Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1990, Page 5

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1990, Page 5
ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLÍ 1990. 5 Ferðalög og góðar bækur ;:y. . ;; Nafn: Borgþór S. Kjærnested Alaur: 47 ár Staða: Framkvæmdastjóri norræna flutningaverka- mannasambandsins „í þessu starfi felst samræming á starl'semi norrænna flutninga- verkamannasambanda í fimm löndum. Ails eru það 41 samtök sem aðild eiga að heildarsamtök- unuin. Hér á íslandi er þaö Sjó- mannasamband fslands," segir Borgþór Kjæmested um fram- kvæmdastjórastöðu sambands norrænna flutningaverkamanna sem hann hefur verið ráðinn í frá 1. október næstkomandi. Sambandsskrifstotán er í Stokkhólmi og þangað er Borgþór að flytja. Hann er þó ekki með öllu ókunnugur á Noröurlönd- unum enda hefur hann verið bú- settur í Finnlandi í 16 árogí Sví- ; þjóð í 2 ár. „Starfið leggst vel í mig. Þetta er spennandi og verðugt við- fangsefni. Samtökin em stór, telja um 300 þúsund félagsmenn á öllum Norðurlöndunum. Ég er fyrsti íslendingurinn sem fer í samsvarandi stöðu erlendis og það ætti að styrkja stöðu ís-; lenskrar verkalýöshreyfingar,“ sagði Borgþór. í iýðháskóla í Finnlandi „Ég er fæddur í Sandgeröi, í miðri styijöld. Aftur á móti cr ég ; alinn upp í Staflioltstungum í Mýrasýslu. Árið 1958, þegar ég var 15 ára gamall, flutti ég til Reykjavíkur og tók gagnfræði- próf í Gagnfræðaskóla Austur- bæjar. Síðan fór ég í lýðháskóla í Finnlandi og var meira eða inmna erlendis alveg til 1975.“ Á þessutn tíma starfaði Borgþór ; meðal annars víð dagskrárgerð hjá finnska ríkisútvarpinu. Um miðjan 8. áratuginn var hann fréttaritari norrærma fréttastofa á íslandi og síðan ffamkværada- stjóri Sambands norrænu félag- anna með aösetur í Helsingfors. „Undanfarin tvö ár hef ég svo verið hér á íslandi og stundað þýðingar og túlkun ásamt frétta- þjónustu viö ýmsa fjölmiðla í Fitmlandi og Svíþjóö. Einnig hef ég aðstoðað verkalýðshreyfing- una í norrænu samstarfi." Ferðalög og útivist Að sögn Borgþórs eru áhuga- málin margvísleg. „Ferðalög, lestur góöra bóka og útivist eru mín helstu áhugamál. Ég hef ferðast mikið um ísland og var um hríð fararstjóri. Þá gat ég samræmt áhugamálið og vinn- una.“ Borgþór er mikill göngu- gaipur og' á veturna stundar hann skíði. En á hann ekki eftir að sakna íslands? „Þaö er nú bæði og. Ég hef búið það lengi erlendis að ég er orðinn nokkuð beggja blands. Ég kann oröið vel við mig viða. Borgþór er kvæntur Sólveigu Pétursdóttur og eiga þau tvö börn, Sólveigu Fríöu, 11 ára, og Pétur Friðfmn, 7 ára. -BÓl ,Fréttir Magnús Guðmundsson með nýja kvikmynd 1 smíðum: Fjallar um ýmis samtök á borð við Greenpeace - frægar kvikmyndastjörnur koma fram í mýndinni Magnús Guðmundsson með fyrsta eintakið af kvikmyndinni Lifsbjörg í norð- urhöfum. Nú hefur hann hafist handa við gerð nýrrar kvikmyndar. „Ég er byrjaður að gera nýja kvik- mynd. Hún verður ekki beint fram- hald kvikmyndarinnar Lífsbjörg í norðurhöfum en hún mun hreyfa við sömu málefnum og sú mynd gerði. Nýja myndin verður byggð meira á alþjóðlegum grunni og í henni mun ég skoða nánar en ég gerði í Lífs- björginni ýmsar hreyfingar á borð við Greenpeace sem kenna sig við umhverfisvernd,“ segir Magnús Guðmundsson kvikmyndagerðar- maður. „Það þarf að setja spumingarmerki við starfsaðferðir margra umhverfis- verndarsamtaka. Þar á ég ekki bara við hreyfingar sem hafa verið að gera íslendingum lífið leitt. Margar þess- ara hreyfinga og samtaka eru orðnar plágur víða um heim og eru að ieggja lífsafkomu fiölda fólks í rúst. Því verður nýja kvikmyndin mun fiöl- breyttari og alþjóðlegri en Lífsbjörg- in var. Hvatnig víða að „Ástæðuna fyrir gerð þessarar nýju myndar má meðal annars rekja til þess að ég hef fengið hvatningu frá sjónvarpsstöðvum víða um heim. Ég hef einnig fengið hvatnigu frá fé- lagasamtökum, almenningi og fleiri sem velta umhverfismálum fyrir sér. Það eru margir sem hafa boðist til að leggja mér lið við gerð myndar- innar. Meðal annars hafa nokkrir frægir einstaklingar komið að máh við mig og boðist til að koma fram í kvik- myndinni og segja