Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1990, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1990, Side 15
ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 1990. 15 Þjódfjandsamleg viðhorf „Háskólakennarar hafa aldrei farið í verkfall og eru hvorki fjölmenn né kröfugjörn stétt," segir höfundur m.a. í grein sinni. Gunnar Smári Egilsson heitir maður og sér um svokölluð „Sand- kom“ í DV. Gunnar þessi notaði dálk sinn á dögunum til að senda mér tóninn undir yfirskriftinni „Einkunnir og laun“. Þar segir m.a. „HaUdór Ármann Sigurðsson háskólakennari skrifaði grein í gær þar sem hann býsnast yfir því að ýmsar starfsstéttir hafi hærri laun en háskólakennarar. Halldór virð- ist telja þetta óeðlilegt þar sem há- skólakennarar hafa stundað nám og jafnvel skrifað doktorsritgerðir. Á vinnumarkaði greiða atvinnu- rekendur mönnum laun eftir því hversu hátt þeir meta vinnufram- lag þeirra. í skóla gefa kennarar nemendum einkunnir eftir náms- árangri. Þetta tvennt er ekki sam- tvinnað þannig að þeir sem em með margar einkunnir fái há laun.“ Ég geri ekki ráð fyrir að höfundur þessa gullkoms eigi við að kennar- ar eigi að fá því hærri laun sem þeir hafa verið meiri skussar í skóla. Og auðvitað er spekin í skrif- um hans yfirleitt ekki slík að hún sé svaraverð, og sjálfsagt ekki til þess ætlast af ritstjórn DV. En því miður er einmitt þetta gullkorn til vitnis um þjóðfjandsamleg viðhorf sem eru ótrúlega almenn í þessu landi. Þessum viðhorfum verður að andæfa. Sannleikurinn í málinu Það er kannski ekki von að téðum Gunnari sé mikið um það geflð að samband sé á milli launa og eink- unna a.m.k. lestrareinkunna. En látum það liggja á milli hluta í bili. í grein minni (í Morgunblaðinu 14. ágúst sl.) býsnaðist ég ekki yflr launum annarra starfsstétta en minnar eigin. Ég sagði einfaldlega frá því hver Kjallariim Halldór Ármann Sigurðsson dósent við HÍ laun háskólakennara eru og undr- aðist að smiðir, sjómenn og skrif- stofumenn þessa lands skuli ekki hafa efni á að hækka þessi laun um örfá prósent. Jafnframt sagði ég nokkrar dæmisögur úr daglega lífinu til vitnis um að menn úr þessum sár- blönku stéttum hafa iðulega marg- fóld laun kennara við Háskóla ís- lands. Sem er auðvitað ekki undar- legt þegar þess er gætt að meðal- dagvinnulaun háskólakennara hér á landi eru í kringum 90.000 kr. á mánuði. Þar á ofan er starfsævi þeirra þetta 10-20 árum skemmri en flestra annarra. Þaö er deginum ljósara að ekki er ætlast til að þess- ir menn geti komið yfir sig þaki eða yfirhöfuð þrifist í þessu landi. Öfugt samband í grein minni er hvergi á það minnst að háskólakennarar hafi „margar einkunnir“ heldur bent á að þeir hafa langt nám að baki og oftast margra ára rannsóknavinnu aö auki. Starfsundirbúningur þeirra er m.