Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1990, Page 4
4
ÞRIÐJUDAGUR 12-. JÚNÍ 1990.
Fréttir
Rannsóknir á sviði arfgengra heilablæðinga:
Nýjar greiningarað-
ferðir uppgötvaðar
Nokkrar nýjungar hafa komiö
fram á sjónarsviðið í rannsóknum á
arfgengri heilablæðingu eftir ára-
tuga rannsóknir.
„Það er einkum tvennt sem komið
hefur fram á síðustu árum“ sagði
Eiríkur Benedikz líffræðingur en
hann er einn af þeim sem að rann-
sóknunum standa. „í fyrstu má
nefna greiningaraðferðir sem fram-
kvæma má með athugun á blóðsýn-
um og hefur Ástríöur Pálsdóttir stað-
ið að baki þeim rannsóknum. Einnig
er mögulegt að greina sjúkdóminn á
fósturstigi. í öðru lagi er greining á
húðsýnum ný aðferð sem nú er fram-
kvæmanleg og er hún nokkuð fljót-
legri. Viðhorfsbreyting hefur orðið
til sjúkdómsins rannsóknarlega séð
þar sem komist hefur verið að því
að hann er bundinn við fleiri líffæri
en áður var talið og beinast því rann-
sóknir nú að líkámanum í hefld sinni
en ekki að eingöngu hefla og mænu
eins og áður var.“
Það eru þeir Gunnar Guðmunds-
son, Hannes Blöndal og Eiríkur
Benedikz sem einkum hafa staðið að
þessum rannsóknum. Mikið og náið
samstarf hefur einnig verið við And-
ers-hópinn í Lundi.
Sú tegund arfgengrar heilablæð-
ingar, sem hér er rannsökuð, er stað-
bundin og finnst eingöngu hérlendis.
Sjúkdómurinn hefur þó sameigin-
lega snertifleti við aðrar tegundir
heflablæðinga. Heilablæðingin geng-
ur í erfðir og er að finna innan átta
íslenskra ætta. Dauösfóll eru einkum
áberandi meðal yngra fólks og er
meðalaldur þeirra sem látist hafa
u.þ.b. 33 ár. Dæmi eru þó um það að
einstaklingar hafa greinst með sjúk-
dóminn og náð háum aldri. Sjúk-
dómurinn leggst jafnt á bæði kynin.
Frumorsök arfgengrar heilablæð-
ingar er að efni í líkamanum, sem
er kallað Cystatin, er gallað og feflur
út í vefi og leggst á æðaveggina með
þeim afleiðingum að þeir rofna. í
fyrstu var talið að útfellingin tengd-
ist eingöngu miðtaugakerfi (heila og
mænu) en nýjar uppgötvanir sýna
að svo er ekki. Sjúkdómseinkenni
geta gert vart við sig áður en blæðing
á sér stað og geta verið í formi svæ-
sinna höfuðverkjakasta. Blæðingin
orsakar meðal annars lömun og
skyntruflanir.
„Rannsóknir eru í fullum gangi,“
sagði Hannes „og okkur miðar vel
áfram.“ Athuganir beinast einkum
að því að reyna að kortleggja hvar
útfellingar verða og hvaða breyting-
um sjúkdómurinn tekur. „Við þekkj-
um efnið en vitum ekki af hveiju það
fellur út,“ sagði Eiríkur „við erum
að leita að ástæðu fyrir því.“ Lang-
tímamarkmiðið er að skflja hvemig
sjúkdómurinn á sér stað og koma í
veg fyrir hann en lækning er ekki tfl
við honum.
Rannsóknir hafa nú staðið yfir í 30
ár og liggja fyrir upplýsingar um eitt-
hvað í kringum 130 tilfelli. Aöstoð
ættingja og sjúklinga hefur verið
ómetanleg og hefur skipt hvað mestu
máli í þeim árangri sem náðst hefur
til þessa.
-tlt
Eins og kunnugt er ráðgera
meðlimir í Sieipni, félagi hóp- ■
ferða- og langferðabílstjóra, að
fara í verkfall á miðnætti á morg-
un ef ekki semst fyrir þann tíma.
