Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1990, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1990, Page 22
22 LAUGARDAGUR 26. MAÍ 1990. Helgarpopp „Viö erum útgefandalausir enn sem komið er og getum því látið allt vaða sem okkur dettur í hug án þess að hugsa um markaðslögmálin," seg- ir Jón Ólafsson. Hann, Stefán Hjör- leifsson og Sigmundur Ernir Rúnar- sson - öðru nafni Possibillies - hafa að undaníomu verið önnum kafnir við hljómplötugerð og er langt í að sjái fyrir endann á því verki. „Það eru alls kyns stefnur í gangi hjá okkur,“ segir Stefán. - Það er stutt matarhlé í Sýrlandi. Sigurður Bjóla upptökumaður hefur bmgðið sér frá til aö fá sér samloku í svang- inn og þá er tækifærið notað til aö renna yfir nokkrar lítt hljóðblandað- ar upptökur. Stefán reynist hafa lög að mæla. Á plötunni virðist ætla að ægja saman poppi, poppuðu rokki, djassi, frjáls- um djassi hér og þar, trúbadúrtónlist og snotrum ballöðum. Ein samha kemur meira áð segja í ljós. Sundur- laust? Bæði já og nei. „Við emm sennilega að fá svolitla útrás eftir það sem við höfum látið frá okkur fara síðustu ár,“ segir Jón. „Við erum einfaldlega aö gera það sem okkur finnst gaman. Og við skemmtum okkur konunglega hér í stúdíóinu. Húmorinn er fínn en hann fær ekki aö skila sér yfir í upptök- urnar. Ef einhvern langar til að láta eitthvað brjálað fljóta með er það stöðvað umsvifalaust. Við tökum þessa plötu ákaflega alvarlega." Búiö er að hljóðrita fjórtán lög. Aö sögn Stefáns eru þau langflest glæný. son, Eiður Arnarsson, Jakob Magn- ússon, Tómas Tómasson, Ásgeir Óskarsson, Sigurður Flosason, Öss- ur Geirsson, Einar Bragi Bragason, Szymon Kuran, Björn Jr. Friðbjörns- son, Haraldur Þorsteinsson, Anna Sigurbjörnsdóttir, Svanhvít Bau- mann, Ámi Scheving, Snorri Vals- son og Helgi Pétursson. „Hafðu þetta annars meðal ann- arra hljóðfæraleikara," segja þeir Stefán og Jón, „því að við höfum áreiðanlega gleymt einhveijum. Svo em kannski einhver föðurnöfnin ekki alveg rétt. En við lofum því að verða búnir að fá þau á hreint áður en plötuumslagið verður prentað." Jón bætir því við að þeim Stefáni og Sigmundi hafi þótt sér mikill heið- ur sýndur er Sigurður Bjóla féllst á að syngja eitt lag plötunnar. „Hann hefur einungis sungið sitt eigið efni hingað til og okkur finnst það kannski segja eitthvað um það efni sem við erum að vinna þegar okkur tekst að fá mann eins og hann til að leggja okkur lið. Annars hafa allir tekið því mjög vel að hjálpa okkur með plötuna og sýna því fullan skiln- ing að viö séum enn ekki komnir með útgefanda. Það eru nú þegar komnir um þrjú hundruö stúdíó- tímar á verkið og eiga eftir að bætast talsvert margir við enn. En við ætl- um að ljúka við þessa plötu hvað sem allir útgefendur segja og gefa hana út sjálfir ef enginn leggur í það.“ Hjörleifsson, Bjöm Jr. Friðbjörns- son, Stefán Hilmarsson, Daníel Ingi Haraldsson og Sigurður Bjóla. Hljóðfæraleikarar: Jón Ólafsson, Stefán Hjörleifsson, Sigmundur Ern- ir Rúnarsson, Ólafur Hólm Einárs- Jón Ólafsson: Vió erum sennilega að fá útrás með þessari plötu. Elsta efnið mun þó vera frá 1986. - Fyrri Possibilliesplatan kom út árið 1985v - Rétt fyrir matarhlé Sigurðar-Bjólu var tekinn upp saxófónleikur Sigurð- ar Flosasonar sem brá sér í gervi stórsveitar í hluta eins lags. Ég spyr hverjir fleiri komi viö sögu á plöt- unni. Stefán og Jón setjast niður með blað og penna og niðurstaðan er þessi: Söngvarar: Jón Ólafsson, Stefán Fjölmenni á næstu plötu Possibillies B.J. Cole tekur upp með Sléttuúlfunum B.J. Cole slide-gítarleikari er kominn til landsins öðru sinni. Síð- ast var hann hér áriö 1977 - árið sem hljómplatan varð 100 ára - og lagði þá