ö.o. lengri en annarra stétta. Það kann vel að vera rétt að ekki eigi endilega að vera beint samband á milli launa og starfs- undirbúnings. En það er sérkenni- leg formúla að hafa sambandið öfugt. Samkvæmt henni ætti háset- inn að hafa tvöfaldan hlut á við skipstjórann. Fiskveiðar. mínus menntun. Út- koman er árabátur og svo geta menn dundað sér við að reikna út hveijar gjaldeyristekjur þjóðarinn- ar væru ef engir væru mennta- mennirnir í landinu. Menntamenn- irnir eru ekki vandamál heldur hitt að menntun þeirra er hörmu- lega illa nýtt. Samanber alla vit- leysuna í sjávarútveginum og lax- eldinu. Þjóðhættuleg launastefna Háskólakennarar hafa aldrei far- ið í verkfall og eru hvorki fjölmenn né kröfugjöm stétt. Laun þeirra bera því ekki vitni um mikið stór- lyndi íslensku þjóðarinnar og eru henni til lítils sóma. En þar fyrir utan eru þau dauðans alvörumál og þjóðhættuleg, stefna íslenskri menningu og íslenskri sjálfsbjörg í fullkominn voða. Og þetta eru eng- ar ýkjur. Flestir háskólakennarar sækja langdýrasta hluta náms síns til annarra landa og flytja því inn umtalsverð verðmæti þegar þeir snúa heim að námi loknu, verð- mæti sem engin von er til að unnt sé að skapa hér á landi. Aðrar þjóð- ir eru tilbúnar að greiða fyrir þessi verðmæti og munu gera það í vax- andi mæli ef svo fer fram sem horf- ir um sameiginlegan evrópskan vinnumarkað og íslenska þjóðar- sátt gegn menntamönnum. Og ef engir eru háskólakennararnir og ekki heldur neinir framhaldsskóla- kennarar og þá ekki heldur neinir skipstjórar eða smiðir. A.m.k. ekki íslenskir. Þetta er nú það einfalda sam- hengi hlutanna sem nefndur Gunn- ar Smári var ófær um að lesa úr Morgunblaðsgrein minni. Þegar allt kemur til alls væri ef til vill ráð fyrir fjölmiölana í landinu að tengja laun starfsmanna sinna við lestrareinkunnir þeirra í barna- skóla. Halldór Ármann Sigurðsson „Flestir háskólakennarar sækja lang- dýrasta hluta náms síns til annarra landa og flytja því inn umtalsverð verð- mæti þegar þeir snúa heim að námi loknu, verðmæti sem engin von er til að unnt sé að skapa hér á landi.“ Framsóknarkomminn „Byggðastofnun hefur afrekað að snúa ferlinu við með gull skattborgar- ans,“ segir höf. m.a. í greininni. Hver þekkir hann ékki, fram- sóknarkommann? Hann er náung- inn sem tekur á sig krók til að versla í kaupfélaginu eða Mikla- garði þó að ódýrari verslun með fjölbreyttara vöruval sé hjá hon- um. Þetta gerir hann til að styrkja samvinnuhugsjónina, efla hina fórnfúsu og félagslega þenkj- andi. Hann er skandinavískmenntaði stjórnmálafræðingurinn, líffræð- ingurinn eða félagsfræðingurinn sem situr í ráðuneytinu, ríkisstofn- uninni eða skólanum, lifir í reglu- gerðarbókstafnum og heldur sig vera að hugsa. Hugsa um hið stétt- lausa þjóöfélag þar sem allt er nið- urgreitt, að sjálfsögðu líka skoð- anafrelsi og tjáning. Skylda er í huga hans ljótt orð og á aðeins að nota í einstefnu: skyldur ríkis við þa sem eru á launaskrá hjá því. Hann tekur ann- ars ætíð undir með hinum volduga, embætti gegn einstaklingi, ráðsett- um gegn ungæðingi, lagabókstafs- þræðingu gegn heimspekilegri túlkun á ætlun lagasmiða. Fastur undir föllnu járntjaldi Þú mætir framsóknarkomman- um líka ef þú álpast nálægt félags- starfi úti á landi. Sérð hann á kaup- félagsfundum flytja slíka þakkar- og lofgjörð að menn dæsa og furða sig á því hvernig nokkur skiki norðan Grafarvogs eða austan Ár- bæjar gæti haldist í byggð út árið án Sambandsins og fálmara þess, kaupfélaganna. Þá fylgist þú með endurkjöri hans í