Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1990, Side 8
8
ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 1990.
Útlönd
Stríðið 1 Líberíu:
Bandaríkjanna
Prestur í Liberíu biður um frið.
Simamynd Reuter
Forseti Liberiu, Damuel Doe,
ítrekaði í gær ósk sína um að
Bandaríkin aðstoðuðu við að
binda enda á stríðið milli ætt-
ílokka sem geisað hefur í landinu
í sex mánuði.
Skæruliðar undir stjórn Char-
les Taylor nálgast nú höfuöborg-
ina Monrovíu en Doe forseti neit-
ar enn að semja við hann. Kveðst
hann ekki ræða við „glæpa-
menn“.
Um helgina skipulagði sendiráð
Bandaríkjanna í Monrovíu heim-
flutninga á nokkur hundruö
Bandaríkjamönnum sem vildu
yfirgefa landið. Bandarísk her-
skip eru undan ströndum Líberíu
sem var stofnuð af bandarískum
þrælum sem gefið haíði verið
frelsi.
Helmingur íbúa höfuðborgar-
innar, sem eru um sex hundruð
þúsund, hafa flúið af ótta við
skæruliða. Fundist hafa mörg lík
undanfarn'a daga og er talið að
þau séu fórnarlömb manna Tayl-
ors- D *
Reuter
Biður um aðstoð
Sjálfstæðisbarátta lýðvelda Sovétríkjanna hefur hér orðið teiknaranum Lurie efni í skopmynd.
Teikning Lurie
Sjálfstæðisdeila Litháa og sovéskra ráðamanna:
Moskva réttir
Leiktæki óskast
Vantar ýmis leiktæki til leigu, t.d. tölvuspil, minigolf
o.fl. Góð aðstaða.
Upplýsingar í síma 92-15967 og 92-11542.
Tónlistarkennarar!
Kennara vantar að Tónlistarskóla Árnessýslu.
Kennslugreinar: Blásturshljóðfæri, strokhljóðfæri og
söngur. Upplýsingar veitir Ásgeir Sigurðsson skóla-
stjóri í síma 98-21691, Selfossi.
Nauðungaruppboð
þriðja og síðasta sala á fasteigninni Eyjasandi 6, Hellu, talin eign Stefáns
Árnasonar, fer fram á eigninni sjálfri, miðvikudag 13. júní 1990 kl. 15.00.
Uppboðsbeiðendur eru Byggðastofnun, Iðnþróunarsjóður, Iðnlánasjóður
og Landsbanki islands, lögfraeðingadeild.
Uppboðshaldarinn í Rangárvallasýslu.
Nauðungaruppboð
önnur og síðari sala á fasteigninni Ormsvelli 5, Hvolsvelli, þinglýst eign Ás
hf. - byggingafélags - verður haldin í skrifstofu embættisins að Austurvegi
4, Hvolsvelli, miðvikudaginn 13. júní 1990 kl. 14.00. Uppboðsbeiðendur
eru Byggðastofnun, Iðnþróunarsjóður, Iðnlánasjóður og Landsbanki is-
lands, lögfræðingadeild.
Uppboðshaldarinn í Rangárvallasýslu.
Nauðungaruppboð
þriðja og síðasta
á eftirtöldum fasteignum
Dugguvogur 12,4. hæð, talinn eigandi
Þorkell Diego Þorkelsson, fer fram á
eigninni sjálfri fimmtud. 14. júní ’90
kl. 15.30. Uppboðsbeiðendur eru
Biynjólfru: Eyvindsson hdl., Stein-
grímur Eiríksson hdl. og Helgi V.
Jónsson hrl.
Nökkvavogur 4, ris, þingl. eigandi
Gylfi R. Guðmundsson, fer fram á
eigninni sjálfri fimmtud. 14. júní ’90
kl. 15.00. Uppboðsbeiðendur eru
Magnús Fr. Ámason hrl., Gjaldheimt-
an í Reykjavík, Sveinn H. Valdimars-
son hrl., Ásgeir Thoroddsen hdl.,
Gjaldskil sf. og Sigurmar Albertsson
hrl.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík
fram sáttahönd
Yfirvöld í Moskvu hafa fallist á að
ræða við fulltrúa Litháa, að því er
varaforsætisráðherra Litháen skýrði
frá í gær. Ráðherrann, Algimantas
Cekuohs, sagði að forsætisráðherra
Sovétríkjanna hefði skýrt Kazimiera
Prunskiene, forsætisráðherra Lithá-
en, frá þessum samningavilja Sovét-
manna símleiðis í gær.
Til grundvallar þessum fyrstu op-
inberu viðræðum Moskvu og Litháa
verður boð ráðamanna í Litháen að
fresta gildistöku nokkurra laga sem
sett hafa verið í lýðveldinu frá því
að það lýsti yfir fullveldi þann 11.
mars síðastliðinn. Varaforsætisráð-
herrann sagði það hreyfingu í sam-
komulagsátt að Moskva hefði ekki
krafist þess að gildistöku fullveldis-
yfirlýsingarinnar yrði frestaö eða að
hún yrði afturköúuð eins og hefur
verið afstaða sovéskra ráöamanna
alveg frá því í upphafi þessarar deilu.
