Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1990, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1990, Blaðsíða 44
56 -3L. Smáauglýsingar - Sími 27022 M Ymislegt SMÍDADU KASSABÍL Fót- og/eða rafknúinn, settur saman úr venjulegum reiðhjólahlutum. Gaman að smíða og keyra. Fullkomnar smíða- teikningar og leiðbeiningar. Kr. 1.200. Uppl. í síma 91-623606 kl. 16-20. Send- um í póstkröfu. Geymið auglýsinguna. ■ Ukamsrækt W Squash - Racquetball. Opið í sumar mánudaga 16-21.30, þri/mið/fim 11.30-13 og 16-21.30. Fös. 16-20. ' -\Munið sumaratsl.kortin. Veggsport, Seljavegi 2, s. 19011 og 619011. Sumartilboð: „Ultra flex“, fullkomn- asti pressubekkur sem við höfum boð- ið upp á, með 100 punda (46 kg) lyft- ingasetti. Verð aðeins kr. 35.420 eða kr. 32.940 stgr. Sendum í faxkröfu. Hreysti hf., Skeifunni 19, 108 Rvík, s. 681717. / Bifhjólamenn \ hafa enga heimild til að aka hraðar en aðrir! FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR SÍÐUMÚLA 39, SÍMI 678500 Félagsráðgjafi óskast til starfa á hverfaskrifstofu fjölskyldudeildar. Til greina kemur að ráða starfsmann með aðra há- skólamenntun á skyldu sviði. Nánari upplýsingar gefur Erla Þórðardóttir í síma 678500. Umsóknum skal skila til Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar, Síðumúla 39, á umsóknareyðu- blöðum sem bar fást. Umsóknarfrestur er til 10. júní nk. v Útboð Styrking Djúpvegar 1990 Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofan- greint verk. Lengd vegarkafla 4,5 km, fyllingar 5.300 rúmmetrar og burðarlag 11.000 rúm- metrar. Verki skal lokið 1. ágúst 1990. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á ísafirði og I Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 28. maí 1990. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 mánudaginn 11. júní 1990. Vegamálastjóri. _____________________________________J Nauðungaruppboð annað og síðara á eftirtöldum eignum fer fram í skrifstofu embættisins, Auðbrekku 10, á neðangreindum tíma: Álfhólsvegur 92, þingl. eigandi Jóna Sigurjónsdóttir, miðvikudaginn 30. maí ’90 kl. 10.00. Uppboðsbeiðandi er Magnús Norðdahl hdl. Digranesvegur 8, 1. hæð, þingl. eig- ,,'mdi Þórir Hilmarsson, miðvikudag- inn 30. maí ’90 kl. 10.00. Uppboðs- beiðendur eru Sveinn H. Valdimars- son hrl., Ámi Einarsson hdl., Trygg- ingastofnun ríkisins, Reynir Karlsson hdl., Bjöm Ólafur Hallgrímsson hrl., Landsbanki íslands, Sigurmar Al- bertsson hrl., Veðdeild Landsbanka íslands. Þinghólsbraut 70, þingl. eigandi Ingi- mar Sveinbjömsson, miðvikudaginn 30. maí_’90 kl. 10.00. Uppboðsbeiðend- ur em íslandsbanki, Guðjón Ármann Jónsson hdl. og Ari ísberg hdl. Þverbrekka 2, 5. hæð t.h., þingl. eig- andi Róbert RÓbertsson, miðvikudag- inn 30. maí ’90 kl. 10.05, Uppboðs- beiðendur em Ólafiir Gústafsson hrl., Bjöm Ólafur Hallgrímsson hrl., Bæj- arsjóður Kópavogs, Guðjón Ármann Jónsson hdl., Jón Eiríksson hdl. og Jón Halldórsson hrl._________________ Bæjarfógetinn í Kópavogi LAUGARDAGUR 26. MAÍ 1990. Meiming__________pv Ljós í myrkri Þessi höfundur er eitt kunnasta Ijóðskáld Dana. Hann er liðlega sextugur og hefur sent frá sér nær fjörutíu ljóðabækur á jafnmörgum árum, stundum tvær árlega, stundum þijár. Auk þess liggja eftir