Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1990, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 27. JUNÍ 1990.
Fréttir
Heimsókn Bretadrottningar:
Drottningin vissi mikið
um íslenska hestinn
- segir Gunnar Dungal hrossabóndi
„Drottningin er mikil hestamann-
eskja og var mjög vel aö sér í þessum
hlutum. Þetta var eins og að tala viö
fagmanneskju, hún vissi mikið um
íslenska hestinn,“ sagöi Gunnar
Dungal, hrossabóndi í Dal, en hann
stóö aö sýningu þeirri sem skipulögð
var fyrir Elísabetu Bretadrottningu
í gær.
Bæði drottningin og Fihppus her-
togi hafa mikinn áhuga á hestum og
sagöi Gunnar aö þau heföu greini-
lega vitað mikiö um þá. Of kalt var
í veöri til aö sýna þeim kynbótahross
í reið en í staöinn fékk drottningin
aö skoöa þau í rólegheitum inni við
og sagði Gunnar aö hún heföi veriö
ánægö meö þaö.
Bjart en hvasst á Þingvöllum
Það var bjart veður og fagurt um
aö lítast á Þingvöllum þegar Elísabet
Bretadrottning og fylgdarlið hennar
kom þangað í gær eftir heimsóknina
að hrossabúinu í Dal. Það var hins
vegar nokkuö hvasst á Þingvöllum
enda noröanáttin allsráðandi.
Eftir gönguferö um Lögberg var
snæddur hádegisverður í boöi for-
sætisráðherrahjónanna 1 sumarhúsi
forsætisráöherraembættisins. Eftir
máltíð var Þingvallakirkja skoðuð
en síðan var haldiö til Kárastaða þar
sem drottningin og Vigdís Finn-
bogadóttir gróðursettu hvor sína
trjáplöntuna.
Eftir þaö var haldið til Reykjavíkur
og að Höföa þar sem Davíö Oddsson
borgarstjóri var meö móttöku. Um
kvöldið var síöan veisla drottningar
um borö í Britanníu.
-SMJ
Kvöldverðargestir Bretadrottningar
Elísabet Bretlandsdrottning bauö til
kvöldverðar á skipi sínu Britanniu í gær-
kvöldi. Eftirtaldir gestir sátu hófiö: For-
seti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir.
Steingrímur Hermannsson forsætisráö-
herra og Edda Guðmundsdóttir. Frú
Halldóra Eldjárn. Guörún Helgadóttir,
forseti Sameinaös Alþingis, Jón Baldvin
Hannibalsson utanríkisráöherra og
Bryndís Schram, Ólafur Ragnar Gríms-
son fjármálaráðherra og Guðrún Þor-
bergsdóttir. Halldór Ásgrímsson sjávar-
útvegsráðherra og Siguijóna Siguröar-
dóttir. Jón Sigurösson viðskiptaráðherra
og Laufey Þorbjamardóttir. Svavar
Gestsson menntamálaráöherra. Guö-
mundur Jónsson, forseti Hæstaréttar, og
Fríða Halldórsdóttir. Herra Ólafur Skúla-
son, biskup íslands, og Ebba Siguröar-
dóttir. Davið Oddsson borgarstjóri og
Ástríður Thorarensen. Dr. Sigmundur
Guöbjamason háskólarektor og Margrét
Þorvaldsdóttir. Þorsteinn Pálsson, for-
maður Sjálfstæðisflokksins, og Ingibjörg
Rafnar. Jóhaimes Nordal seölabanka-
stjóri og Dóra Nordal. Guðmundur Bene-
diktsson ráöuneytisstjóri og Kristin Cla-
essen. Þorsteinn Ingólfsson, ráöuneytis-
stjóri og fyrrverandi sendiherra, og
Hólmfríöur Kofoed-Hansen. Helgi
Ágústsson sendiherra og Hervör Jónas-
dóttir. Dr. Sturla Friðriksson, erfðafræö-
ingur og náttúrufriðunarmaður, og Sigr-
ún Laxdal. Magnús Magnússon sjón-
varpsmaður. Sveinn Bjömsson skrif-
stofustjóri og Sigrún Dungal. Kristín Ein-
arsdóttir alþingismaður og Kristján Már
Siguijónsson. Komelíus Sigmundsson
forsetaritari og Inga Hersteinsdóttir.
Gunnar Dungal, hrossabóndi í Dal, og
Þórdís Sigurðardóttir.
