Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1990, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1990, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGrUR 10. JÚLÍ 1990. Spumingin Hvað er góður vinur? ögmundur Jónsson, 11 ára: Góður vinur er skemmtilegur. Hann gerir manni greiða og hjálpar. manni alltaf. Vondur vinur stríðir og er vondur við mann. Ég rífst aldr- ei né slæst við góðan vin. Dagný Rós Ásmundsdóttir nemi: Góður vinur er eins og eiginmaður og eiginmaður er eins og góður vin- ur. Það er hægt að tala viö góðan vin, hlusta á og treysta. Ásgrímur Helgi Einarsson nemi: Hundurinn og eiginkonan eru góðir vinir, skemmtileg og hægt að tala við þau. Heiðrún Erla Guðbjörnsdóttir, 12 ára: Sá sem maður getur treyst fyrir leyndarmálum. Góðir vinir hjálpa hver öðrum. hver stúlka sem er blíð og góð. Lesendur Leikið og okrað á landsbyggðinni: Á sumrin gildir sveitafólkið Jóhann Stefánsson skrifar: Það er dálítið merkilegt þetta mynstur í skemmtanaiðnaðinum hér á landi. Yfir vetrarmánuðina er mikið og blómlegt menningar- og skemmtanalíf í höfuðborginni. Þangað sækja allir sem vetthngi geta valdið til að sjá það mark- verðasta sem á döfmni er, leikverk, hljómleika, myndlistarsýningar og hvað eina sem hugurinn girnist. - Og á vetuma er Reykjavík ein um hituna. Fólk utan af landi verður oftar en ekki að borga háar fjárhæðir ef það ætlar að sækja skemmtanir í höfuðborginni en heimamenn geta gengiö til skemmtunar eins og þeir eru klæddir ef svo má segja. - Landsbyggðarfólk verður að borga dýr fargjöld, gistingu og fæði svo eitthvað sé nefnt. Þetta eru heil- mikil útgjöld þegar allt er talið og því meiri sem fjölskyldan er stærri sem tekur þátt í herlegheitunum. Nú er þetta einfaldlega það sem við landsbyggðarbúar verðum að sætta okkur við úr því menningar- lífinu er svona misskipt og úr því við erum á annaö borð að þráast við að búa hérna megin við menn- inguna. En koma tímar og koma ráð. Höfuðstaðarbúar eru ekki al- veg á því að sleppa af okkur hend- inni við svo búið. Það er ekki nóg með að við þurfum aö greiða hinn gífurlega umframkostnað sem af því hlýst að sækja menninguna til Reykjavíkur á veturna. - Þeir hugsa líka um okkur á öðrum tím- um og koma hingað á landsbyggð- ina með allt sitt lið til að selja okk- ur menningu á sumrin. Á sumrin fylhst landsbyggðin af skemmtikröftum að sunnan (aðal- lega úr Reykjavík) í þeim tilgangi að raka saman fé hjá landsbyggð- arbúum. Þeir eiga sér engrar und- ankomu auðið, flykkjast á skemmt- anir og dansleiki sem boðið er upp á og greiða möglunarlaust. For- eldrar verða af ómældu fé vegna þessa því unglingar og krakkar krefjast síns „réttar" og við það situr. - Ég sem landsbyggðarbúi (og ég veit að ég mæh fyrir munn margra) er algjörlega á móti þess- ari gegndarlausu ásókn skemmti- krafta höfuðstaðarins hingað og trúi ekki ööru en hægt sé að sam- ræma þetta skemmtanalíf th jafns við þarfir og aðstæður landsbyggð- arinnar. Semsé minna og jafnara. Hvernig væri að eitthvað af þess- um farandsöngvurum og leikurum htu á landsbyggðina sem gott fjár- festingarsvæði að vetrinum líka og hættu að setja blá sumarið i sam- band við sveitafólkið og fjárhags- legt gildi þess fyrir skemmtibran- sann úr Reykjavík? - í dag er þetta flakk skemmtikrafta að sunnan um sveitir landsins ekkert annað en leikur og okur á landsbyggðarfólki sem hefur aht annað og þarfara að gera yfir sumarið en að eyða tak- mörkuðu fé sínu í annað sinn í „menningarvitana“ sunnan vatna og heiða. „Minna má á að ekkert tónlistarhús er ennþá til á íslandi." - Teikning af fyrirhuguðu tónlistarhúsi. Tónistarhús - hvenær rís það? Konráð Friðfinnsson skrifar: „Hér verður byggt tónhstarhús,“ stendur á skhtinu sem áhugamenn um framkvæmdina settu niður á lóð þeirri er úthlutað var undir slotið. - Vildu þeir minna á aö ennþá er ekk- ert slíkt hús th á íslandi. Árið 1985 streymdu inn um bréfa- lúgur landsmanna happdrættismið- ar frá hópnum. Framtakinu var vel tekið og seldust miðarnir eins og heitar lummur. Ekki er það samt nóg? Byggingar eru dýrar hér á landi. Var þá farið af stað með stólasölu og fyrirtækjum gefmn kostur á að fjár- festa í þeim. Þetta notfærðu sér mörg þeirra og keyptu sæti í húsinu, allt frá einu og upp í fimm sæti, er mér Ragnar Ragnarsson skrifar: Þaö var eins og við manninn mælt, þegar drottningarheimsóknin hing- að th lands var afstaðin lögðust ráð- herrar í ferðalög að nýju af hálfu meiri krafti en fyrr. Allir voru þeir heima rétt á meðan á heimsókn drottningar stóð. Th mikhs