Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1990, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1990, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 1990. 39 '■’ undan. Það bijálaðist allt. Viö öskruðum og létum öllum illum lát- um og hvöttum hver annan. Eggert og Bo hrökkluðust nærri því út í hom og urðu hálfsmeykir. Þarna sá Bo okkur í fyrsta skipti í ham. Hann sagði mér að svona nokkuð væri al- veg einstakt - hann hefði hvergi séð neitt í líkingu við þetta. Ég skynja það að hann er mjög hriíinn af því hvað við stöndum vel saman. Svona er íslenska landsliðið í fót- bolta fyrir leiki. Við verðum alveg kolvitlausir. Þetta er einstakur stemningshópur. Við spilum með hjartanu og þannig getum við unnið lið. Ég er hræddur um að einhverjir yrðu hissa ef hljóðnemi yrði settur upp í búningsherbergjunum hjá okk- ur fyrir leiki eða í hálfleik. Þá heyr- ist dálítið mikill hávaði. Sjálfstraus- tið verður oft æði gott og við bemm enga virðingu fyrir neinum andstæð- ingum. Enda er það rétt að stappa í sig stálinu með þessu móti - svona svipað og Jón Páll sterki gerir. Ef okkur tekst að fá áhorfendur á ís- landi til að taka þátt í þessari stemn- ingu með okkur - þá emm við komn- ir í gott mál,“ segir Atli. Ég myndi kaupa Óla Þórðar Atli segist vera mjög hrifmn af bar- áttumanninum frá Akranesi, Ólafi Þórðarsyni, sem nú leikur með Brann í Noregi. „Ef ég væri þjálfari hjá AC Milan myndi ég kaupa Óla. Það er ekki hægt aö gera mistök með því að kaupa hann. Óli er einstakur baráttumaður. Úti á leikvellinum var hann eitt sinn búinn að tækla leik- mann í jörðina og fékk tiltal frá dóm- aranum. Það dró ekkert úr honum. Hann æpti bara til okkar hinna í lið- inu: „Næst fer hann upp í stúku!“ Svona á þetta að vera. Við eigum ekki að spila á neinum atvinnu- mannastandard í landsleikjum. Við náum árangri með svona baráttu- hugarfari. Það hafa dæmin sýnt. Viö erum bæði með áhuga- og atvinnu- menn. Þegar okkur tekst aö leika eins og samstilltur áhugamannahóp- ur náum við árangri. Við höfum ekki efni á að treysta á stór nöfn í atvinnu- knattspymunni. Þegar kaliað er í sterkasta liðið, á pappírnum, og treyst á það eingöngu, spilum við aldrei vel nema ef hjarta allra slær eins og hjá áhugamönnum. Ásgeir Sigurvinsson í tæklingum Við sem höfum verið atvinnumenn megum ekki leika með sama hugar- fari í landsliöi og viö gerum með fé- lagsliðunum í útlöndum. Þá náum við ekki árangri. Svona hugsaði Ás- geir Sigurvinsson í landsleikjum - á „áhugamannastandard". Þegar hann lék með okkur var hann ekki að gefa einhvetjar langar snilldarsendingar eins og í útlöndum. Hann aölagaði sig heldur íslenska landshðinu. Fór aftur að vörninni og renndi sér oft í tækhngar við mótheijana. Hann sagði eitt sinn við mig eftir leik: „Mikið djö.... er gaman að tækla þessa karla. Úti eru þeir ahtaf í löpp- unum á mér.“ Ásgeir fékk mikið út úr þessu." - Hvernig teljið þið landshðsmenn sjálfir að áhorfendur hér eigi að styðja við ykkur þegar þið eruö úti á velhnum. Hvernig komist þiö í „gott mál“ eins og þú nefnir það? „Með ýmsu móti. Ef tækhng eða eitthvað annað misheppnast hefur það mikil áhrif að fá hvatningu: - Þetta er í lagi - þetta kemur r.æst, bara áfram og aftur áfram. Hvefja okkur bæði þegar gengur vel og Ula.“ Atli telur að ef almenningur og fjöl- miðlar sýni andstæðingunum mikla virðingu fyrir landsleiki skih það sér sálfræðilega til íslensku leikmann- anna. Við eigum að vera htlu menn- irnir sem hafa allt að vinna. Tökum dæmi. Þegar austurríska landshðið kom í fyrra voru leikmenn þeirra gerðir aö stjömum í fjölmiðlum hér á landi. Fjölmiðlar birtu myndir og viðtöl við leikmenn. Andstæðingun- um var hampað í hvívetna fyrir leik. í svona tilfellum hugsa erlendu leik- mennimir: „Já, hvað - ég er svona frægur hér á íslandi. Ég er svona góð_ur.