Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1990, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1990, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 1990. Kvikmyndir Stóru kvi kmy nda veri n hafa flest óskráðar reglurog lög um hvað megi segja og gera í kvikmyndum svo þær falli sem flestum í geð Líklega hafa fáar iðngreinar jafn- mörg óskrifuð lög og kvikmynda- iðnaðurinn. Kvikmyndin hefur lík- lega sjaldan verið eins áhrifarík sem alþjóðlegur tjáningar- og boð- miðill og nú til dags. Jafnvel í afskekktustu héruðum Indlands sem og í S-Ameríku hefur myndbandsspólan haldið innreið sína. Þorpsbúar safnast oft á tíðum saman fyrir framan eina mynd- bandstækið sem til er og horfa á stríðsmyndahetjuna Rambo eöa einhverja létta söngva- og dans- mynd. Myndbandið virðist vera að taka að sér hlutverk bókarinnar í stór- um hluta heimsins. Kosturinn við myndbandið er að þú þarft ekki að kunna lesa til að njóta kvikmynd- arinnar ef þú skilur tungumálið, gagnstætt því að geta notið góðrar bókar. Mismunandi áherslur Kvikmyndaframleiðendur hafa sjálfir sett sér ótal leikreglur, sem aðallega eru í því fólgnar að gera ekkert og segja ekkert sem gæti fælt væntanlega áhorfendur frá því að sjá myndina. Þetta er oft á tíðum erfitt því t.d. bandarísku kvikmyndaverin fá orðið meiri leigutekjur utan Bandaríkjanna en innan. Það má að sönnu heimfæra upp á kvik- myndaiðnaðinn, sem sagt er um íra, aö ef þú vilt lenda í rökræðum við þá skaltu tala um kynlíf, stjóm- mál eða trúmál. Það er erfitt að eiga við stjóm- máhn því það sem er bannað í dag er gott og gilt á morgun. Gott dæmi um þetta em þær breytingar sem em að gerast í Austur-Evrópu. Hver myndin á fætur annarri, sem hafði verið bönnuð um árabO í Rússlandi, hef- ur verið dregin fram í dagsljósið, rykið dustað af þeim og þær síðan sendar á kvikmyndahátíðir í Vest- urheimi, oft til aö lenda á verð- launapalli. Stjómmál Þetta er svo sem heldur ekki neinn nýr sannleikur fyrir Rússa því Stalín lét banna annan hluta myndarinnar um ívan grimma árið 1946. Hins vegar sá Krústjov sér leik á boröi 1958 og leyfði sýningar á myndinni. Jafnvel myndir eins og The Wild One, sem Marlon Brando lék í und- ir leikstjóm Laslo Benedek 1954, var bönnuð í Bretlandi tímabundið af kvikmyndaeftirlitinu. Líklega hefur kvikmyndaeftirhtið tahð að Brando, sem forsprakki mótor- hjólagengis sem lagði undir sig smábæ í Bandaríkjunum, hefði svona slæm áhrif á æsku Bretlands að henni stæði hætta af. Trúmál em einnig viökvæmt kvikmyndaefni. Það er erfitt að gera kvikmynd sem höfðar samtímis til þeirra sem em hindúatrúar í Ind- landi, múhameðstrúar í írak, krist- innar trúar á íslandi, búddatrúar í Japan og svo kaþólskrar trúar á Spáni. Því em stóm kvikmyndaver- in oft treg til að gera kvikmyndir um þetta viðkvæm efni. Atriöi úr Mississippi Burning sem fjallar um kynþáttafordóma. Það varð nú ekki smáræðis fjaðrafok nýlega út af mynd Martin Scorsese um Jesú frá Nasaret vegna þess að hann vék út frá hefð- bundnum skilning á Jesú í túlkun sinni. Myndin var bönnuð víða um heim og sums staðar kveikt í þeim kvikmyndahúsum sem neituðu að stöðva sýningar hennar. Þetta minnti Hollywood óþyrmilega á hve trúmál em viðkvæm fyrir fjölda fólks. Stríð Nýlega mátti heyra í fréttum að kirkjureitir gyðinga hefðu verið svívirtir á nokkrum stöðum í Evr- ópu. Það tók kvikmyndaframleið- andann Amold Kopelson sjö ár aö fá aöila til að fjármagna myndina Triumph of the Spirit sem gerist nær algerlega í útrýmingarbúðum nasista. „Ég fór til hvers kvikmyndavers- ins á eftir öðm og fékk ahtaf þau Umsjón Baldur Hjaltason svör að enginn vildi framleiða myndir sem fjölluðu um þennan hluta mannkynssögunnar. „Fólk er búið að fá nóg af þessu og þú getur eins hætt að hugsa um þess mynd þína,“ voru svörin sem ég fékk,“ hefur verið haft eftir Kop- elson. „En það skrítna var að þegar Triumph of the Spirit var frum- sýnd í desember síðastliðnum var okkar aðalvandamál tvær aðrar myndir, sem fjölluðu um sama efn- i, sem vom Enemies, A Love Story, leikstýrð af Paul Mazursky, og Music Box eftir Costa-Gavras.