Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1990, Side 33
LAUGARDAGUR 26. MAÍ 1990.
Í5
Tegasveit feðganna með Sigurð Ágústsson á bassa, Guðvin Flosason á trommur og Sigurð Sigurðsson á
munnhörpu. DV myndir: Ragnar Sigurjónsson.
Pétur Tyrfingsson, söngvari Tregasveitarinnar, með Claptonstæla á gít-
arnum.
<
Feðgar í tónlistinni:
frí stundum
„Tregasveitin leikur blús í
kvöld“. Þessi auglýsing heyrðist oft
í vetur og ekki hægt að álykta ann-
að en hér væru vinsælir menn á
ferð. Reyndar var oftast troðfullt á
tónleikum og skyndilegur fjöldi
blúsáhugamanna með ólíkindum.
Feðgarnir Pétur Tyrfingsson og
Guðmundur Pétursson spila blús
af mikilli innlifun í frístundum
með Tregasveitinni. Þeir búa sam-
an í Breiðholtinu með yngri syni
og bróður, Gunnlaugi Má, 7 ára,
og einum ketti. Guðmundur, sem
er gítarleikari hljómsveitarinnar,
er sautján ára gamaU.
Guðmundur er fyrst spurður af
hverj u hann hafi valið blúsinn en
ekki eitthvað annað sem krakkar á
hans aldri falla helst fyrir?
„Þaö er ekkert víst að ég hefði
hlustað á blús ef ég hefði ekki byrj-
að að spila á gítar,“ svarar Guð-
mundur. „Annars lætur fólk eins
og blús sé eitthvert gamalt fyrir-
bæri en í dag er jafnmikið að ger-
ast í þessari tónhst og fyrr á öld-
inni. “
„Mér kemur alltaf á óvart hvað
margir eru hissa á því að strákur
á þessum aldri skuli hafa áhuga á
blús. Hinir sömu átta sig ekki á því
hvað er orðið sígilt í dag og hvern-
ig þessari músík er skilað áfram til
okkar,“ segir Pétur.
Mikill blúsáhugi
„Þaö var mikið að gerast í músík
frá því að breska rokkið fer í gang
og fram til ársins ’80,“ segir Pétur
ennfremur. „Eftir það gerist lítið
sem ekki neitt nýtt í músíkinni að
mínu mati frá því Dire Straits
komu fram og þar til Steve Ray
Vaughan gaf út sína fyrstu plötu.
Staðreyndin er bara sú að ungt
fólk, sem pælir eitthvað í músík að
ráði, hættir ekki fyrr en það hefur
hlustað á allt sem það kemst yfir.
í dag er hægt að fá gömlu plötumar
í öllum plötubúðum en áður fyrr
var ekkert fáanlegt nema það nýj-
asta.“
Guðmundur tekur undir þetta og
segir að blúsáhuginn sé töluverður
hjá sínum jafnöldrum sem hlusti á
gamla meistara jafnt og nýja.
Pétur tilheyrir kynslóðinni sem
lifði og hrærðist í rokkinu hér á
árum áður. „Ég komst yfir mína
fyrstu blúsplötu árið 1970 og síðan
hef ég verið að sanka þessu að
mér,“ segir hann.
Ég bara spilaði á gítar
Guðmundur vakti mikla athygli
í kosningasjónvarpi fyrir þremur
árum, þá fjórtán ára gamall. Gaml-
ir rokkarar gripu andann á lofti við
tækin og hrifust af gítarleik
stráksa. Hann var ekki að koma
fram í fyrsta sinn því hann hafði
starfrækt hljómsveit með félögum
sínum um tíma. Tólf ára eignaðist
Guðmundur sinn fyrsta gítar og fór
að æfa sig á eigin spýtur.
„Svo bara spilaði ég á gítar. Eng-
inn galdur og afar einfalt,“ segir
Guðmundur og vill greinilega lítið
gera úr hæfileikum sínum. „Það
geta allir spilað eitthvað á gítar ef
þeir leggja sig eftir því. Ég lærði
mest á því aö hlusta á plötur og
heyra hvemig aðrir spila.“
Pétur sér um gítarleik og söng
Tregasveitarinnar. Hann er líka
sjálflærður gítaristi.