var að vinna að fá að sitja drottningar- veislu, tækifæri sem ekki gefst á hverjum degi. - Og að henni lokinni; einn, tveir og þrír - í reisur á ný. Þegar þetta er skrifað eru a.m.k. þrír ráðherrar á ráðstefnum erlend- tjáð, og greiddu allt að 500 þúsund krónur. Fólk hefur síðan í tvígang verið beðið að kaupa tölusetta miða félags- ins en undirtektir verið heldur dræmar. Þykir það þar af leiðandi ófært að höggva aftur í þann kné- runn að svo stöddu. En ekki dugir aö drepast ráðalaus. Nú er aftur hafin leit að íslendingum sem búsettir eru erlendis. Kynna á þeim alla málavöxtu og freista þess að þeir sýni máhnu nægilega mikinn skhning til aö láta fé af hendi rakna, svo hefja megi framkvæmdir, öllum landsmönnum th yndisauka. - Sann- leikurinn er auðvitað sá að öll erum við unnendur einhverrar tónhstar. ir, sjávarútvegsráðherra í Hohandi - ásamt fylgdarliði - og utanríkisráö- herra og forsætisráðherra í Belgíu - ásamt fríðu fóruneyti. - Og nú verða ráðherrar aö halda vel á spilum og ferðast ótt og títt því framundan er mikh og spennandi þjóðhöfðingja- heimsókn hingað frá Frakklandi. Þá verða allir ráðherrar og frúr að vera á landinu. Mikh veisluhöld eru fram- undan og hver vill missa af því að vera á gestalista forsetanna tveggja sem áreiðanlega láta ekki spyrjast um sig að klípa af gestafiöldanum. Og lifandi hljómar verða ætíð skemmthegri á að hlýða heldur en þeir er skífan gefur frá sér, þótt „græjumar" séu fyrsta flokks. Fjármagn skortir sem sé í annars löngu tímabært verk og ríkiskassinn segir „ekki ég“. - Samt ætlar þessi ríkisstjórn að reisa hér handbolta- höh er rúma á sex þúsund manns th að öskra sig hása, höh sem kosta mun fimm eða sex hundruð mhljónir króna. - Fyrir einn einasta leik! Hins vegar leikur vafi á hvað gera á við höhina að lokinni keppni. - „Við finnum henni eitthvert hlutverk", segja þeir og yppta öxlum um leið. - Já, aurinn fer ekki alltaf þangað sem maður vildi helst sjá hann notaðan. Það er annars með eindæmum hvað þessir ráðherrar okkar eru miklir ferðagarpar og viljugir að gera víðreist. Einhvern tíma hefði verið sagt um krakka, sem væru haldnir svona óróleika, að þeir væm með njálg. - Það er náttúrlega hðin tíð að svoleiðis þrífist hér. En það gæti nú verið að þessi óværa þrifist þá er- lendis og ráöherrar geta nú smitast eins og aörir. Við vitum jú að allt hiö vonda sem hér er finnst kemur er- lendis frá. - Og hvers vegna þá ekki t.d. „ferðanjálgur"? í sumarferð um Snæfellsnes Þútttakandi skrifar: Á undanförnum árum hafa margir veitinga- og gististaöir tekið th starfa úti á landsbyggð- imú. Ég hef góða sögu að segja frá minni reynslu af tveimur shkum stöðum. Við hjónin feröuðumst nýlega meö um 50 manna hópi i rútu vestur á Snæfellsnes. Við fórum heföbundna leið, fyrir Jök- ul, og skoðuðum ýmsa staði. Pöntuð var gisting í gistihúsinu Gimli á Hehissandi. Þar var hægt að fá gistingu í herbergjum með baði, herbergjura með handlaug og svo svefnpokapláss, ásamt sturtu og eldunaraðstöðu. Matur var pantaður fyrirfram í veit- ingahúsinu Sjólyst sem einnig er á Helhssandi. Hópurinn kom til veitingahúss- ins kl. 21 að kvöldi. Þar var kom- ið inn í mjög notalegan og vistleg- an veitiugasal þar sem voru dúk- uö borð með blómum og myndir á veggjum. Hópurinn hafði pant- að tvo rétti, kryddlegna ýsu og kjúklinga, og innifahð var súpa, salat meö aöalrétti og kafii; allt á vægu verði. Fiskurinn var ein- staklega bragðgóður og ljúffeng- ur. Maðurinn minn fékk sér kjúkhng og var hann einnig mjög góður, að sögn. Þetta var aht mjög snyrthega fram borið og öll afgreiðsla gekk fljótt og vel fyrir sig fyrir ahan hópínn. Þama var hægt að fá létt vín og bjór með matnum. Einnig var hægt að fá dýrari mat, t.d. nautakjöt. - Fólkið var mjög án- ægt með mat og þjónustu. Okkur var sagt að þetta væri fyrsta sum- ariö sem veitingahúsið starfaði. Að lokinni máltíð fóram við í gistihúsíð Gimh sem er snyrtilegt íbúðarhús og hefur verið innrétt- aö í þessum tilgangi. Þama var aht tandurhreint að innan og mjög aðlaöandi. Fólkiö gisti ýmist í herbergjunum eða í svefnpoka- plássi í skólastofu þarna rétt hjá. Ahs staðar var hin prýðilegasta aðstaða. Þennan gististað reka tvær ungar stúlkur, mjög liprar og þægilegar í viömóti. - Mér finnst sjálfsagt að láta þessa getið þvi nóg er um aðfinnslumar (sem eiga þó stundum rétt á sér). Ég vil þakka þessu ágæta veitinga- fólki á Helhssandi fyrir sérstak- lega góöan viöurgjöming í aUa staöi. Ráðherrar reisa á ný

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.