Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1990, Page 45
57
LAUGARDAGUR 26. MAÍ 1990.
Áfram klám
Ég þakka Ingibjörgu Hafstað
grein hennar í DV þ. 18. apríl. Það
er gott að fólk geti talast við þó það
sé ekki sammála.
Goðsagnir kvenna
um karlmenn
Ingibjörg meinar að ég „mis-
skilji" málstað „Kvenna gegn
klámi“ og að misskilningur minn
sé dæmigerður. En ég misskil svo
sem ekki eitt né neitt. Kjaminn í
rökleiðslu Ingibjargar er sá að
þjóðfélagið sé byggt upp af körlum
og fyrir þá. „Konur hafa aldrei í
þekktri sögu haft marktæk áhrif á
uppbyggingu þessa samfélags... “
Klámið sé ein birtingarmynd þess-
arar veiku stöðu kvenna og „ýti
undir þá kvenfyrirlitningu sem er
ríkjandi og virðist innbyggð í hug-
arfar okkar menningarsvæðis." Og
Ingibjörg telur greinilega þessar
staðhæfingar sínar vafalausar.
Væri það rétt að kvenfyrirlitning
eða kvennahatur sé ríkjandi hug-
arfar okkar menningarsvæðis hlyti
það aö stafa af því að yfirgnæfandi
meirihluti karla, hinn upp og ofan
vestræni karlmaður, fyrirliti kon-
ur. - Annars væri þetta hugarfar
ekki ríkjandi ástand heldur aðeins
einkenni á minnihlutahópum.
í framhaldi af því er einnig rétt
að álykta, eins og Ingibjörg gerir,
að klámið birti þetta almenna
kvenhatur, vitni um afstöðu hins
dæmigerða karlmanns til kvenna.
Og þá er aðeins eitt skref út í þá
kenningu aö kyntilfinningar karla
séu að öllu jöfnu á lægra plani en
kvenna.
Og Ingibjörg stígur einmitt það
skref: „Enn finnast unglingspiltar
og fullorðnir menn sem hæðast að
og fyrirlíta þær konur sem sofa hjá
þeim“. Það er svo sem lítil frétt.
Ein vinkona mín iðkaöi það drukk-
in að draga stráka upp í til sín en
rak þá svo burtu harðri hendi þeg-
ar þeir reyndu að láta það leiða til
dýpri og varanlegri kynna.
Það er nefnilega ein af hinum
nýju goðsögnum kvenna um karl-
menn að þeir fyrirlíti konur eitt-
hvað meira en þær fyrirlíta þá. -
Það kemur þá reyndar í ljós að
barátta „Kvenna gegn klámi" og
hliðstæðra öfgahópa í jafnréttis-
baráttunni er fyrst og fremst árás
á karlmenn sem hugsana-, tilfinn-
KjaHarinn
Sigurður Þór Guðjónsson
rithöfundur
inga- og kynverur! Svar Ingibjarg-
ar Hafstað sýnir það mætavel.
Frumhvatirnar og fantasían
Klámið birtir ekki kvenhatur
karlmanna yfirleitt. Það vitnar að-
eins um fantasíuheim klámiðnað-
arins sjálfs sem fer síst verr með
konur en karla. Ingibjörg telur að
pomóofbeldið sé ekki sambærilegt
við annað leikiö ofbeldi af því að
konur séu sýndar ósköp sælar með
sig. En karlmennirnir eru að henn-
ar sögn útmálaðar kynmaskínur
og sadistar. Mér er spum: Er það
meiri auðmýking fyrir konur að
vera sýndar sælar í niðurlægingu
sinni en karla að vera hæstánægðir
að valda slíkri niðurlægingu? Ég
segi fyrir mig að heldur vildi ég
vera fórnarlamb kynferðislegs of-
beldis en sá sem beitir því. Klámiö
niðurlægir því konur andskotann
ekkert meira en karla.
