Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1990, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1990, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 1990. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EVJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (91 )27022 - FAX: (91 )27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð í lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Gæfulausir sjóðir Stjórar og stjórnir íjárfestingarsjóða ríkisins telja sig ekki bera neina ábyrgð á gerðum sínúm. Þessir aðilar hafa hagað sér á svo óábyrgan hátt, að ríkið verður senn að koma til skjalanna með nýju fjármagni til að bjarga flestum íj árfestingarsj óðum sínum frá gjaldþroti. Opinberir sjóðir eiga meira en sex milljarða hjá fyrir- tækjum í fiskeldi og loðdýrarækt. Áður en peningarnir voru lánaðir fyrirtækjunum, var vitað, að töluvert af þeim mundi ekki skila sér aftur til baka. Og nú er ljóst, að mest af lánsfénu er þegar norfið út í veður og vind. Þrír sjóðanna eru gjaldþrota, þótt það hafi ekki verið bókfært. Það eru Framkvæmdasjóður, Byggðastofnun og Stofnlánadeild landbúnaðarins. Sem dæmi má nefna, að eigið fé Framkvæmdasjóðs nemur ekki nema 416 millj- ónum króna á móti 1.867 milljón króna fiskeldislánum. Álitamál er, hvenær á að afskrifa vonlausar skuldir. Framkvæmdasjóður hefur afskrifað 410 milljón króna hlutafjáreign sína í Álafossi, en hefur áfram inni í bók- um sínum allt það fé, sem hann á inni hjá fiskeldinu, þar á meðal hjá fyrirtækjum, sem eru að hætta rekstri. Jafnvel þótt sjóðir séu eign ríkisins á að vera hægt að ætlast til, að stjórar þeirra og stjórnir hagi sér var- færnislega í lánveitingum, setji ekki öll egg sín í eina körfu og kanni, hvaða líkur séu á árangri hjá ýmsum bjartsýnismönnum í hópi væntanlegra skuldunauta. Ef ofangreindir sjóðir væru starfræktir í alvöruþjóð- félagi, hefðu stjórar þeirra og sfjórnir sagt af sér, þegar ábyrgðarleysi þeirra var orðið lýðum ljóst. Hér í siðleys- inu geta menn hins vegar spásserað um þjóðfélagið með allt á hælunum eins og ekkert hafi í skorizt. Ríkisábyrgðin á sjóðunum er hluti vandamálsins. Hún stuðlar að ábyrgðarleysi stjóra og stjórnarmanna sjóðanna. Slíka ábyrgð þarf að afnema, því að óþarfir eru sérstakir sjóðir með sérstökum stjórum og stjórnar- mönnum, ef ábyrgðin er hvort sem er öll á öðrum stað. Ofangreinda sjóði ber að gera upp og leggja niður, en fela verkefni þeirra öðrum aðilum, sem kunna með fé að fara. Afnema þarf stjórasæti og stjórnarsæti, sem htið er á eins og einhvers konar félagsmálastofnun fyr- ir velklædda aumingja á framfæri stjórnmálaflokkanna. Fleiri sjóðir góðra áforma eru á veginum til vítis. Mesta afrek núverandi ríkisstjómar er að brenna tíu milljörðum í Atvinnutryggingasjóði og Hlutafjársjóði, sem beinlínis voru stofnaðir til að veita flármagni í vonlaus fyrirtæki undir stjórn vonlausra forsfjóra. Harmsaga opinberra fjárfestingarsjóða er orðin of löng. Tímabært er, að ríkið hætti að spenna upp láns- fjárskort og vexti með eymamerkingu fjármagns til gæluverkefna og feli heldur sæmilega traustum aðilum á borð við bankakerfið að sjá um lán til fjárfestinga. Einnig er tímabært, að ríkisbankarnir verði gerðir enn ábyrgari en þeir em nú með því að afnema þá ábyrgð ríkisins á gerðum þeirra, sem er umfram stofnfé ríkisins, alveg eins og framlag hluthafa í fyrirtækjum á að takmarkast við hlutaféð, sem þeir reiða af hendi. Á fáum ámm hefur ríkisstjórnin brennt um sextán milljörðum króna í fiskeldi og loðdýrarækt annars veg- ar og í sérstökum skussasjóðum hins vegar. Þjóðin verð- ur meira en áratug að jafna sig eftir þessa skuldasöfn- un, sem virðist ekki vera á nokkurs manns ábyrgð. Fjárfestingarsjóðir á vegum