Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1990, Síða 27
LAUGARDAGUR 26. MAÍ 1990.
39
að. Starfið hefur mikið breyst. Ég
hefði aldrei trúað að flugið gæti orðið
svona háþróað. Það er allt gert til að
létta undir hjá flugmönnum. Engu
að síður þurfa þeir að hafa mikla
þekkingu."
Á undanfornum árum hafa þeir
flugmenn sem byrjuðu í íslensku
milhlandaflugi verið að hætta. Dag-
finnur kallar þá stríðsframleiðsluna
því allir hófu þeir störf um og eftir
stríð. „Þetta var tiltölulega stór hóp-
ur.“
Samstarf nauðsynlegt
Dagfinni finnst ekki bara flugkost-
urinn hafa breyst hjá Flugleiðum
heldur einnig starfsemin öll. „Mér
finnst eins og það hafi verið meiri
samheldni áður fyrr. Sigurður
Magnússon fyrrum blaðafulltrúi
orðaði það þannig: „Þegar maður fór
að sofa á kvöldin hlakkaði maður til
aö vakna á morgnana og fara í vinn-
una.“ Starfsandinn var mjög góður
og allir jákvæðir. Það er lífsnauðsyn-
legt fyrir flugfélag að þar sé góður
starfsandi. Annars getur þetta ekki
gengið.“
Þegar Dagfinnur er spurður um
samkeppnina svarar hann: „Hér eitt
sinn mátti alls ekki vera samkeppni.
Nú eru allir að tala um nauösynlega
samkeppni. Raunar er mikil sam-
keppni því hingað fljúga SAS og Luft-
hansa og fleiri eiga eftir að bætast
við. Það á eftir að verða mikii breyt-
ing í fluginu og ég hef hvatt til sam-
starfs við önnur félög. Ég held að það
komi ekki annað til greina en sam-
starf. Lofleiöir áttu samstarf við
norska flugfélagið Braathen
(S.A.F.E.) og það kom mjög vel út.
Ég held að samstarf við SAS verði
til góðs fyrir Flugleiðir.
Rangar vélar keyptar
Það þarf að leggja miklu meiri
áherslu á Atlantshafsflugið. Mín
skoðun er sú að það hefði verið rétt
á sínum tíma að fara út í breiðþotur.'
Þegar félaginu stóð til boða að kaupa
DC-10 vélar fyrir sautján milljónir
doliara, sem var langt undir fram-
leiðsluverði, áttu þeir að fjárfesta í
þeim. Núna kosta slíkar vélar yfir
fimmtíu milljónir dollara. Flugleiðir
áttu kost á þessum vélum í kaupleigu
á mjög góðum kjörum. Ef þeir hefðu
keypt DC-10 vélarnar á sínum tíma
væri félagið mun betra statt núna.
Tími var kominn til að endurnýja
flugvélaflotann nú en ég er ekki endi-
lega viss um að réttu vélarnar hafi
verið keyptar. Ég tel að réttara hefði
verið að fara út í breiðþotur, þaö
hefði verið meiri bylting. Breiðþotur
eru langfleygari og bera mun meira.
Ég hef trú á að Flugleiðir eigi fram-
tíð í Atlantshafsflugi milli Bandaríkj-
anna og Evrópu. Það er okkar stærsti
markaður og hann þarf að rækta
vel. í dag eru fjögur til fimm flugfélög
að fljúga milli Evrópu og íslands og
Flugleiðir mega þakka fyrir ef þeir
halda sínum hlut á þeirri leið. Ef
British Airways og KLM fara að
fljúga hingað, jafnvel Finnair, þá fer
að verða spurning um hvar aukning-
in verði.
Flugleiðir hafa haft mjög góða að-
stööu í Lúxemborg. Nú hafa þeir
dregið saman þar og leggja áherslu
á Frankfurt. Það er að mínu mati
rangt. Frankfurt er yfirsetinn flug-
völlur en í Lúxemborg er nóg svig-
rúm. Lúxemborgarar hafa líka stutt
okkur á margan hátt. Þeir gáfu t.d.
Flugleiðum eftir lendingargjöld þeg-
ar verst gekk hjá félaginu. Ég gæti
best trúað að önnur flugfélög í Evr-
ópu fari að líta Lúxemborg hýrum
augum vegna þess hversu lítil flug-
umferð er þar.
