Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1990, Side 11
ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLl 1990.
11
Utlönd
Lögreglumenn í Kólumbíu bera lík starfsbróður síns sem varð fyrir skoti eiturlyfjasala.
Símamynd Reuter
Kólumbía:
Vaxandi ofbeldi
í Medellín
Pablo Escobar, einn alræmdasti eiturlyfjabarón heims og leiðtogi eiturlyfja-
hringsins í Medellínborg. Simamynd Reuter
Þrátt fyrir gífurlegan tjölda lög-
reglumanna og hermanna í borginni
Medellín í Kólumbíu hafa eiturlyfja-
kóngarnir enn sannað að það eru
þeir sem leiða fíkniefnastríðið, sem
háð hefur verið í borginni um hríð,
en ekki yfirvöld. Lögreglumenn og
hermenn geta lítið gert til að koma
í veg fyrir þann gríðarlega fjölda
glæpa sem eiga sér stað í Medellín.
Glæpirnir eru ógntm eiturlyfjasala
við yfirvöld. Með ofbeldi sýna þeir
hvers þeir eru megnugir og hóta enn
meira ofbeldi eftir því sem lögreglan
aðhefst meira.
í lok síðasta mánaðar létust 16
menn og yfir 30 slösuðust þegar mjög
öflug sprengja sprakk fyrir utan lög-
reglustöðina í MedelÚn. Á sömu
stundu var nýr lögreglustjóri að taka
við embættislyklum sínum. Líkams-
partar fundust á stóru svæði í
grenndinni en talið er að þrjú böm
hafi látið lífið í sprengingunni.
Borgin Medellín er hringiða eitur-
lyfjabrasks í Kólumbíu og þar á sér
stað mesta ofbeldið í tengslum við
eiturlyf. Þátttakendum í eiturlyfja-
hringum, sem koma margir frá fá-
tækrahverfum borgarinnar, fmnst
sem þeir geti beitt mesta ofbeldinu á
sínum heimaslóðum.
Og með því að beita ofbeldi láta
þeir í ljósi hvemig þeir stjóma. Fyrir
skemmstu voru tveir Kólumbíu-
menn framseldir til Bandaríkjanna
því þar átti að taka fyrir mál þeirra
varðandi eiturlyfjadreifmgu. Fram-
sali þeirra var mótmælt með auknu
ofbeldi. Röð sprengjuárása fylgdi í
kjölfar svipaðs máls sem kom upp í
mars síðastliðnum.
150 lögreglumenn
verið drepnir
Mikil herferð eiturlyfjasalanna
hefur beinst að lögreglunni í landinu.
Pablo Escobar, leiðtogi eiturlyfja-
hringsins í Medellín, er gmnaður um
að hafa dreift bækhngi þar sem boðin
em laun fyrir að skjóta niður yfir-
menn innan lögreglunnar. Launin
voru frá 240.000 íslenskum krónum
til 600.000 íslenskra króna. En það
sem af er þessu ári hafa rúmlega 150
lögreglumenn verið drepnir. Þess
má geta að Escobar er talinn einn
af 20 ríkustu mönnum heims.
Um 11.000 lögreglumenn og her-
menn starfa í borginni og nágrenni
hennar. Á sumum svæðum er borgin
nánast hersetin. En fyrstu sex mán-
uði þessa árs hafa um 3000 borgarar
faliið í valinn.
í hverri viku berast nýjar fregnir
af hörmulegum atburðum. Einn af
svæsnari atburðum átti sér stað ný-
lega í einu úthverfi borgarinnar er
25 vopnaðir menn gerðu innrás á
krá. Þeir skipuðu öllum innandyra
að fara út fyrir þar sem fjöldaaftaka
fór fram. Gestir kráarinnar voru
skotnir þar sem þeir stóðu, sumir
voru hæfðir beint í augun. Flest fóm-
arlambanna vom ungir og efnaðir
menn.
Florez Velez, borgarstjóri Medellín,
hefur vitaskuld miklar áhyggjur af
þróun mála eins og aðrir borgarbú-
ar. Segir hann ljóst að ekki sé búandi
við ástand af þessu tagi en hvað
hægt sé að gera vefst fyrir honum,
því eiturlyfjabarónarnir em erfiðir
viðureignar.
