Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1990, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1990, Side 3
MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 1990. 3 dv Viðtaliö fréttir Húsnæðisstofnun: Byggingarsjóður gjald þrota um aldamótin - óskað eftir 2 milljörðimi frá ríkinu Nafn: Úlfhildur RÖgnvaldsdótlir Aldur:43 ár Starf: Starfsmaður LifeyrissjóðS" ins Sameiningar „Ég var glöð yfir því aö við vor- um sigurvegarar kosninganna en okkar flokkur bætti við sig tveim- ur fulltrúum í bæjarstjórnar- kosningunum. Áöur höfðum við tvo fulltrúa í bæjarsijórn en feng- um nú fjóra. Við vorum hins veg- ar útilokuö frá meirililuta með vinnubrögöum þeirra sem meiri- hlutann mynda,“ sagöi Úlfhíldur Rögnvaldsdóttlr en hún skipaði efsta sæti á lista Framsóknar- flokksins á Akureyri í nýafetöðn- um sveitarstjómarkosningum. Sjálfstíeðisflokkur og /Vlþýöu- bandalag hafa nú myndað mciri- hluta í bæjarsfjórn Akurcyrar. „Meirihluti Sjálfstæöisflokks og Alþýðubandalags er ekki það mynstm- sem kjósendur vildu en þessir flokkar _ töpuðu báðir í kosningunum. Ég hef fengið mik- il viðbrögð frá fólki í bænum sem er undrandi á þessu. Samstarfs- samningurinn cr lítið merkiiegur og er mest um skiptingu cmb- ætta.“ Öðlingablak ■ Ultlnldur er fædd í Mývatns- sveit en fluttist ung til Akur- eyrar. Þar hefur hún að mestu búið síðan og lauk gagnfræða- prófi frá Gagnfræðaskóla Akur- eyrar. Úlfhildur var við nára í Danmörku í gluggaútstillingum um eins árs skeið en kveöst lítið hafa starfaö við það. „Mér íinnst frábært að búa á Akureyri og best á landínu þó ég hafi aldrei búið annars staðar. Þar er margt sem spilar inn í og ekki síst veðráttan. Svo er fjöl-; skyldan hér. Kg er í öldungablaki og finnst það alveg nauðsynlegt. Það er fastur kjami sem æflr tvisvar i viku undir leiðsögn þjálfara. Við erum í íþróttafélaginu Eik og höfum tekið þátt í árlegu íslands- móti eldri flokka. Mótið stendur : yfir í þijá daga og í fyrra fengum við gull í öðlingaflokki en í ár náðum við í silfrið. Öðlingaflokk- ur er flokkur 40 ára og eldri. Þetta er skemmtilegur hópur og sam- staðan er góð. Á vctuma fer ég svo á skíði. Éghef slaifað nokkuö að verka- iýðsmálum og félagsmálum. í bæjarstjórn hef ég setið frá 1982,“ sagði úlfhildur. Hún starfar nú hiá Lífeyrissjóðnum Samelningu en vann áöur í 11 ár hjá Iðnaðar- bankanum á Akureyri. Einnig hefur hún verið við ræstingar hjá Akureyrarbæ í 16 ár en er ný- hætt því vegna aukinnar þátttöku í bæjarmáleíhum. „Það er ekkert sumarfri ákveð- iö enn og verður örugglega ekki næstu mánuði nema stuttar ferð- ir. Við erum með sumarbústað í Mývatnssveit og fórum eitthvað þangað. Það er ailtaf gott aö koma í gömlu sveitina sína. Við vorum þar mikiö á meöan krakkamir voru litlir en fórum minna núna.“ Eiginmaður Úifhildar er Hákon Hákonarson. Þau eiga tvö börn, Hákon Gunnar, sem er 22 ára, og Helgu Hiin, 18 ára. -hmó Nú þykir ljóst að ef Byggingarsjóð- ur ríkisins heldur áfram lánveiting- um er útiit fyrir gjaldþrot hans um aldamótin. Hefur Húsnæðismálastjórn sent bréf tii forsætisráðherra þess efnis að ríkið leggi fram 2 milljarða til sjóðsins á næsta ári. Fyrirliggjandi nú eru 8000 umsóknir og er útilokað að afgreiða þær með núverandi skipulagi sjóðsins. Þyrfti 20 milljarða til að ganga frá þeim. Hofsós: Fólki fjölgar Þórhailur Ásmundsscm, DV, Skagafirðú „Ég hef ekki orðið var við að fólk sé að flytja héðan, þvert á móti virð- ist fólk vera að flytja hingað til Hofs- óss. Atvinnuástand er líka betra en á sama tíma í