Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1990, Side 26
26
LAUGARDAGUR 26. MAÍ 1990.
Stór hluthafi Flugleiða gengur út:
réð sölu hlutabréfanna
- segir Dagfinnur Stefánsson, fyrrum flugstjóri, sem fékk 64 milljónir króna í síðustu viku
„Ég vildi halda áfram að fljúga,“ segir Dagfinnur sem var einn stærsti hluthafinn í Flugleiðum. Nú hefur hann
selt hlutabréf sín fyrir 64 milljónir króna og hefur enga ákvörðun tekið um hvernig hann muni ávaxta féð.
DV-myndir BG.
Dagfinnur var einn af Loftleiðaarminum á sínum tíma og algjörlega mót-
fallinn sameiningu flugfélaganna. Hann telur að Loftleiðir hefðu blómstrað
sem fyrirtæki eitt og sér.
„Ég hef ekki alltaf verið sammála
stefnu Flugleiða og lét ávallt skoðun
mína í ljós á fundum. Undanfarin ár
hef ég setið í varastjórn Flugleiða.
Þar sem ég var ekki kosin aftur í
stjórn á síðasta aðalfundi tók ég þá
ákvörðun að selja hlutabréf mín. Mér
þykir óþarfi að liggja með mikla pen-
inga í hlutabréfum og hafa engan
atkvæðisrétt. Áhugi minn hefur allt-
af beinst að flugi og flugmálum. Ég
hafði mikla ánægju af að fylgjast með
þróun félagsins og koma með tillög-
ur. Eftir að ég er komin úr stjórn
finnst mér engin ástæða að vera með
mikla peninga í rekstrinum. Það er
hægt aö ávaxta peningana betur á
annan liátt eða bara eyða þeim með-
an maður hefur heilsu til,“ sagði
Dagfmnur Stefánsson, fyrrum flug-
stjóri hjá Flugleiðum, í viðtali við
helgarblaðið.
í síðustu viku seldi Dagfinnur
Verðbréfamarkaði íslandsbanka
hlutabréf sín í Flugleiðum og fékk
staðgreiddar 64 milljónir króna.
Hann segist þó ekki hafa látið öll því
hann heldur nokkrum bréfum. Dag-
finnur var fimmti stærsti hluthafinn
í Flugleiðum og stærsti hluthafi sem
einstaklingur.
Sameiningin
var vitleysa
Dagfinnur er 64ra ára gamall. Hann
var einn eiganda Loftleiða og hefur
verið viðriðinn flug frá árinu 1945.
Þegar Loftleiðir og Flugfélag íslands
sameinuðust árið 1973 var Dagfinnur
mótfallinn því. Hann er enn á þeirri
skoðun að sameiningin hafi verið
röng. „Þegar félögin voru sameinuð
fóru þau undir matsnefnd sem mat
eignir og annað. Það var búið að full-
vissa okkur um aö Loftleiðir væru
með 70% eignarhlut. Hins vegar varð
raunin endanlega sú að Loftleiðir var
lítillega yfir og ég hef oft sagt að ef
það var ekki þjófnaður veit ég ekki
hvað þjófnaður er. Ef Loftleiðamenn
hefðu staðið saman þá hefðum við
haft meirihlutann í félaginu. Vitleys-
an sem viö Loftleiðamenn gerðum
var aö samþykkja matið fyrirfram
hvernig sem það myndi koma út.
Stærstu hluthafar í Flugfélaginu
voru Eimskip og ríkið. í dag er Eim-
skipafélagið langstærsti hluthafinn í
Flugleiðum með um 33% og má segja
að það ráði yfir félaginu. Forráða-
menn Eimskips hafa keypt mikið
hlutafé á undanfómum árum. Loft-
leiðaeigendur voru hins vegar
nokkrir flugmenn, Alfreð Elíasson,
Kristinn Ólsen, Einar Ámason, Jó-
hannes Markússon, Sigurður Helga-
son, sem var á vegum Sveins Val-
fells, og ég. Við keyptum stærsta
hluta okkar í Loftleiðum um 1950 og
vom sú kaup nefnd byltingin,“ segir
Dagfinnur.
