Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1990, Qupperneq 17
MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 1990.
41
Iþróttir
• Um 250 Englendingar voru handteknir og
sendir til síns heima í gær í kjölfar óláta sem
þeir efndu til á sólarstaðnum Rimini við Adr-
íahaf í fyrrakvöld. Þeir misstu algerlega af
leik Englands og Belgíu því á meðan leikurinn
stóð yíir sátu þeir hnípnir um borð í flugvél-
inni sem flutti þá til London.
Mikill viðbúnaður í
Bologna í gærkvöldi
• Lögregluyfirvöld í Bologna höfðu gífurleg-
an viðbúnað fyrir leik Englands og Belgíu í
borginni í gærkvöldi. Um 4.500 lögregluþjónar
voru á vakt, en enskir áhorfendur voru um
þrjú þúsúnd talsins og belgískir um flmm
þúsund. Ensku áhorfendurnir voru ferjaðir í
rútum frá Rimini og komið var í veg fyrir að
þeir gætu marsérað til leikvangsins í stórum
hópum.
Riedlefyrir Völler
gegn Tékkóslóvakíu
• Franz Beckenbauer, landsliðseinvaldur
Vestur-Þjóðverja, ætlar að láta Karlheinz Ri-
edle leika í framlínunni gegn Tékkum á
sunnudag í staðinn fyrir Rudi Völler, sem
verður í leikbanni, ásamt fyrirliðanum Loth-
ar Mattháus. Vestur-Þjóðverjar hafa reyndar
ekki gefið upp alla von um að leikbönnum
annars eða beggja verði aflétt, en aganefnd
FIFA hefur þegar neitað að endurskoða málið.
írar fengu frí og
heimsóttu páfann
• Jackie Charlton, þjálfari íra, gaf sínum
mönnum frí frá æfingu í morgun og leyfði
þeim að fara í Vatíkanið og heilsa upp á páf-
ann, en flestir leikmanna írska liðsins eru
kaþólskrar trúar. írska liðið flutti sig um set
í gær og býr nú í nágrenni Rómaborgar, en
þar mætir þaö ítölum á laugardagskvöldið.
Aldridge ekki með
• Allt bendir til þess að ítalir verði án marka-
skorarans Johns Aldridge í leiknum við ítali.
Hann fékk slæmt spark í kálfa í leiknum við
Rúmena og telur nær útilokað að hann geti
leikið með. Tony Cascarino verður þá vænt-
anlega í byrjunarliðinu í hans stað. Þá er
óvíst um bakvörðinn unga, Steve Staunton,
en David O’Leary er tilbúinn til að taka stöðu
hans.
Raducioiu til Bari?
• Florin Raducioiu, sóknarmaðurinn ungi í
liði Rúmena, hóf í gær viðræður við forráða-
menn ítalska 1. deildarfélagsins Bari. Raduci-
oiu er tvítugur að aldri og taldar eru miklar
líkur á að af samningum verði. Hann verður
þá annar Rúmeninn til að semja við ítalskt
félag en Marius Lacatus er á leiðinni til Fior-
entina.
Japanir í námi
• Meðal áhorfenda á leikjunum á Ítalíu eru
18 japanskir þjálfarar, sem sendir voru sérs-
taklega til að fylgjast með keppninni. Þeir
hafa ferðast á milli valla og tekið upp leiki,
og hefla í dag fimm daga námskeið í æfinga-
búðum ítalska landsliðsins í bænum Coverc-
iano, skammt frá Flórens. Vitneskjuna sem
þeir afla sér ætla knattspyrnuyfirvöld í Japan
að nýta tii að þróa íþróttina í landinu en Jap-
önum hefur aldrei tekist að komast í loka-
keppni HM.
