Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1990, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1990.
11
Utlönd
Blökkumaðurinn Powell
stjórnar Bandaríkjaher
- sér tll aðstoðar hefur hann þýska „bjöminn“ Norman Schwarzkopf
Colin Powell kveður undirmenn sina áður en þeir halda til Saudi-Arabíu. Til þessa hafa hafa Bandaríkja-
menn fylgt herstjórnarlist hans i Persaflóadeilunni.
Björninn Norman Schwarzkopf á að stjórna Bandaríkjaher ef til átaka
kemur við Persaflóa. Símamynd Reuter
Hann er kallaður „svarti Eisen-
hower“ og hefur yfir öllum herafla
Bandaríkjamanna að segja meðan
George Bush forseti sinnir skít-
kasti við Saddam Hussein.
Þeir eru reyndar tveir sem bera
hitann og þungann af eyðimerkur-
stríðinu þar sem engu skoti hefur
enn verið hleypt af byssu. Þessi
tveir þykja báðir sérstæðir menn
og þó um leið ólíkir. Annar er
blökkumaður af ættum innflytj-
enda frá Jamaíka en hinn er ljós-
hærður, af þýskum ættum, og er
þekktastur undir nafninu Bjöm-
inn.
Hernaðaráætlun Powells
Colin Luther Powell er æðsti yfir-
maður Bandaríkjahers að forsetan-
um frátöldum. Hann er forseti
herráðsins og sem slíkur ber hann
ábyrgð á gerðum hersins. Það er
hann sem skipar liðinu niður í
Saudi-Arabíu enda er sagt að Bush
hafl tröllatrú á því herbragði Pow-
ells að senda í skyndi svo mikið lið
til að mæta Saddam að hann geti
sig hvergi hrært.
Margir efast að visu um að þetta
ráð dugi. Árangurinn sé aðeins
þreytandi biöstaða þar sem Banda-
ríkjamenn verði á endanum aö
sættast á málamiðlun og Saddam
haldi velli. En það var að ráðum
Powells að Bandaríkjamenn tóku
ekki þann kost að láta orðin ein
duga í deilunni um framtíð Kúvæt
heldur að sýna styrk hersins eins
og hann getur orðið mestur.
Powell hefur sagt að ef til átaka
komi við Persaflóa verði Banda-
ríkjamenn að beita öllum herstyrk
sínum og ná skjótum árangri.
„Saddam þarf ekki að ímynda sér
eitt augnablik að við höfum hvorki
vilja né hæfni til að ná fram mark-
miðum okkar viö Persaflóa," hefur
Powell látið hafa eftir sér. Þetta er
hemaðaráætlun Bandaríkja-
manna í stuttu máh.
Réð ferðinni
í Panama
Powell hefur líka látið þau orð
falla að ef Bandaríkin vilji láta líta
á sig sem heimsveldi þá verði þau
að koma fram sem heimsveldi.
Þessari stefnu hefur Powell reynt
að fylgja það tæpa ár sem hann
hefur verið forseti herráðsins.
Umfangsmesta aðgerðin fram að
Persaflóadeilunni var innrásin í
Panama þegar Manuel Noriega var
steypt að stóli. Powell á að hafa
bent Bush á þaö áður en lagt var
upp að litlar líkur væra á að Nori-
ega yrði tekinn höndum.
Powell hlaut reynslu sína í hern-
aði í Víetnam og sagt er að æ síðan
hafi hann takmarkaða trú á tækni-
brellum og háþróuðum vopnum til
að vinna sigur á vígvellinum. Ráð
hans er að beita öllum tiltækum
herstyrk með miklum mannafla og
láta kné fylgja kviði.
Því fer fjarri að Powell sé dæmi-
geröur meöal bandarískra hers-
höfðingja. Hann er fæddur og upp-
alinn í Harlem, sonur innflytjenda
frá Jamaíka. Móðir hans var
saumakona og faðirinn vann í
verksmiðju. Powell er maður sem
hefur unnið sig upp til æðstu met-
orða á sviði sem hingað til hefur
ekki verið talið hæfa svörtum inn-
flytjendum.
