Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1990, Page 27

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1990, Page 27
ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 1990. 27 LífsstOI Sala á Landverndarpokum hefur minnkað um 30% Þegar Landvemd gerði samning við Kaupmannasamtök íslands um sölu á sérmerktum plastpokum var gert ráð fyrir að í kjölfarið myndi plastpokanotkun íslendinga minnka. Sú virðist ekki vera raunin. Sala á Landvemdarpokum hefur að visu dregist saman um 30% en samkvæmt upplýsingum frá plast- pokaframleiðendum hefur poka- framleiðsla staðið í stað. Því virðist sem svo að framleiðsla á ómerktum pokum hafl aukist á kostnað Land- vemdarpoka og að kaupmenn séu annaðhvort farnir að taka upp fyrri siði og gefa plastpokana eða að selja þá og taka ágóðann beint til sín. Frjáls verðlagning á ómerktum plastpokum „Við teljum að samkomulagiö sem við gerðum við Landvernd um plast- pokana byggist á því að allir sem stunda verslun og viðskipti í ein- hveijum mæh taki þátt í því að selja - ekki hefur dregið úr plastpokanotkun íslendinga Landverndarpoka á 5 krónur. Það em einhverjir kaupmenn sem standa fyrir utan samkomulagið en ég held nú samt að þeir séu ekki margir. Hins vegar er kaupmönnum heimilt Neytendur aö selja ómerkta poka á því verði sem þeir kjósa því verðlag á plastpokum er fijálst," segir Magnús E. Finnsson, framkvæmdastjóri Kaupmannasam- taka íslands. Því hefur verið fleygt að sumar verslanir séu farnar að selja plast- poka sína hærra verði en um var samið á milii Kaupmannasamtak- anna og Landverndar. Neytendur eru beðnir að athuga að plastpoka sem hafa merki Landverndar á hankanum má aðeins selja á fimm krónur samkvæmt samkómulaginu. Sumar verslanir hafa hætt að vera með sérmerkta Landverndarpoka til sölu en gefa í staðinn ómerkta poka til viðskiptavina sinna eins og áður var. Nokkrar verslanir hafa einnig byrjað að bjóða viðskiptavinum sín- um stóra og ókeypis skrjáfpoka sem eru þynnri og eyöast fyrr en hinir þykku, venjulegu. Svo eru alltaf ein- hveijar verslanir sem eru með ómerkta poka og selja viðskiptavin- um sínum. Söluandvirði Landverndarplast- pokanna skiptist þannig að Land- vernd fær tvær krónur, kaupmaður- inn tvær krónur og ríkið 1 krónu. Að sögn Maríu Haraldsdóttur, skrif- stofustjóra Landverndar, hafa um 18 milljónir runnið í plastpokasjóðinn frá upphafi og peningum hefur verið úthlutað til aðila um allt land í skóg- rækt og landgræðslu. -BÓl Ef plastpokar hafa Landverndarmerki á hankanum eiga þeir að kosta fimm krónur. Hins vegar er frjáls verðlagning á ómerktum pokum. Þeir geta verið ókeypis eða kostað einhverjar krónur sem þá renna til kaupmannsins. DV-mynd JAK Það kemur sér vel nú þegar skólar fara að byrja að fá 20% lækkun á bókum sem skrifaðar eru á islensku. Afnám virðisaukaskatts um mánaðamót: Bækur lækka um 20% Eftir næstu mánaðamót verður virðisaukaskattur ekki innheimtur af sölu bóka á íslensku, hvorki frum- saminna né þýddra. Bækur faha þar með í sama flokk og blöð og tímarit sem þegar eru undanþegin virðis- aukaskatti. Upphaflega átti undanþágan ekki að ganga í gildi fyrr en um miðjan nóvember en með bráðabirgðalögum í sumar var afnámi skattsins flýtt til 1. september. Ghdistöku undanþág- unnar var flýtt th að lækka fram- færsluvísitölu og halda í við rauðu strikin en einnig th að taka tillit th skólamanna sem hafa óskað eftir því að niðurfellingin nái th bókakaupa strax í upphafi skólaársins. Þegar 24,5% virðisaukaskattur er afnuminn af bókum eiga þær að lækka um nákvæmlega 19,68%, eöa um tæpan flmmtung. Þessi verð- lækkun á verða í bókaverslunum strax eftir mánaðamót. Þessi lækkun kemur sér