Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1990, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1990, Qupperneq 15
LAUGARD'ÁGUR 26. MAÍ 1990. 15 Kosningabaráttunni er lokiö. Þaö er komið aö kjósendum sjálfum að velja og hafna. Þetta er okkar dag- ur. Samkvæmt gögnum Hagstofunn- ar eru kjósendur að þessu sinni rétt innan viö 180 þúsund. Ef kosn- ingaþátttakan verður svipuö og í síöustu byggðakosningum munu um 150 þúsund íslendingar greiöa atkvæði í dag. Sumir óttast reyndar aö þátttak- an verði minni en oft áöur, til dæm- is í höfuðborginni, og bera því viö aö kosningabaráttan hafi verið bragödauf. Og víst er þaö aö lítið hefur verið um póhtísk spengjugos aö þessu sinni. Kosningabaráttan í Reykjavík hefur ekki snúist um neitt einstakt mál eins og stundum áður - engar Rauðavatnssprungur eða græna byltingu svo dæmi séu tekin af eldri kosningamálum. Þótt framboöin í höfuðborginni séu óvenju mörg aö þessu sinni, eða sjö, hafa kjósendur orðið litt varir viö aö öll þessi framboð séu tilkom- in af yfirþyrmandi þörf. Frambjóð- endum sumra þeirra hefur í þaö minnsta mistekist aö sannfæra kjósendur um aö svo sé. Allt annað hefur satt best að segja einkennt kosningabaráttuna í Reykjavík en umræöa um málefni. í fyrsta lagi yfirburöastaða Davíðs og meirihluta hans. í öðru lagi til- urö Nýs vettvangs sem hefur skot- ist fram úr öðrum minnihlutafram- boöum. Og í þriöja lagi barátta Framsóknarflokks, Alþýðubanda- Endanlegur sigur lýðræðis? Stjórnmálafræðingurinn Francis Fukuyama hratt af stað á síðasta ári ákafri og forvitnilegri umræðu vestanhafs með tímaritsgreininni „The End of History?", en þar færði hann rök fyrir því að sagan væri á enda runnin með sigri vestrænna lýðræðishugmynda. Hann notaði þá hugtakið „saga“ í hegelskum skilningi sem átök milh ólíkra hug- mynda um grundvallaratriði stjórnskipulags. Margir hafa orðið til þess að draga fullyrðingar Fukuyama í efa, en hann sjálfur er nú að skrifa bók um kenningar sínar. Vissulega er það rétt að í hug- myndafræðilega stríðinu við vest- rænt lýöræði hefur kommúnism- inn beðið mikinn ósigur. En er sá ósigur endanlegur? í ýmsum löndum Austur-Evrópu er kommúnisminn vafahtiö fyrir bí sem umtalsvert áhrifaafl, þótt efnahagslegir örðugleikar næstu ára muni sárlega reyna á styrk lýð- ræðisafla í þeim ríkjum. Mestu máli skiptir þó í þessu samhengi sú spuming, hvort kommúnisminn sem hugmynda- fræði hafi misst aðdráttarafl sitt meðal þeirra sem búa við fátækt, óréttlæti og kúgun í hinum svokall- aða þriðja heimi. Andspymuöfl í þessum löndum hafa fram til þessa sótt hugmyndafræðilega næringu í Dagur kjósenda lags og Kvennahsta fyrir því að vera yfirleitt með í næstu borgar- stjórn. Átök um persónur Annars virðist kosningabaráttan í höfuðborginni, og reyndar víðar, fyrst og fremst snúast um persón- ur. Sjálfstæðismenn í Reykjavík hafa þannig í reynd eitt kosninga- mál: Davíð. Hjá minnihlutanum í borginni beinist athyghn að Óhnu frekar en stefnumálum Nýs vett- vangs. Hið eiginlega kosningamál Alþýðuflokksins í Hafnarfirði er Guðmundur Ámi. Þetta er í samræmi við tíðarand- ann sem snýst mun meira um menn en málefni. Verulegur hópur kjósenda er stöðugt í leit að foringj- um. Meðal annars vegna þess að- flokkarnir hafa nálgast hvem ann- an málefnalega. Það á við í lands- málunum og auðvitað enn frekar í sveitarstjómarmálum. Flokkamir boða sömu stefnumáhn með duhtið óhkum áherslum. En í reynd getur einn flokkur auðveldlega starfað með öllum hinum flokkum, enda er samsetning meirihluta í bæjar- stjómum afar fjölbreytileg og fer oftar en ekki eftir forystumönnum frekar en einstökum málefnum. Sjálfsögð réttindi Við tökum kosningaréttinum sem sjálfsögðum hlut eins og flestu öðm sem rétt er sjálfkrafa að okkur af eldri kynslóðum. Það er hins vegar ekkert sjálfgef- ið að hafa rétt til að kjósa forystu- menn meö frjálsum lýðræðislegum hætti. Þvert á móti. Meirihluti mannkynsins á ekki kost á því. Fyrir sjötíu og fimm árum hafði einungis lítill hluti íslendinga rétt til að kjósa. Það vom þeir karlar sem náð höfðu 25 ára aldri, vom fjárhagslega sjálfstæðir og greiddu tiltekinn