Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1990, Side 12
12
ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 1990.
Spurningin
Trúirðu á líf
eftir dauðann?
Hulda Sigurðardóttir bankastarfs-
maður: Já, en ég veit ekkert meira
um þaö.
Kristinn Ragnarsson sjómaður: Já,
en ég hef ekkert meira spáö í það.
Jean Vartabedian nemi: Já. Það er
eðlilegt og ég trúi því ekki að sálin
deyi.
Hörður Hólm sjómaður: Já, það held
ég miðað við þær kenningar sem ég
hef lesið.
örlygur Sigurðsson listmálari: Nei,
guð hjálpi mér. Ég hef aldrei verið í
trúarþörf.
Jakob Jónsson vélsijóri: Ég trúi að
maður lifi bara einu lífi og eigi því
að lifa því lífi hratt.
Lesendur
Nú kámar gamanið á Gazasvæðinu og 1 ísrael:
Kvennalistinn er
kominn í málið
Þorbjörg Jónsdóttir skrifar:
Ég heyrði í fréttum hádegisútvarps
í dag (8. júní) að Kvennalistinn á Is-
landi heíði sent bréf til ráðamanna í
ísrael og bent þeim á þá óhæfu sem
fælist í því að beita Palestínumenn á
Gazasvæðinu því harðræði og ofbeldi
sem frést hefur um hingað til lands.
- Bendir Kvennahstinn á að þeir
ísraelsmenn ættu að líta til baka til
þess tíma þegar þeir sjálfir voru of-
sóttir og þoldu útrýmingarherferð í
seinni heimsstytjöldinni.
Sagöi í þessari sömu frétt að
Kvennahstinn hefði líka sent ís-
lensku ríkisstjórninni bréf svipaðs
efnis - og lagt ríka áherslu á að ríkis-
stjórnin ætti að fordæma hegðun
ísraelsmanna á hinum herteknu
svæðum þarna austur frá.
Það er hætt við að ísraelsmönnum
bregði í brún þegar þeim berst svo
skeleggur pistill frá Kvennalistanum
á íslandi! - Eða þá ríkisstjóm ís-
„Hvað gerist næst í ísrael?“ spyr
bréfritari m.a. - Bréf Kvennalistans
til ríkisstjórnar ísraels, sent frá Al-
þingi.
lands? Hvað gerist næst í Israel?
hljóta margir að spyrja. Verður þetta
til þess að binda enda á deilur ísraels-
manna og araba á óróasvæðunum
við ísrael? Eða sendir íslenska ríkis-
stjórnin menn út af örkinni th að
koma vitinu fyrir ísraela með afrit
af bréfi Kvennahstans að vopni? Við
verðum að vona að hér sé stórmál á
ferðinni og augu heimsins beinist til
þessa svæðis þar sem Kvennahstinn
á íslandi ætlar að gera það gott og
beita áhrifum sínum til að skakka
stríðsleikinn.
Það er bara óskandi að hér sé meiri
alvara að baki en þegar frambjóðandi
Kvennahstans í Reykjavík kom fram
í Sjónvarpinu fyrir kosningar og
sagðist heldur vhja dvelja meö starfs-
systkinum sínum og borða með þeim
í hádeginu heldur en að þurfa sífellt
að fara heim og gefa bömum sínum
að borða. Flestir tóku það sem spaug
þótt sumir tækju konuna alvarlega,
yrðu saltvondir og segðu að þessar
kvennahstakonur ættu htið erindi til
barneigna ef þær vildu frekar borða
í friði á vinnustað en seðja hungur
lyklabarna sinna sem biðu vannærð
heima eftir að móðirin færði björg í
bú.
Við væntum þess því að nú sé al-
vara í spihnu hjá þeim á Kvennahst-
anum og þær láti kné fylgja kviði
gegn ísraelsmönnum og fari sjálfar
þangað th að tukta þá almennilega
th líkt og Steingrímur Hermannsson
gerði þegar hann fór þangað og setti
upp skyndinámskeiö í verðbólgu-
hjöðnun. Síðan hefur allt annar og
betri efnahagur verið í ísrael.
Kvennahstakonur ættu ekki að láta
sitt eftir hggja og fara til ísrael. Það
myndi sópa að þeim, það er ég viss
um. Og enginn myndi sjá eftir dag-
peningum th þeirra - jafnvel þótt þær
yrðu þar eftir - th að halda friðinn á
ég við...
Jafnmikið af klassískri tónlist
Húsmóðir í vesturbænum hringdi:
Þar sem ég var eitthvað að sýsla
heima hjá mér einn daginn sem
oftar datt mér í hug að opna fyrir
útvarpið og kanna hvort þar væri
ekki nothæf tónhst til hlustunar.
Því fleiri stöðvar sem ég prófaði
þeim mun fleiri sýnishom fékk ég
af því sem ég kaha garg og lág-
menningu í tónhst - ef þetta svo-
kallaða popp flokkast þá undir tón-
hst yfirleitt.
Mérer ofarlega í huga hve þessar
útvarpsstöðvar ahar, þar með tald-
ar stöðvar Ríkisútvarpsins, leggj-
ast lágt með því að bjóða upp á fátt
annað tónhstarefni en hið gargandi
geggjaða flóð lágmenningar sem
virðist eiga svo mjög upp á pah-
borðið hjá þeim öhum. Það er hrein
vitfirring að varpa þessu yfir þjóð-
ina án þess að neitt annað mótvægi
komi til.