fyrra. Þá voru 18 á atvinnuleysisskrá en nú sjö,“ sagði Björn Níelsson, sveitarstjóri á Hofs- ósi, í samtali við DV. Hann hefur ákveðið að láta af störfum sem sveit- arstjóri. Hættir hann nú um mánaða- mótin vegna fyrirhugaðs náms í haust í Tækniskóla íslands. Að sögn Björns er nýflutt til Hofs- óss sex manna fjölskylda og von er á annarri á næstu dögum, 4-5 manna. Þá er vitað um að breytingar verða á kennaraliði skólans í haust sem frekar verða til fjölgunar í þorpinu. Björn hefur umsjón með atvinnu- leysisskráningu í Hofshreppi og gat þess að vinna hefði fallið niður einn og hálfan dag í frystihúsinu í maí og einn dag í júni. Góð aðsókn að listahátíð „Erlendu atriðin hafa verið vel sótt en því miður féllu þau íslensku nokk- uð í skuggann," sagði Egill Helgason, blaðafulltrúi hstahátíðar. Samtals komu um 16 þús. manns á viðburði hátíðarinnar. Þá eru ótaldir þeir sem komu á myndlistarsýningar og smærri uppákomur í tengslum við listahátíð. Þá gætu 3000 bæst við þessa tölu ef allir miðar seljast á tón- leikana með Bob Dylan. Enn eru óseldir nokkur hundruð miðar á þá tónleika. Fjárhagsleg niðurstaða verður ekki ljós fyrr en eftir mánaða- mótin. -pj 6900 krónur fyrir að skrá moldarkerru Bifreiðaskoðun íslands er ekki þekkt fyrir lágt verðlag síðan það var gert aö hlutafélagi. Moldarkerra, sem nær 500 kílóum, getur kostað skildinginn. Skráningargjaldið á hana er 4400 krónur og við bætist 2500 króna númeragjald. Þetta er þó ekki skoðunargjald heldur skrásetn- ingargjald og þarf því aðeins að greiða einu sinni. Kerfið er mjög fjárfrekt og hefur lánastefna þess teflt stefnt sjóðnum í tvísýnu. Vaxtamunur eigna og skulda Byggingarsjóðs er nú um 2%. Vaxtakostnaður til lífeyrissjóðanna er um 6% en er um 4% meðal lántak- enda. 2 milljarða króna framlag rík- isins gæti því eingöngu tryggt af- greiðslu 7-800 umsókna til viðbótar þeim sem afgreiddar verða á árinu 1991. Ef ekki verður gripið til sér- stakra aðgerða mun sjóðurinn verða gjalþrota um aldamótin. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félagsmála- ráðuneytinu. Samkvæmt þessu mun vaxtamun- urinn éta upp 13,4 milljarða eigið fé sjóösins á næstu 10 árum. Framlag ríkisins til að viðhalda sjóðnum án þess að auka útlán hans þarf því að vera um 1.340 milljónir á ári fram til aldamóta. Nefnd var skipuð í mars síðastliðn- um sem úttekt átti að gera á fjár- hagsstöðu og rekstrarafkomu sjóðs- ins. Niðurstöður hennar munu liggja fyrir á næstunni. Almenn útlán hafa aukist með hús- bréfakerfmu. Voru fyrstu lánin veitt í nóvember 1989. Nú hafa um 1800 manns fengið afgreiðslu úr sjóönum. Hin almenna niðurgreiðsla vaxta sem viðgengist hefur með lánakerf- inu frá 1986 er hætt með tilkomu þess. Það kallar því ekki á árlegt rík- isframlag. -tlt Hótel Holiday Inn hefur allt sem til þarf svo gjöra megi góða veislu. Brúðhjónin geta valið um glæsilegt hlaðborð með heitum og köldum réttum, virðulegt kaffihlaðborð eða spennandi pinnahlaðborð. Veislusalir hótelsins taka allt að 130 manns í sæti eða 300 manns í standandi hanastél. Kóróna hótelsins er Háteigur, þar sem gestir njóta hins rómaða útsýnis tii Esjunnar og yfirsundin blá. Hótelsvítan fylgir með í veislukaupunum og þegar brúðhjonin draga sig í hlé bíður þeirra glaðningur frá hótelinu á svítunni. Að sjálfsögðu er morgunverður framreiddur þegar ungu hjónin óska þess. Allar upplýsingar eru veittar í síma 689000. -\^oÚxSjCU^ ^yvyv. Sigtún 38 - 105 Reykjavík - Sími (91) 689000 -pj

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.