Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1990, Síða 46
58 '
LAUGARDAGUR 26. MAÍ 1990.
Kvikmyndir
\
Tom Berenger leikur prestinn Michael í Síðasta játningin.
Tsíóborgin - Síðasta játningin ★
Gengið á guðs vegum
Faðir Michael er kaþólskur prestur sem á til hátt-
settra mafíósa að telja. Hann hefur kosið að feta hinn
mjóa veg kristindóms, heiðarleika og skírlífls í staö
þess að sitja að kjötkötlum mafíunnar og njóta þar
heimsins lystisemda. Þetta fellur föður hans ákaflega
þungt eins og gefur að skilja. Eini arftakinn er dóttir-
in sem er kaldrifjað morðkvendi en getur ekki vegna
kyns síns tekið við veldissprota föðurins Séra Mikjáll
lendir í mikilli sálarkreppu þegar ung stúlka leitar til
hans í nauðum. Sú er á flótta undan systur hans sem
afskaffaði eiginmann sinn vegna framhjáhalds með
téðum kvenmanni. Hjálparvana konan er eðlilega afar
fögur og lostafull og séra Mikjáll, sem að sjálfsögðu
hjálpar henni, verður mjög að stilla sig til að bíta ekki
í það freistinganna epli sem óspart er veifað við nefið
á honum.
Hann bregður á það ráð að koma stúlkunni undan
til Mexíkó til þess að freista þess að bjarga henni frá
blóðþyrstum sporhundum maflunnar sem hafa einsett
sér að koma henni fyrir ætternisstapa.
Skemmst er frá því að segja að þetta er afar vont
bíó. Maður stendur sjálfan sig að því að líta geispandi
á klukkuna og bíða með óþreyju eftir hléi. Hér vaða
klisjurnar uppi og þess virðist vandlega gætt að sem
flestar senur komi bíógestum kunnuglega fyrir sjónir.
Allt hefur það verið gert áður, aðeins mun betur. Hand-
ritið er rýrt í roði og tekur óvæntar dýfur án nægi-
legra útskýringa eða undirbúnings.
Eina ljósglætan í myrkrinu er leikur Tom Berengers
í hlutverki Mikjáls. Berenger er góður leikari þegar
honum tekst vel upp og hann reynir þama eftir megni
að standa sig í vondri rullu. Aðrir leika af litlum
mætti eða alls ekki. Nefna má á tíðum fallega mynda-
töku sem dugir þó engan veginn til þess að halda at-
hygli áhorfenda.
Last Rites - amerísk
Leikstjórn og handrit: Donald P. Bellisario.
Aóalhlutverk: Tom Berenger, Daphne Zuniga og Chick Venn-
era.
Páll Ásgeir Ásgeirsson
Akureyrarblað
Miðvikudaginn 13. júní nk. mun Akureyrarblað fylqja
DV í tíunda sinn.
Efni Akureyrarblaðs DV verður fjölbreytt að vanda og ,,púls-
inn" tekinn á mannlífinu í bænum. Fjölmörg viðtöl verða í
blaðinu, m.a. við Sigurð Thorarensen, framkvæmdastjóra
Sjallans, skíðakappana tlauk Jóhannsson og Tómas Leifs-
son og rætt verður við nýja menn í bæjarstjórn Akureyrar.
Earið verðúr í heimsókn á vinnustaði og rætt við fólk á föm-
um vegi, svo eitthvað sé nefnt af efni blaðsins.
Þeir auglýsendur, sem hafa áhuga á að auglýsa í þessu
aukablaði, vinsamlega hafi samband við auglýsingadeild
DV hið fyrsta í síma 27022.
Athugið að skilafrestur auglýsinga er fyrir
fimmtudaginn 7.júní.
auglýsíngar
Þverholti 11, simi 27022
Afmæli
Anna Jakobsdóttir
Anna Ólafía Jóna Jakobsdóttir
húsmóðir, Norðurbraut 25, Hafnar-
flrði, verður áttræð á morgun.
