Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1990, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1990, Page 9
MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNl 1990. 9 Boris Jeltsin, forseti rússneska lýðveldisins, hefur látið að því liggja að hann sé hlynntur því að fyrirhuguðu þingi sovéska kommúnistaflokksins verði frestað fram á haust. Símamynd Reuter Sovétríkin: Þingi kommúnista- flokksins frestað? Sovéskir ráðamenn eru ekki á eitt sáttir hvort fresta beri fyrirhuguðu flokksþingi sovéska kommúnista- flokksins. Ákvörðun um slíkt verður að öllum líkindum tekin í vikunni en að sögn heimildarmanna fundar miðstjórn flokksins á fóstudag. Fréttaskýrendur höfðu áður lýst því yfir að þing þetta kynni að reynast úrslitavaldurinn um framtíð bæði flokksins í sovésku þjóðlífi sem og umbótaherferðar Mikhails Gor- batsjovs Sovétforseta. Nú er ekki ólíklegt aö þingið, verði það haldið á annað borð á næstunni, annaðhvort hafni hugmyndum forsetans um efnahagsumbætur eða að minnsta kosti endurskoði þær. Boris Jeltsin, hinn umbótasinnaði forseti rússneska lýðveldisins, gaf í skyn í gær að umbótasinnar innan sovéska flokksins vildu fresta þing- inu fram á haust. Rússneski forset- inn lét að því liggja að hann væri hlynntur því að þinginu yrði frestað. Umbótasinnum kom mjög á óvart hversu íhaldsmenn styrktu stöðu sína á nýafstöðnum stofnfundi kommúnistaflokks Rússlands og vilja því fresta þinginu sem átti að hefjast þann 2. júlí næstkomandi. Ljóst er að æðstu ráðamenn flokks- ins eru ekki sammála um hvort fresta beri þinginu eður ei. Yfirmað- ur' KGB, Vladimir Kryuchkov, sagði fréttamönnum að þingið yrði sett á mánudag eins og gert hefði veriö ráð fyrir. Þá skýrði Tass-fréttastofan, hin opinbera fréttastofa Sovétríkjanna, frá því að undirbúningur fyrir þingið stæði sem hæst. Gorbatsjov hafði vonast til að nota þingiö til að þrýsta á uppstokkun flokksforystunnar og fá umbóta- sinna þar í fremstu víglínu. Það er einungis á flokksþingi, sem fram fara á fimm ára fresti, sem hægt er að kjósa nýja félaga í miðstjórn komm- únistaflokks, helstu stefnumótandi stpfnunar flokksins. íhaldsmenn voru í meirihluta á stofnfundi rússneska flokksins, stærsta kommúnistaflokks landsins að sovéska flokknum undanskildum, í síðustu viku og því telja fáir að umbótasinnar verði í meirihluta á hinu fyrirhugaða þingi. Fulltrúar frá rússneska flokknum munu telja allt að sextíu prósent þingfulltrúa. Reuter Aukin skattheimta í Bandaríkjunum - Bush fellur frá kosnlngaloforöi sínu Bush Bandaríkjaforseti hleypti nýju blóði í fjárlagasamningviðræð- urnar þar í landi í gær er hann féll frá kosningaloforði sínu um enga nýja skatta. Samningaviðræðurnar höfðu nánast siglt í strand vegna andstöðu Hvíta hússins við aukna skattheimtu. Bush sagði í gær brýna nauðsyn á að auka tekjur ríkissjóðs með hærri sköttum ef lækka ætti fjárlagahall- ann sem myndi fyrirsjáanlega hækka vegna hærri vaxta, slælegrar stöðu efnahagsins og kostnaðarins við að bjarga gjaldþrota sparisjóðum. Tahð er að fjárlagahalli ríkissjóðs muni nema eitt hundrað og sextíu mifljörðum dollara fyrir fjárlagaárið 1991. Ef kostnaður við að bjarga gjaldþrota sparisjóðunum er tekinn með í reikninginn er áætlað að hall- inn muni nema allt að tvö