Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1990, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1990, Blaðsíða 24
S1UDNINOS. D-USTANS, REYKJAVÍK Vinir og velunnarar Sjálfstœðisflokksins eru velkomnir í kosningamiðstöðvar flokksins í Reykjavík í dag og í kjördagskaffi í Valhöll. Heitt verður á könnunni og fátt jafnast á við stemmninguna í kring um kosningastarfið. Munum að morgunstund gefur gull í mund — kjósum snemma. SjálfboÓaliðar Þeir sem vilja vinna fyrir Sjálf- stæðisflokkinn í dag og ekki hafa þegar haft samband eru vinsamlega beðnir að snúa sér til upplýsingamiðstöðvarinnar í Valhöll. Síminn þar er 82900. Kjördagskatfí í Valhöll í dag verður opið hús í kjallara Valhallar, Háaleitisbraut 1, frá kl. 13 til 20. Sjálfstæðismenn eru hvattir til að líta inn. íTYRKTARMAÐUR SJÁLFSTÆDISFLOKKSINS Geríst styrktarmenn í dag Sjálfstæðisflokkurinn byggir fjárhagslega afkomu sína ein- vörðungu á framlögum flokksmanna og stuðnings- manna. Kosningabaráttan kost- ar mikið fé. Góð og skilvirk leið til að styðja þetta starf fjárhagslega er að gerast styrktarmaður. Þeir sem óska eftir að gerast styrktarmenn geta haft sam- band í síma 91-82900. Með reglulegu framlagi sínu greiðir styrktarmaðurinn um leið eigið félagsgjald í sjálfstæðisfélagi og styrkir þar með starfið á heimaslóðum sínum. Bifreiðaþjónusta Þeir kjósendur í Reykjavík sem óska eftir að aðstoð til að komast á kjörstað eru beðnir að hafa samband við kosninga- miðstöðvar eða bifreiðaaf- greiðslur Sjálfstæðisflokksins. Einnig er hægt að hafa sam- band við upplýsingamiðstöðina í Valhöll, í síma 82900. Bifreiðaafgreiðslur: • Austurstræti lOa, símar 626495 og 626496. • Þönglabakka 6, símar 670341 og 670367. • Skógarhlíð 10, sími 20720. Kosningamiðstöð ungs fólks Ungir kjósendur eru boðnir velkomnir í kosningamiðstöð ungs fólks við Austurstræti 6, þar sem áður var skóbúðin Ríma. Þar má búast við ósvikinni kosningastemmningu, og boðið verður upp á hressingu. Kosningamiðstöðin er á veg- um Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík. Símar eru 624193 og 624194. Happdrætti styrktarmanna Allir sem verða styrktarmenn fyrir 31. maí taka sjálfkrafa þátt í happdrætti styrktar- manna Sjálfstæðisflokksins. Vinningur er Mitsubishi Colt, árgerð 1990.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.