Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1990, Blaðsíða 4
4
FÖSTUpf^I/R 7. SEPTEMBER 1990,
Fréttir
Félagsmálaráðherra kynhir frumvarpsdrög:
Veigamiklar breytingar á
hlutverki Húsnæðisstofnunar
„Ég er ekki tilbúinn aö tjá mig um
frumvarpsdrög félagsmálaráðherra
um breytta stjómsýslulega stöðu
Húsnæðisstofnunar," segir Sigurður
E. Guðmundsson, framkvæmda-
stjóri stofriunarinnar.
„Ég vil ekki gefa út neinar yfirlýs-
ingar um þessi frumvarpsdrög.
Stjóm stofnunarinnar er með þau til
athugunar en ég er ekki tilbúinn til
aö lýsa skoðun minni á þeim,“ sagði
Yngvi Öm Kristinsson, stjómar-
formaður Húsnæðisstofnunar.
Jóhanna Sigurðardóttir félags-
málaráðherra kynnti samráðherram
sínum nú í vikunni drög að nýju
frumvarpi um Húsnæðismálastjóm
sem leggja á fyrir Alþingi á haust-
dögum.
í frumvarpsdrögunum er gert ráð
fyrir að stjórnsýsluleg staða stofnun-
arinnar breytist verulega því stofna
á sex umdæmisstjórnir sem eiga að
stóram hluta að taka við núverandi
hlutverki Húsnæðisstofnunar.
Gert er ráð fyrir að stjómarmönn-
um stofnunarinnar verði fækkað úr
10 í 5. Þar með detta fulltrúar vinnu-
markaðarins út úr stjóminni. Fram-
kvæmdastjóri verður skipaður af
ráöherra en einungis til sex ára í
senn.
Samkvæmt drögunum verður
skýrar kveðið á um verkaskiptingu
á milli félagsmálaráðherra og Hús-
næðisstofnunar. Meðal annars er
gert ráð fyrir að fjárhags- og útlána-
áætlanir stofnunarinnar verði háðar
samþykki ráðherra og er það ný-
breytni.
Gert er ráð fyrir aö skipta landinu
niður í sex húsnæðisumdæmi og
hafi hvert umdæmi sína fimm
manna stjórn sem skipuð verði
tveimur fulltrúum samtaka launa-
fólks, tveir verði tilnefndir af Lands-
hlutasamtökum sveitarfélaga en
fimmta fulltrúann skipi félagsmála-
ráðuneytið án tilnefningar.
Gert er ráð fyrir að hlutverk um-
dæmisstjórnanna verði allfjölþætt,
þær eiga til dæmis að veita þjónustu
í umboði húsnæöismálastjómar,
meta byggingarþörf í hverju um-
dæmi og vinna að áætlunar- og til-
lögugerð um lánveitingar til félags-
legra húsnæðisbygginga. Húsnæðis-
málastjórn á síðan að ákveða heild-
arfjármagn til félagslegra húsnæðis-
bygginga í hverju umdæmi en um-
dæmisstjórnimar sjá hins vegar um
skiptingu fjármagnsins á sínum
svæðum.
Það er því ljóst að ef þessi frum-
varpsdrög verða einhvem tíma að
lögum breytist staða Húsnæöisstofn-
unar allverulega.
-J.Mar
Búið er að setja upp girðingar sem eiga að aðskilja áhorfendur og leikmenn á Akureyrarvelli.
DV-mynd gk
Akureyrarvöllur:
Áhorfendur girtir af
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri;
„Þessum framkvæmdum verður lok-
ið tímanlega fyrir leik KA og CSKA
frá Búlgaríu sem fram fer 19. sept-
ember,“ segir Hreinn Óskarsson,
vallarstjóri á íþróttavelhnum á Ak-
ureyri, en þar standa þessa dagana
yfir framkvæmdir sem miða að þvi
að skilja að svæði áhorfenda og leik-
manna þegar leikir fara fram.
Til þessa hefur verið auðvelt fyrir
áhorfendur að ná til leikmanna og
dómara ef áhugi hefur verið fyrir
hendi og er þess skemmst að minn-
ast að kona í hópi áhorfenda náði til
dómara eftir leik þar og sló hann.
„Við girðum frá inngönguhliðun-
um báðum megin vallarins og að
stúkunni þannig að það á enginn
áhorfandi að vera þar fyrir framan.
Síðan verður byggt yfir innganginn
að búningsklefum leikmanna og rani
settur upp sem nær fram á hlaupa-
brautina," segir Hreinn Óskarsson.
Þegar þessum framkvæmdum lýk-
ur eiga leikmenn og starfsmenn að
geta komist að og frá búningsher-
bergjum sínum án þess að eiga á
hættu að lenda í návígi við skapheita
áhorfendur.
Frú Vigdís fer í opinbera
heimsókn til Lúxemborgar
Forseti íslands, Vigdís Finnboga-
dóttir, verður í opinberri heimsókn
í Lúxemborg í boði stórhertogahjón-
anna af Lúxemborg dagana 10.-12.
september.