Á rútudeginum, sem haldinn var
sl. laugardag, dreiföu félagar í
Sleipni blöðummeð upplýsingum
um kaup þeirra og kjör, Fengu
þeir til verksins unglinga sem
gengu um meðal sýningargesta.
Ekki var Gunnar Sveinsson,
framkvæmdastjóri BSÍ, hriflnn
af uppákomunni og rak ungling-
ana á dyr.
„Mér hefði þótt sjálfsögð kurt-
eisi að biðja umleyfi og hefði tek-
ið það til athugunar ef Sleipnis-
menn hefðu farið fram á slíkt,“
sagöi Gunnar. „Ég bauð honum
tfl viðræöna en hann hafði ekki
samband,“ sagði hann ennfrem-
ur. Magnús vildi ekki kannast við
slíkt boð en sagöi aö Gunnar heíöi
sagt unglingunum að ef dreifi-
bréfin væru frá formanni gæti
hann haft samband viö sig. Að-
spurður sagði Magnús aö sér „liði
bara vel“ og allur taugatitringur
væri víösfjarri. -tlt
Gránges fyrirtækiö yfirtekiö?
Hefur ekki áhrif
á álviðræðurnar
Nýlega birtist frétt í Sænska dag-
blaðinu þar sem gefið er í skyn að
verið sé að selja sænska álfyrirtæk-
ið Gránges. Gránges á meðal ann-
ars hlut að Atlantsáli sem hyggur
á stofnun nýs álvers hér á landi.
Gránges er í eigu Electrolux fyr-
irtækisins og samkvæmt fréttum
munu yfirmenn beggja fyrirtækj-
anna hafa neitað þessum fregnum.
Ef hins vegar rétt væri væri hér
um stórfrétt að ræða en fyrirtækið,
sem nefnt var í sambandi við yfir-
tökuna á Gránges, var stærsta ál-
fyrirtæki heims, Alcoa í Bandaríkj-
unum. í fyrra mun Alcoa hafa
framleitt hátt í 2,5 milljónir tonna
af áli auk þess að vera stærsti
súrálsframleiðandi heims.
Samkvæmt heimildum DV munu
íslensk yfirvöld hafa leitað til
Gránges til að fá að vita hvað væri
á seyði. Var þeim tjáð að þessar
fréttir kæmu ekki til með að hafa
nein áhrif á íslensku álviðræðum-
ar og virðast menn hafa sætt sig
við þær skýringar.
-SMJ
Glæsilegri tilþrif sjást nú varla í ballskák. Hann Sigurbjörn Magnússon, sem er aðeins tveggja og hálfs árs, er
orðin harðskeyttur ballskákleikmaður eins og myndin ber með sér. Þá er einbeitingin gífurleg enda veitir ekki af til
að geta haldið sér á borðinu um leið og skotið er. DV-mynd S
í dag mælir Dagfari________________
Framsóknarflokkur Búlgaríu
Framsóknarflokkurinn hefur
alltaf átt mikil og góð samskipti við
Kommúnistaflokk Búlgaríu. Full-
trúar Framsóknar fóru þangað
reglulega í opinberar heimsóknir,
jafnvel heilu sendinefndimar og
Tíminn hefur verið sérstakt mál-
gagn búlgaskra yfirvalda þegar
kommunum í Búlgaríu hefur þótt
mikið liggja við aö fræða íslendinga
um gósenlandið handan jámtjalds-
ins. Fyrrum framkvæmdastjóri
flokksins, Kristinn Finnbogason,
sem nú er framkvæmdastjóri
Tímans, hefur verið óopinber
sendiherra fyrir Búlgaríu á Islandi
og meðal annars skipulagt tann-
viðgerðir í Búlgaríu fyrir íslend-
inga á milli þess sem hann stýrir
Framsókn á bak við tjöldin.
Almenningur hefur stundum
furðað sig á því hvaða tengsl þetta
séu milli Frcunsóknarflokksins á
íslandi og Kommúnistaflokks
Búlgaríu. En á því em skýringar.