Það er sjálfsagt að leggja ýmsar
hömlur á klámið líkt og marga aöra
starfsemi en það er hreinasta vit-
leysa að banna það með öllu. Klám-
ið spilar á kynhvötina, ekki ósvipað
og ofbeldi og horror leikur á mann-
legar aggressjónir og hjátrú. Og
engan þarf að undra þó mikið hat-
ur, hrollur losti og „ógeð“ gægist
fram í hvers kyns fantasíu.
Þetta býr í mannskepnunni og
knýr lífið áfram, alla vega um-
breytt að vísu. Og það er einkenni
á glímu mannsins við frumhvatir
sínar í öryggisleysi og vanmætti
lífsins að afskræma þær oft og tíð-
um og magna þær upp úr öllu valdi
í huganum. Fara fram á ystu nöf í
fantasíunni: Morð, nauðganir, kyn-
órar, draugar, djöflar, heimsendir!
Þannig losum við okkur við gífur-
lega spennu.
Þetta er auðvitað ekki hættulaus
leikur en þó miklu skárri en þrýsta
vilhdýrinu lengst niður í sálardjúp-
in. Þar þrífst það einmitt best og
veldur mestum usla.
Ingibjörg fullyrðir að klám sé oft
og tíðum eina fræðslan sem strákar
fái um kynlíf. Af hveiju sinna for-
eldrarnir ekki bömum sínum og
kenna þeim um lífið? Barni sem
elst upp viö ástúð og umhyggju er
hvorki fyrr né síðar hætta búin af
klámi. Og þó rannsóknir reki
tengsl milli kláms og ofbeldisverka
eru þau yfirborösleg; ákvarða
kannski tímann, aöferðina, og því
um líkt.
En raunveruleg ástæöa er þver-
brestur í sálarlífinu vegna vonds
uppeldis og slæmra lífskjara. Málin
eru talsvert flóknari en „Konur
gegn klámi" vilja vera láta.
Skilningur og skilningsleysi
í lok greinar sinnar vill Ingibjörg
Hafstað „benda á þá sorlegu stað-
reynd að margir karlmenn virðast
hvorki skynja né skilja þá veiku
stöðu sem konur búa við og aö bar-
áttan gegn klámi og kynferðislegu
ofbeldi er mikilvægur hlekkur í
,,Mér er spurn: Er það meiri auðmýk-
ing fyrir konur að vera sýndar sælar í
niðurlægingu sinni en karla að vera
hæstánægðir að valda slíkri niðurlæg-
ingu?“
„Klámið birtir ekki kvenhatur karlmanna yfirleitt. Það vitnar aðeins um
fantasiuheim klámiðnaðarins sjálfs sem fer síst verr meö konur en
karla“, segir greinarhöfundur m.a. i grein sinni.
baráttu kvenna fyrir því að geta
lifaö meö reisn og sjálfsvirðingu í
þessu samfélagi".
Það er alveg ómögulegt að skilja
þessi orð öðruvísi en svo að ég sé
nokkuð „dæmigerður" fulltrúi
þeirra karllegu lífsgilda sem eiga
engan skilning né skynjun á stöðu
þeirra sem veikari eru og traöka á
reisn og sjálfvirðingu þeirra.
Ég býst við að þessi lýsing komi
þeim spánskt fyrir sjónir sem fylgst
hafa með skrifum mínum síðustu
árin. Ég hef í fjölda greina tekið
málstaö geðsjúklinga, fanga, geð-
veikra fanga, dópista, fórnarlamba
sifjaspella - og kvenna sem orðið
hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi -
af þvílíkum krafti og einurð að
dæmalaust er í seinni tíð.
