Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1990, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1990, Blaðsíða 14
14 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELiAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RViK, SÍMI (91J27022 - FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð í lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Sjónh verfingamenn Donald Trump er gott dæmi um, hversu langt er unnt að komast á ímynd, sem byggð er upp, án þess að innihald sé að baki. Hann hefur um nokkurra ára skeið baðað sig í frægðarljóma auðsöfnunar og látið banka- stjóra lána sér án trygginga. Nú er spilaborgin að hrynja. Töluvert er til af hstamönnum af þessu tagi. Saksókn- arinn í London heldur því fram, að íslenzkur maður, Jósafat Arngrímsson, hafi náð rúmlega milljarði króna út úr ekki minni stofnun en National Westminster Bank, meira eða minna með ævintýralegum sjónhverfmgum. Við höfum heyrt þjóðsögur um, að Einar Benedikts- son skáld hafi vafið brezkum íjármálamönnum um fmg- ur sér, meira eða minna með höfðinglegri framkomu sinni. Þeir fengu honum stórfé í hugmyndir, sem voru ef til vill góðar, en náðu ekki fram að ganga. Ágætt dæmi um klókan sjónhverfmgamann er hinn ítalski Giancarlo Paretti. Hann náði 40 milljarða ís- lenzkra króna tryggingu út úr stærsta fjölmiðlafyrir- tæki heims, Time Warner, svo að hann gæti keypt kvik- myndaverin Metro Goldwyn Mayer og United Artists. Paretti hefur notað hvert tækifæri til að auglýsa, hversu ríkur hann sé og hversu góð sambönd hann hafi. Hann taldi Steve Ross, forstjóra Time Warner, trú um, að hann væri einkavinur Jóhannesar Páls páfa. í Páfagarði hefur þessu verið harðlega mótmælt. Komið hefur í ljós, að Paretti hefur fimm sinnum verið dæmdur á Ítalíu fyrir útgáfu á gúmmítékkkum og fólsun á bókhaldi og meðal annars til þriggja ára fangavistar fyrir gjaldþrotasvik. Ennfremur hafa blaða- menn rekið augun í tengsh hans við mafíumenn. Þegar hitnaði undir Paretti á Ítalíu, fór hann til höfuð- stöðva ímyndaframleiðslunnar, Hollywood. Þar sneri hann Time Warner svo um fingur sér, að það stórfyrir- tæki er nú komið á skrá yfir þau fyrirtæki, sem önnur fyrirtæki beri að umgangast með fjárhagslegri varúð. Donald Trump erfði einn og hálfan milljarð króna eftir föður sinn og taldi umheiminum trú um, að hann hefði breytt arfmum í sextíu mihjarða króna með ein- stakri fjármálasnilh sinni. Nú er komið í ljós, að hann taldi bara eignirnar, en ekki skuldirnar á móti. Donald Trump skrifaði metsölubók, sem fjallaði um, hversu ofsalega klár í fjármálum hann væri. Hann sagð- ist ennfremur vera thvahð forsetaefni fyrir Bandaríkin. „Enginn fertugur maður hefur afrekað annað eins og ég,“ sagði hann. Fólk féll unnvörpum fyrir honum. Sérgrein Donalds Trump hefur verið að ná lánsfé úr bönkum gegn veði í of hátt metnum fasteignum. Fjár- málaritið Forbes telur, að hann hafi tapað hálfum þriðja milljarði á ári og að vafasamt sé, að hann eigi fyrir skuld- um. ímyndin, sem hann byggði upp, er að hrynja. Þegar menn geta komizt svona langt á ímyndinni í New York, HoUywood og London, er engin furða, þótt unnt sé að byggja upp smáveldi á íslandi, án þess að nokkuð áþreifanlegt sé að baki. Sumir muna kannski eftir Ávöxtun og Grundarkjöri, sem flugu hátt um tíma. Hér var einu sinni stórfyrirtæki, sem talið var traust- ara en ríkið sjálft. Nú hggur Samband íslenzkra sam- vinnufélaga í rúst. Aht í