hann þrettán bækur af ýmsu tagi, skáldsögur, smásögur, ritgerðir o.fl. Ljóð hans hafa verið þýdd á ítölsku, hebr- esku og ensku. Þessi ljóðabók einkennist mikið af löngum ljóðabálk- um, þar sem myndræn lýsing á einhverju hversdags- legu húsi í Kaupmannahöfn, eöa landslagi í sveit, vek- ur miklar endurminningar um árin upp úr seinni heimsstyijöld þegar höfundur var um tvltugt. En hér skal litið á ljóð af öðru tagi. í því eru sterkar andstæð- ur; annars vegar er borgarastyrjöldin í Beirút, hins vegar smekkleg dönsk vínstofa þar sem heyrast aðeins hljóðlátar raddir og glamur ísmola í glasi, þetta er ramminn, og sjónvarpið miðillinn. Það er sláandi að líkja því við Niagara, bæði vegna þess að sífellt fossar efni úr því og margt af því efni er, eins og allir vita, stórbrotnar náttúrumyndir. Auk þess er eins og skipti engu máli hvað er í sjónvarpinu, bara ef straumurinn er stöðugur. Þama skiptast á fótboltaleikur, náttúra- myndir og stríð, þetta virðist fullkomlega jafngilt, a.m.k. virðist öllu þessu tekið af ámóta tómlæti (kannski vegna þess af fótboltaleiknum er lokið). Er ekki tómlætið meginefni ljóðsins? Það eru sterkar andstæður milli stríðsógnanna annars vegar en hlut- lægrar kaldrar lýsingar þeirra hins vegar. Þegar mað- ur kastast upp í loftið þá er það kallað „ekki í íþrótta- anda“ - rétt eins og þetta væri fótbolti. Og líkunum á götunni er líkt við fataböggla. Svona kuldalegar verða lýsingarnar líklega enn áhrifameiri en ella myndi. Þegar kemur að mynd smástelpunnar gagnvart byssu- hlaupinu virðist ljóðið stefna beint í væmniskhsju, en það sneiðir hjá væmninni með því að skipta snögglega um, til lýsingar vínstofunnar. Eina vísbendingin um tilfinningar er í lokalínunni þar sem gestur sýnir svip- Bókmermtir örn Ólafsson brigði óafvitandi. Og sú lína er áhrifamikil vegna þess að lesendum er látið efiir að reikna út hvers konar viðbrögð við stríðsmyndinni það muni vera. Bar Billedet skifter í halvmorket fodboldkampen er forbi pá skærmen Nu er det ikke Niagara ud af væggen Som bartenderen adspredt beraver lyden men en arabisk by Lyset blafrer over idiotismens ruiner væltede elmaster de ens mure hullemes snigskyttemerke En bil eksploder er foran blá butiksskodder og op gennem taget slynges en person usportsligt foran en maskingeværrede Pá fortovet ligger menneskebylt erne En liile piges ansigt flimrer nær pá ud for besselob... Isstykkerne klirrer svagt i aperitif glasset under lind dæmpet snak I væggen med apparatet er anbragt dekorative rarmundinger der ind fatter spejle hvor man moder sig selv eller den der stár ved siden af og uafvidende raber sit ansigt Jergen Gustava Brandt Et Morkes partitur, 91 bls. Gyldendal 1990 Andlát Sverrir Guðmundsson frá Hólmavík, andaðist á sjúkrahúsi Siglufjarðar miðvikudaginn 23. maí. Hermann Gíslason, Skúlaskeiði 16, Hafnarfirði, lést á gjörgæsludeild Borgarspítalans að kvöldi 22. maí. Hólmfriður Jónsdóttir frá Skagnesi, Norðurbrún 1, er látin. Elín Ólafsdóttir, Akurgerði 35, and- aðist 23. maí í Landspítalanum. Ólafur Þorvaldsson, Hjarðarholti 5, Akranesi, varð bráðkvaddur að heimili sínu 23. maí. Páll Pálsson fyrrverandi leigubif- reiðastjóri, Iðufelli 6, Reykjavík, and- aðist í Borgarspítalanum miðviku- daginn 23. maí.