“ Á þessu græðum við. Hvað gerðist í leiknum. Þeir fengu varla færi. Þegar Albanía kom í síðasta mánuði var hins vegar pressa á okk- ur. Það var gefið í skyn að við ættum að vinna. En lið Albaníu er gott og á eftir að vinna mörg stig í riðhnum,“ segir Ath. Breytingarfyrir- hugaðar á landslióinu „Bo Johansson er mjög mikhl fag- maður í sínu starfi eins og Svíar era yfirleitt. Ég held að Svíar séu fremst- ir í heiminum varðandi skipulag íþrótta. Síðustu 20 ár hafá þeir sent marga þjálfara á allar heimsmeist- arakeppnir - þeir skrá aht hjá sér og standa vel að sínu fólki. Sigfried Held er maður sem tók stundum áhættu, gerði breytingar og stóð vel fyrir sínu. Nú erum við bún- ir að fá reynslu og eram töluvert sterkari í höfðinu en áður. Bo er að prófa nýja leikaðferö hjá okkur. Hún tókst nú ekki vel th að byrja með á móti Albaníu. En við fórum að aðlag- ast kerfmu betur er leið á leikinn. Ef við náum að spha eins vel eftir hans kerfi og við vorum farnir að gera méö gömlu aðferðinni munum við komast nokkrum skrefum fram- ar á næstunni." - Er ætlun þjálfarans að útfæra líka „nýja kerfið" á móti sterkari þjóðun- um í riðhnum: Spáni, Frakklandi og Tékkum? „Já, hann segir að við eigum ekki að hugsa um hvemig andstæðingur- inn sphar heldur hvemig við leikum sjálfir. Ef við verjumst rétt og fram- kvæmum sóknaraðgerir eins og á að gera erum við á réttri leiö. Taktískt er alveg sama hvar þú verst á vehin- um, hvort heldur er á eigin vahar- helmingi eöa við vítateig andstæð- inganna. í leik Svía og Brasihu- manna í síðustu viku pressuðu Svíarair á hina við vítateig þeirra í hehar 35 mínútur. Sviamir sýndu heimsklassaleik. “ - Má þá segja með öðrum orðum að íslendingar muni nú taka upp svip- aðan leik og Svíar? „Það er verið að reyna að snúa sér í þá átt. Við sphum að vísu ekki með fjögurra manna flata vörn heldur höfum við „sweeper" eða „fríveija" eins og Janus Guðlaugsson nefnir það. Ég held þó að þróunin hjá okkur verði sú að við verðum með tvo mið- verði en það gefur okkur möguleika á að leika rangstöðutaktík í vörn- inni. Bo er að aðlaga leikmennina kerfinu og leyfir okkur að vera með „sweeper" í fyrstu leikjunum. Þegar við verðum famir að ná þessu breyt- ir hann alveg yfir. Hann leggur mikla áherslu á aö láta rétta leikmenn spha í stöðum sem henta hðinu best hverju sinni.“ - Eru landshðsmennimir bjartsýnir á gott gengi í riðlakeppninni? „Það ríkir alltaf bjartsýni hjá okk- ur. Við værum orðnir heimsmeistar- ar í bjartsýni ef keppt væri í henni. Mórahinn er einstakur. Ef við fáum tuttugu þúsund manns á heimaleiki sem myndu hvefja okkur svipað og áhorfendur gerðu á móti Albaníu um daginn eigum við eftir að ná í mörg stig. Þaö verður reynt að ná leik- mönnum saman í einn eða tvo leiki í ágúst áður en viö leikum hér heima á móti Frökkum í september. Bo er núna að fylgjast með hinum hðun- um, Tékkum og Spánverum, á Ítalíu. Hann á örugglega eftir að kaha ís- lenska leikmenn heim frá útlöndum fyrir Frakkaleikinn," segir Ath. Milljónimar út í hött Ath telur island vera of htið land th þess að geta með góðu móti staðið undir atvinnuknattspymumennsku. „Mér finnst þó að vissu leyti rétt að stefna að atvinnumennsku hér á landi. Raunhæfasti mögiheikinn fyr- ir atvinnumennsku væri með ís- lenska landshðið. Hópurinn gæti th dæmis komið saman í æfingabúðir að hluta th á vetuma th að brúa stutt keppnistímabh. Hins vegar er eini möguleikinn að -------\------------------------ \ \ fjársterkir menn eða fyrirtæki standi á bak við íþróttafélögin. Ég held þó að Reykjavíkurfélögin hafi minnsta möguleika th að koma á atvinnu- knattspyrnu. Þau eru svo mörg á ein- um stað. Félögin úti á landi hafa þó bæjarfélögin á bak við sig. En þetta er bara svo viðkvæmt mál ennþá. Mér finnst þær upphæðir sem hafa verið nefndar vegna kaupa á einstökum leikmönnum, tvær th fimm mhljónir, alveg út í hött. Þaö er enginn möguleiki á því að íþrótta- félög, sem fá thtölulega fáa áhorfend- ur í aðeins fjóra mánuði, geti sjálf staðið undir slíku.“ Framtíðin kemur í ljós Ath hefur ýmsar hugmyndir varð- andi framtíðaráform sín og segir aö það bíöi betri tíma að greina frá þeim. Hann var mjög hrifmn af landi og þjóð í Tyrklandi þrátt fyrir þau leið- indi sem áttu sér stað áöur en hann kom heim. „Ég er alveg ákveðinn í að fara ekki annað en th Tyrklands í sum- arfrí - það er einstaklega fallegt land og fólkið gestrisið. Minningaraar þaðan eru góðar þrátt fyrir leiðindin út af forseta félagsins. Ég á örugglega eftir aö fara með marga íslendinga th Tyrklands og sýna þeim hvað þetta er fahegt land.“ - Hvað ætlar þú að spha knatt-, spyrnu í mörg ár í viðbót? „Ég skal segja þér að mér finnst miklu skemmthegra aö spha fótbolta núna heldur en fyrir tíu árum. Ég varð 33 ára á þessu ári og á eftir að spha áfram í fjögur th fimm ár. Ég er rétt að byija ferilinn," segir Ath og hlær. Eiginkona hans heitir Stein- unn Guðnadóttir og eiga þau átta ára gamlan son, Egh, og fimm ára gamla dóttur, Sif. „Mér finnst að bö: verði núna að fá að kynnast ís- landi,“ sagði Ath Eðvaldsson lands- hðsfyrirhði. -ÓTT I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.