næsta sinn í kosningu sem varla er lengur hægt að nefna rússneska, ekki af því aö félagsþroski fram- sóknarkomma hafi aukist, heldur Innn rússneski. Hinni höfgu stund er spillt ef, óvænt, einhverjum yrði KjaUarinn Jón Hjálmar Sveinsson verkamaður á að nefna skilgreiningu rekstrar- markmiða, endurskipulagningu, tölvuvæðingu. Blóðþrýstingur eykst, klukkan skyndilega orðin margt, fundi slit- ið. Hins vegar gáfu menn sér tíma til á síðasta aðalfundi Sambandsins að vega - djarfir af sporgöngunni sem að Gísla Súrssyni forðum - að Guðjóni forsfjóra einum. Sök markaðsmannsins var að lýsa raunveruleikanum og því að menn hefðu gengið meö leppa fyrir aug- um og ullarlagða í eyrum gagnvart honum. Eftirsjá moldarkofatíðar Framsóknarkomminn finnst í öllum stjómmálaflokkum, þar með töldum Sjálfstæðisflokknum, aðal- lega þó hjá framsókn og allaböllum sem að vísu eiga jákvæðar undan- tekningar. Hann er haldinn sömu þjóðemishyggju og fékk forfeður hans til að kalla þá landsvikara sem kusu Ameríku fram yfir sult- ardauða á klakanum „þar sem Gunnar sneri aftur“ og t.d. réttar- farið í aldir samanstóð af kviksetn- ingu og drekkingu. Hugsanlega aðild íslands að EB sér hann sem ragnarök þess undirgefna heimótt- arháttar sem skýlt hefur'honum fyrir því sem hann skilur ekki og hræðist: opnun landamæra, nálg- un hugmyndaheima, risi alþjóða- hyggju, lausn ánauðugra. í stjómmálum reynir hann bæði á sveitar- og landsplani að stinga keppum í hjól framþróunar, talar um framtíð, lifir sem nýlenduþegn og býr aðeins yfir rökfræði á borð við Neanderdalsmann. Stjórnmála- menn ná árangri ef þeir njóta bar- áttunnar en þessum er hún bara árátta og kvöl, ekki eggjandi og styrkjandi áreynsla. Mídas með öfugu formerki Sé framsóknarkomminn efnaður þá er það vegna ríkis- eða sam- vinnueinokunar, hann ber lotn- ingu fyrir grónum auði, fyrirlítur einkaframtakið og ætlast til sjálf- boðavinnu af öllum öðmm en sjálf- um sér. Arðsöfnun skal öðrum vera siðleysi. Hann trúir á þing- manninn og ráðherrann. Mistök hljóta að vera undirsátum og and- stæðingum að kenna þó að flokkur hans hafi verið áratugi í stjórn. Her er honum ljótt orð, varnir aftur á móti ábyrgðarfullt, sérstak- lega þegar Reginn er nefndur. Framsóknarkomminn gramsar í ríkiskassanum eftir fúlgu til að rétta strönduðu Sambandi fyrir brátt verk- og verðlausan SÍS-arm sem starfað hefur í lögskipaðri ein- okun og þar með heft innlenda verktakastarfsemi. Byggðastefnu rekur hann vegna þjóðlegrar rómantíkur kringum blásin nes. Þaö er ekki spurt eftir hvort svæði gefi fólki skilyrði til afkomu og þroska. Sem ábúandi lítur hann sérhveija þéttingu byggðar sem ógn við skæklana sem óskiljanleg en heilög kvöð er að hokrað sé áfram á. Byggðastofnun skipar hjá honum háan sess. Mídasi konungi var álagt að ef hann snerti skít þá varð hann að gulli. - Byggöastofnun hefur afrek- að að snúa ferhnu við með gull skattborgarans. Jón Hjálmar Sveinsson „Framsóknarkomminn gramsar 1 rík- iskassanum eftir fúlgu til að rétta strönduðu Sambandi fyrir brátt verk- og verðlausan SÍS-arm sem starfað hef- ur í lögskipaðri einokun,“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.