HM-úrslit
16liða úrslit:
Júgóslavía - Spánn..............2-1
(1-0 Dragan Stojkovic 77., 1-1 Julio Salinas 82.,
2-1 Dragan Stojkovic 92. Áhorfendur 35.500)
England - Belgía ..............1-0
(1-0 David Platt 119. Áhorfendur 34.520)
8 liða úrslit:
Argentína - Júgóslavía....30.6. kl.15
írland - Ítalía...........30.6. kl.19
Tékkóslóvakía - V-Þýskaland. 1.7. kl.15
Kamerún - England/Belgía.. 1.7. kl.19
England og Júgóslavía í 8 liöa úrslitin á HM eftir framlengda leiki:
Leikurinn við Kame-
rún gríðarlega erfiður
- sagði Bobby Robson eftir sigur Englendinga á Belgum 1 gærkvöldi
David Platt tryggði Englendingum
sæti í 8 liða úrslitum HM þegar hann
skoraði sigurmark þeirra gegn Belg-
íumönnum á síðustu mínútu fram-
lengingar í leik liðanna í Bologna í
gærkvöldi. Allt stefndi í vítaspyrnu-
keppni þegar Platt skoraði á glæsi-
legan hátt eftir aukaspyrnu Paul
Gascoigne en þá höfðu liðin leikið í
119 mínútur án þess að skora mark.
Belgar, sem hafa ekki unnið Eng-
lendinga í 55 ár, voru meira með
boltann og voru óheppnir því tvíveg-
is áttu þeir þrumuskot í stangir
enska marksins. Aftur á móti var
löglegt mark dæmt af Englendingn-
um John Barnes vegna meintrar
rangstöðu.
Mark Platts var 100. markið í HM.
„Það var yndislegt að skora og ég hef
varla áttað mig á þessu ennþá,“ sagði
Platt eftir leikinn.
Getum farið enn lengra
með svona góðum leik
„Þetta var erfiður og harður leikur
og baráttan í enska liðinu var gífur-
leg. Leikurinn gegn Kamerún á
sunnudag verður gríðarlega erfiður.
Við getum ekki vanmetið þá því þeir
hafa unnið lið eins og Argentínu. Lið
mitt er hins vegar í góðu formi og
með svipuðum leik og í kvöld getum
við farið enn lengra í keppninni,“
sagði Bobby Robson, þjálfari Eng-
lendinga.
„Lið mitt lék mjög vel og við áttum
miklu meira í leiknum en það gekk
ekkert upp. Þetta var einfaldlega
ekki okkar dagur en ég er samt mjög
stoltur af liðinu," Guy Thys, hinn 67
ára gamli þjálfari Belga.
Besti árangur Júgó-
slava í 28 ár
Júgóslavar tryggðu sér í gær sæti í
8 liða úrslitum heimsmeistarakeppn-
innar í fyrsta skipti í 28 ár þegar
þeir sigruðu Spánverja, 2-1, í fram-
lengdum leik í Verona.
Dragan Stojkovic, sem kallaður er
„Hvíti-Gullit í heimalandi sínu, var
• David Platt hafði ástæðu til að brosa breitt í gærkvöldi. Hann kom inn á sem varamaður og skoraði sigurmark
Englands á glæsilegan hátt þegar aðeins ein mínúta var eftir af framlengingu. Símamynd Reuter
maðurinn á bakvið sigur Júgóslava.
Hann skoraði bæði mörkin, sigur-
markið .með stórkostlegu skoti úr
aukaspyrnu í byrjun framlengingar-
innar, en Julio Salinas gerði mark
Spánverja.
„Spánverjar spiluðu vel en geta
reyndar betur. Við höfðum smá-
heppni með okkur en mitt lið lék
mjög vel. Ég hefði ekki getað farið
framá meira í þessum hita,“ sagði
Ivica Osim, þjálfari Júgóslava.
Luis Suarez, þjálfari Spánverja, var
að vonum vonsvikinn. „Við hefðum
átt sigurinn skilinn. Við lékum vel,
en heppnin var ekki með okkur á
örlagaríkum augnablikum," sagði
Suarez, sem var rekinn af vara-
mannabekknum fyrir að nöldra í
dómaranum og varð að standa hjá
öryggisvörðum seinni hluta leiksins.
-RR/VS
• Dragan Stojkovic og Davor Jozic fagna stórkostlegu marki þess fyrr-
nefnda sem tryggði Júgóslövum sigur á Spánverjum í gær.
Símamynd Reuter*
Stórleikur 7. umferðar
íslandsmót Hörpudeildar
Valur
KR
kl. 20.00 í kvöld