Búlgarski kommúnistaflokkurinn
sat að völdum í fjörutíu ár sam-
fleytt og Framsóknarflokkurinn
hefur setið í ríkisstjómum meira
og minna síðastliðin tuttugu ár.
Þessir flokkar áttu því ýmislegt
sameiginlegt og þurftu ekki að hafa
áhyggjur af kosningaþátttöku eða
atkvæðafylgi. Búlgararnir höfðu
bara einn flokk í framboði en
Framsókn hefur aldrei þurft að
þola andvökur vegna fylgisins.
Hvort heldur Framsókn fær lítið
fylgi eða mikið í kosningum hefur
það verið náttúmlögmál að flokk-
urinn settist í stjórn enda búinn
þeim eiginleikum að semja til
vinstri og hægri og segja já, já og
nei, nei eftir þörfum.
Þá hafa frómir menn bent á það
að Búlgaría er landbúnaðarland
þar sem sú atvinnugrein stendur
fostum fótum í fomöldinni. Það lík-
ar íslenska Framsóknarflokknum
vel enda stendur flokkurinn traust-
an vörð um óbreytta landbúnaðar-
stefnu og viðheldur fomum venj-
um í búgreininni. Gagnkvæmar
heimsóknir þessara flokka komu
þar af leiðandi að góðu gagni þar
sem menn gátu til skiptis kynnt sér
hvemig ekki skyldi hróflað við
landbúnaðinum. í Búlgaríu hafa
þeir niðurgreitt framleiðsluna í
fjömtíu ár og Framsóknarflokkur-
inn hefur og haft það á stefnuskrá
sinni að niðurgreiða landbúnaðar-
framleiðsluna þannig að engin
hætta er á þvi aö menn tileinki sé
ný vinnubrögö, tækni eða hagræð-
ingu þegar allt fæst greitt með
gamla laginu.
Svo illa tókst til í Búlgaríu að
Kommúnistaflokkurinn var
skyndilega lagður niður vegna ut-
anaðkomandi áhrifa. Fólkið fór að
hamast á flokknum og heimta lýð-
ræði. Á endanum neyddist Komm-
únistaflokkurinn til að breyta um
nafn og kalla sig Sósíalistaflokk og
búa við það kvalræði að fá fleiri
frambjóðendur úr öðmm flokkum.
Þetta var ný og óvænt staða fyrir
gömlu kommana og nú voru góð
ráð dýr.
Sem betur fer hefur það spurst
um heimsbyggðina að Framsókn-
arflokkurinn á íslandi væri í sér-
legu vinfengi við kommana fyrir
austan og þess vegna kommu boð
frá Bandaríkjunum að Steingrímur
Hermannsson væri sendur austur
yfir til skrafs og ráðagerða og til
eftirlits með því að gömlu komm-
arnir misstu ekki völdin þótt þeir
þyrftu að breiða yfir nafn og núm-
er. Gamla valdastéttin þurfti líka
að fá ráðleggingar hjá bræðraflokki
sínum á Islandi hvernig tryggja
mætti áframhaldandi völd flokks-
ins með sama hætti og Framsókn
hefur tryggt sín völd án þess að
hafa alltaf til þess atkvæðafylgi.
Steingrími var auðvitað ljúft að
bregðast við þessu neyðarkalli.
Þegar kommamir í Búlgaríu þurfa
á hjálp að halda bregst Steingrímur
þeim ekki á örlagastundu. Enda
var eins og við manninn mælt að
ekki var Denni fyrr mættur í Sofiu
en Sósíalistaflokkurinn kippti sín-
um málum í lag og sigraði í kosn-
ingunum. Varla þarf að taka fram
að Steingrímur á drjúgan þátt í
þeim sigri enda var hann opinber
eftirlitsmaður með því að andstæð-
ingar gömlu kommanna svindluðu
ekki í kosningunum. Denni passaði
upp á sína menn.
Nú eru uppi ráöagerðir í Búlgaríu
um aö breyta nafni flokksins á nýj-
an leik til heiðurs Denna. Hér eftir
verður hann kallaður Framsókn-
arflokkur Búlgaríu!
Dagfari