Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1990, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1990, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 1990. Atli er alkominn heim frá Tyrklandi: Ég er rétt að byrja ferilinn - ákvað að fara heim er tveimur félögum hans var stungið í fangelsi „Ég ákvaö að flytja alkominn heim til íslands eftir mikil leiðindi sem komu upp á milli forseta Genclerbili aimars vegar og tveggja argent- ínskra leikmanna og mín hins vegar. Argentínumennirnir voru settir í fangelsi á tímabili en mér og fjöl- skyldu minni var hótað öllu illu ef ég krefðist þess að leika áfram sam- kvæmt samningi. Þetta var skömmu fyrir landsleik íslands og Albaníu í maímánuði. Ég ákvað strax að fara heim en halda öllu leyndu til þess að þetta hefði ekki áhrif á landsleikinn og félaga- skipti mín í KR,“ sagði Atli Eðvalds- son, landsliðsfyrirliði í knattspymu, í viðtah við helgarblað DV. Ath hefur veriö í atvinnumennsku í knattspymu í tíu ár. Hann lék í V-Þýskalandi með Borussia Dort- mund, Fortuna Dusseldorf og Bayer Uerdingen áður en hann hélt til Tyrklands í september í fyrra. Atli er 33 ára og segist eiga eftir 4-5 ár sem knattspymumaður. Hann er íþróttakennari aö mennt og hefur leikið 61 landsleik fyrir ísland og á sennilega eftir að bæta tugum lands- leikja við. „Ég er rétt að byrja feril- inn,“ segir Ath. Fjölskyldan stefnir nú að því að byggja sér hús í Hafnar- firði. Fyrsti leikur hans með KR verður á móti gömlu félögunum úr Val þann 27. júní. Fjölskyldunni var hótað „Leiðindin í Tyrklandi byijuðu þegar annar argentínsku leikmann- anna vildi fá sig lausan frá félaginu en hirin óskaði eftir að fá hærri laun. Þetta mislíkaði forsetanum en hann hefur mikh völd þarna og um hans hendur fara margir tugir milljóna króna á mánuði. Mótlæti er nokkuð sem hann þekkir ekki. Þetta var 13. maí en þá var ljóst aö við myndum ná að halda okkur í deildinni. Þegar Argentínumennim- ir, Renaldi og Zacarias, fóm á fund forsetans fengu þeir algjöra neitun við óskum sínum og hann henti þeim bara út. Þá báðu þeir um vegabréfm sín en hann neitaði því hka. Leik- mennimir fóm þá til argentínska sendifulltrúans sem trúði varla því sem þeir sögðu. Hann lét þá hafa umsókn fyrir nýjum vegabréfum. Þeir fóra með pappírana niður á lög- reglustöð en þá var forsetinn búinn að vara við að þeir væru að reyna aö flýja. Viö svo búiö stakk lögreglan þeim í fangelsi og þar sátu þeir í 10 tíma. Við hinir leikmennirnir skynjuð- um að eitthvað var að gerast. Argent- ínumennimir komu ekki á æfingar og þeir lentu í miklu óvissuástandi í heila viku. Þetta vom strákar sem ég hafði mikið samband við. Fjöl- skylda mín var á leið í frí heim til íslands þann 18. maí. Þann 13. maí fékk ég viðtal viö forsetann. Áður en ég kom inn th hans var hann í stresskasti út af Argentínumönnun- um. Þegar ég kom inn th hans sagði hann strax: „Það verða engir útlend- ingar hér áfram vegna vandamála sem hafa skapast af þeim. Þiö getið bara allir farið. Þá minnti ég hann á tveggja ára samninginn minn sem átti að renna út árið 1991. Þá æstist hann upp úr öllu valdi og sagði að ef ég kærði máhð til alþjóðaknatt- spyrnusambandsins og kæmi svo aft- ur í haust myndi hann sjá til þess að mér og fjölskyldunni yrði ekki líft þar. Svona hótaði hann mér. Ég kvaddi manninn. Þarna var ég ákveðinn í að fara til íslands fyrir fullt og fast. Það varð allt vitlaust. Vinir mínir, varaforsetinn og þeir sem eru mér vinveittir reyndu aö gera hvað þeir gátu. Þetta mál var líka rætt í blöðunum. En ég var ákveðinn. Máh Argentínumannanna lauk svo þannig að annar fékk aö fara heim meö því að endurgreiða félaginu peninga sem hann vann sér inn í vetur. Hinn samþykkti dauð- skelkaður ahar kröfur forsetans. Um leiö og þeir fengu passana sína fóru þeir heim. Þeir sögðu mér að