Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1990, Síða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1990, Síða 27
ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 1990. 27 ' Neytendur Rabarbari og jarðarber Rabarbari er eitt ódýrasta hráefni til matargerðar sem hægt er að fá hér á iandi. Aima Bjamasan, DV, Flórída; Þegar maður er í Róm verður mað- ur að gera eins og Rómverjarnir og þegar maður er á íslandi verður maður að reyna að bjarga sér þar með það hráefni sem ódýrast er á markaðnum hverju sinni. Rabarbari er sennilega eitthvert ódýrasta hráefni til matargerðar sem hægt er að fá á íslandi. Langsamlega flestír garðeigendur eiga nokkra hnausa í garðinum sínum, ef ekki þá þekkja þeh eflaust einhvem sem á rabarbaragarð. Hægt er að búa til dýrðlega rétti úr rabarbara. Allh þekkja rabar- barasultuna, sem verið hefur aðal- sultan á íslandi svo lengi sem elstu menn muna. Nú er meha að segja farið að framleiða hana í stórum stíl og selja undh skemmtilegu vöm- merki. Gott framtak það. En margh kjósa að búa til eigin sultu, jafnvel þótt þeir noti annars ekki mikið af sultu. Enda er óþarfi að búa til alltof mikið í einu. Á meðan ég hef dvahð hér í Banda- ríkjunum hef ég nokkmm sinnum búið til rabarbarasultu því mér finnst hún ómissandi svona við há- tíðleg tækifæri. Hér fæst ferskur rab- arbari, hefur einmitt verið til undan- farið. Hann kostar hér svipað og jarð- arberin. Hann fæst einnig frystur og er þá niðurskorinn. Ég hef notað hann þannig í sultuna mína. Ég nota bara gömlu uppskriftína þar sem er kíló af sykri á móti kíló af rabar- bara, en dreg svolítið úr sykrinum. Blanda gjaman saman til helminga venjulegum strásykrir og púður- sykri og bragðbæti svo sultuna með vanilludropum. Á dögunmn rakst ég á uppskrift að ábætisrétti úr rabarbara. Jarðarber og rabarbari em hvort tveggja vor- ávextir og eiga vel saman. Ég prófaði þessa uppskrift og reyndist hún vel. Þetta er léttur desert með ekki nema 170 hitaeiningum í hveijum skammti, en öll uppskriftin er fyrir fjóra. Uppskrift fyrir fjóra 3 bollar sundurskorin jarðarber (um 11/2 karfa) 1/4 + 2 msk. sykur 1 msk. sítrónusafi kalt vatn 2 msk. kartöflumjöl 1 bolli rabarbarabitar 1/2 tsk. rifinn appelsínubörkur fitulítil jógúrt myntublöð til skreytingar Látíö jaröarberin í skál, stráið 2 msk. af sykri yfir með sítrónusafan- um. Geymið í 30 mínútur eða þar til sykurinn er bráðnaður og berin orð- in lin og safarík. Merjið berin þá í sigti, haldið berjunum og safanum aðskildum. Bætið vatni út í safann þannig að það verði einn bolb. Látið safann í þykkbotna pott og hrærið sykrinum og kartöflumjölinu út í og bætið svo rabarbarabitunum út í ásamt 1/2 bolla af jarðarberjun- um. Sjóðið þar til þetta þykknar og rabarbarinn er orðinn mjúkur. Hrærið stöðugt í, þetta tekur svona um 10 mínútur. Hellið nú „grautnum“ í stóra skál og kælið við stofuhita í ca 20 mínút- ur. Bætíð nú afganginum af jarðar- berjunum út í með rifna appelsínu- berkinum. Skiptíð þessu síðan í fjög- ur desertglös eða stór vínglös, látíð smávegis af jógúrtínni ofan á og skreytíð með myntublöðunum. í staðinn fyrir jógúrtína má einnig nota skyr en þá er betra að nota ann- aðhvort ijómaskyr eða hræra það aðeins upp með mjólk eða ijóma. Pönnukökur með rabarbara- sultu og vanillubúðingi Fyrir mörgum árum fékk ég upp- skrift hjá Valgehi Sigurðssyni í Cockpit Inn í Lúxemborg að óhemju- lega góðum fylltum pönnukökum. Á Neytendur dögunum var ég með matarboð og langaði til að bjóða upp á pönnukök- ur í desert. Stældi ég uppskrift Val- geirs en breytti henni smávegis. Skemmst frá því að segja er að gest- imir ruku upp til handa og fóta yfir þessum pönnukökum og allir vildu fá uppskrift. Ég læt hana því fylgja hér með: Reiknið með 1-2 pönnukökum á hvern gest, þeir geta hæglega borðað fleiri en hafa ekkert gott af því. Smyijið rabarbarasultuna (með vaniUu) á pönnukökurnar, látíð skeið af góðum vanUlubúðingi, sem hrærður hefur verið upp með þeytt- um ijóma, á sultuna og brjótíð pönnukökuna í femt. Ristíð niðurskornar möndlur fí smjöri (íslensku) á heitri pönnu og stráið yfir pönnukökurnar, sem er raðað þannig á fatið að þær séu ekki hver ofan á annarri. 