Og ég hef ráðist af hörku á stjóm-
völd og embættismenn sem fótum-
troða rétt og mannvirðingu þessa
fólks, sem nær engir láta sig neinu
skipta, hvorki karlar né konur,
allra síst „Konur gegn klámi“. Þá
hef ég opinberlega lýst aðdáun
minni á sjálfshjálparhópum
kvenna þó ég gagnrýni sumt í mál-
flutningi þeirra. Og ég er sá eini
er dró viðeigandi ályktanir af ein-
hverju versta dæmi um kvenfyrir- ■
litningu á seinni árum: Þegar van-
ræksla á fæðingardeild kostaði ör-
kuml og dauöa vöggubarna. Hvar
voru þá konur? Hvar var Kvenna-
listinn? Já, og hvar faldi sig
Kvennahstinn á Akureyri, er
hneyklast mjög í Þjóðviljanum 24.
apríl á þeim sem ekki falla í stafi
yfir „Konum gegn klámi“? Æ,æ!
Litlu sætu stelpurnar eru bara svo
skítlogandi hræddar við stóm ljótu
læknana.
Sannlega segi ég yöur. Hinir síð-
ustu munu verða fyrstir og hinir
fyrstu munu verða síðastir.
Sigurður Þór Guðjónsson
Fréttatilkynning
í íjárlögum 1990 eru veittar 20.820.000
kr. til starfslauna listamanna. Vegna
breyttra tjárlagsforsendna Qárlaga
lækkaði þessi fjárhæð og verða því
20.403.600 kr. til ráðstöfunar á þessu
ári. Alls bárust 218 umsóknir um staifs-
laun.
Alls hlutu 59 Ustamenn starfslaun að
þessu sinni, þar af 4 til 12 mánaða, 5 til
9 mánaða, 15 til 6 mánaða og 35 til 3
mánaða.
12 mánaða starfslaun
Hulda Hákon, myndbstarmaður.
Jóhanna Kristín Ingvadóttir,
myndUstarmaðin'.
Leifur Þórarinsson, tónskáld.
Sigrún Eðvaldsdóttir,
tónlistarmaður.
9 mánaða starfslaun
Elías B. HaUdórsson,
myndUstarmaður.
Jón Óskar, myndlistarmaður.
John Speight, tónskáld.
Magnús Kjartansson,
myndUstarmaður.
Þorsteinn Gauti Sigurðsson,
tónUstarmaður.
6 mánaða starfslaun
Björg Þorsteinsdóttir,
myndhstarmaður.
Björgvin S. Haraldsson,
myndUstarmaður.
Guðni Franzon, tónUstarmaður.
Gunnar Öm Gunnarsson,
myndlistarmaður.
Gunnar Reynir Sveinsson, tónskáld.
Eggert Pétursson, myndUstarmaður.
Helgi Þorgils Friðjónsson,
myndUstarmaður.
Jónas Ingimundarson,
tónUstarmaðm1.
Kolbeinn Bjamason, tónUstarmaöur.
Magnús Tómasson,
myndUstarmaður.
Ragnheiður Jónsdóttir,
myndUstarmaður.
Sigurður Rúnar Jónsson,
tónUstarmaður.
Sigurður Örlygsson,
myndUstarmaður.
Sigurjón Jóhannsson,
myndUstarmaður.
Sverrir Ólafsson, myndlistarmaður.
3 mánaða starfslaun
Anna Th. Rögnvaldsdóttir,
kvikmyndagerðarmaður.
Ásgeir Jakobsson, rithöfundur.
Borghildur Óskarsdóttir,
myndUstarmaður.
Bryndis HaUa Gylfadóttir,
tónUstarmaður.
BrynhUdur Þorgeirsdóttir,
myndUstarmaður.
Eyjólfur Einarsson,
myndUstarmaður.
Georg Guðni, myndUstarmaður.
Gunnar Dal, rithöfundur.
Gunnlaugur St. Gíslason,
myndlistarmaður.
Hafliði Amgrimsson,
leikhstarfræðingur.
HaUgrímur Helgason, tónskáld.