þeir færu aldrei aftur til Tyrklands. Þegar maður fær svona hótanir frá æðsta manni félagsins lætur maður ekki bara þar við sitja. Ég sleppti því síðasta dehdaleiknum. Við pökkuð- um öhu saman á tveimur dögum og komum heim th íslands þann 27. maí eftir aö hafa veriö í viku í Þýskalandi. Ákafir stuðnings- menn liðs Sigi Held „Ég fór th Tyrklands í september síðasthðnum. ÁUt í kringum fótbolt- ann þar er mjög öfgakennt. Þegar við sphuðum á móti hði Sigfrieds Held, Galatasaray frá Istanbúl, hófst leik- urinn klukkan tvö um daginn. Strax klukkan átta að morgni var leik- vangurinn orðinn troðfullur af áhorfendum - 40 þúsund manns. Þar af komu þijátíu þúsund áhorfendur frá Istanbúl. Það má svo ímynda sér lætin þegar leikurinn hófst. Velhrnir era ahtaf troðfulhr og ævintýra- mennskan í kringum þetta er algjör. Heimaleikirnir hafa mikið að segja og dómgæslan er í samræmi við það. Ef Tyrkir hefðu náð að komast í heimsmeistarakeppnia á Ítalíu núna hefðu örugglega milljónir fylgt liðinu þangað,“ segir Ath. „Liðið mitt hafði aldrei áður haft erlenda leikmenn. Það átti að fækka í deildinni og því erfiðara að halda sér uppi. Ég og Argentínumennirnir tveir vorum því keyptir. Það var mjög skrýtið fyrir okkur þrjá að að- lagast þessu fyrst. Til dæmis höfðum við þjálfara sem viö máttum ekki horfa beint framan í ef hann var að tala við okkur. Við áttum að horfa niður. Á fundum þótti svo dónaskap- ur ef við krosslögðum fætur. Þá vor- um viö að niðurlægja þjálfarann. Einu sinni gerði hann athugasemd þegar ég hafði fæturna krosslagða. Ég hætti og baðst afsökunar. Tuttugu mínútum síðar gleymdi ég mér og krosslagði fæturna aftur. Þjálfarinn hvessti þá á mig augun en ég gat ekki annaö en hlegið,“ segir Atli. Hvers vegna í KR? „Daginn eftir að ég kom heim til íslands hringdi einn félaga minna úr KR í mig. Eg sagði honum þá strax að ég væri alkominn heim og tjáði honum að mig langaöi að koma yfir í KR. Það var þá ákveðið. Þessu var. haldið leyndu fram yfir landsleik." - Hvers vegna fórst þú í raðir KR- inga en ekki í Val - á Hlíðarenda þar sem þú varst „ahnn upp? „Það var búið aö þrýsta á mig í mörg ár. Ég geri líka oft það sem ekki er beint reiknað með. Eg breyti stundum um stefnu og reyni að sjá nýja hluti fyrir mér. Mig langar th að taka þátt í að vinna annaðhvort íslands- eða bikarmeistaratitil fyrir hð sem hefur ekki orðið íslands- meistari í 23 ár. Það yröi stórkostlegt. Mörgum Valsmönnum kann að finnast að ég sé að einhverju leyti að brjóta af mér. Ég er hins vegar ekkert einsdæmi, fleiri Valsarar hafa farið annað. Mér finnst ég vera búinn að skha mínu hjá Val og langar að taka þátt í einhverju nýju. Mér finnst það hvetjandi verkefni að vinna bik- ar með KR. Félagið á hka mjög sterka áhangendur. Ef eitthvert hð á fith skihð þá er það þetta vesturbæjarlið. Ef takmarkið verður aö veraleika held ég að það yrði reistur múr i kringum vesturbæinn og hann lýsti yfir sjálfstæði. Það yrði algjör sprenging." Kom ekki í atvinnu- mannshugleiðingum Ath segist ekki vera kominn til KR með það fyrir augum að verða at- vinnuknattspyrnumaður. Félagið mun hins vegar aðstoða hann við ýmis atriði varðandi það að koma sér fyrir á íslandi. „Félagið er tilbúið th að vera mér innan handar varðandi þau atriði.