hundruð og þrjátíu milljörðum. Þegar samningaviðræður um fjár- lögin sigldu í strand kallaði forsetinn þingleiðtoga á sinn fund í gær til að reýna að finna lausn. Fundurinn stóð í tvær klukkustundir og að honum loknum lét forsetinn frá sér yfirlýs- ingu þar sem sagði að „í ljósi fjár- lagahalla... benti allt til að aukinnar skattheimtu væri þörf‘. Demókratar voru ánægðir með þessi ummæli for- setans en repúblikanar, flokksfélag- ar Bush, voru ýmist orðlausir af undrun eða héldu því fram aö í raun hefði forsetinn ekki sagt neitt sem ekki hefði komið fram áður. Demó- kratar höfðu þráast við að leggja til aukna skatta vegna þess að á þessu ári standa yfir aukakosningar og kosningar til fylkisstjóra. Repúblik- anar höfði haldið fast í kosningalof- orð Bush um að skattheimta yrði ekki aukin. Innan klukkustundar frá yfirlýs- ingu forsetans höfðu sjötíu repúbflk- anar undirritað bréf til forsetans þar sem þeir lýstu yfir undrun sinni með ákvörðun hans. Að sögn stjórnmála- fræðinga verða nú sumir frambjóð- enda flokks forsetans í kosningunum á þessu ári, að vera á öndverðum meiði við forsetann í skattamálum. Leiðtogar þingsins segja nú að allt kapp verði lagt á að ná samningum um fjárlög fyrir ágúst en nýtt fjár- lagaár hefst þann 1. október næst- komandi. Reuter ________________________________________________Útlönd Trump þarf nú að lifa spart Bandaríska auðjöfrinum Donald Trump hefur nú verið tilkynnt að hann þurfi að fara að flfa spart og komast af með andvirði 27 milljóna íslenskra króna á mánuði. Auðjöfurinn, sem horfir nú á veldi sitt hrynja, hefur fengið þessa fyrir- skipun í kjölfar samkomulags við bankana sem sjá um fjármál hans. Hætt er við að Trump, sem rekur þrjú heimifl og hefur keypt sér jakka- fot á nokkur hundruð þúsund ef svo hefur borið undir, verði að fara að lifa spart og breyta um flfsstíl. Upphæðirnar, sem hann fær til af- nota í hverjum mánuði, munu svo fara lækkandi með ári hverju. Trump horflr nú á veldi sitt á fall- anda fæti en mun hafa stigið fullstór skrefogætlaðsérumof. Reuter Bandariski auðjöfurinn Donald Trump þarf nú að komast af með andvirði 27 milljóna íslenskra króna á mánuði. Hér er hann ásamt eiginkonu sinni, Ivönu. USA - USA - USA TILBOÐ TILBOÐ TILBOÐ Seljum nokkra framhjóladrifna Mercury Topaz bíla á tilboðsverði Tækifæri sem ekki kemur aftur Mercury Topaz GS 4dr Verð:___________________Sértilboð Kr. 1>e35^ÍOÓ' 1.198.000 Aukagjald fyrir ,,metallic“ liti kr. 16.000 16.000 Innifalið m.a.: Framhjóladrif * 2300 cc vél m/beinni innspýtingu, 98 hö. * Sjálfskipting * Vökvastýri * Aflhemlar * Sjálfstæð Qöðrun * AM/FM stereo kassettuútvarp * Rafdrifnar hurðalæsingar * Rafdrifnir speglar * Klukka, stafræn * Þurrkutöf * Skyggðar rúður * Stórir hjólkoppar * Halogen ökuljós * 185/70x14 hjólbarðar * Krómrammar um rúður * Lúxus innrétting * Snúningshraðamælir * Öflug miðstöð * Rafhituð afturrúða * Læsing á smámunageymslu * Qleymskubjalla v/sætabelta og ræsilykils * Mercury Topaz AWD 4dr 4x4 Aukagjald fyrir ,,metallic“ liti Verð: Sértilboð kI: uppseldir Söludeildin er opin: mánud.-föstud. kl. 9-18/laugard. kl. 10-17. Bíllinn sem endist og endist Sveinn Egilsson hf. Sími 685100 Framtíð við Skeifuna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.