamynd Reuter
Þjóðaratkvæði um
markaðsbúskap
ráðgert í Sovét
Fyrir rúmri viku náðu frétta-
menn á Mikhail Gorbatsjov Sovét-
forseta í fundarhléi á þingi Rúss-
neska sovétlýðveldisins. Honum
varð þá tíðrætt um íhaldssemi al-
menningsáhtsins í landinu, sem
torveldaði skjótar og ákveðnar aö-
gerðir til úrbóta á ríkjandi ófremd-
arástandi í efnahagsmálum. „Mesti
vandinn er aö breyta hugsunar-
hætti fólks,“ sagði hann. „Per-
estrojka er háð almenningsálitinu,
og það er íhaldssamt."
En undan því verður ekki vikist
að takast á við tregðulögmál sov-
ésks. þjóðfélagsástands. Síðasta at-
renna Gorbatsjovs og manna hans
er að taka á'sig mynd. Nikolai Rish-
kof forsætisráðherra gerði grein
fyrir helstu dráttum væntanlegra
úrræða í tölu til Æðsta ráðsins á
finilntudag.
Loks er tekið að tala ópinskátt
um að koma á markaðskerfi í so-
véskum þjóðarbúskap í stað fyrir-
skipana um hvað eina í ríkisrekn-
um báknum. Landbúnaður og smá-
rekstur skal einkavæddur. Einok-
unarsamsteypur á að leysa upp og
gera einstök fyrirtæki að hlutafé-
lögum. Jafnframt skal komið upp
verðbréfamarkaöi og kerfi við-
skiptabanka.
Niöurgreiðslur neysluvamings,
einkum matvæla, veröa lagðar af.
í staðinn er fólki með bundnar, lág-
ar tekjur, einkum lífeyrisþegum,
heitið verðbótum sem nema sjö tí-
undu af hækkun. verðlags. At-
vinnuleysistryggingar verða tekn-
ar upp sem hluti af raunverulegum
vinnumarkaði.
Breytingamar eiga að ganga um
garð á tveim til þrem árum. Rish-
kof dró ekki dul á að þeim myndu
fylgja erfiðleikar, en þeir yrðu bara
verri ef beðið væri lengur. Þjóðar-
framleiðsla í Sovétríkjunum dregst
saman og verðbólga vex. Vörus-
kortur á neytendamarkaði verður
æ tilfinnanlegri. Framtíð næstu
kynslóða í landinu veltur á að það
takist sem nú er færst í fang, sagði
Rishkof.
Til þess að koma breytingunum
á þarf Æðsta ráðið að afgreiða ná-
lægt tvo tugi lagabálka, og þetta
allt ráðgerir ríkisstjómin að kynna
almenningi rækilega. Síðan hyggst
hún efna til þjóðaratkvæðagreiðslu
um hagkerfisbreytinguna. Gengið
verður til atkvæða á þessu ári,
áforsætisráðherranum að skilja.
Ákvörðunin um að efna til þjóð-
aratkvæðagreiðslu sýnir að ríkis-
stjómin telur þörf sérstaks umboös
Erlendtíðindi
Magnús Torfi Ólafsson
frá þjóðinni til þess sem hún hyggst
taka sér fyrir hendur. Gorbatsjov
og menn hans eru famir að gera
sér grein fyrir að á fimm valdaá-
rum hafa þeir tapað tiltrú, sérstak-
lega fyrir hvernig stjórnin á efna-
hagsmálum hefur farist úr hendi.
Tilraunir til að lappa upp á ríkj-
andi ríkisrekstrarkerfi hafa ekki
aðeins reynst árangurslausar, þær
hafa í mörgum greinum gert illt
verra. Skrifræðiskerfi flokks og
ríkis hafa kunnað ráð til að afbaka
umbótatilraunir og snúa þeim í
sína þágu.
Fyrirmælin frá 1987 um sjálf-
stæði einstakra verksmiðja til að
versla með framleiðslu sína voru
að engu gerð. Til þess var beitt
valdi ríkisins til að úthluta hráefn-
um.