21 kók á tilboðsverði Vífilfell hefur ákveðið að veita sér- stakan afslátt á 2 1 plastflöskunum séu þær keyptar í kippu. Mun lítrinn kosta 76-79 krónur, sem verður að teljast mjög gott verö. TUboð þetta mun standa um óákveðinn tíma, en aUavega út þennan mánuð. Framleiðsluvörur VífilfeUs hækk- uðu um 6% að meðaltaU þann 14. maí sL, en vegna þrýstings frá verka- lýðsfélögum og neytendum vár ákveðið að fresta um ótíltekinn tíma hækkunum á 300 cc flöskum og 33 cl dósum, og jafnframt auka mögu- leika launþega á tUboðum. Auk 2 1 tilboðsins verður efnt tíl mikiUar söluherferðar er tengist heimsmeistarakeppninni í fótbolta á Ítalíu og mun þá neytendum einnig gefast kostur á freistandi tílboðum. Nýjung hér á landi: Grenn brauð - ekkert hvítt hveiti, sykur eða fita í Bjömsbakaríi á Hringbrautínni og á Austurströnd á Seltjamarnesi er nú byijað að baka og selja svoköll- uð Gronn brauð. Grenn brauðið er um margt óvenjulegt því ekkert hvítt hveiti er notað við bakstur þess né sykur og á þaö að vera meö öUu fitu- laust. Margir eiga við offituvandamál að stríða og þola Ula þessi efni. Gronn brauðunum er sérstaklega ætiað að koma til móts við þennan hóp. Auk þess að vera bökuð í Björnsbakaríi em þau einnig bökuð og seld í Sigur- jónsbakaríi í Keflavík. -GHK Gronn brauðin eru nýjung hér á landi, en i þeim er ekkert hvitt hveiti, syk- ur eða fita. DV-mynd GV/ T.IÖRN', 20% verðmunur er á „ódýru“ pokunum. Sá ódýrari fæst í Bónus en sá dýrari, til hægri, fæst í versluninni Norðurbrún. DV-myndir BG Stjömukleinur: 20% verðmunur Stjörnukleinur fást víða í verslun- um á höfuðborgarsvæðinu, en ekki er sama hvar kleinupokinn er keypt- ur eins og sést á meðfylgjandi mynd- um þó svo að báðir pokarnir séu kirfilega merktir með límmiðum sem stendur á „ódýrt“. Ódýrari kleinupokinn fæst í Bónus, sem selur hann á 163 krónur, en sá dýrari er seldur í versluninni Norð- urbrún. Þar kostar pokinn 197 krón- ur og er hann því 20% dýrari en sá sem fæst í Bónus. Ef maður gefur sér þær forsendur að sex kleinur séu í pokanum, þá kostar kleinan í Bónus rúmlega 27 krónur, en hún er um sex krónum dýrari í Norðurbrún þar sem hún kostar tæplega 33 krónur. Það er því augljóst af þessu að „ódýrt“ er ekki allsstaðaródýrt. -GHK Græn hátíð í Hlaðvarpanum Dagana 19. til 23. júní verður efnt til grænnar hátiðar í Hlaðvarpanum, Vesturgötu 3. Mun þá framleiðend- um og innflytjendum gefast kostur á að kynna almenningi vörur til dag- legra nota sem skaðlausar eru um- hverfinu, svo sem vörur til hrein- gerninga, þvottaefni, sápur og ýmsar endurunnar vörur. Mikil umræða hefur átt sér stað um umhverfismál að undanförnu og athygli fólks hefur verið vakin á brýnni nauðsyn þess að breyta um- gegni okkar við móður jörð og draga úr mengun. Nú er vitað að mörg þau efni sem fólk notar dags daglega, m.a. til heimilisnota, skaða umhverf- ið. Samfara þeirri vitundarvakningu í umhverfismálum sem átt hefur sér stað í heiminum er nú farið að fram- leiða ýmsar þær vörur úr skaðlaus- um efnum.. Með kynningunni í Hlaðvarpanum mun fólki gefast kostur á aö koma og kynna sér þær vörur sem fáanleg- ar eru hér á landi og þaö getur beint innkaupum sínum að í framtíðinni. < -

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.