Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1990, Side 23

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1990, Side 23
LAUGARDAGUR 26. MAl 1990. 23 Konur stjóma kosningasjónvörpunum: Geysihörð samkeppni Það eru konur sem stjórna kosning- asjónvarpi beggja stöðva í kvöld. Þuríður Magnúsdóttir stjórnar Rík- isstöðinni og Maríanna Friðjónsdótt- ir hinni. Maríanna hefur starfað við öll kosningasjónvörp nema eitt frá árinu 1971 svo hún hefur mjög víð- tæka reynslu. Þuríður hóf störf hjá Ríkissjónvarpinu 1973 sem skripta og var t.d. hjálparhella Maríönnu á sínum tíma. Þetta er fyrsta kosninga- sjónvarpið sem Þuríður stjórnar en hún segist hafa lært mikið af Marí- önnu á sínum tíma. Báðar sjónvarpsstöðvarnar leggja mesta áherslu á að birta kosninga- tölur svo fljótt sem auðið er frá öllum stöðum landsins. í bæjar- og sveitar- stjómarkosningum koma tölur mun örar en í þingkosningum. Þess vegna verða skemmtiatriðin ekki eins mik- ilvæg og í þingkosningunum þar sem minni tími gefst fyrir þau. Undirbúningur Ríkissjónvarpsins byijaði strax í janúar. Sjónvarpið leggur mikið kapp á að tölvuvinnslan og grafík verði sem best úr garði gerð en miklar framfarir hafa orðið á því sviði frá síðustu kosningum. Það er Hewlett Packard sem sér um tölvubúnaðinn en Verk- og kerfís- fræðistofan um hugbúnaðinn. „Kosningasjónvarpið í kvöld verð- ur með hefðbundnum hætti. Allt starfsfólk tæknideildarinnar, margt starfsfólk í leikmyndadeild og nánast afíir starfsmenn fréttastofunnar munu starfa við útsendinguna. Við verðum með útsendingar frá þrjátíu kaupstöðum en þar af eru fimm stað- ir fyrir utan Reykjavík sem við erum með myndavélar og sýnum beint frá talningastöðum. Frá hinum stöðun- um fáum við símhringingar frá fréttariturum," segir Þuríður. Helgi Helgason er stjórnandi kosninga- sjónvarpsins auk Þuríðar. Hann seg- ir að gífurlegar framfarir hafi orðiö í allri grafíkvinnslu og komi það að góðum notum í kvöld. Áhorfendur fá mjög fljótt að sjá hvernig tölur koma til með að raða frambjóðend- um upp og hveijir séu næstir því að ná kosningu. „Þetta verður með miklu meiri glæsibrag en áður.“ Á Stöð 2 er einnig mikið lagt upp úr hraðvirkum upplýsingum. IBM sér um tölvur en Tölvumynd um hugbúnað. „Við byrjuðum undir- búning í desmber sl. en mesta undir- búningsvinnan hefur farið fram á undanförnum vikum. Um leið og framboðslistarnir voru tilbúnir voru þeir tölvukeyrðir og einnig kosningaúrslit 1982 og 1986. Þá getum við einnig haft til viðmiðunar þing- Marianna Friðjónsdóttir sér um út- sendingu á Stöð 2. Báðar stöðvar leggja mesta áherslu á að birta kosningatölur sem fyrst. kosningar varðandi fylgi flokkanna í þessum kosningum," sagði Mar- íanna Friðjónsdóttir á Stöð 2. Hún verður með tvo aðstoðarútsending- arstjóra, Gunnlaug Jónasson og Kristínu Pálsdóttur, enda verða beinar útsendingar úr þremur sölum á Stöð 2. „Fréttamennirnir okkar hafa í all- langan tíma kynnt sér bæjarstjórn- armál á hveijum stað á landinu og verða tilbúnir með ýmsar upplýsing- ar