Klassísk frönsk matargerðarlist
Matseðillinn í kvöldverðarboði El-
ísabetar Bretlandsdrottningar um
borö í Britanniu í gærkvöldi var sam-
ansettur af sígildum réttum úr
franskri matargerðarlist. Réttimir
voru í anda Auguste Escoffier sem
var yfirmatreiöslumeistari Hotel
Savoy í London um aldamótin. Es-
coffier hefur veriö kallaður konung-
ur matreiðslumeistara og mat-
reiðslumeistari konunga og bók
hans, Le Guide Culinaire, hefur verið
bíblía aödáenda klassíska franska
eldhússins.
í forrétt var „Filet de Turbot Brév-
al“ eða körtuflókaflök með tómat-
mauki. Bragðið af körtuflóka minnir
á kola en fiskurinn er feitur eins og
lúða. í aðalrétt var „Supreme da
Volaille aux Mangoes" eða alifugla-
bringur með mangóávöxtum. Bring-
umar eru steiktur í miklu smjöri;
nánast gufusoðnar í smjörinu. Með
alifuglinum var borið „Asperges
Pochées" og „Pommes Parisienne“
eða spergfil og smjörsteiktar smá-
kartöflur. Á eftir aðalréttinum var
framborið salat og loks fengu gest-
imir „Souffié Glacé aux Framboi-
ses“. Á íslenskum árshátíðarmat-
seðh mundi þessi réttur líklega heita
„ísbomba með hindberjum".
-gse
Elísabet Bretadrottning viidi fá að vita hvernig íslendingar þekktu hross
sín eftir að hafa rekið þau á fjall. Gunnar Dungal, hrossabóndi í Dal, upp-
lýsti hana um það en hér blaða þau í bók um íslenska hestinn sem Gunn-
ar færði henni að gjöf í heimsókninni í Dal. DV-mynd GVA
Steingrímur Hermanns-
son forsætisráöherra og
kona hans, Edda Guð-
mundsdóttir, héldu veislu
til heiðurs Elísabetu Bret-
landsdrottningu og Filipp-
usi hertoga á Þingvöllum í
gær. Veislan fór fram í Þing-
vallabænum og var það
veitingastaðurinn Brauö-
bær Oðinsvé sem sá um
veisluna. íslenskur fiskur
var í aðalhlutverki.
í forrétt var boðið upp á
laxafiðrildi meö smjörsósu
og var dmkkið með því hvít-
víniö Pouilly-Fuissé Dry
Reserve. í aðalrétt voru síð-
an lúðukinnar með humars-
ósu og sagði Kjartan Ólafs-
son, yfirþjónn hjá Brauðbæ
Óöinsvéum, að þetta væri
nýr réttur hér á landi og
hefðu þeir á Brauöbæ Óð-
insvéum veriö að prófa sig
áfram með þetta undanfar-
ið. Sagði Kjartan að notuð
hefði veriö milhstærð af
lúðu.
í eftirrétt var boðið upp á
kramarhús meö blábeijum
og á eftir var framreitt kafi
með hkjör eða koníaki. Davið Oddsson borgarstjóri og Ástríður Thorarensen tóku á móti Elísabetu Bretadrottningu og Filippusi hertoga
-SMJ að Höföa i gær. DV-mynd GVA
Veisla fyrir Elísabetu á Þingvöllum:
Lúðukinnar með humarsósu
Heim-
sókn
Elísabet-
ar lýkur
í dag
Heimsókn Elísabetar Breta-
drottningar lýkur í dag en brott-
fór frá Keflavíkurflugvelh verður
um kl. 13 í dag.
í morgun fór drottningin ásamt
fylgdarhði sínu í heimsókn í
Fossvogskirkjugarð þar sem
blómsveigur var lagður og grafa
var vitjað. Þess má geta að fjöldi
breskra sjómanna og hermanna
er grafinn í kirkjugarðinum.
Eftir heimsóknina í Fossvogs-
kirkjugarð var haldið að Bessa-
stöðum og forsetabústaðurinn
skoðaður og sömuleiðis Bessa-
staðakirkja.
Á leiðinni út á Keflavíkurflug-
vöh var farið til Krísuvíkur og
stansað þar. Flugvél drottningar-
innar beið síðan í Keflavík en eins
og áður sagði var brottfór þaðan
fyrirhuguð klukkan 13.
-SMJ