Ég sem greiði full og skhvís af-
notagjöld th Ríkisútvarpsins hvem
mánuð geri hreinlega kröfu til þess
aö þaö útvarpi mun meira af klass-
ísku tónlistarefni og alla vega jafn-
miklu og það útvarpar af hinu
ömurlega og niðuriægjandi gargi
sem nú tíðkast. Ég vona bara, Rík-
isútvarpsins vegna, að það sjái að
sér og breyti stefnu sinni og snúi
frá þeirri óheihaþróun sem nú
virðist hafa orðið um langt skeið.
Að klappa upp
listamenn
SS-húsið í Laugarnesi.
m.a. í bréfinu.
„Frábær hugmynd að rikið kaupi húsið,“ segir
SS-húsið
í Laugarnesi
Þórarinn Björnsson skrifar:
Mér finnst það alveg frábær hug-
mynd, sem fram hefur komið, að rík-
ið kaupi SS-húsið í Laugamesi og
flytji Þjóðminjasafnið þangað og um
leið að gera það að sýningarhúsnæði
fyrir hstmálara. - Þarna er th staðar
næghegt rými fyrir málverkasýning-
ar og sýningar á þjóðminjum.
þetta myndi bæði sameina minjar
og hst og ég dreg ekki í efa að þessi
aðskildu verk myndu draga til sín
miklu meiri aðsókn en að hafa þau
hvert á sínum stað. Sumir - og jafn-
vel miklu fleiri en mern vita - láta
sér nægja að koma á einn staðanna
vegna óþæginda við að þurfa að fara
á mhli hinna ýmsu sýningarstaða.
Listmálarar eru með sýningar á
mörgum stöðum og oft í dýrum sýn-
ingarsölum. Þá ætti þetta að draga
úr kostnaði og fyrirhöfn þar sem
þetta tvennt væri sameinað. Þjóð-
minjasafnið er í alltof litlu húsnæði
og úr sér gengnu sem myndi kosta
offjár að lagfæra. Það er hins vegar
þetta stóra húsnæði sem vantar og
myndi áreiðanlega nægja undir þess-
ar hstgreinar um ókomin ár. - Þarna
myndi sannarlega verða hátt til lofts
og vítt til veggja.
Lárus Jónsson hringdi:
Ég fór á tvær skemmtanir á listahá-
tíð sem nú stendur yfir. Hvor tveggja
tónleikar sem voru hinir bestu í alla
staði. Þarna var um að ræða frábæra
hstamenn og voru áheyrendur yfir
sig hrifnir af frammistöðu þeirra.
Þegar þeir höfðu lokið sínu pró-
grammi og höfðu verið hyhtir með
löngu og innhegu lófataki að venju
stóð það á endum aö áheyrendur
byijuðu á hinu hvimleiða, taktfasta
og landlæga klappi sínu, sem þýöir á
mannamáh eitthvað á þessa leið:
Blessaður, komdu inn aftur og haltu
áfram að spila, okkur þykir svo æðis-
lega gaman.
Og þar sem hstamönnunum hefur
áreiðanlega verið sagt (um leið og
þeir komu inn af sviöinu, en ekki
fyrr) að hér Sé venjan að áheyrendur
klappi og klappi, þar til listamaöur
er knúinn inn á sviðið, komu þessir
hstamenn aftur inn. í fyrra tilvikinu
settist hstamaðurinn við píanóið og
lióf að sýna tekniska fingrafimi sína
(sem hann er reyndar frægur fyrir),
gerði nokkrar trillur og sveiflur og
stóð svo upp, hneigöi sig og hvarf á
brott. Klappinu ætlaði aldrei að linna
og hefðu áheyrendur mátt ráða hefðu
þeir byijað enn á ný á „komdu-aft-
ur“ klappinu. Það varð þó ekki sem
betur fór fyrir listamanninn. Hann
hafði augljóslega ekki búið sig undir
þessa endurkomu.
í hinu tilvikinu var listamaðurinn
klappaður upp eins og áður er lýst.
Hann kom inn aftur (hafði augsýni-
lega verið ýtt inn í salinn óundirbún-
um) og hóf að leika byrjun á sama
verki og í upphafi tónleikanna og
hætti síðan í miðju kafi, þ.e. eftir að
hafa leikið örstuttan kafla. - Ég spyr
nú sjálfan mig og aðra: Er þetta end-
urklapp tíðkað annars staðar en hér?
Mér virðist sem sumir erlendir lista-
menn séu ekki undir þetta búnir og
komi þessi vitleysa (sem ég kaha)
mjög á óvart.
Erfiöleikar Amarflugs:
Ófyrirleitni fjölmiðla
Regína Thorarensen skrifar:
Eg harma það hvað fjölmiðlar eru
ófyrirleitnir og hafa það sem aðal-
fréttir í flestum fréttatímum hve hla
stendur á hjá Amarflugi. Við lands-
byggðarfólMð eigum Arnarflugi
mikið að þakka, það heldur uppi
heilu byggðarlögunum með sinni
fuhkomnu þjónustu í hvívetna og
sækir oft sjúka þegar mikið hggur
við og hafa flugmenn félagsins þar
oft lagt ómælt starf af mörkum. - Er
fjölmiðlum ekkert hehagt eða mann-
legt? Er hugsanlegt að þeir komi
fram við aðra eins og þeir vilja að
komið sé fram við þá? Maður fær nóg
af þvílíkum fréttum og fær nóg af
þeim fréttamönnum sem vhja traðka
fólk í skítinn.
Það þarf taugar th að standa
frammi fyrir alþjóð eins og hinn
dugmikli framkvæmdastjóri Arnar-
flugs gerir. Svo vona ég og veit að
Amarflug lifir lengi. Hehl og heiður
fylgi þeim í nútíö og framtíð.