Erfiðir
tímar framundan
„Ég hef trú á Flugleiðum og tel að
félagið eigi framtíð fyrir sér. Hins
vegar á það erfiða tíma fyrir hönd-
um. Það er ekki nóg að fjárfesta í
flugvélum. Stjóm félagsins þarf að
taka mikið á og einnig starfsmenn.
Það þurfa allir að leggjast á eitt til
að rífa félagið upp. Undanfarin ár
hefur verið talsvert rekstrartap hjá
félaginu og það þarf mikiö átak til
að rífa það upp.“
Dagfinnur seldi íslandsbanka bréf-
in en bankinn seldi þau aftur til
nokkurra einstaklinga. „Ég hef ekki
hugmynd um hveijir keyptu og mig
varðar ekkert um það,“ segir Dag-
finnur. Ekki segist hann hafa tekið
ákvörðun um hvað hann ætli sér að
gera með peningana. „Ég hef aldrei
haft mikið vit á peningum og ekki
það mikið að ég hafi haft af þeim
áhyggjur,“ segir hann. „Mig langar
að ferðast um heiminn og skoða mig
betur um á ýmsum stöðum. Ætli ég
láti ekki verða af því.“
Geysis- og
Sri Lanka slys
Dagfinnur lærði flug í Bandaríkj-
unum árið 1945%Hann haföi gengið
með þann draum lengi enda alinn
upp stutt frá Vatnsmýrinni - í næstu
nálægð við flugvöllinn. „Þegar Loft-
leiðir var stofnað árið 1944 fékk ég
starf hjá þeim inni í Vatnagörðum.
Ég var þar einn vetur en fór síðan
til Bandaríkjanna aö læra flug. Þegar
ég kom tilbaka '46 fékk ég strax
vinnu hjá þeim í síldarleitarflugi á
sjóflugvélum, aðallega fyrir norðan.“
Árið 1948 fékk Dagfinnur flug-
mannsstöðu í milhlandaflugi. Þá var
flogið á Sky Master vélum og fyrsta
feröin var til Kaupmannahafnar.
Árið 1950 er ógleymanlegt ár í sögu
Dagfinns og ekki síður íslands. Hann
var aðstoðarflugmaður í flugvélinni
Geysi, sem fórst á Vatnajökli. Vélin
var að koma með vörur frá Lúxem-
borg til Reykjavíkur „Þetta var
fyrsta ferðin af mörgum sem átti að
fara fyrir amerískt félag sem hét Sea-
bord World,“ segir Dagfinnur er
hann rifjar upp atburðinn. Geysis-
slysið er minnisstæðast í hugum
fólks vegna þess að allir í vélinni
komust hfs af og fólkið beið í fimm
daga á jöklinum eftir hjálp. Þótti
mikið afrek hversu vel fólkið var á
sig komið. Dagfinnur slasaðist tals-
vert í andliti og ber enn merki þess.
„Sem betur fer voru engir farþegar
í vélinni,11 segir hann. „Við megum
þakka guði fyrir að hafa öll sloppið
lifandi."
Dagfinnur vill þó meina að hann
hafi verið heppinn á ferli sínum sem
flugmaður. Ánnað atvik í lífi hans
segir hann hafa verið meira áfall en
Geysisslysiö. „Ég var á Sri Lanka í
nóvember 1978 þegar DC-8 þota Flug-
leiða fórst. Það var mín erfiðasta lífs-
reynsla."
Dagfinnur átti að taka viö stjórn
vélarinnar og fljúga henni áfram til
Surabaya á Jövu. Vélin var í píla-
grímaflugi og voru 259 manns um
borð, þar af þrettán íslendingar. Meö
vélinni fórust 180 Indónesar og 8 ís-
lendingar. Dagfinnur var sjónarvott-
ur af slysinu. „Ég vissi ekki hvaða
vél þetta var fyrst því þær voru svo
margar að koma inn til lendingar.
Þegar ég spurðist fyrir var mér sagt
að flnnsk flugvél hefði farist en síðan
kom í ljós að þetta var okkar eigin
vél,“ segir hann.
