Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1990, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1990, Page 18
LAUGARÐAGUR 26. MAÍ 1990. Veidivon Kíkt á: Það má sjá ýmislegt út um gluggann á bænum Elliðavatni, allavega veiði- Árni Þ. Sigurðsson slappar af en félaginn veiðir áfram. menn i röðum kasta flugum fyrir fiskana. Þjóðar- spaug DV Lúsafar- aldurinn Hjúkrunarfræðingur, sem starfaði við einn af skólum Reykjavíkursvæðisins, fékk vitn- eskju um að verið gæti að lús leyndist í hári barns í 2. bekk. Ekki vildi hún gera málið opin- bert en kallaði engu að síður einn og einn nemanda fram á gang, til þess að kemba. Er hún var búin aö skoða nokkra kolla fannst einn lúsugur. Er nemandinn kom aft- ur inn í bekkinn, brosandi út að eyrum, sagði hann: „Ég er með lús, nú verður afi ánægður." Blessuð syndin Prestur spurði eitt sinn mann sem lá banaleguna hvort hann hefði syndgað. Karlinn svaraði: „Ég er nú hræddur um það. Til hvers er syndin ef maður má ekki velta sér upp úr henni?“ Taktu nú við í mikilli veislu voru saman komnir margir af hæst settu mönnum þjóðarinnar. Er vel var liðiö á veisluna hreiðruðu nokkr- ir gestanna um sig í herbergi inn af stofunni og var einn þeirra í óðaönn að herma eftir Steingrími Hermannssyni er hann birtist skyndilega i eigin persónu. Mikið fát kom á eftirhermuna sem sagði þó kokhraustur: „Taktu nú við, Steingrímur mínn, fyrst þú ert mættur.“ Vinalegt blóm Maöur einn hafði eftirfarandi að segja um tengdamóður sína og blóm það sem ber tengda- mömmuheitið: „Ekki fæ ég skiliö af hverju þetta vesalings blóm heitir „tann- hvöss tengdamamma". Það er mjög vinalegt ásýndum, aö minnsta kosti samanborið viö tengdamömmu mína.“ Veiðisamfélagið við Elliðavatn „Veiðin er orðin allt önnur og betri síðustu daga, bleikjan er farin að taka fluguna í ríkari mæli og sumir dagar gefa vel,“ sagði Þór Níelsen á bökkum Elliðavatns fyrir fáum dög- um, þegar bleikjan tók hjá öðrum Tekin smápása i nokkrar mínútur. DV-myndir G.Bender hverjum manni við vatnið og margar voru vænar. Veiðin hafði lifnað veru- lega við eftir að flugan lét sjá sig og silungurinn vakti víða um vatnið þegar stilla var. Þaö líkaði veiði- mönnum vel. Elliðvatnið getur verið gjöfult þeg- ar silungurinn gefur sig. Þeir veiði- menn, sem tekst að læra á vatnið, veiða oft vel í því. Eða eins og einn veiðimaðurinn við vatniö sagði: „Að mínu mati er sá aðili sem nær tökum á veiðiskap í vatninu undir öllum kringumstæðum búinn að fá útskrift í veiðimennsku. Hann hefur öðlast meistaragráðu og er fær í flestan sjó. Það er virkileg kúnst að veiða í þessu vatni. Fiskurinn er mjög dyntóttur, vandlátur og var um sig.“ Þetta eru orð að sönnu því vatnið hefur ýmsa leyndardóma upp á aö bjóða, það þarf bara að læra á þá. Veiðisamfélagiö við Elliðavatn er sérstakt, sumir mæta snemma og eru allan daginn, fleiri koma bara þegar þeir vilja og einhveijir koma aldrei aftur, því þeir fá ekkert, sama hvað þeir reyna. Þó eöli íslenskra veiði- manna sé alls ekki að gefast upp heldur reyna eitthvað nýtt, gengur það bara ekki alltaf við vatnið. Þarna má sjá menn eins og Þór Níelsen, Jón Petersen, Jón H. Jóns- son, Stefán Jónsson, Guðmund Árnason, Egil Kristinsson, Pálma Sigurðsson, Kristján Kristjánsson, svo fáir séu taldir. Þeir eru í lands- laginu rétt eins og Heiðmörkin sem alltaf er á sínu staö. -G.Bender Finnur þú fimm breytíngai? 56 Heimilisfang: Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós aö á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á hægri myndinni og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurvegara. 1) Hitateppi fyrir bak og hnakka, kr. 3.900,- 2) Svissneska heilsupannan, kr. 2.990,- Vinningarnir koma frá Póst- versluninni Príma, Hafnar- firði. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 56 c/o DV, pósthólf 5380, 125 Reykjavík Sigurvegarar fyrir fimmtu- gustu og fjórðu getraun reyndust vera: 1. Sigurður Kristinsson, Austurströnd 12, 170 Seltjarnarnesi 2. Agnes Gísladóttir, Hrauntúni 44, 900 Vestmannaeyjum Vinningarnir verða sendir heim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.