skatt til hins opinbera. Og embættismenn sem lokið höfðu tilgreindum prófum. Vinnumenn höfðu hins vegar ekki kosninga- rétt. Konur ekki heldur. Með stjómarskránni árið 1915 fengu konur og hjú loks kosninga- rétt, en þó aðeins ef þau hefðu náð 40 ára aldri á kjördegi. Og óláns- sömustu íbúar landsins, þeir sem urðu að lifa á sveitastyrk, höfðu enn engan rétt til að kjósa. Árið 1920 varð 25 ára aldurs- markið sameiginlegt fyrir karla og konur. Það var fært niður í 21 ár árið 1934 og þá fyrst fengu þeir sem vom á sveitastyrk kosningarétt eins og aðrir þegnar þjóðfélagsins. Átján ára kosningaaldur var bar- áttumál í fjölda ára áður en sú breyting varð loks samþykkt árið 1983 og kom til framkvæmda fyrsta sinni í byggðakosningunum árið 1986. Að sitja heima Viðbrögð margra við daufri kosn- ingabaráttu og málefnalegri nálg- un flokkanna eru á þá leið að fóma höndum, segja sem svo að þetta sé bara allt sama tóbakið og því best að sitja heima eða skila auðu. 7..... Laugardagspistill Elías Snæland Jónsson, aöstoöarritstjóri Að kjósa ekki er að sjálfsögðu hluti þeirra lýðræðislegu réttinda, sem við teljum sjálfsögð af því að þau em afrakstur baráttu forfeðr- anna en ekki okkar sjálfra. í sum- um einræðisríkjum, þar sem al- menningi veitist sá heiður að kjósa „flokkinn" af og til, er það einmitt skylda að mæta á kjörstaö til að greiða foringjunum atkvæöi. En þótt þaö sé vissulega réttur hvers og eins aö þvo hendur sínar af kosningum, þá er þaö ekki sér- lega ábyrgð afstaða að fara þannig í fýlu við flokka og foringja. Virkt lýðræði byggist að sjálfsögðu á því að taka afstöðu og sýna vilja sinn í verki. Og stjórnmálamenn þurfa mikið aðhald frá kjósendum, reyndar mun meira en þeir fá nú, og þaö ekki bara á kjördag. Skoðanakannanir bera með sér aö umtalsverður hluti kjósenda er óviss í afstöðu sinni fram á síöustu stundu. Það er eðlilegt þegar skil milli flokkanna eru jafn óljós og nú. Og vafalaust munu margir hvergi sjá fyrirheitna landið og þess vegna kjósa þann framboðs- lista sem þeir em minnst ósáttir við. Jafnvel það er betra en að sitja hjá. Víðtæk kynning Síðustu fimm vikurnar hefur DV lagt á það áherslu að kynna lesend- um víða um land um hvað kosning- amar snúast í þeirra heimabyggð. Á meðan flokksblöðin öll hampa viðtölum við frambjóðendur þeirra flokka sem þau styðja hefur DV lagt áherslu á að kynna öll fram- boðin jafnt og hefur þannig enn einu sinni sýnt í verki sérstöðu sína í íslenska blaðaheiminum. í þessari ítarlegu kynningu DV hafa birst viðtöl við efstu menn á öllum framboðslistum í næstum fjörutíu sveitarfélögum allt í kring- um landið. Þar hefur verið sagt frá helstu baráttumálum flokka og samtaka á hverjum stað og þeim mönnum og málefnum sem tekist er á um í kosningunum að mati frambjóðenda. Með þessum hætti hefur blaðið lagt sitt af mörkum til þess að auðvelda kjósendum að gera upp hug sinn áður en haldið er inn í kjörklefann. ýmsar kenningar lærifeðra komm- únismans. Mun gjaldþrot þeirrar póhtísku trúar í Austur-Evrópu einnig ná til þriðja heimsins? Það er lykilspuming sem erfitt er að svara. Heldur bylgjan áfram? Lýðræðisbylgjan hefur á ör- skömmum tíma flætt yfir mikinn hluta Austur-Evrópu og víða leitt til stjórnmálalegs frelsis. Sú efnahagslega umbylting, sem er nauðsynlegt næsta skref, er hins vegar rétt að hefjast og verður bæði erfiö og sársaukafull fyrir fjölda fólks. En eru líkur á að lýðræðisbylgj an nái víðar? Hafa menn trú á því að lýðræði skjóti rótum meðal þjóða Islams þar sem alræðislegt klerka- veldi eða herstjómareinræði er reglan? Eða í þeim ríkjum Afríku, Suður-Ameríku eða Asíu þar sem hervald og auðlegð hinna fáu eru enn forsendur valdsins? Vissulega hafa fyrrum öflugir andstæðingar vestræns lýðræðis beöið hugmyndafræðilegt gjald- þrot. En lýðræði er ennþá forrétt- indi minnihluta jarðarbúa. Endan- legur sigur þess á jarðarkringlunni allri á langt í land. Sú staðreynd ætti að vera okkur, sem njótum lýðræðislegra réttinda, enn frekari áminning um að nýta rétt okkar og gæta þess vel að hann glatist ekki. Elias Snæland Jónsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.