Fljúgandi skuröstofa
Dagfinnur viðurkennir að hann
hafi oft verið flughræddur. „Það get-
ur ýmislegt komið fyrir sem gerir
mann hræddan,“ segir hann. „Ef
maður flýgur of nálægt öðrum flug-
vélum eða flýgur í þrumuský. Flug-
menn eru bara ákaflega mannlegir,"
bætir hann við. „En þetta hefur ver-
ið fjölbreytt og skemmtilegt starf og
ég hefði vel getað hugsað mér að
starfa lengur.“
Dagfinnur er þó ekki alveg hættur
flugi því hann hefur flogið fyrir
Landgræðsluna. Eftir að viötalið var
tekið í vikunni var hann beðinn að
fljúga DC-8 þotu til Flórída en Flug-
leiðir voru að selja vélina þangað.
Samkvæmt íslenskum lögum má
Dagfinnur ekki fljúga með farþega
lengur í reglubundnu atvinnuflugi.
Hann hefur hug á að setja saman
sína eigin vél og auk þess er hann
meðlimur í flugklúbbi. Sportið á
einnig hug hans sérstaklega skíða-
íþróttin, körfubolti og sjóstangaveiði.
Dagfinnur er ekki alveg sáttur við
að vera hættur að fljúga. „Maður
vill helst ráða sjálfur hvenær maður
hættir,“ segir hann. „Til eru lönd
sem eru ekki með nein aldursmörk
og önnur eru með hærri mörk en
við. Öll von er þó ekki úti því ég hef
sótt um að komast að hjá félagi sem
heitir Orbis. Það félag er með flugvél
í rekstri en hún er útbúin sem full-
komnasta skurðstofa fyrir augn-
lækningar. Þessi vél flýgur aðeins til
þróunarlandanna, Suður-Ameríku,
Afríku og Austurlanda ijær. Orbis
félagið er m.a. stutt af auðkýfingum
og allt starf fer fram í sjálfhoða-
vinnu. Ég er að vona að úr verði meö
það starf.
Ég talaði við forráðamenn þess 1
New York og mun hitta þá aftur núna
í júní,“ segir Dagfinnur. „Það kom
til tals að ég flygi til Nicaragua og
þaðan til Guatemala. Vélin stoppar í
um það bil þrjár vikur á hverjum
stað. Mér skilst að mjög háþróuð
tæki séu um borð í vélinni, leiser-
geislar og önnur nýtísku tækni og
mjög færir augnlæknar sem koma
víðs vegar að úr heiminum. United
Airlanes gaf þessa vél, sem er DC-8
styttri gerðin, til Orbisfélagsins.
Fyrrum flugstjórar hjá hinum og
þessum flugfélögum sjá um að fljúga
skurðstofunni."
Stríðsfram-
leiðslan hættir
Dagfmnur hefur ekki einungis flog-
ið fyrir Flugleiðir. Hann starfaði fyr-
ir Cargolux á sínum tíma og var
reyndar fyrsti flugmaðurinn hjá því
félagi. Þá hefur Dagfmnur einnig
flogið fyrir allmörg flugfélög í Asíu
og S-Ameríku. „Maður hefur komið
víða og kynnst mörgum,“ segir hann.
Dagfinnur er fráskilinn, þriggja
barna faðir. Dóttir hans, Inga Björk,
er arkitekt. Hún hefur verið í Japan
undanfarin ár að kynna sér japansk-
an arkitektur og fékk til þess styrk
frá japönsku ríkisstjórninni. Nú
starfar hún sem arkitekt þar. Synir
Dagfmns eru Stefán sem vinnur hjá
Pósti og síma og Leifur sem er nýorð-
inn stúdent úr Verslunarskólanum.
Hann er markvörður hjá KR og í
landsliðinu í handbolta.
Dagflnnur segir að flugstjórastarf-
ið sé mjög tilbreytingaríkt. „Maður
kynnist mörgu í þessu starfi en það
getur líka verið mjög erfitt. Á undan-
fórnum árum hefur álagið þó minnk-