Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1990, Page 2
2
ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 1990.
Fréttir
Geðveikur fangi hafður í Síðumúlafangelsi:
Þjóðarósómi sem
gengur ekki lengur
- segir séra Ölafur Jens Sigurðsson fangaprestur
„Ég hélt að ekki væri hægt að
gera slíkt á íslandi árið 1990. Mað-
urinn er haldinn formlegri geð-
veiki. Fangelsi er ekki staður fyrir
mann eins og hann og allra síst
Síðumúlafangelsið. Ég vildi fá að
sjá framan í þann mann sem getur
mælt þessu bót,“ sagði Ólafur Jens
Sigurðsson fangaprestur.
I Síðumúlafangelsinu er nú vist-
aður geðsjúkur afbrotamaður.
Hann var sendur á geðdeild
Landspítalans í þeirri von að hann
fengi vist á Kleppsspítala. Svo varð
ekki. Til þess var gripið aö loka
hann inni í Síðumúlafangelsi sem
er einangrunarfangelsi.
„Það var farið með hann á geð-
deild Landspítalans í þeirri von að
hann fengi vistun á Kleppi. Því var
alfarið synjað. Ég skil þetta ekki.
Fangelsis- og dómsyfirvöld ráða
ekki við þetta vandamál. Vandinn
er sá að geðsjúkum mönnum á Is-
landi er neitað um læknishjálp.
Þetta er þjóöarósómi og þetta geng-
ur ekki lengur. Það er hægt að leita
hjálpar við öllum öðrum meinum
og enginn amast við. Ef um geð-
sjúkdóma er að ræða er dyrum
bara skellt. Þetta er búið að vera
vandamál lengi. Nú sýnist mér ætla
að keyra alveg um þverbak.“
Alvarlega sjúkur
„Maðurinn er sakhæfur afplán-
unarfangi og er haldinn formlegri
geðveiki. Það er viðurkennt. Hann
er alvarlega sjúkur og því er auð-
velt fyrir geðheilbrigðiskerfið að
segja að þaö eigi ekki að gæta dóm-
felldra manna og það er það sem
gert er.“
- Er þetta dæmi með því versta
sem þú hefur orðið vitni að?
„Hann sætir ekki slæmri með-
ferð. Fangaverðir, sem gæta
mannsins, gera allt sem þeir geta
til að honum líði sem best. Það er
ekki á honum niðst eða illa með
hann farið á neinn máta. Hitt er
augljóst mál að einangrunarklefi í
Síðumúla er ekki réttur staður fyr-
ir geðsjúkan mann. Þessi staður er
ekki sá rétti, hefur aldrei verið það
og verður það aldrei."
Kannski hættulegur
„Á Kleppsspítala eru málin leyst
með því að setja aukavaktir yfir
mönnum. Þegar aö dómfelldum
mönnum kemur stendur þeim
þessi læknisþjónusta ekki til boða.
Samt ber öllum landsmönnum
samkvæmt heilbrigðisreglum að fá
læknisþjónustu. Þessi ákveðni
maður tapar veruleikaskyni og lifir
í eigin heimi. Því er hann kannski
hættulegur. Ég segi kannski. Hann
er ekki hættulegri en menn sem
dvelja á sjúkrahúsum og eins menn
sem ganga jafnvél lausir og fara í
svpna ástand.“
Ólafur Jens sagði að dómskerfið
hefði ekki brugðist skyldum sínum
og raunverulega hefði það teygt sig
lengra en því ber að gera. Hann
benti á að maðurinn, sem framdi
voðaverk í Þverholti fyrir nokkr-
um árum, hefði ekki fengið neina
læknishjálp.
Brúðuhús sem vill ekki
erfiða sjúklinga
„Geðheilbrigðiskerfið virðist
vera þvílíkt brúðuhús að það vill
ekki erfiða sjúklinga. Þetta er ekki
bara umhugsunarefni fyrir þá sem
nálægt fóngum starfa. Þetta er til
umhugsunar fyrir alla þjóðina.
Geðheilbrigðiskerfiö er að komast
á það stig að það hafnar erfiðum
sjúklingum. I hvað stefnir þá? Ég
og þú getum orðið vitlausir á morg-
un. Ef við verðum alvarlega veikir
þá pössum við ekki inn í þessa
brúðuhúsamynd. Guðmundur
Bjarnason heilbrigðisráðherra hef-
ur gert allt til að finna hugsanlega
lausn á þessu máli. Þeir hjá ráðu-
neytinu hafa eytt mikilli vinnu í
þetta mál. Það er einhver flösku-
háls þar sem allt stoppar."
- Hver er hann?
„Ég þarf ekki að segia þér það. í
mínum huga er þetta stóralvarlegt
mál. Landlæknir er búinn að reyna
mikið - allt án árangurs. Geðheil-
brigðiskerfið stendur ekki við
skyldur sínar. Þó að vilji æðstu
yfirvalda sé góður þá virðast þeir
ekki ráða við kerfið," sagði Ólafur
Jens Sigurðsson.
