Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1990, Qupperneq 27
MIÐVlKUDÁGUR 27. JÚNÍ1990.
51<
DV__________________ LífsstíU
Grænmetiskönnun DV:
Smásöluverð
undir
heildsöluverði
Samkvæmt verðlistum tveggja
heildsala grænmetis og ávaxta á höf-
uðborgarsvæðinu er ljóst aö þær
verslanir, sem taka þátt í verðkönn-
un DV á grænmeti, selja grænmetið
langt undir því verði sem eðlilegt
ætti að teljast, a.m.k. þá daga sem
DV kannar verðið.
Það er mjög misjafnt hversu mikið
verslanir leggja á grænmeti og ávexti
en ljóst er að álagning í hverfaversl-
unum hlýtur að vera hærri en í stór-
mörkuðum þar sem hverfaverslanir
kaupa inn mun minna magn af
hverri vörutegund og geta því ekki
nýtt sér magnafslátt í eins ríkum
mæh og stórmarkaðimir. Algeng
álagning er 20-40% og ofan á hana
leggst svo virðisaukaskatturinn sem
er 24,5%.
Erlendar vasabrotsbækur geta verið skemmtilegt lesefni en heldur þykja þær dýrar hér á landi.
DV-mynd Brynjar Gauti
Nokkrar verslanir á höfuðborgar-
svæðinu selja nú grænmeti undir
heildsöluverði.
DV-mynd Brynjar Gauti
Meðalverð lægra en
ódýrasta heildsöluverð
Sé htið á þær vörutegundir sem
kannaðar voru í síðustu viku, en
verðhstar heildsalanna eru frá sama
tíma, kemur margt í ljós. Ef htið er
fyrst á tómatana sést að meðalverðið
var tæplega 18% lægra en heildsölu-
verð þess heildsala sem ódýrastur
var. Meðaltalsverð þessara tveggja
heildsala með virðisaukaskatti var
268 krónur en meðalverð verslanana
156 krónur eða 42% lægra.
Meðalverð á gúrkum var aðeins
10% hærra en heildsöluverðið og því
augljóst að þar var innan við hálfur
virðisaukaskattur og engin álagning.
Heildsöluverð á gúrkum var 240
krónur kílóið og með fullum virðis-
aukaskatti og engri álagningu hefðu
þær átt að kosta til neytenda 299
krónur. Þær voru aftur á móti seldar
á 264 krónur.
Mikhl verðmunur var á heildsölu-
verði á vínberjum en meðalverð
heildsalanna var 254 krónur með
virðisaukaskatti. Meðalverö á vín-
beijum í verslunum í vikunni var 300
krónur kílóið og það því 18% h'ærra.
Paprika á 385 kr.
í stað 497 kr.
Græn paprika var seld á 3,5%
lægra verði í verslununum en hehd-
söluverðið var. Meðalverðið var 385
krónur en hehdsöluverð paprikunn-
ar var 399 krónur. Með fullum virðis-
aukaskatti og engri álagningu hefði
paprikan átt að vera á 497 krónur.
Meðalverð á kartöflum var 105
krónur en meðalverð hehdsalanna
með virðisaukaskatti var 102 krónur
og verslanaverðið því aöeins 3%
hærra en hitt.
Heildsalarnir voru með erlenda
sveppi og því sveppaverðið mjög
svipað hjá þeim og í þeim verslunum
sem selja íslenska sveppi en íslensku
sveppirnir eru talsvert ódýrari en
erlendir. Meðalsveppaverð heildsal-
anna með virðisaukaskatti var 675
krónur en meðalverð í verslunum
var 504 krónur. Verslanirnar voru
því 25% ódýrari.
Af þeim sex vörutegundum, sem
eru inni í könnun DV, var smásölu-
verð fjögurra þeirra undir heUdsölu-
verði með virðisaukaskatti. Það er
því ljóst að neytendur geta gert nokk-
uð góð kaup í grænmeti en einhvers
staðar hlýtur sú upphæð, sem á vant-
ar, að koma fram því enginn rekur
verslun með tapi og að lokum borga
neytendurbrúsann. -GHK
Dýrar vasa-
brotsbækur
- tvöfaldast í verði á milli landa
Nú er sá tími árs er flestir eru á
faraldsfæti, annaðhvort innanlands
eða utan. Meðal þess sem má oft
finna innan um farangur ferða-
manna eru erlendar vasabrotsbæk-
ur. Gæði þeirra eru misjöfn eins og
annarra bókmennta en þær eiga það
ahar sameiginlegt að vera fyrirferð-
arlitlar og geta stytt manni stundir á
löngum ferðalögum.