Tossi ískóla
Og það er ekki einu sinni svo að
Powell hafi verið undrabarn í
æsku. Honum gekk illa í skóla og
var um tíma hafður í tossabekk.
Samt var hann orðinn forseti her-
ráðsins rétt rúmlega fertugur.
Powell gekk í herinn um leið og
skólagöngu lauk. Þar tók her-
mennska í Víetman viö og mest-
allan sjöunda áratuginn var hann
á vígvöllunum austur þar. Fyrir
framgöngu sína hlaut hann 11 heið-
ursmerki og þar á meðal var
purpurahjartað.
Eftir þetta var frami Powells í
hernum tryggður. Hann varð hers-
höfðingi og í tíð Ronalds Reagan
hlaut hann sæti í Þjóðaröryggis-
ráðinu. Sagt var að hershöfðin-
gjarnir í ráðinu hefðu ekki mikið
álit á Reagan. Reagan mat þá lítils
á móti alla nema einn sem hann
skildi. Það var Powell sem talaöi
sama tungumál og forsetinn og var
laus við aUa sýndarmennsku.
Hershöfðingjarnir htu reyndar
svo á að Powell skorti aUa reynslu
af herstjórn því hann hefði aðeins
barist sem óbreytuur hermaður.
Það er sagt aö ef nauðsynlega þurfi
að gera' við bilaðan skriðdreka þá
sé best að kalla á PoweU því til
þeirra verka kunni hann. Powell
hefur það líka fyrir tómstundagam-
an aö gera við gamla Volvóa.
Næsti varaforseti
Frami Powells innan hersins eftir
að hann kom frá Víetnam hefur
byggst á þvi aö hann kann að nýta
sér pólitísk sambönd og því er spáð
að hann eigi eftir að láta tfl sín taka
í stjórnmálum í framtíðinni. Það
veltur að vísu mikið á því hvernig
herförinni tU Persaflóa lýkur. Tak-
ist hún vel er frami Powells tryggð-
ur.
í Washington ganga þær sögur
að Bush ætli að fá Powell tU að
vera varaforsetaefni sitt í kosning-
unum 1992. Powell er óflokks-
bundinn og segist engan áhuga
hafa á stjórnmálum en hefur samt
ekki útlokað aö reyna fyrir sér sem
stjórnmálamaður. Og í samanburði
við Dan Quayle þykir hann hafa
yfirburði á öllum sviðum.
Björninn
á vígvellinum
Nánasti samverkamaður PoweUs
í aðgeröunum við Persaflóa er Nor-
man Schwarzkopf hershöfðingi.
Það er hann sem hefur fengið við-
urnefnið „björninn“ vegna þess
hve þéttur hann er á veUi. Það er
Björninn sem á að stjóma á vígvell-
inum ef til átaka kemur. Skipulag
herflutninganna til Saudi-Arabíu
hvíldi á honum og nú í síðustu viku
kom hann í eigin persónu í eyði-
mörkina til að taka við yfirstjórn-
inni.
Björninn er yfir öUum herafla
Bandaríkjamanna á og við Persa-
flóa. Koma hershöfðingjans þykir
bera vott um að Bandaríkjamenn
ætli sér ekki að sitja og bíða enda-
laust eftir að einhvað gerist í deU-
unni. Fram til þessa hefur Björninn
setið á skrifstofu sinni í MacDUl
herstöðinni í Flórída. Nú er hann
kominn til að stjóna hernum á víg-
velli.
o
Ballet
Byrjendur (yngst 4ra ára)
og framhaldsnemendur.
Innritun í síma
72154
BALLETSKÓLI
SIGRÍÐAR ÁRMANN
SKÚLAGÖTU 32-34
HRINGDU OG FÁÐU
SENT EINTAK.
BÆJARHRAUN114, 220 HAFNARFJÖRÐUR
PÖNTUNARLÍNA
91-653900