Anna fæddist að Bjarnastöðum á
Álftanesi og ólst upp á Álftanesi til
sjö ára aldurs en flutti þá til Hafnar-
fjarðar þar sem hún býr enn. Hún
vann á mölinni í fjölda ára við salt-
flsk- og skreiðarverkun og síðan í
mörg ár í Snorrabakaríi í Hafnar-
firði.
Anna giftist 31.10.1931 Engiljóni
Sigurjónssyni, f. 19.5.1905, d. 26.6.
1972, rafvirkja og loftskeytamanni,
en hann var sonur Sigurjóns Sig-
urðssonar frá Vigdísarvöllum í
Krýsuvíkursókn og EngHráð Kristj-
ánsdóttur frá Þorbjarnarstöðum í
Hraunum. Sigurjón og Engilráð
bjuggu í Tjarnarkoti í Hafnarfirði
1898-1904 en það ár byggði Sigurjón
Eyrarhraunsbæinn í Hafnarflrði
sem enn stendur.
Dóttir Önnu og Engiljóns er Krist-
ín EngUjónsdóttir, húsmóðir í
Florida í Bandaríkjunum, en hún á
þrjú uppkomin börn með seinni
mannisínum.
Alsystir Önnu er Rósa Jakobs-
Anna Ólafía Jóna Jakobsdóttir.
dóttir. Hálfsystur hennar eru Unn-
ur, Hulda, Día og Lillý en þær syst-
urnar eru allar á lífi.
Foreldrar Önnu voru Níels Jakob
Sigbjörnsson frá Vík í Fáskrúösfirði
og Ingibjörg Einarsdóttir húsmóðir
en þau áttu lengst af heima að
Bessastöðum á Álftanesi.
hamingju
afmælið 26. maí
85 ára
Helga Pétursdóttir,
Lerkilundi 1, Akureyri.
Svava Kristjánsdóttir,
Ránargötu 4, Akureyri.
Bergþóra Guðmundsdóttir,
Hringbraut 50, Reykjavík.
Guðrún Þorsteinsdóttir,
UppsÖlum, Hálsahreppi.
Hólmfríður Magnúsdóttir,
Goðabraut 11, Dalvík.
Kristbjörg Jóhannesdóttir,
Vífilsgötu 20, Reykjavlk.
Ásta Helgadóttir,
Hvítanesi, Vestur-Landeyjahreppi.
Anna Jónsdóttir,
Þórufelli8, Reykjavík.
Hún tekur á móti gestum að heimil-
idóttur sinnar að Frostafold 20 á
afmælisdaginn klukkan 15-18:00.
60 ára
Elfrið Pálsdóttir.
Dalatanga, Mjóaflarðarhreppi.
Valdimar Örn Jónsson,
Efstahrauni 17, Grindavík.
Vilberg Vilbergsson,
Hafnarstræti 11, ísafiröi.
Jón Þorvaldsson,
Nónvörðu 10B, Keflavík.
Hann veröur að heiman á afmælis-
daginn.
Árni Árnason,
Víkurbraut 9B, Miðneshreppi.
Helga Tryggvadóttir,
Bólstaðarhlíð 66, Reykjavik.
50 ára
Svava Jóhannsdóttir,
Móabarði 35, Hafnarfirði.
Ragnhildur Sigfúsdóttir,
Einarsstöðum, Glæsibæjarhreppi.
Gisli Örn Gunnarsson,
Hafnarbraut 18, Höfn í Hornaflrði.
Margrét Rögnvaldsdóttir,
Kringlumýri 16, Akureyri.
Jóhanna Björnsdóttir,
Mýrarbraut 10, Blönduósi.
40 ára
Lovisa Matthíasdóttir,
Helgalandi 4, MosfeUsbæ.
Nanna Kristin Christiansen,
Sörlaskjóli 15, Reykjavík.
Valdimar Hreiðarsson,
Neskinnl, Stykkishólmi.
Loftur Guðjónsson,
Ásbjarnarstöðum I, Kírkju-
hvammshreppi.
Baldur Sigþórsson,
SunnuhvoH, Hrísey.
Úti á vegum
verða flest slys
^ í lausamöl \J&
beygjum
sr-.r—— N'
w við ræsi
og brýr
♦ við blindhæðir
YFIRLEITT VEGNA 0F MIKILS HRAÐA!