Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1990, Side 17
ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 1990.
17
Iþróttir
Guðmundur Torfason verði seldur frá skoska liðinu St. Mirren:
ð á BreUandseyjum
iuðmundi Torfasyni
ted og Nottingham Forest viröast hafa mestan áhuga
ijög mikinn áhuga á að krækja
i liðinu St. Mirren. Hér er um
Æanchester United og Notting-
3w Celtic. Samkvæmt fréttum
imundur verði seldur frá St.
hafa mestan möguleika á að
kom út um helgina er sagt frá hugsan-
legri sölu Guömundar Torfasonar frá
St. Mirren. Tímaritið segir aö það sé
vissara fyrir Ferguson að drífa sig í
því að kaupa Guömund, ella muni
Brian Clough, framkvæmdastjóri
Nottingham Forest, eiga viðskipti við
St. Mirren og kaupa Guðmund.
En það eru ekki eingöngu ensk lið
sem áhuga hafa á Guðmundi Torfa-
syni. Skosku hðin Aberdeen og Glas-
gow Celtic hafa einríTg mikinn áhuga.
Aberdeen hefur selt sóknarleikmann-
inn Charlie Nicholas til Celtic og hefur
félagið ekki enn keypt sóknarmann í
hans stað.
Fleck tilSt. Mirren?
Það rennir stoðum undir hugsanlega
sölu Guðmundar frá St. Mirren að fé-
lagið hefur áhuga á að kaupa sóknar-
manninn Robert Fleck frá Norwich
City. Norwich vill fá 1,2 milljónir
punda fyrir Fleck en St. Mirren er til-
búið að greiða helming þeirrar upp-
hæðar. Það er því hugsanlegt að St.
Mirren vilji fá um 600 þúsund pund
fyrir Guðmund Torfason eða rúmar
60 milljónir króna.
Guðmundur hefur gert það
gott hjá St. Mirren
Guðmundur Torfason hefur náð að
sýna sínar bestu hliðar hjá St. Mirren.
Á síðasta keppnistímabili var hann
með markahæstu leikmönnum í
skosku úrvalsdeildinni og í æfinga-
leikjum fyrir nýhafið tímabil hefur
hann skorað og skorað. Guðmundur
skoraði sem kunnugt er fjögur mörk
gegn Manchester United á Old Traf-
ford og það eru ekki margir knatt-
spyrnumenn sem hafa gert slíka hluti
á heimavelli „rauðu djöflanna." Það
er því ekki undarlegt að Alex Ferguson
vilji fá slíkan leikmann í sínar raðir.
Leikur Guðmundur með
landsliðinu gegn Frökkum?
St. Mirren á að leika gegn Hearts í
skosku bikarkeppninni í vikunni og
ef hðið vinnur þann leik mætir St.
Mirren.Uði Aberdeen í sömu keppni
sama dag og íslendingar leika gegn
Frökkum á Laugardalsvelh. Það gæti
því farið svo að Guðmundur kæmist
ekki í landsleikinn sem fram fer mið-
vikudaginn 5. september.
-SK
• Guðmundur Torfason er eftirsóttur knattspyrnumaður á Bret-
landseyjum þessa dagana.
MikiU styrkur til Snæfells í körfuknattleiknum:
Hreinn, Rússi og
Rikki heldur áfram
Valdimar Hreiðarsson, DV, Stykkishólmi:
Körfuknattleikshði Snæfells í Stykk-
ishólmi, sem vann sér sæti í úrvals-
dehdinni, hefur bæst góður liðsauki
fyrir komandi keppni í úrvalsdeild-
inni í vetur. Er hér um að ræða nýj-
an þjálfara, Hrein Þorkelsson, og
leikmann frá Sovétríkjunum sem
heitir Gennadi Peregod.
Hreinn Þorkelsson lék síðasta vet-
ur með UÍA og þar áður með Vals-
mönnum en hann miín jafnframt
leika með liði Snæfehs í vetur.
„Þetta er spennandi verkefni.
Reyndar verður veturinn erfiður,
strákarnir eiga margt ólært því
keppni í úrvalsdeild er gjörólík
keppni í 1. dehd. Takmarkið er því
að halda sæti okkar í úrvalsdehd en
það verður ekki þrautalaust," sagði
Hreinn í samtah við DV.