Klofinn
Lofleiðaarmur
Ég skal viðurkenna að ég er
óánægður með margt hjá Flugleið-
um. Lofleiðaarmurinn hefur ekki
staðið saman, því miður. Mér finnst
einnig að stjórn hjá svona félagi eigi
að geta breyst á öllum aðalfundum.
Nú er hluti stjórnarmanna kosinn til
tveggja ára í senn. Þá vildi ég fá
margfeldiskosningu sem myndi þýða
að minnihlutinn gæti haft einhver
áhrif. Ég ræddi þetta við stjórnar-
menn en fékk engar undirtektir.
T
I
Dagfinnur Stefánsson hafði starfað sem flugmaður í 44 ár þegar hann hætti á síðasta ári vegna aldurs. Nú flýgur hann t.d. Landgræðsluvélinni og hefur hug
á að fljúga skurðstofu milli þróunarlandanna i sjálfboðavinnu.
Margfeldiskosning ætti að vera regla
hjá hlutafélögum ekki undantekn-
ing. Það má segja að Eimskipafélag
íslands ráði öllu og hafi tekið Flug-
leiðir yfir,“ segir Dagfinnur.
Hann er einnig óhress með hvernig
skipað er í sumar stööur hjá félag-
inu. „Það koma ungir menn úr ein-
hverjum viðskiptaskólum og eru
settir í æðstu stöður hjá félaginu.
Jafnvel hátæknistöður þar sem sér-
þekking er nauðsynleg. Ég hef sagt
að það sé ekki hægt að reka flugfélag
með eintómum framhaldsskólanem-
um en það hefur ekki fengið góðan
hljómgrunn. Sumir þessara manna
koma alveg grænir, beint úr skóla,
og ætla að stjórna mönnum sem hafa
unnið við fagið í fiöldamörg ár. Eggið
á að kenna hænunni.
Breytingar á
Ameríkuflugi
nauðsynlegar
Ég er vitaskuld líka sammála ýmsu
t.d. að aðskilja innanlands- og milli-
landaflug. Einnig að nauðsynlegt sé
að byggja skýli á Keflavíkurflugvelli
og færa viðhaldið hingað heim. íslend-
ingar gætu vel tekið að sér ýmsar við-
gerðir á flugvélum fyrir aðrar þjóðir.
Hitt er að tíð verkfoll há flugrekstri
mjög á íslandi. Áður en farið verður
út í byggingu á skýli verður að ganga
frá samningum við stéttarfélögin.
Mjög mikilvægt er fyrir félagið að
fljúga beint t.d. frá Stokkhólmi eða
öðrum stöðum í Evrópu til Banda-
ríkjanna. Nú koma vélarnar hvor úr
sinni áttinni og skila af sér Banda-
ríkjafarþegum í Keflavík. Oft koma
því vélar hálfsetnar frá Lúxemborg
til að taka upp þá farþega. í mörgum
tilfellum hefði verið hægt að selja öll
sætin í Lúx. Sama vélin ætti að fara
frá Evrópu til Bandaríkjanna. Ég tel
það mikilvægt skipulagsatriði fyrir
félagið. Flugleiðir hafa leyfi til að
fljúga vissan fiölda ferða beint til
Bandaríkjanna, án millilendingar á
íslandi, en gera það ekki.“
Með 64 milljónir
í vasanum
Dagfinnur hefur sínar skoðanir á
málefnum Flugleiöa. Hann telur að
ef Loftleiðir hefðu starfað áfram væri
það blómstrandi fyrirtæki. Samein-
ingin var honum aö móti skapi og
nú hefur hann tekið ákvörðun um
að draga sig út úr fyrirtækinu. Að
vísu er Dagfinnur ennþá hluthafi en
smár. í staðinn hefur hann sextíu og
fiórar milljónir í vasanum sem hann
hefur ekki haft tíma til að ákveða
með hvaða hætti verða ávaxtaðar.
Dagfinnur var í Júgóslavíu þegar
frétt birtist um sölu hlutabréfanna
og tveimur dögum eftir heimkomuna
var hann kominn til Flórída. „Ég er
ekkert farinn að velta þessum hlut-
um fyrir mér,“ segir hann og bætir
við að hann hafi ekki nokkrar
áhyggjur af fiárfestingum. „Þaö
verður bara að koma í Ijós hvað ég
geri. Ætli ég haldi ekki áfram að
vinna og laga til í kringum húsið
mitt.“ -ELA