Þetta boð sovéskra yfirvalda, sem
reyndar hefur enn ekki fengist stað-
festing á frá Moskvuvaldinu, þýöir
að um afstöðubreytingu er að ræða
hjá ráðamönnum í Kreml.
Og það er fleira sem bendir til þess
að sáttahugur sé nú kominn í báða
aðila. Forsætisráðherra Litháen
mun aö öllum líkindum ræða við
Ryzhkov, forsætisráðherra Sovét-
ríkjanna, í dag og forseti Litháen,
Vytautas Landsbergis, hefur fallist á
að sækja fund forseta allra fimmtán
lýðveldanna sem haldinn verður í
Moskvu í dag. Gorbatsjov Sovétfor-
seti mun þar skýra forsetunum frá
niöurstöðum nýafstaðins leiðtoga-
fundar risaveldanna sem haldinn
var í Washington fyrir skömmu. Á
þessum fundi í dag mun sovéski for-
setinn í fyrsta sinn hitta að máh einn
helsta keppinaut sinn, Boris Jeltsin,
frá því að sá síðarnefndi var kosinn
forseti stærsta lýðveldisins, Rúss-
lands. Þá verður Vytautas Lands-
bergis, forseti Iitháen, auk forseta
hinna Eystrasaltsríkjanna einnig á
fundinum.
Reuter
Meintir morðingjar
halda læknaleyfi
Sænsku læknarnir tveir, sem
ákærðir voru fyrir að hafa myrt
og síðan bútað niður konu, fá að
starfa áfram sem læknar sam-
kvæmt úrskurði hæstaréttar í Sví-
þjóö í gær. Félagsmálastofnunin
vildi láta svipta þá læknaleyfi en
hæstiréttur telur að rannsaka þurfi
máhð betur og á meðan fá þeir að
halda læknaleyfinu.
Læknamir voru báðir ákærðir
fyrir að hafa um hvítasunnu 1984
myrt vændiskonu og síðan bútað
hk hennar niöur. Þeir áttu einnig
að hafa tekið myndir af því þegar
þeir bútuðu líkið niður í viðurvist
nokkurra ára gamallar dóttur ann-
ars þeirra.
Læknarnir voru sýknaðir af
morðákærunni fyrir fyrsta dóm-
stigi sem taldi að ekki væri hægt
að sanna að þeir heiðu myrt kon-
una. Aftur á móti þótti ekki leika
vafi á að þeir hefðu bútað líkið nið-
ur. Svo langt var um hðið þegar
málið kom fyrir dómstóhnn að síð-
arnefhdi glæpurinn hafði fymst.
Félagsmálastofnun og nefnd heh-
brigðismálastofnunarinnar töldu
samt að svipta ætti mennina
læknaleyfi og snem þeir sér þá th
æðra dómstigs sem úrskurðaði að
ekki væri hægt að sanna að þeir
hefðu bútað hkið niður.
Hæstiréttur hefur nú úrskurðað
að annað dómstig hefði átt að láta
fara fram nýja rannsókn úr því að
úrskurður fyrsta dómstigs var ekki
viðurkenndur. Á meðan slík rann-
sókn fer fram halda mennimir
læknaleyfunum.
TT
Bílasprengjur í Bretlandi:
Abyrgðin lögð á herðar dýravina
Margir óttast að tvær bílasprengj-
ur, sem spmngið hafa í Bretlandi
síðustu daga, séu einungis forsmekk-
urinn að því sem koma skal í baráttu
öfgasinnaðra dýravina fyrir málstað
sínum. Herskáir öfgasinnar hafa áð-
ur beitt sprengjum í baráttu sinni til
að leysa dýr undan þjáningu sem
þeir telja að þau hljóta á rannsókna-
stofum en þær sprengjur hafa hingað
th veriö án mikhs árangurs. Síðustu
daga hefur aftur á móti orðið þar
breyting á en tvær áhrifamiklar
sprenautilraunir hafa verið gerðar
gegn einstaklingum sem vinna að
rannsóknum með dýr. Sprengjurnar
em ákaflega vel gerðar, segja sér-
fræðingar, og af þeirri tegund sem
IRA, írski lýðveldisherinn, notar í
sinni baráttu fyrir frelsi Norður-
írlands.
Árásirnar síðustu daga vom tvær,
annars vegar á sunnudag þegar
sprengja sprakk í bifreiö sálfræðings
Bristol-háskóla en sálfræðingurinn
notar dýr í rannsóknum sínum. Ung-
ur drengur, sem var í kerru sinni
nærri slysstað þegar sprengjan
sprakk, slasaðist þegar sprengjufhs-
ar lentu á honum. Hin sprengingin
varð í síðustu viku þegar sprengja
sprakk í bh starfsmanns rannsókn-
arstofu í Suður-Englandi. Starfsmað-
urinn slapp ómeiddur.
Margir dýravinir hafæfordæmt ár-
ásirnar og segja að slík herferð geri
ekkert annað en að hræða fólk frá
því að styðja málstaðinn.
Reuter