Þeir sem keypt hafa vasabrots-
bækur, t.d. í Bandaríkjunum eöa
Bretlandi, vita að þær eru yfirleitt
Neytendur
mjög ódýrar, kosta þetta 3,50 til 4,50
pund eða um 5 dollara. Bresk vasa-
brotsbók myndi því kosta 360 tU 465
krónur og bandarísk bók myndi
kosta um 300 krónur ef miðað er við
að gengi pundsins sé 103 krónur og
gengi dollarans 60 krónur. Þeim
sömu bregður því oft í brún er þeir
ætla að kaupa vasabrotsbækur hér á
landi því þá hefur verðið oft á tíöum
tvöfaldast og vel það.
Flutningur vegur þungt
Erlendar vasabrotsbækur eru
fluttar hingað til lands með flugi og
að sögn innilytjenda vegur sá flutn-
ingskostnaður ansi þungt í verði
bókarinnar, eða aUt frá 20% og aö
40%. Einnig er 5% jöfnunargjald á
bókunum og 24,5% virðisaukaskatt-
ur. Og auk þess er frjáls álagning á
vasabrotsbókum.
Innkaupasamband bóksala er einn
innflytjenda erlendra vasabrots-
bóka. Guðmundur H. Sigmundsson
hjá Innkaupasambandinu sagði að
hjá þeim væri lögð um 30-35% á
bækumar því gifurleg áhætta fylgdi
innflutningi þeirra þar sem stór hluti
þeirra seldist ekki og afloU væru
gríðarlega mikil. I einstaka tUfeUum
getur Innkaupasambandið samið um
að skila bókunum. Þeir umboðsaðil-
ar sem fá bækur frá Innkaupasam-
bandinu geta á hinn bóginn skilað
þeim aftur.
Verðið á vasabrotsbókunum
hækkar aftur hjá umboðsaðUum því
þeir leggja 30-35% álagningu ofan á
bækurnar. Guðmundur sagði að þær
verslanir sem flytja sjálfar inn bæk-
urnar hlytu að vera með hærri
álagningu því þær bera sjálfar allan
skaðann af óseldum birgðum.
Pundið á 200 krónur
Hjá Máli og menningu fengust þær
upplýsingar að þar væri svokallaö
bókagengi pundsins á 200 krónur og
dollarans á 125 krónur. Minni álagn-
ing væri á bókum frá Danmörku,
Þýskalandi og Frakklandi því flutn-
ingskostnaður væri lægri en t.d. frá
Bandaríkjunum sem væri mjög hár.
MikU áhersla er lögð á þá staö-
reynd að bækurnar koma til landsins
flugleiðis því t.d. myndu bækur frá
Bandaríkjunum vera marga mánuöi
á leiðinni með skipi og það tæk^
breskar vasabrotsbækur a.m.k. se^
vikur að komast á áfangastaö.
Kristján Snædal hjá Bókaverslun
Sigfúsar Eymundssonar sagöi aö þar
væri bókagengi pundsins 215 krónur
og dollarans 140 krónur. Taxtinn
hefði lengi verið sá sami og honum
yrði ekki breytt á næstunni.
Það er því ljóst af þessu að bók, sem
kostar t.d. 5,50 dollara í Bandaríkjun-
um eða 330 krónur, myndi kosta 770
krónur hjá Eymundssyni og 687,50
hjá Máli og menningu. Vasabrots-
bók, sem kostar 4 pund í Bretlandi
eöa 412 krónur, myndi kosta 800
krónur hjá Máh og menningu og 860
krónur hjá Eymundssyni.
Verðið hækkar um 133%
Ef tekið er dæmið um bandarísku
bókina þá kostar hún 330 krónur ís-
lenskar í Bandaríkjunum meö þeim
fyrirvara þó að á hana myndi leggj-
ast söluskattur sem er mishár eftir
fylkjum, t.d. 4-6%. Sé miðaö við 330
krónur þá leggst ofan á hana 5% jöfn-
unargjald og er þá verðið komið í
346,50 krónur. Síðan er það 33%
heildsöluálagning sem hækkar hana
í 460,80 krónur og þá er þaö 34%
smásöluálagning sem hækkar verðið
í 617,50 krónur og að lokum er þaö
virðisaukaskatturinn sem er 24,5%^
Samtals er þá bókin komin í 768,80
krónur og hefur hækkað um 133%
frá Bandaríkjunum til íslands.
Þeir sem hafa gaman af erlendum
vasabrotsbókum og eiga leið til
Bandaríkjanna eða Bretlands á næst-
unni ættu því að bíða með kaup á
slíkum bókum og kaupa þær fremui^k
erlendisenhérálandi. -GHK
Verðmyndun
erlendra
vasabrotsbóka*
Smásölu-
álagninq
156,70
VSK
152
50
$5,50
330,00
ísl. kr.
Álagning
114,30
Jöfnunar-
gjald
16,50
* Miðað er við algengt verð bandarískra vasa-
brotsbóka. í þessu tilviki verður endanlegt verð
770 kr.
Verð á vasabrotsbókum rúmlega tvöfaldast frá heimalandi þeirra til Is-
lands. Vegur þar þyngst flutningskostnaður en hann er 20-40% af verði
bókanna.