vel fyrir skólafólk í menntaskólum landsins en háskólanemar fá hins vegar ekki neina kjarabót þar sem flestar kennslubækur, sem þar eru kennd- ar, eru á erlendum tungumálum. -BÓl Verðtilboði á lambakjöti að ljúka Um næstu mánaðamót verður hætt að bjóða upp á hálfa lamba- skrokka á thboðsverðinu, 417 krónur kílóið. Það er Samstarfshópur um sölu á lambakjöti sem stendur fyrir söluá- takinu undir slagorðinu lambakjöt á lágmarksverði. Lambakjötið, sem boðiö er upp á í þessum tilboðspoka, er kjöt síðan í fyrrahaust, sérstaklega sneitt og snyrt th grillsteikingar. Að meðaltali eru um sex kíló í hverjum poka sem selst á 2500 krónur. í sama söluátaki í fyrrasumar seld- ust um 900 tonn en ekki er búist við að jafnmikið hafi selst í sumar. Kaupfélag Vestur-Húnvetninga, Hvammstanga: 2,5% verðlækkun síðan í apríl Samanburður á matvöruverslunum á Norðvesturlandi Verðsaman- burðurmiðað við meðalverð = 100 Meöalverð- breyting frá apríl 1990 Gestur Fanndal, Sigluf. 91,5 0,8% Kaupf. V-Hún., Hvammstanga 94,2 -2,5% Skagfirðingabúð, Sauðárkróki 95,5 1,5% Vísir, Blönduósi 95,9 2,9% Útibú, Kaupf. Eyfirðinga, Sigluf. 98,6 0,0% Haraldur Júlíusson, Sauðárkróki 98,9 2,1% Fiskbúð Siglufjarðar, Sigluf. 99,5 1,2% Kaupf. Hrútfirðinga, Borðeyri 100,2 2,5% Versl. Tindastóll, Sauðárkróki 100,7 5,0% Vöruhús Hvammstanga 100,9 2,1% Kaupf. Steingrímsfj., Hólmavík 101,6 1,2% Kaupf. A-Hún„ Blönduósi 101,8 3,4% Verslunarfél. Ásgeir, Sigluf. 102,5 4,0% Kaupf. Skagf., Varmahlíð 103,0 3,9% Matvörubúðin hf„ Sauðárkróki 103,5 3,0% Kaupf. Skagfirðinga, Hofsósi 105,0 2,2% Kaupf. Hún., Hólanesútibú, Skagast. 105,9 3,8% Th að fylgjast með verðlagi á tím- um þjóðarsáttar og verðstöðvunar hefur Verðlagsstofnun gert tvær samanburðarkannanir á verði í nokkrum matvöruverslunum á Norðurlandi vestra. Fyrri könnunin var gerð í apríllok og tók til 50 algengra tegunda af mat-, drykkjar-, snyrti- og hreinlæt- isvörum í 17 matvöruverslunum. Þremur mánuðum síöar eða nú í júlí- mánuði var aftur farið í sömu versl- anir og verð sömu vörutegunda kannað. Samanburðurinn á milh þessara tveggja kannana var ánægjulegur því í 58% thvika var vöruverð óbreytt eða lægra. í sams konar sam- anburðarkönnun á höfuðborgar- svæðinu varð svipuð niðurstaða því þar var vöruverð óbreytt eða lægra í 56% thvika. Að meðaltah hækkaði verðið á vör- unum 50 í þeim 17 verslunum, sem könnunin náði til, um 2,2% á tímabil- inu frá apríl til júlí. Meðalhækkun í verslunum á höfuðborgarsvæðinu var 2,8% á sama tíma. Meðalverð í einstaka verslunum hækkaði um 0,8%, í versluninni Gesti Fanndal, Siglufirði, til 5,0%, í versluninni Tindastóli á Sauðárkróki. í Kaup- félagi Vestur-Húnvetninga lækkaði hins vegar meðalverð vörutegund- anna um 2,5% Til að gefa hugmynd um almennt verðlag í einstökum verslunum var reiknað út meðalverð hverrar vöru- tegundar og það síðan notað sem stuðull til viðmiðunar. Þessir stuðull er ákveðinn 100 og vöruverð í versl- un, sem er með meðaltöluna 100, er því í meðallagi miðað við hinar versl- anirnar í könnuninni. Frávik frá meðaltahnu gefur svo hugmynd um hve mikið verð í einstökum verslun- um er fyrir neðan eða ofan meðai- verð. Samkvæmt þessum samanburöi er meðalverð vörutegundanna 50 lang- lægst hjá Gesti Fanndal, Siglufirði, og síðan kemur Kaupfélag Vestur- Húnvetninga, Hvammstanga. Hæsta meðalverð er hins vegar hjá Kaup- félagi Skagflrðinga, Hofsósi, og Kaupfélagi Húnvetninga, Hólanes- útibúi, Skagaströnd. -BÓl Frá því i april hefur vöruverð á Norðurlandi vestra haldist óbreytt eða lækkað i 58% tilvika. Lægsta meðalverðið er að finna i versluninni Gesti Fanndal á Siglufirði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.