____________ Guðsþjónustur Hafnarfjarðarkirkja Guðsþjónusta kl. 14. Aöalsafnaðarfundur í Álfafelli eftir guðsþjónustu. Gunnþór Ingason.___________ TiBcynningar Félag eldri borgara Opið hús í Goðheimum, Sigtúni 3, á morg- un sunnudag. Kl. 14 firjálst spil og tafl, kl. 20 dansað. Kvenfélag Óháða safnaðarins fer í vorferðalag nk. mánudag. Farið verður í heimsókn í Garðyrkjuskóla rík- isins, kafílveitingar á Hótel Örk. Lagt verður af stað frá safnaöarheimilinu Kirkjubæ kl. 19. Fjölskylduhandbók I skyndi- hjálp Komin er út hjá Bókaútgáfu Máls og menningar Fjölskylduhandbók í skyndi- hjálp. Bókin er samin af norskum lækn- um og upphaflega gefln út af Sandviks Bokforlag A/S Spesiallitteratur, en þýdd og staöfærð af Guðrúnu Svansdóttur líf- fræðingi og yfirfarin af íslensku hjúkr- unarfólki. I Fjölskylduhandbók í skyndi- hjálp er fjallaö um viðbrögö við helstu slysum, höfuðhöggum, beinbrotum, eitr- unum og bruna svo eitthvað sé nefnt en einnig um meðferð kals, augnáverka, hitakrampa , aðskotahluta í nefi, eyrum og maga o.s.frv. Bókin er harðspjaldabók sem ætluð er til að hengja upp. Kynning á gas- og eldskynjurum Þriðjudaginn 29. maí kynnir Öryggis- þjónustan Vari og bandaríska fyrirtækið Det-Tronics nýja gerð eldskynjara. Skynjarar þessir skynja innrauða og út- fjólubiáa geislun elds í tuga metra fjar- lægð. Skynjaramir eru sérstaklega ætl- aðir til notkvmar í efnaverksmiðjum, flugskýlum, olíubirgðastöðvum og við aðrar áhættusamar aðstæöur jafnt utan- húss sem innan. Eirrnig framleiðir Det- Tronics gas-skynjara. Sven Frejvall, fúll- trúi Det-Tronics á Noröurlöndum, kynnir skynjara þessa í húsakynnum Vara, Þór- oddsstöðum við Skógarhlíö. Verkleg sýn- ing fer fram að fundi loknum hjá slökkvi- liöi Reykjavíkurflugvallar. Kynning þessi er fyrst og fremst ætluð hönnuðum og ábyrgðarmönnum öryggismála í þeim stofnunum og fyrirtækjum sem fram- leiða, geyma eða nota eldfim efni og loft- tegundir. Aðgangur að kynningunni er takmarkaður og þurfa þeir sem áhuga hafa á að mæta að hringja í Vara og til- kynna um þátttöku sína. Fundir Tapað fundið ITC deildin Eik heldur fúnd mánudaginn 28. maí kl. 20 á veitingastaðnum Punktur og pasta, Amt- marmsstíg 1. Fundarstef: Hlátur er sú sól sem stuggar vetrinum burt af andUtum mannanna. AUir velkomnir. Upplýsingar gefur Hera í síma 19747. Skotta er týnd Hún er þríUt læða, svört, gul og hvit og hefur verið týnd í nokkra daga. Hún hef- ur ógreinilega eymamerkingu, R-3178. Ef einhver hefur séð hana eða veit hvar hún er niðurkomin þá vinsamlegast hringið í síma 28865. Fundarlaun. Fantasía frumsýnir „lmyndunarveikina“ Frantasía frumsýnir mánudaginn 28. mal nk. í Leikhúsi Frú Emilíu, Skeifunni 3c, gamanleikinn ímyndunarveikina eftir Moliére í leikstjóm Kára HaUdórs. Bún- ingahönnun og saumun var í höndum nema í fatahönnun í Iðnskólanum og hárkoUugerð í höndum nema í fjöltækni- deUd MyndUsta- og handíðaskóla íslands. Imyndunaryeikin er þriðja verkefni Fantasíu, en áður hafa þau sýnt frum- samin verk sin: Ég býð þér von og Vagna- dans sem þau fara með th Svlþjóðar í boði norrænnar leikhstahátiðar sem haldin verður í Vesterás í júni nk.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.