Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1990, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1990, Page 3
ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 1990. 3 DV RLR upplýsti nauðgunarmálið í Kópavogi með DNA rannsóknaraðferð: Fréttir Sat fyrir fórnarlambinu grímuklæddur með hníf - jatning la fljott fyrir eftir að lögfull sönnun barst Eitt alvarlegasta afbrotamál ársins 1989 upplýstist í síðustu viku. Karl- maður játaði þá við yfirheyrslur að hafa nauögað konu við viðbyggingu íþróttahúss Gerplu að Skemmuvegi í Kópavogi aðfaranótt 17. nóvember. Maöurinn var grímuklæddur og vopnaður hnífi. Talið er að hann hafi setið fyrir fómarlambinu. Hann neyddi konuna með sér inn í byggingu þar sem hann framdi þennan óhugnanlega ódæðis- verknað. Maðurinn á ekki feril að baki sem kynferðisafbrotamaður svo vitað sé. Málið upplýstist eftir að rannsókn- arlögreglan hafði sent blóðsýni úr sextíu karlmönnum svokallaða DNA rannsókn til Brttiands. Nánast eina sönnunargagn'L í málinu var sæði árásarmannsins sem fannst meðal annars í fatnaði. í framhaldi af þvi var ráðist í skipulega rannsókn málsins. Voru 60 menn, sem hugsanlega gátu átt hlut að máli, fengnir til að gefa blóðsýni vegna rannsóknarinn- ar. Bogi Nilsson rannsóknarlög- reglustjóri segir að þessir borgarar hafi allir gefið blóðsýni af fúsum og frjálsum vilja. Þessari aðferð hefur aldrei verið beitt áður hér á landi. Gögnin voru send til Bretlands og fengust niðurstöðumar í síðustu viku. Kom þá í ljós að nánast óyggj- andi var að einn úr hópnum hafði framið verknaðinn enda er rann- sóknaraðferðin talin mjög traust og talin lögfull sönnun í málum sem þessum, að sögn rannsóknarlög- reglustjóra. Var hún fyrst notuð er- lendis árið 1987. Hún er þó tímafrek og kostnaðarsöm. Rannsóknarlög- reglustjóri vill ekki gefa upp kostn- aðartölur. Hinn grunaði var handtekinn síð- astliðinn föstudag og var hann úr- skurðaður í gæsluvarðhald til 8. okt- óber. Hann viðurkenndi síðan á sig verknaðinn og er máhð því upplýst. „Þessi aðferð er stórt stökk fram á við, sérstaklega á sviði kynferðisaf- brotamála," sagði Bogi Nilsson í gær. „Einnig hefur þetta mál þá sérstöðu að hópur almennra borgara er feng- inn til samstarfs með þeim árangri sem fyrir liggur," sagði Bogi. Hann sagði einnig að venjulega minnkuðu likur á því að mál upplýs- ist eftir þvi sem lengra liði frá at- burðinum. í þessu tilfelli gerði fram- angreind aðferð það hins vegar kleift að upplýsa málið eftir svo langan tima og raun bar vitni. DNA er erfða- efni sem má rannsaka með blóðsýn- um. Efniö er í frumum mannslíkam- ans. Þessum aðferðum er einnig beitt til að sanna faðemi bama. Bogi sagðist reikna með að RLR gengi sennilega frá málinu í næstu viku og sendi það þá til ríkissaksókn- ara eins og lög gera ráð fyrir. Þaðan fer mál nauðgarans til dómstóla. -ÓTT Þeir eru ferðalúnir og hafa nú fengið nýtt hlutverk. í stað þess að bera eiganda sinn um fjöll og firnindi sóma þeir sér vel sem blómaker uppi á vegg. Þetta er ein þeirra mynda sem borist hafa í keppnina. Ljósmyndasamkeppni: Skilafrestur til mánaðamóta Nú fer hver að verða síðastur að senda inn mynd í ljósmyndasam- keppni DV og Ferðamálaárs Evrópu 1990 því að síðasti skiladagur er næstkomandi fóstudag, 31. ágúst Myndefnið verður að tengjast ferðalögum og útivist. Myndimar skal senda ásamt nafni, heimilisfangi og símanúmeri þátttakandans til DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík, merkt ljósmyndasamkeppni. Allar myndir verða endursendar til eigenda sinna. Verðlaun verða veitt fyrir 10 bestu myndirnar og eru þau ekki af lakara taginu: 1. Lundúnaferð fyrir tvo með Flug- leiðum. ' 2. Farseðlar fyrir tvo að eigin vali innanlands. 3. Dvöl fyrir tvo á Edduhóteli að eig- in vali. 4. Hringmiði fyrir tvo kringum landið. 5. Helgarferð fyrir tvo í Þórsmörk. 6-10. Bókaverðlaun. I *-TEPPALANDS Teppi, dúkur, parket og flísar. Teppalandsútsalan er í fullum gangi. Það hefur aldrei verið jafn auðvelt að gera eins góð kaup á gólfefnum á stórlækkuðu verði. Við höfum lækkað verðið um allt Nú er einstakt tækifæri því verslun- og gólfdúkabútum. Einnig fyrsta in er full af útsölu-gólfefnum, s.s. flokks flísar, grásteinn og skífur, gólfteppum, stökum teppum, parketafgangar, gólfkorkur og mottum, dreglum, bútum, teppa- veggdúkur. afgöngum, gúmmímottum, gólfdúk að 50% - það munar um minna. Það vilja allir spara - nú er tækifærið. Teppaland • Dúkaland Grensásvegi 13, sími 83577 og 83430, Rvík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.