þegar tölur berast um menn og málefni. Ég gæti trúað að fólk hefði gaman af þeim upplýsingum. Ég get nefnt sem dæmi að ef bæjarstjóri á einhverjum stað er að missa meiri- hluta koma fréttamenn Stöðvar 2 með upplýsingar um hvað hann gerði áður en hann varð bæjarstjóri og þess háttar,“ sagði Maríanna. Um áttatíu manns verða í vinnu í kvöld og nótt á Krókhálsinum og um þrjátíu manns víðs vegar um landið. Þá munu nemendur í fjölmiöladeild Fjölbrautarskólans í Breiðholti svara síma í stúdíói og fá um leið ágætis starfskynningu. Þuríður og Maríanna eru sammála um að kosningasjónvarpið verður erfitt í vinnslu enda kemur raun- verulega ekki allt í ljós fyrr en í beinu útsendingunni og þá þurfa menn að vinna saman svo dæmið geti gengið upp. Samkeppnin er talsverð milli stöðvanna og báðar leggja mikla áherslu á að tölurnar berist sem fyrst og á sem myndrænastan hátt. Svo koma þeir Ragnar Reykás og Mar- teinn Mosdal ásamt fleiri skemmti- kröftum og létta mönnum kosninga- skapið. „Það er um að gera að taka þetta létt, slappa af og njóta einhverr- ar skemmtunar af öllu saman," sagði Maríanna Friðjónsdóttir. -ELA Tissues MYKT ER OKKA'R STYRKUR HEILDSOLUB. JOHN LINDSAY H.F. Kennarar Kennara vantar að Grenivíkurskóla í almenna kennslu, íþróttir og hannyrðir. Frítt, gott húsnæði. Upplýsingar gefur Björn Ingólfsson skólastjóri í síma 96-33118 eða 96-33131. Ritari Utanríkisráðuneytið óskar að ráða ritara til starfa í utanríkis- þjónustunni. Krafist er góðrar kunnáttu í ensku og a.m.k. í einu öðru tungumáli auk góðrar véltritunarkunnáttu. Eftir þjálfun í utanríkisráðuneytinu má gera ráð fyrir að ritar- inn verði sendur til starfa í sendiráðum íslands erlendis. Eiginhandarumsóknir með upplýsingum um aldur, mennt- un og fyrri störf sendist utanríkisráðuneytinu, Hverfisgötu 115, 150 Reykjavík, fyrir 12. júní nk. Utanrikisráðuneytið FJárhagsKORN 3.0 Fullkomið fjárhagsbókhald á aðeins 18.924 krónur með vsk. Full endurgreiðsla ef kerfinu er skilað innan 30 daga. Engin takmörk á fjölda ára. Engin takmörk á fjölda reikninga. Engin takmörk á fjölda fyrirtækja. Hámark 10 milljón fylgiskjöl á einu ári. Taktu enga áhættu í kaupum á fjárhagsbókhaldi. Hjá hugKORNi getur þú skilað kerfinu innan 30 daga og fengið fulla endurgreiðslu efþað hentar þér ekki. Eldri notendur af FjárhagsKORNi eða HeimilisKORNi fá FjárhagsKORN 3,0 með nýjum handbókum og diskum fyrir 2,500 krónur með vsk. IAuðlært er á FjárhagsKORN og fylgirþví ítarleg handbók. Höfum einnig mörg önnur forrit til sölu á góðu verði. hugKORH sf. Ármúla 38 Sími 91-689826 GORI88 Einstakt litaúrval! GORI 88 • er olíuleysanleg vióarvörn. • Lekur ekki, slettist ekki og er auöveld í meðförum. • Auðveldar viðhald, því hún gefur jafna yfirborðs- á ferð og jafnt slit. • Hrindir frá sér vætu/er vatnsfælin. Viðarlitir eru gegnsæir, skerp: fínlegt æóamynstur ogyfirborósáferó vióarins. Ö/GORI /viðarvörn Útsölustaðir: BYKO Húsasmiðjan hf. og kaupfélögin um land allt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.