sitt af mörkum til að gera aðra plötu hljómsveitarinnar Brimklóar, Undir nálinni, eftir- minnilega. Nú spilar hann á plötu Björgvins Halldórssonar og Sléttu- úlfanna. „Það er gaman að vera kominn aftur og fá að vinna meö Björg- vini,“ sagði B.J. Cole er heilsað var upp á hann í vikunni. Hann hafði greinilega engu gleymt síðan síðast nema síður væri. „Þau eru orðin um tuttugu árin sem ég hef unnið að plötuupptök- um,“ sagði B.J. „Ég spila alls kyns músík - mest náttúrlega kántrí. Pedal steel gitarinn (fetilgítarinn) er mest notaður í henni. En hann er hljóðfæri sem býður upp á afar marga möguleika. Ég hef til dæmis verið að fikra mig áfram í sígildri tónlist síðastliðin sex ár. Afrakst- urinn er að finna á plötunni Trans- parent Music sem ég sendi frá mér í fyrra. Þar leik ég tónlist frönsku impressionistanna ásamt hljóm- sveit í bland við eigið efni.“ B.J. Cole hefur gert fleira upp á síökastið en að þreifa sig áfram með klassíska tónlist. Hann leikur með í nokkrum lögum á nýjustu plötu The Christians. Hann hefur komið við sögu hjá John Cale í nokkrum sjónvarpsþáttum og einnig spilað með talsvert mörgum sem eru á mála hjá óháðum bresk- um hljómplötuútgáfum. - Önnur plata með sígildri tónlist í smíðum? „Nei,“ svarar B.J. Cole og brosir hæversklega. „Mig langar fyrst til Umsjón Ásgeir Tómasson að shpa hljóðfæraleikarana til sem léku með mér á Transparent Music þannig að viö getum farið á svið og kynnt tónlistina á plötunni þannig." Sléttuúlfarnir eru annars Björg- vin Halldórsson, Pálmi Gunnars- son, Gunnar Þórðarson, Magnús Kjartansson og Gunnlaugur Briem. Að sögn Björgvins átti platan, sem væntanlega kemur til með að heita Við heygarðshornið, upphaflega að innihalda kántrítónlist. Talsvert af rokki er nú komið til sögunnar í bland við sveitasöngvana. Platan kemur væntanlega út hjá Skífunni síðla sumars. -ÁT- B.J. Cole við fetilgitarinn. Sléttuúlfarnir á bak við hann eru Björgvin Halldórsson, Pálmi Gunnarsson og Gunnar Þórðarson. DV-mynd ÁT Stuðmenn verða í Húnaveri um næstu verslunarmannahelgi. Hve glöð er vor æska Stuðmanna „Við erum langt komin með upp- tökur og meira að segja búin að ákveða útgáfudaginn. Platan kemur út þann 15. júní,“ sagöi Jakob Magn- ússon er hann var inntur eftir nýrri Stuðmannaplötu. Nafn hennar verð- ur Hve glöð er vor æska. Jakob vildi að öðru leyti lítt tjá sig um nýju plötuna. „Ég get ekki tjáð mig um það núna. Það kemur í ljós,“ voru svör hans við flestum spurning- um. Hann fékkst þó til að segja að andinn yfir nýju plötunni yrði hinn sanni ungmennafélagsandi. Viö verðum því að bíða um sinn til að fá úr því skorið hvort Ásgeir Óskarsson syngur á plötunni, hvort suður- ameríski stíllinn, sem hljómsveitin fékkst við á síðasta ári, teygir sig yfir á plötuna og hvort Stuömenn tefla fram nýju leynivopni aö þessu sinni á borð við Þórð Árnason texta- gerðarmann sem kom úr felum í fyrra á plötunni Listin að lifa. „Það er hins vegar ekkert leyndar- mál að Stuömenn fara í sex vikna ferðalag um landiö nú í sumar til að heilsa upp á gamla vini og kunningja og kynna nýju plötuna,“ sagði Jakob. „Við heíjum leikinn í Ólafsvík og endum í Húnaveri um verslunar- mannahelgina. Þar er allt að verða tilbúið fyrir líflega hátíð. Ég get nefnt að auk Stuðmanna leika þar hljóm- sveitirnar Sálin hans Jóns míns, Síö- an skein sól og margar fleiri.“ Strax í bið Jakob Magnússon kvað nýja Strax-plötu um það bil hálfnaða. „Við lögðum niður vinnu vegna Stuö- manna og tökum þráðinn upp að nýju þegar tími gefst,“ sagði hann. Að öðru leyti var litlar upplýsingar að fá utan að textar á plötunni yrðu bæði á íslensku, ensku og þýsku.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.