ríkisins bera ógæfuna í sér. Þeir hafa óhjákvæmilega orðið að leikvelh gælu- dýra á framfæri stjórnmálaflokka. Gildir það jafnt um stjóra, stjórnarmenn og viðskiptavini sjóðanna. Jónas Kristjánsson „Það stóð ekki á botnlausri gagnrýni af hálfu Jóns Baldvins gegn Kjartani Jóhannssyni i formannsstíð hans,“ segir greinarhöfundur. - Á landsfundi Alþýðuflokksins 1976. Kjartan Jóhannsson, fyrrv. formaður, og Jón Baldvin Hannibalsson, utanrikisráðherra og núverandi formaður flokksins. Er „kallinn“ í brúnni á vetur setjandi? Já, svona hljóta margir aörir en ég aö spyrja, í ljósi genginnar reynslu. Jón Baldvin, „kallinn í brúnni", kaus sjálfur að nota þessa líkingu. Og auðvitað er sjálfsagt að gera honum það til geðs að viðhalda henni. Hvað með hugsjónir jafnað- arstefnunnar undir Jóni? Það stóð ekki á botnlausri gagn- rýni af hálfu Jóns Baldvins gegn Kjartani Jóhannssyni í formanns- tíð hans. Og Jóni tókst að velta Kjartani, þeim ágæta manni, úr sessi með uppþotum og ótímabærum yfirboð- um, án nokkurs árangurs, að því er séð veröur. Hvar eru hugsjónir jafnaðar- stefnunnar eftir að „kallinn“ tók við? Já, svona spyrjum við, sem telj- um okkur vinna af heilindum og ábyrgð að framgangi grundvallar- stefnu jafnaöarmanna, jafnréttis og bræðralags. En hvar hefur forysta Alþýðu- flokksins verið t.d. frá alþingis- kosningum 1987? Hefur hún með sinni stjómarað- ild, þriggja ríkisstjóma, á þessu tímabili, stuölaö aö og staðið við marggefm fyrirheit og loforð um réttláta tekjuskiptingu og bætta aðstöðu þeirra verst settu? Nei, því er nú verr og miður að svo hefur ekki orðiö. Öll framganga forystu Alþýðu- flokksins með „kallinn í brúnni“, sem lénsherra í broddi fylkingar, hefur einkennst af valdhroka, þó nefna megi undantekningar, eins og bankamálaráðherra og formann þinglokksins. Eigum við, hinn almenni maður, aö líða þennan vald- hroka? Nei, það eigum við ekki að gera. KjaHarinn Karvel Pálmason aþingismaöur Hugsjónir og stefnur era málefni, sem krefjast verður að staðið sé við, en séu ekki verslunarvara póli- tískra ævintýramanna, sem einskis svífast í þeirri iðju sinni aö skara umfram allt eld að sinni eigin köku. Forysta Alþýðuflokksins hef- ur brugðist í mínum huga er enginn vafi á því að forysta Alþýðuflokksins hef- ur bmgðist okkur, sem viljum hafa að leiðarljósi jafnrétti og bræðra- lag. Þeir sem ferðinni ráöa í Alþýðu- flokknum sjá ekkert annað en völd- in og aftur völdin og beita mis- kunnarlausum valdahroka gagn- vart almenningi, án þess að hafa á því nokkur efni. Völdum geta einhveijir haldið tímabundið, án þess að spyrja hinn almenna kjósanda. En þaö kemur að skuldadögum hjá þessum aðilum eins og öðram, og skuld þessara aðila gagnvart almenningi er stór og vandséð með hvaða hætti við hana verður stað- ið, nema þá með blekkingum. Er „kallinn í brúnni“ enn á „sambræðslufylliríi“? Já, þessarar spurningar hlýtur að vera spurt í ljósi þess sem gerst hefur frá síðustu alþingiskosning- um. Þrjár ríkisstjómir á þrem áram segja auðvitað meira en flest ann- að. Einstakir þingmenn og heilu flokkamir ganga kaupum og sölum tíl þess eins að tryggja líf mis- heppnaðra ríkisstjóma og folsk völd tiltekinna ráðherra. Nýfalhnn dómur kjósenda í sveit- arstjómarkosningum er víða harð- ur dómur yfir ráðherragenginu á Rauðu-ljósi. En á því virðast menn ekkert ætla að læra. Menn eru ennþá pólitískt vit- lausari í þessum herbúðum, það er foringjamir, og ekki verður betur séð en þeir æth áfram að vera á „sambræðslufylliríi“, svo gæfulegt sem þaö er nú er. Karvel Pálmason „I mínum huga er enginn vafi á því að forysta Alþýðflokksins hefur brugðist okkur, sem viljum hafa að leiðarljósi jafnrétti og bræðralag.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.