“ Kopelson viröist vera hálfgerður uppreisnarseggur innan Holly- wood því hann framleiddi Víetnam- myndina Platoon sem Oliver Stone leikstýrði og lýsti Víetnam-stríöinu á aht annan máta en almenningur hafði skynjað það gegnum fjöl- miöla og opinbera aöila. Það er einnig tahð vafasamt að Stone hefði getað gert hina lofuöu mynd, Bom on the Fourth of July og flahar um hermann sem hafði slasast í Víetnam stríðinu og lam- ast fyrir neðan mitti, ef hann hefði ekki verið búinn að gera bæða Platoon og Wah Street. Neikvæðar myndir um Víetnam- stríðið voru bannvara lengi vel áður en flóðgátt opnaðist með myndum eins og Coming Home og The Deerhunter. Kynlíf Hollywood á einnig eftir að gera kvikmynd sem fjallar af alvöru um eyðni. Eyðni virðist algert bannorð og hvergi koma fram í þeim myndum sem hafa trónaö undanfarin ár á vinsældahstunum. Það er eins og þessi sjúkdómur sé ekki til í Hohy- wood, þótt fjöldi stórstima hafi dáið úr eyðni. Það hða líklega nokkur ár áður en einhver kvikmyndaframleið- andinn ákveður að taka af skarið og láta reyna á hvort fólk sé tilbúiö að sjá svona mynd. Kynvilla er einnig viðkvæmt orð En framleiðandanum David Weisman tókst að sýna fram á með mynd sinni, Kiss of the Spider Woman eftir bók Manuel Puig, að hægt er að gera mynd um samband tveggja fanga, annars vegar vinstrisinnaðs blaðamanns og hins vegar kynvillts gluggaskreytinga- manns, án þess að ofhjóða siðgæð- isvitund áhorfenda. „Þegar ég sendi handritið til um- sagnar fékk ég alltaf sama svarið," segir Weisman. „Fólk óskaði mér til hamingju með gott handrit... en sagði síðan aö því miður væri þetta ekki handrit sem hentaði því. Efnisþráðurinn er líkt og martröð fyrir markaðsfólkið okkar, mynd um homma og komma saman í fangaklefa. En myndin var gerð og gekk vel og hlaut annar leikarinn, Wilham Hurt, meðal annars óskarsverð- launin það árið fyrir leik sinn. Þeg- ar hann tók að sér hlutverkiö braut hann einnig eina af óskrifuðu regl- um Hollywood. Leiktu aldrei homma því þá halda ahir að þú sért það.“ En kvikmyndaverið, sem tók myndina aö lokum upp á arma sína, hélt þó í nokkrar af sínum óskrifuðu reglum. í auglýsingum um myndina og m.a. á forsíðu myndbandsins má sjá hina ítur- vöxnu „kóngulóarkonu" koma út úr skóginum með dökkan vef að baki sér. Þetta var eina ráöið sem þeir sáu til að lokka áhorfendur til að sjá myndina. Eiturlyf Flestir kvikmyndaframleiðendur eru samþykkir því að sjá til þess að myndir þeirra geri ekki eitur- lyfjum hátt undir höfði. Raunar eru eiturlyf sums staðar bannorð og þótt bæði myndirnar Bright Light, Big City og Less Than Zero fjalli um líf eiturlyfjsjúklinga er tekiö þannig á málum að áhorf- endur vita varla hvað er upp og hvað er niöur. Niðurstaðan verður síðan myndir sem enginn vill sjá. En Gus Van Sant var ekki sam- mála og sem óháður kvikmynda- gerðarmaður gerði hann Drugstore Cowboy sem fjahar um líf hóps eit- urlyfjasjúkhnga sem halda sér gangandi með þvi að ræna lyfja- búðir og spítala. Myndin var frum- sýnd á kvikmyndahátíð í New York og hlaut góða dóma og var talin brautryðjendamynd á þessu sviði, eins og Bonnie og Clyde og Days of Wine and Roses voru á sínum tíma og sinn máta. Hins vegar hafa fáir séð Drug- store Cowboy enda hefur myndin hlotið takmarkaöa dreifingu og mun líklega enda hér heima sem listahátíðarmynd. Hér hefur einungis verið rætt um hvernig kvikmyndaiðnaðurinn reynir að búa sér til sínar eigin reglur. En í flestum löndum er einnig lögboðið eftirlit, kvik- myndaeftirht, sem fylgist með því að myndir, sem eru sýndar í við- komandi landi, séu ekki hættulegar andlegri hehsu landsmanna. Um þetta atriði verður rætt síðar. Heimildir: American Film Banned Films; Edward De Grazia B.H.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.