einu hafa menn áttað sig á, að það á htið nema skuldir. Bláeygur Landsbanki og nokkr- ir útlendir bankar sitja eftir með verðlausa pappíra. Enn þann dag í dag er veröldin vettvangur sjón- hverfmga í viðskiptum og stjórnmálum. Kraftaverka- menn koma og fara og skilja eftir sig spennandi lesefni. Jónas Kristjánsson LAUGARDAGUR 16. JLTNÍ 1990. Ummyndun Mið- og Aust- ur-Evrópuríkja Til orðahnippinga kom milli undir- ritaðs og stjómmálafræðinema í Háskólanum á jólafostu síðastlið- inni. Verið var að ræða aðdraganda nýafstaðinna lýðræðisbyltinga í löndum Mið- og Austur-Evrópu, sem þá náðu til ailra Varsjárbanda- lagsríkja vestan Sovétríkjanna nema Rúmeníu. Umskiptin höfðu átt sér stað án blóðsúthellinga, meira að segja í löndum eins og Austur-Þýskalandi og Tékkósló- vakíu, þar sem eins flokks valda- kerfið virtist fram á síðustu stundu til alls víst. Af því sem gerst hafði dró ég þá ályktun að yfirgnæfandi líkur væru á að um mitt sumar yrðu komnar til valda á þessu svæði gerbreyttar ríkisstjórnir frá því sem áður var, sprottnar upp úr frjálsum kosningum. Á þetta vildu stjómmálafræðinemar sumir hverjir ekki leggja minnsta trúnað, heldur töldu að byltingarferili hlyti að fara eftir fræðilegu líkani, þar sem hófsemdarmenn fyrstu hylt- ingarbylgjunnar yrðu að víkja fyrir ofstopahópum. Nú nálgast mitt sumar og niður- stöður liggja fyrir. í Austur-Þýska- landi, Tékkóslóvakíu og Ungverja- landi em komnar til valda ríkis- stjómir með öfluga þingmeirihluta en misjafnlega staðsettar í htrófi stjómmálanna. í Rúmeníu, þar sem byltingin varð mannskæð og hafði ekki átt sér stað þegar áður rakin orðaskipti fóru fram, og Búlgaríu hafa þau öfl úr gömlu valdaflokkunum, sem heita umbót- um og vestrænni lýðræöisjafnaðar- stefnu, haldið velh. Að sumu leyti má rekja þennan mun til löngu hðins tíma, lýðræðis- hefð er mun eldri og öflugri í lönd- um Miö-Evrópu en með Balkan- þjóðum. Meira ræður þó afstaða fyrri valdhafa gagnvart erlendu valdi. Nakið, sovéskt hervald var undirstaða valdakerfanna í Aust- ur-Berlín, Prag og Búdapest. Ára- tugir eru síðan Sovéther hvarf frá Rúmeníu og Búlgaría var aldrei hersetin. Lærdómsríkt er í þessu sambandi að hta til Júgóslavíu, þar sem kommúniskir valdhafar bratust undan áhrifum veldis Stalíns fyrir rúmum fjörutíu árum. í vesturlýð- veldunum, sem teljast til miðevr- ópska menningarsvæðisins, Sló- veníu og Króatíu, hefur verið tekið upp fjölflokkakerfi með svipuðum niðurstöðum úr fyrstu kosningum og í nágrannaríkjunum. í þeim lýð- veldanna, sem tilheyra Balkan- skaga, einkum Serbíu, ríkir eins flokks kerfið óhaggað. Tugþúsund- ir héldu þó uppi andófi gegn því á götum Belgrad á miðvikudag, sama dag og mótmælagöngur vora í Erlend tíðindi Magnús Torfi Ólafsson búlgörskum borgum gegn kosning- aúrslitum og andófsmenn gegn Rúmeníustjórn réðust á opinberar byggingar í Búkarest. Okyrrðin er því bundin við Balk- anlöndin, en í Austur-Þýskalandi, Tékkóslóvakíu og Ungverjalandi má allt heita með kyrrum kjöram. í Austur-Þýskalandi eru stjórnar- taumar í höndum kristilegu flokk- anna, sem leggja mest upp úr skjótri sameiningu þýsku ríkjanna. Þeir hafa fengið sósíaldemókrata í samsteypustjórn með sér, til að stjórnin hafi tvo þriðju þingsæta til stjómlagabreytinga. Um næstu mánaðamót sameinast efnahags- kerfi þýsku ríkjanna undir ægis- hjálmi vesturþýska marksins. Vesturþýsk fyrirtæki auka jafnt og þétt umsvif sín í Austur-Þýska- landi. Ljóst er