Nýja íþróttahúsið
gjörbreytir aðstöðunni
Gamla landshðskempan Ríkharður
Hrafnkelsson leikur með hði Snæ-
feUs í veto en hann lék á árum áður
með Val.
„Þetta leggst vel í mig. Reyndar er
úrvalsdeUdin annar heimur, en nýi
leikmaðurinn frá Sovétríkjunum og
nýtt íþróttahús breyta myndinni. Nú
æfum við þrisvar í viku í Grundar-
firði og þrisvar í viku í gamla húsinu
hér í Stykkishólmi. Nú er stefnt að
því að nýja húsið verði tekið í notkun
um mánaðamótin október-nóvember
og það verður því nýtt fyrir okkur
að leika heimaleiki okkar hér í
Stykkishólmi. Við teystum á Hólm-
ara að mæta og hvetja sína menn í
baráttunni í vetur,“ sagði Ríkharður
Hrafnkelsson í samtali við DV.
• Jóhannes Finnur HaUdórsson er
formaður körfuknattleiksráðs og er
það mál manna að ráðið hafi stutt
vel við bakið á liðinu og að hluta
velgengni þess megi rekja til ötuhar
framgöngu ráðsins.
>gud og Ríkharður Hrafnkelsson.
DV-mynd Valdimar
Turf an mættur til Víkings
- Guðmundur þjálfar og Ami verður tiðsstjóri
Sovétmaðurinn, Alexi Ivanov
Turfan, sem leikur með Víkingum
í handboltanum í vetur, kom tU
íslands fyrir helgina. Turfan hefur
æft með Víkingum síðan og leikið
einn æfmgaleik og eru forráða-
menn hðsins mjög ánægðir með
það sem þeir hafa séð til Sovét-
mannsins.
Alexi Turfan hefur verið talinn
einn besti varnarleikmaður í Sov-
étríkjunum síðastliðinn tíu ár og
einnig er hann mjös frambærilegur
sóknarleikmaður. Turfan lék með
1. maí frá Moskvu og hefur að baki
marga unglingalandsleiki og sömu-
leiðis hefur hann æft með A-lands-
hði Sovétmanna.
Víkingar halda utan til Svíþjóðar
á miðvikudaginn og taka þátt í
mjög sterku móti sem í taka þátt
32 félaglið Trá Evrópu. Mótið fer
fram í Ystad og leika Víkingar gegn
Ystad æfingaleik á miðvikudags-
kvöldið en með sænska liðinu leik-
ur Gunnar Gunnarsson sem unnið
hefur sér sæti í íslenska landshð-
ihu. Víkingar eru þarna á fomu
slóðum en eins og mörgum rekur
minni tU léku Víkingar gegn Ystad
í Evrópukeppninni fyrir nokkrum
árum en eftir leikinn ytra var þeim
vikið úr keppninni, voru sakaðir
um ólæti.
Guðmundur Guðmundsson verð-
ur áfram þjálfari Víkinga í vetur
en Ámi Indriðason verður hðs-
stjóri.
-JKS
• Neville Southall.
Southall
til Utd?
NevUle Southah, markvörður
Everton í ensku knattspymunni,
er ekki yfir sig ánægður hjá lið-
inu og hefur reyndar ekki litið
glaðan dag á Goodison Park í
langan tíma.
Um þverbak keyrði sl. laugar-
dag er Everton lék á heimavelli
gegn nýhðum Leeds United. í
leikhléi rifust þeir sem hundur
og köttur, Southah og Colin
Harvey, framkvæmdastjóri Ever-
ton. Lyktaði málum þannig að
Southall strunsaði út úr búnings-
klefa Everton. Var ferðinni heitið
í annað markið á vellinum en þar
sat markvörðurinn síðustu fimm
mínútur lcikhlésins. Var Southall
sektaður fyrir þetta uppátæki um
sem nemur rúmum 400 þúsmrd
krónum. Southall, sem þykir einn
snjallasti markvörður Bretlands-
eyja. hefur í þrígang farið frani á
sölu frá Everton en ávaUt verið
vísað á dyr. Manchester United
er tilbúið að kaupa kappann og
telja menn nú miklar hkur á þvi
að liann veröi seldur tU bikar-
meistaranna. -SK