sína skoðun á þessum málum, þar á meðal eru frægar kvikmyndastjörnur. Fjármagnar myndina sjálfur Ég veit ekki hvenær myndin verð- ur fullbúin, það fer meðal annars eftir tíma og því fiármagni sem ég hef úr að spila. Myndina fiármagna ég sjálfur en hef leitað til fyrirtækja og stofnana um styrki til að gera myndina. Nú þegar eru nokkrir hlut- ar hennar tilbúnir. Ég sýndi parta úr henni á alþjóðlegri hvalaráð- stefnu sem haldin var í Hollandi fyr- ir skömmu og vöktu þeir mikla at- hygli. Nú þegar hafa margar sjónvarps- stöðvar lýst yfir áhuga sínum á að kaupa myndina þegar hún verður fullgerð enda verður margt sem kem- ur fram í myndinni alveg nýtt og mun varpa nýju ljósi á starfsaðferðir umhverfisverndarhreyfinga. Mikið um fyrirspurnir Annars er það einkum tvennt sem hrjáir mig við gerð þessarar myndar, annars vegar peningaskortur og hins vegar tímaleysi. Það eru ótal samtök, ríkisstjórnir og einstaklingar, sem eiga undir högg að sækja, sem hafa samband við mig til að spyrja frétta og fá ráðleggingar um umhverfismál þegar vandamál koma upp hjá þeim eða þegar vantar nánari upplýsingar. Það fer geysilega mikill tími í að svara fyrirspurnum og tala við allt þetta fólk. Lífsbjörgin hefur nú verið sýnd í 13 löndum og það eru alltaf að koma fyrirspurnir um hana. Það er mikið um að félagasamtök úti um allan heim vilji fá myndina til sýningar svo og skólar. Nú er til að mynda verið að sýna hana í mörgum bandarísk- um háskólum enda er hún enn í fullu gildi sem heimildarmynd um lífs- hætti í Norðurhöfum,“ segir Magn- ús. -J.Mar Vogalax: Sækir um rútínulán í dag verður haldinn fyrsti aðal- fundur Vogalax hf. eftir eigenda- skipti. Fyrir skömmu seldi Fjár- festingarfélagið Vogalax til Gísla V. Einarssonar í Mata og Harðar Jónssonar fyrir 9 milljónir króna. Kaupverðið getur þó orðið hærra ef fyrirtækið skilar einhverjum arði á næstu árum. Á síðasta ári lagði Fjárfestingarfélagið um 90 milljónir til hliðar vegna fyrirsjá- anlegs taps á hlutfé í Vogalaxi. Það hefur nú fengið 9 milljónir upp í þetta tap. Vogalax sótti nýlega um skuld- breytingarlán til Framkvæmda- sjóðs. Það hefur ekki verið afgreitt. „Nei, það er nú ekki enn sem komið er,“ sagði Guðmundur B. Ólafsson, framkvæmdastjóri Framkvæmdasjóðs. „Þetta er eitt af þessum rútínu skuldbreytingarlánum í fiskeldi. Það eru flest fyrirtæki á þessu róh. Þau koma hvert af öðru eins og gefur að skilja þegar engin greiðslugeta er fyrir hendi. Þá þyk- ir okkur betri kostur út af fyrir sig að skuldbreyta til að réttur veðrétt- ur haldist tíl vaxta.“ -gse Táragasið á Tálknafírði: Málið er enn óupplýst Ekki hefur tekist að hafa uppi á þeim sem henti eiturefni í ruslafót- una á skemmtistaðnum Flóanum á Tálknafirði um síðustu helgi. Á ann- an tug manna leitaði læknis vegna óþæginda sem fólk varð fyrir vegna óloftsins sem gaus upp þegar eitrið varð laust. Margir urðu fyrir óþæg- indum í öndunarfærum, augum og eins fengu margir kláða og sviða. Lögreglan hefur rætt við fiölda manna sem voru á skemmtistaðnum þegar eitrið varð laust. Þrátt fyrir margar yfirheyrslur hefur ekki tek- ist að hafa uppi á þeim sem var vald- ur að verknaöinum. Innihald ruslafótunnar var sent til Reykjavíkur til efnagreiningar. Grunur leikur á um að um táragas hafi verið að ræða. Endanlega fæst staðfest um efnið þegar niðurstöður liggj a fyrir á mánudag. -sme legur „urriðatittur“ Lögreglan handtók tvo pilta um ur ásamt veiðarfærunum. Menn- tvítugt sem höfðu lagt tvö net við irnir sögðust aldrei hafa átt hlut Hólmsá, skammt lyrir ofan Gvend- að veiðiþjófnaði áður. Skýrsla var arbrunna, um helgina. tekm af mönnunum en mál þeirra „Þeir höföu lagt tvö net í ána og verður síðan sent áfram í dóm- aflinn var nú ekki mikill hjá þeim, skerfmu. einn leginn og ógeðslegur urriða- „Ég skil ekki hvers vegna menn tittur. Ég henti honum strax í tunn- era að þessu þegar það er hægt að una,“ sagöi Bjami Bjarnason, lög- fá aö veiða á stöng fynr vægt verð regluþjómi á Árbæjarstöð, í sam- á þessum slóðurn," sagöi Bjarai tah við DV. lögregluþjónn. Hinn rýri afli var gerður upptæk- -ÓTT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.