að leggja verður nið- ur úrelt fyrirtæki, mörg þeirra stór, sem aldrei geta borið sig. Svo vih til að fyrirsjáanlegt er að atvinnu- leysi og önnur röskun af þessum sökum verður mest í suðurhérað- unum, þar sem kristilegu flokkarn- ir fengu mest fylgi í kosningunum. Almannasamtökin, sem beittu sér fyrst og skeleggast fyrir falh fyrri valdhafa í Austur-Þýskalandi, náðu htlum árangri við kjörborðið. Öðru máli gegnir í Tékkóslóvakíu. Þar vann Borgaralegur vettvangur, frjálslynd hreyfing undir forustu Vaclavs Havels forseta, stórsigur og hreinan meirihluta á þingi. Kommúnistar náðu öðra sæti und- ir umbótamerki og íhcddssöm hreyfing kristilegra flokka lenti í því þriðja. Á henni bitnaði að for- maður stærsta flokksins, Þjóðar- flokksins, Josef Bartoncik að nafni, reyndist hafa verið launaður njósnari leynilögreglunnar í röð- um andófsmanna frá því 1971 fram á síðasta ár. í Ungverjalandi var aðalkeppnin í kosningunum milli þjóðernis- sinnaðs íhaldsflokks, sem vih fara hægt og varlega í breytingar á hag- kerfmu, og frjálslynds fiokks, sem setti á oddinn skjót umskipti til hreinræktaðs markaðsbúskapar. íhaldsmenn báru hærri hlut. Vegna þess hve fyrri stjórn í Ung- verjalandi var langt komin að opna hagkerfið, eru horfur á að Ungverj- ar verði í fararbroddi Austur- Evrópuþjóða að laða th sín erlent áhættufjármagn til atvinnufram- kvæmda, sér í lagi japanskt og bandarískt. Póhand er svo sér á parti. Þar varð th á útmánuðum í fyrra fyrir- myndin að friðsamlegum umskipt- um frá eins flokks valdakerfi með hringborðsviðræðum umbóta- sinna í valdaflokknum og stjórnar- andstöðunnar. í hálffrjálsum kosn- ingum, þar sem kvótar ghtu að vissu marki, vann Samstaða fræg- an sigur. Mynduð var ríkisstjórn undir forustu Samstöðumanna, sem hefur einbeitt sér að endur- reisn hrunins hagkerfis. Verðlag hefur verið gefið frjálst, niðurgreiðslur hafa verið afnumd- ar og launahækkunum sett ströng mörk með skattheimt'u. Árangur- inn er aö verðbólga minnkaði úr 76 af hundraði í janúar í 5% í apríl og vænst er að talan verði 4% í maí. Matvælaskortur, sem var landlægur, má heita úr sögunni. Um leið og einokun ríkisins á mat- væladreifingu var afnumin, sprattu upp markaðir bænda hvar- vetna. Eftir 21 gengislækkun á síð- asta ári hefur gengið, sem sett var á zloty í janúar, haldist stöðugt. Á móti kemur að framleiðsla í ríkisfyrirtækjum hefur dregist saman um þrjá tíundu, atvinnu- leysi farið í þrjá af hundraði og meðalrauntekjur rýrnað um 45% milli ára. Höfundur hagkerfiskoh- steypunnar, Leszek Balcerowicz fjármálaráðherra, segir áríðandi að nú geti hafist einkavæðing í fram- leiðsluatvinnuvegum, sala ríkis- fyrirtækja. Með því móti einu verði rekstri þeirra og afkomu skákað yfir á traustan grundvöh. En frum- varp um þetta efni situr enn fast í Sejm, pólska þinginu. Verkamenn óttast um störf sín og þjóðernis- sinnum er iha við eignarhald út- lendinga á fyrirtækjum. Járnbrautarverkamenn lögðu niður vinnu um daginn til að mót- mæla kaupmáttarskerðingunni, en snera aftur til starfa fyrir fortölur Lech Walesa. En foringi Samstöðu hefur snúist gegn ýmsum af sínum fyrri félögum, þar á meðal Mazowi- ecki forsætisráðhera. Virðist hann telja að sinna ráða sé htt leitað og sér beri að taka við forsetaembætt- inu af Jaruzelski 'hershöfðingja. Magnús Torfi Ólafsson ■ Prag kunngerði á miðvikudaginn lokaúrslit í þingkosningunum. Símamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.