“ Atli vih ekki tjá sig um greiöslur í þessu sambandi. „Ef ég hefði eingöngu verið aö sækjast eftir peningum hefði ég getað haldið uppboð á sjálfum mér. Það var hins vegar aldrei ætlunin. Ég hafði lengi hugleitt að fara í KR vegna kunningsskapar við marga í þeirra röðum í mörg ár. Ég stríddi félögum mínum í KR á því fyrir tíu árum að þeir yröu aldrei meistarar fyrr en ég kæmi yfir til þeirra. í mhhtíðinni hafa þeir ekki unnið stóra titla svo það er aldrei að vita nema þetta ræt- ist,“ segir Ath. „Mér hst vel á KR-hðið. Það er sterkt á pappímum. En það er eins og með íslenska landsliðið, það verö- ur að vinna rétt saman á velhnum. Ath segist ekki vita í hvaða stöðu hann veröur þegar hann leikur fyrsta leik sinn með KR á móti Val. „Ætli þjálfarinn ráði því ekki. Mér er nokkuð sama um hvar ég spila á velhnum. Ég reikna þó með að verða aftarlega. En ég á örugglega eftir að fara í sóknina líka. Ég er svo ansi markagráðugur," segir hann. Kolbrjálað landslið á Lenínleikvanginum Ath er þekktur fyrir að drífa félaga sína í landshðinu áfram þar sem hðs- andinn er mjög sérstakur. Varðandi baráttugleðina í landshðinu eru Atla ýmis atvik sérstaklega minnisstæð: „Við voram eins og grenjandi ljón þegar við biöum með sovésku leik- mönnunum inni í göngunum á Len- ínleikvanginum í Moskvu í undan- keppni heimsmeistarakeppninnar í fyrravor. Liðin stóðu hhð við hlið í röð inni í göngunum þegar við biðum eftir að hljómsveit og fleiri gengu út af leikvanginum. Það var varla nema armlengd á mhli raðanna. Við létum öllum illum látum: „Tökum þessa karla - þeir geta ekki neitt, töklum þá niður. Beijast strákar. Við neglum þá! - Við vorum alveg kolbijálaðir - beint fyrir framan hina leikmennina. Fyrir utan biðu 100 þúsund áhorf- endur í 30 stiga hita. Heima á íslandi var hitinn rétt fyr- ir ofan frostmark. Við vorum ekki búnir að koma saman í átta mánuði og flestir af strákunum höfðu ekki einu sinni spilað á grasi í allan þann tíma. Fólkið heima hefði átt að sjá þennan djöfulgang í hðinu. Dasayev, Protosov og allar stjörnurnar í sov- éska hðinu htu á okkur og hristu bara hausinn. Svona gekk þetta í 3-4 mínútur áður en við gengum inn á leikvanginn. Svo byrjaði leikurinn. Við vorum eins og grenjandi ljón. Rússamir byrjuðu á að spha sinn fótbolta. Fastar, snöggar sendingar - með einni snertingu og boltinn látinn ganga. Við byrjuðum strax að spha fast og gáfum þeim engan frið. Þeir breyttu síðan um leikaðferð þegar þeir náðu að skora mark úr auka- spyrnu. Þá urðum við enn vit- lausari. Rússarnir drógu sig til baka og reyndu að forðast tækhngar við okkur en við pressuðum á þá. Sov- ésku áhorfendumir byrjuðu fljótlega að gera mexíkanskar bylgjur og fannst voða gaman. Þegar leið á leik- inn fór þetta að breytast. Bylgjumar urðu máttlausari að sjá. Þegar við náöum svo aö jafna rétt fyrir leikslok datt botninn úr öllu saman hjá þeim. Þetta endaði með því að áhorfendur klöppuðu fyrir okkur. Þegar leiknum lauk hlupum við þijá sigurhringi í kringum vöhinn, fórum úr peysun- um og köstuðum þeim th áhorfenda. Svona er stemningin öft í leikjum landsliösins. Við verðum hreinlega brjálaðir inni í búningsklefa áður en við fóram út á vöh. Sigfried Held, þjálfarinn okkar, var hrifinn af þessu. En ég held að það hafi alveg gengið fram af honum yfir þessari vhlimennsku þegar hann sá okkur með sovésku leikmönnunum inni í göngunum,“ segir Ath og hlær. Bo hrökklaðist út í horn „Við leikmennimir segjum gjam- an: Viö erum ekki bestir - en við eram sterkastir. Ég er viss um að íslenska landsliöið er þaö þyngsta í heiminum, í kílóum talið. Þessir strákar eru alhr eitt vöðvabúnt. Þegar viö lékum á móti Lúxemborg í vor var svipuð stemning hjá okkar fyrir leik og á Lenínleikvanginum. Það var fyrsti leikur okkar með Bo Johansson sem landshðsþjálfara og fyrsti leikurinn eftir að Eggert Magn- ússon varð formaður KSÍ. Þegar þjálfarinn kom inn í búningsher- bergi th okkar og ætlaði að fara að stappa í okkur stálinu urðum við á Atli Eðvaldsson segir að breytinga sé að vænta hjá landsliðinu. Hann hef- ur leikið 61 landsleik og á sennilega eftir að bæta einhverjum tugum við þvf hann segist ætla að leika knattspyrnu í 4-5 ár í viðbót. Á myndinni fagnar Pétur Ormslev marki sem Atli skoraði í landsleik íslands og Albanfu á dögunum. Atli þótti þá sýna mjög góðan leik.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.