„Ég átti gamlan kassagítar eins
og algengt var á heimilum þar sem
partí voru haldin oft en kunni ekk-
ert að spila. Fyrir nokkrum árum
keypti ég saxófón en gafst upp á
honum vegna hávaðans sem aðrir
heimilismenn urðu að þola. Ég
skipti þá yfir í rafmagnsgítar því á
hann er auðvelt að plokka án þess
að hafa allt í sambandi,“ segir Pét-
ur. „Árið 1987 lést konan mín og
móðir strákanna og ég varð að
flnna mér eitthvað til að dreifa
huganum. Ég fór að mæta á æfmg-
arnar með strákunum úti í bílskúr
og spila með.“
Feðgarnir mótmæla því ekki að
þetta áfall hafi haft áhrif á blús
þeirra en vilja lítið um það ræða.
Bjúsinn er öðruvísi
í fyrstu spilaöi Pétur aðeins á git-
arinn og lét sönginn alveg eiga sig.
Guðmundur fer hamförum á gítarinn.
Smátt og smátt þreifaði hann sig {
áfram og endaði að lokum sem 1
blússöngvari. Blússöngur krefst 1
öðruvísi raddbeitingar en við eig- ]
um að venjast sem alin erum upp i
við annars konar sönglagastíl. i
„Við erum alin upp við hann 1
Tuma sem fór fætur sem er allt {
annað en blús. í fy rstu hélt ég varla
lagi en mér hefur farið fram með |
æfingunni,“ segir Pétur og af svip '
Guðmundar má ráða að þetta hafi
verið reyndin. „Það er erfitt að 1
syngja blús ef maður hefur enga ;
tilfmningu fyrir honum, nánast ;
ómögulegt."
I
Spila fyrir ánægjuna ;
Tregasveitin hefur haft nóg að í
gera í vetur og leikið á tónleikum
víða. Eftir að John Mayall kom
hingað í tónleikaferð snemma árs
1989 hefur blúsinn verið í stöðug-
um uppgangi. Munar þar mest um
vel sótta tónleika „Vina Dóra“ á
Hótel Borg. Guðmundur er fastur
gítarleikari með Vinunum og hefur
Tregasveitin komið fram með
þeim. En af hverju er blúsinn svona
vinsæll eins og raun ber vitni?
„Fólki finnst einfaldlega gaman á
blústónleikum. Við erum að spila
ánægjunnar vegna og það finna
áheyrendur," segir Guðmundur.
Guðmundur spilaði með John
Mayall og er haft fyrir satt að May-
all hafi spáð honum framtíð á þessu
sviði.
Jafnframt spilamennskunni
stundar hann nám í Fjölbrauta-
skólanum í Breiðholti á myndhst-
arbraut. Hann segist hafa áhuga á
myndlist en ekkert hafa hugsað um
hana með tilliti til framtíðarinnar.
Sem stendur á tónlistin hug hans
allan. „Það lifir enginn af þessari
tónlist hér á landi. Ég gæti vel
hugsað mér að fara til útlanda að
spila en hvað verður kemur í ljós.“
Pétur hefur unnið sem ráðgjafi hjá
SÁÁ síðastliðin þrjú ár. Á árum
áður stundaði hann almenna
verkamannavinnu í Reykjavík og
lét að sér kveða á Dagsbrúnarfund-
um. Hann starfaði einnig með ýms-
um þekktum samtökum á vinstri
vængnum.
Það hefur hins vegar lítið borið á
Pétri í pólitíkinni síðustu ár og
hefur hann að mestu hætt félags-
starfi. „Ég er þó enn við sama pólit-
íska heygarðshornið og hef ekki
breytt mínum skoðunum hvaö sem
öðrum félögum í vinstri hreyfmg-
unni kann að þykja nauðsynlegt.
Ég dró mig að mestu út úr öllu
starfl af persónulegum ástæðum en
ekki hugmyndafræðilegum."
Pólitíkin í blúsnum
En blúsinn á sér pólitískar rætur
í lífi svertingja í Bandaríkjunum.
Hann er tónlist svartra þræla sem
strituðu á ökrum hvítra landeig-
enda.
„Það getur enginn kynþáttahat-
ari skynjað blús vegna þess að sá
hinn sami hefur engan skilning á
lífinu," segir Pétur. „Ef efni text-
anna er skoðað má rekja feril
svarts vinnulýðs í Bandaríkjunum.
Elstu textarnir fjalla um vonina um
að komast heim til einhvers fyrir-
heitins lands. Síðan flytjast svartir
til borganna í atvinnuleit og þá
syngja þeir af trega um brostnar
vonir vegna borgarlífsins og löng-
un til að hverfa heim í sveit aftur.
Seinna skynjar maður örvæntingu
blússöngvarans sem er fæddur í
borginni eða flyst þangað sem
barn. Hann er innilokaður."
-JJ