Unglingar starfa sem
leigumorðingjar
Margir unglingar hafa tekið að sér
störf fyrir barónana sem felast yfir-
leitt í því aö drepa fólk samkvæmt
fyrirskipunum. Borgarstjóri Medell-
ín segist hafa fyrir stuttu fengið bréf
undirritað af 200 unglingum sem
biðja um aðstoð við að snúa aftur til
siðsamlegs lífs.
Borgarstjórinn kynnti nýlega að
drög að aðgerðum í borginni hefðu
verið samin. En hann lét þó fylgja
með aö ofbeldinu í borginni yrði seint
útrýmt með hemaðar- og lögregluað-
gerðum einum. Annars var lítið gefið
upp hvað fæhst í þessum tiUögum.
Reuter
Kúba:
Aukin ánersla
á ferða-
þjónustu
Ráðamenn á Kúbu leggja nú
aukna áherslu á ferðaþjónustuna
og reyna að auka fjölbreytni í efna-
hagslífmu tU að draga úr neikvæð-
um áhrifum minnkandi viðskipta
við ríki Austur-Evrópu. En við-
skiptabann Bandaríkjanna gegn
Kúbu reynist tálmi í vegi áforma
yfirvalda. Og minnkandi viðskipti
við ríki Austur-Evrópu og jafnvel
Sovétríkin, helsta bandamann
Kúbu og stærsta viðskiptafélaga,
kunna einnig að hafa sitt að segja
um áform Fidels Castro, forseta
Kúbu. Viðskipti Kúbu við Austur-
Evrópuríki og Sovétríkin nema alls
áttatíu prósentum af heildarvið-
skiptum landsins.
Kúba á nú í viðræðum við þjóðir
austurhluta Evrópu þar sem lýð-
ræðisbylgja hefur umbylt öllu
stjórnskipulagi kommúnismans og
viðskiptaháttum. Alberto Betan-
court Roa, aðstoðarviðskiptaráð-
herra Kúbu, sagði nýverið í sam-
tah við Reuters-fréttastofuna að
hann byggist við að viðskipti Kúbu
og ríkja Austur-Evrópu myndu
dragast saman á yfirstandandi ári.
En hann kvaðst telja að hægt væri
að halda samvinnunni við Sovét-
ríkin - þar sem Kúbumenn láta af
hendi sykur, nikkel og súraldin í
staðinn fyrir ohu, tæki og matvæh
- áfram þrátt fyrir vaxandi þrýst-
ing Bandaríkjanna á Moskvu-
stjórnina.
Stjórnvöld á Havana hafa þegar
skipulagt hvað gera skuh komi th
þess að Sovétmenn dragi snögglega
úr eða hætti viðskiptunum. Þannig
myndi verða dregið úr ýmsum fé-
lagslegum framkvæmdum sem
ekki væru taldar bráðnauðsynleg-
ar og öh áhersla lögð á útflutnings-
iðnað sem gæfi af sér erlendan
gjaldeyri. Það myndi aftur þýða að
tíu milljónir íbúa eyjunnar þyrftu
enn frekar að herða sultarólina. Æ
síðan Bandaríkin settu viðskipta-
Forseti Kúbu, Fidel Castro.
Teikning Lurie
bann á Kúbu, árið 1961 eða tveimur
árum eftir byltingu kommúnista,
hafa Kúbumenn þurft að búa við
matarskömmtun og skort á ýmsum
nauðsynjavörum.
Nú er litið á ferðaþjónustuna sem
helstu peningavon Kúbu. Árið 1989
halaði ferðaþjónustan inn alls 260
milljónir Bandaríkjadohara. Kúba
áformar að margfalda þennan
gróða með því að leggja út í sameig-
inleg viðskipti með nokkrum vest-
ur-evrópskum fyrirtækjum.
Spænskir kaupahéðnar eru í far-
arbroddi vestrænna fyrirtækja
sem vilja íjárfesta á Kúbu. Sú sam-
vinna hefur leitt af sér sameigin-
lega rekið hótel sem opnað var fyr-
ir ferðaménn í mai. Og margt ann-
að álíka er í burðarhðnum.
Reuter
Vinningstölur laugardaginn
7. júlí ’90.
VINNINGAR FJÖLDI | VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA
1. 5af 5 3 o 2.037.826
O Z. 4af5^jP 2 176.897
3. 4af 5 70 8.718
4. 3af5 2.794 509
Heildarvinningsupphæð þessa viku:
4.424.026 kr.
UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002