-sme
yg'4 i m * «
Bessastaðastofa er að koma í Ijós eftir nær algera endurbyggingu sem staðið hefur yfir um nokkurra mánaða skeið.
DV-mynd GVA
Steingrímur Njálsson:
Dæmdur í fangelsi
og öryggisgæslu
- í Sakadómi Reykjavikur
Sakadómur Reykjavíkur hefur
dæmt Steingrím Njálsson, marg-
dæmdan kynferðisafbrotamann, í
átján mánaða fangelsi og til að
sæta sérstakri gæslu eftir að hann
hefur lokið afplánun refsingarinn-
ar. Gæsluvarðhald kemur til frá-
dráttar fangelsisvistinni. Stein-
grímur hefur rétt á aö ákvörðun
um öryggisgæslu verði endurskoð-
uð af dómstólum að sex mánuðum
liðnum.
Steingrímur er dæmdur fyrir aö
hafa í febrúar í vetur hænt heim
til sín ungan dreng og fært hann
úr ytri buxum. Dómarinn segir að
framburður drengsins, um leynd-
armál og þögn, veki grunsemdir
um annarlegan tilgang Steingríms.
Steingrímur bar því við að hann
hefði fært drenginn heim til sín til
að þurrka buxur hans. Vitni tóku
ekki eftir að buxumar væru sérs-
taklega blautar. Þá segir dómarinn
að Steingrími hlyti að vera ljóst að
slík afskipti hans af ungum drengj-
um hlytu að kalla á viðbrögð hins
almenna borgara og lögreglu.
„Með hliðsjón af óvenjulegum
sakaferli ákærða þykir refsing
hans hæfilega ákveðin fangelsi í 18
mánaði," segir í dóminum.
Ríkissaksóknari krafðist þess að
Steingrími yrði gert að vera í ör-
yggisgæslu að lokinni afplánun.
„Þegar litið er til brotaferils
ákærða og þess að ákærði hefur
framið kynferðisafbrot gagnvart
samtals fjórtán ungum drengjum,
verður framangreind krafa ákæru-
valdsins tekin til greina," segir í
dóminum.
Hjörtur 0. Aðalsteinsson saka-
dómari kvað upp dóminn.
-sme
Bandalag háskólamanna:
Halldór boðar
þá til fundar
Halldór Ásgrímsson, starfandi for-
sætisráðherra, hefur boðað fulltrúa
BHMR til fundar við sig í Stjórnar-
ráðinu í dag. Um næstu mánaðamót
á umsamin leiðrétting BHMR, sem
náðist í síðustu kjarasamningum, að
taka gildi.
Gert er ráð fyrir því að farið verði
fram á það við fulltrúa BHMR að leið-
réttingunni verði frestað. Birgir
Björn Sigurjónsson, hagfræðingur
BHMR, sagðist eiga bágt með að trúa
því að slíkt væri unnt. Hann sagði
að í samningnum væri hins vegar
gert ráð fyrir umræðum um fram-
kvæmd hans og menn myndu því
skoða tillögur forsætisráðherra.
-SMJ
Dansarar frá San Francisco bal-
lettinum verða með sína fjóröu
sýningu í Borgarleikhúsinu kl.
20.30 í kvöld. I-Ielgi Tómasson er
listdansstjóri og 2 af 4 verkum sýn-
ingarinnar eru samin af honum. ;
Sinfóníuhljómsveit íslands verð-
ur meö hljómleika í Háskólabíói
kl. 20.30 í kvöld. Stjórnandi veröur
Gunther Schuller og einleikari er
Sovétmaðurinn Leodíd Tsjísjík. Á
tónleikunum verður eingöngu leik-
in bandarísk tónlist.
I Salonisti kvintettinn frá Sviss
spílar í síöasta skipti í kvöld kl.
21.00. Tónleikarnir verða í Sigur-
jónssafni.
Klukkan 1717 koma fram í Aust-
urstræti Dansskóli Jóns Péturs og
kvæöamannafélagið Iðunn. A
Hressó hefst dagskrá kl. 21. Þar
koma fram Big band tónlistarskóli
Seltjamarness, Njáll Sigurðsson og
Diddi fiðla með þjóðlega tónlist,
Friðrik Guðni Þórleifsson á lang-
spil, frönsk hreyfilistakona, Kristín
Quoiraud, Bergur_ Þórðarson
trúbador og Bragi Ólafsson. Vil-
borg Dagbjartsdóttir lesa upp ljóð.
-pj
Námsmenn:
Engin aðstoð
frá ríkinii
Beiðni námsmanna um aukafjár-
veitingu til atvinnuátaks hlaut ekki
hljómgmnn á ríkisstjómarfundi í
gær. Ráðamenn bera þvi við að ekki
sé til fjármagn til slíkra hluta.
Atvhmulausir unglingar og náms-
menn skipta þúsundum um allt land
en verst er ástandið á höfuðborgar-
svæðinu.
Ekki er þó öll nótt úti enn því hugs-
anlegt er að einhver ríkisfyrirtækj-
anna taki námsmenn upp á sína
arma og leysi úr brýnasta vanda
þeirra.
-GRS