Fyrirmæli um hömlur á tekjur
án vinnuframlags, sem beint var
gegn mútum og fjárdrætti, voru
gerð að tilefni til atlögu gegn margs
konar einkarekstri, sem gert hafði
sitt til að stoppa í götin á opinbera
kerfinu.
Lagasetning um erfðafestuábúð
bændafjölskyldna á landi hefur
mætt tregöu og undanbrögðum fyr-
irsvarsmanna ríkisbúa og sam-
yrkjubúa.
Ástandið á neytendamarkaði
versnaði til muna árið 1988. Þá tóku
aö koma í ljós afleiðingarnar af
aukinni peningaþenslu, sem eink-
um stafaði af kauphækkunum án
samsvarandi framleiðniaukningar.
Verðbólga tók á skrið, vöruskortur
varð enn tilfinnanlegri en áður.
Jafnframt blómstrar svarti mark-
aðurinn, alinn mikinn part á varn-
ingi af lokuðum forréttindamark-
aði háembættismanna flokks og
ríkis og herforingja.
Miðað við ríkjandi ástand, og
vitneskjuna um að það hlýtur að
versna enn áður en árangur kerfis-
breytingar tekur að skila sér, er
engin furða að stjórnarandstöðu-
hópurinn í Æðsta ráðinu, Milli-
svæðahópurinn kallast hann, tali
opinskátt um að til uppþota kunni
að koma á almannafæri gegn fyrir-
huguðum ráðstöfunum.
Millisvæðahópurinn boðar til-
lögu um vantraust á ríkisstjórnina
í Æðsta ráðinu. Einn helsti áhrifa-
maður í hópnum, Boris Jeltsin,
sækist nú eftir formennsku á þingi
Rússneska sovétlýðveldisins.
Jeltsin hefur nýlega sett fram
sína stefnuskrá um ráðstafanir til
að rétta Sovétríkin við úr ástandi
sem einkennist af efnahagslegri
hnignun, útbreiddri neyö og erjum
milli þjóða. Hann vill að sjtórnar-
skráin verði endurskoðuð frá
grunni og að fulltrúar allra 15 sov-
étlýðvelda komi saman til að ganga
frá nýjum sambandssamningi sem
kveði skýrt á um valdskiptingu
milli sljórnar lýðveldanna og alrík-
isstjórnar.
Þjóöaratkvæð um flókna laga-
setningu til að framkvæma marg-
þætta kerfisbreytingu á sovéskum
þjóðarbúskap er ekki beinasta leið-
in til að afla þess umboðs frá þjóð-
inni sem eftir er sóst. Æðsta ráðið
sem nú situr var kosið þegar enn
var við lýði stjómarskrárbundin
valdeinokun Kommúnistaflokks
Sovétríkjanna. Þær kosningar
voru því alls ekki frjálsar, þótt
framför væri frá því sem áður hafði
tíðkast. Og það var þetta þing sem
kaus Gorbatsjov forseta með stór-
auknum völdum fyrir það embætti.
Kröfu um að forsetinn yrði þjóð-
kjörinn frá upphafi var vísað frá
með þeirri röksemd fyrst og fremst
að efnahagsúrræði væru svo brýn
að ekki mætti tefja undirbúning
þeirra um misseri eða meira meöan
verið væri að undirbúa og fram-
kvæma forsetakjör. Nú er svo talið
ógerlegt að ráðast í efnahagsráð-
stafanirnar, nema almannadómur
liggi fyrst fyrir um afstöðu til
þeirra.
Framundan er svo eftir rúman
mánuð þing Kommúnistaflokks
Sovétríkjanna. Fullljóst er tahð að
þar muni flokkurinn klofna. Að því
er fyrst og fremst spurt hve mörg
flokksbrotin verði.
Umskiptatímabilið í Sovétríkjun-
um er síður en svo afstaðið.
Magnús T. Ólafsson