Dagskrá ferðarinnar hefst strax við
komuna á flugvölhnn en þar munu
stórhertogahjónin, ríkisstjóm, þing-
forseti, forseti hæstaréttar, borgar-
stjóri Lúxemborgar, yfirmaður her-
afla landsins, borgarsljóri Niedervan
og flugvallarstjóri taka á móti forset-
anum.
Að lokinni móttökuathöfn aka
þjóðhöfðingjamir til hallar stórher-
togahjónanna þar sem snæddur
verður hádegisverður. Þá mun utan-
ríkisráðherrann, Jacques F. Poos,
bjóða til hádegisverðar til heiðurs
Jóni Baldvini Hannibalssyni utan-
ríkisráðherra.
Síðdegis á fyrsta degi heimsóknar-
innar mun Jacques Santer forsætis-
ráðherra ganga á fund forseta ís-
lands. Um kvöldið munu stórher-
togahjónin bjóða til kvöldverðarboös
til heiðurs forseta íslands.
Annan dag heimsóknarinnar mun
frú Vigdís meðal annars heimsækja
klaustrið í Clervaux og skoða dóm-
kirkjuna í Echternach. Síðdegis
verður móttaka fyrir íslendinga, sem
búsettir era í Lúxemborg, og um
kvöldið heldur forsetinn kvöldverð-
arboð til heiðurs stórhertogahjónun-
um.
Á síöasta degi heimsóknarinnar
mun forsetinn meðal annars skoða
Luxguard-glerverksmiðjuna, snæða
hádegisverð í boði borgarstjórnar
Lúxemborgar og fara í gönguferö um
borgarmúra Lúxemborgar. Síðdegis
heldur forsetinn svo heim til íslands.
J.Mar
Hofsós:
Reynt að bjarga
frystihúsinu
Þórhallur Ásmundsson, DV, Sauðárkróki:
Þó tekist hafi að réttaaffjárhag Hofs-
óss hallar enn undan fæti hjá frysti-
húsinu á staðnum. Nú er svo komið
að sérstakar aögerðir eru í gangi því
til bjargar og tfi að vinna tíma hefur
frystihúsið verið leigt Fiskiðjunni
tímabundið.
Atvinnuhorfur og lífsbjörg Hofsós-
inga hafa verið nokkuð í fréttum allt
frá þvi öllu starfsfólki hraðfrysti-
hússins á Hofsósi var sagt upp um
áramótin 1987/88. Ekki minnkaði
umfjöllun um Hofsós þegar þorpið
var tekið til sérstakrar meðferðar hjá
félagsmálaráðuneytinu og svipt fjár-
forræði. Nú hefur að einhverju leyti
tekist aö rétta af fjárhag sveitarifé-
lagsins.
Akranes:
Áhyggjur af minnk-
andi af la smábáta
Sigurður Sverrisson, DV, Akranesi:
Framkvæmdanefnd atvinnumála
hefur samþykkt að láta fara fram
úttekt á því hversu mikill afli berst
á land frá smábátum að meöaltali í
mánuði hverjum og þá ekki síður
hvert hann fer. Þá samþykkti nefnd-
in á fundi sínum nýlega að láta kanna
hvert sé nettóverð afla sem fluttur
er út úr bænum þegar tekið hefur
verið tillit til allra kostnaðarliða.
Loks samþykkti nefndin að fá tillög-
ur um hvað hægt sé að gera til þess
að auka hlutdeild frystihúsa á Akra-
nesi í þeim afla sem smábátar landa
hér.
í greinargerð, sem fylgdi tillögu
nefndarinnar, segir meðal annars:
„Um alllangt skeið hefur verið rætt
um aö mikið af afla smábáta á Akra-
nesi sé flutt út úr bænum og að þann-
ig tapi frystihúsin á Akranesi dýr-
mætu hráefni. Hversu mikið magn
er flutt í burtu er ekki vitað en ljóst
er að ef meginhluti afla smábáta skil-
aði sér til frystihúsanna þá myndi
það létta nokkuð á þeim hráefnis-
skorti sem þar vill verða og um leiö
tryggja ákveðnum fjölda fólks örugg-
ari vinnu.“
Áhyggjur Framkvæmdanefndar
atvinnumála era ekki ástæðulausar.
Sem dæmi má nefna að smábátarnir
lögöu upp um 1200 tonn hjá HB &
Co vertíðina 1988-1989 en á síðustu
vertíð voru það aðeins 500 tonn.
Þorbjörn Þorbjörnsson frá Hesti í
Andakilshreppi.
DV-mynd Árni S. Árnason
Aldarafmæli:
Síungur
öldungur
Siguröur Sverrisson, DV, Akranesi:
Þorbjörn Þorbjörnsson frá Hesti í
Andakílshreppi fagnaði því þann 5.
september að eitt hundrað ár voru
liðin frá fæðingu hans.
Þorbjöm er enn býsna hress og er
tiltölulega nýlega farinn að notast við
hjólastól. Þorbjörn hefur verið á
Sjúkrahúsi Akraness frá því í nóv-
ember 1987. Hann fékk marga gesti
í heimsókn á afmælisdaginn, blóm,
skeyti og aðrar ámaðaróskir. Starfs-
fólk sjúkrahússins hélt Þorbirni
veislu í tilefni dagsins.