Hlíf Svavarsdóttir,
listdanshöfundur.
Hróðmar Ingi Sigurbjömsson,
tónskáld.
Ingimar Erlendur Sigurðsson,
rithöfundur.
Jón Hlöðver Ásgeirsson, tónskáld.
Kolbrún BjörgóUsdóttir,
myndlistarmaður.
Kristján Steingrímur Jónsson,
myndlistarmaður.
Kristyna Blasiak Cortes,
tónUstarmaður.
Lára Rafnsdóttir, tónUstarmaður.
María EUingsen, leUtari.
Nanna Ólafsdóttir,
Ustdanshöfundur.
Óskar Ingólfsson, tónlistarmaður.
Pétur Jónasson, tónlistarmaður.
Snorri Sigfús Birgisson, tónskáld.
Stefán S. Stefánsson,
tónlistarmaður.
Steinunn Jóhannesdóttir,
rithöfundur.
Sveinn Björnsson,
myndlistarmaður.
Tómas Einarsson, tónUstarmaður.
Tryggvi Emilsson, rithöfimdur.
Viðar Gunnarsson, ópemsöngvari.
Vignir Jóhannsson,
myndlistarmaður.
Þór Vigfússon, myndlistarmaður.
Þórarinn Óskar Þórarinsson,
Ijósmyndari.
Þorbjörg Höskuldsdóttir,
myndlistarmaður.
Þómnn Sigurðardóttir,
leikari og leikskáld.
í úthlutunarnefnd áttu sæti: Brynja
Benediktsdóttir, sr. BoUi Gústafsson og
Þómnn J. Hafstein.
Menntamálaráðuneytið
5. mai 1990.
pv_______________________ Kvikmyndir
Johnny Clegg & Savuka - Cruel Crazy Beautiful World
Rokk með
hlutverk
Rokktónlist og reyndar öll sungin tónhst er í sjálfu sér kjörið verkfæri
til að koma ýmsum boðskap á framfæri einsog hver önnur listgrein. Þessu
hafa margir popparar gert sér grein fyrir í gegnum tíðina en stærstur
hluti popptónhstarmanna hefur þó látið þetta tækifæri sér úr greipum
ganga og sungið innihaldslausa texta um ekki neitt.
Þetta innihaldsleysi er einkennandi fyrir stærstan hluta af léttri dægur-
tónhst samtímans og engu líkara en þeir sem að henni standa séu hug-
sjónalaust fólk upp til hópa.
Ýmsar undantekningar eru á þessu sem betur fer og þar á meöal má
nefna afríska rokktónhst sem nýtur sívaxandi vinsælda og virðingar á
Vesturlöndum. Og langflestir þeirra afrísku tónlistarmanna, sem látið
hafa að sér kveða á Vsturlöndum, gera sér fullkomlega grein fyrir þeim
áhrifum sem þeir geta haft á fólk og skoðanir þess í gegnum tónlistina.
Þessir tónhstarmenn geta stoltir þakkað sér að einhverju leyti fyrir það
að Nelson Mandela var leystur úr haldi og að ástandið í Suður-Afríku
er lýðum ljóst.
Einn þessara manna er Suður-Afríkubúinn Johnny Clegg en hann hef-
ur ásamt hljómsveit sinni, Savuka, náð mikilli hylh um heim ahan. Og
Johnny Clegg hefur einsog svo margir aðrir afrískir tónhstarmenn ekki
bara komið sínum boðskap á framfæri í gegnum tónlistina heldur líka
þeim tónlistararfi sem Afríka geymir. Þannig hefur þeim tekist að búa
til sérstaka blöndu af afrískri tónhst og vestrænu poppi og rokki.
í tilfelh Johnny Clegg og félaga er þetta framúrskarandi tórúist, lifandi
og innihaldsrík og síðast en ekki síst full af boöskap og vangaveltum um
lífið og tilveruna.
-SÞSr