Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1990, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1990, Side 8
8 FOSTUDAGrUR 7. SEPTEMBER 1990. FRIMERKJASAFNARAR Lars-Tore Eriksson uppboðshaldari verður staddur hér á landi 6.-9. sept. Ef einhverjir hafa áhuga á að koma frímerkjum í verð geta þeir haft samband við hann á Hótel Esju, sími 82200, og mælt sér mót við hann. Styrkur til háskólanáms í Noregi BRUNBORGAR-STYRKUR Úr Minningarsjóði Olavs Brunborg verður veittur styrkur að upphæð sjö þúsund norskar krónur á næsta ári. Tlgangur sjóðsins er að styrkja íslenska stúdenta og kandídata til háskólanáms í Noregi. (Samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins er styrkurinn aðeins veittur karlmönnum.) Umsóknir um styrkinn, ásamt námsvottorðum og öðrum upplýsingum um nám umsækjenda, sendist skrifstofu Háskóla íslands fyrir 1. október 1990. Smáauglýsing í Helgarblað þarf að berast fyrir kl. 17 föstudag!!! 27022 Nauðungaruppboð á eftirtöldum eignum fer fram að Bjarnarbraut 2, Borgarnesi, fimmtudaginn 13. september 1990 kl. 10.00: Engjaás 1, Borgamesi, þingl. eigandi Loftorka hf. Uppboðsbeiðandi Iðn- lánasjóður. Kolsstaðir, Hvítársíðuhreppi, þmgl. eigandi Bjöm Emilsson o.fl. Uppboðs- beiðandi er Innheimtumaður ríkis- sjóðs. Skallagrímsgata 7, Borgamesi, þmgl. eigandi Pétur Júlíusson. Uppboðs- beiðandi er Bjöm Ólafur Hallgríms- son hdl. Vatnsendahlíð 5, Skorradalshreppi, þingl. eigandi Stefán Jónsson/Om Stefánsson. Uppboðsbeiðandi er Lög- mannsstofan Linnetsstíg 1. Þórólfsgata 21, Borgamesi, þingl. eig- andi Andrés Kristinsson. Uppboðs- beiðandi er Landsbanki Islands. SÝSLUMAÐUR MÝRA- 0G BORGARFJARÐARSÝSLU Nauðungaruppboð annað og síðara á eftirtöldum eignum fer fram að Bjarnarbraut 2, Borgamesi, fimmtudaginn 13. september 1990 kl. 10.00: Borgarbraut 39, Borgamesi, talinn eigandi Ólafur H. Jóhannesson. Upp- boðsbeiðandi er Fjárheimtan hf. Amarklettur 1, Borgamesi, þingl. eig- andi Ólafur Þór Jónsson. Uppboðs- beiðendur em Guðjón Ármann Jóns- son hdl., Veðdeild Landsbanka ís- lands, Innheimtumaður ríkissjóðs, Lögmenn, Ásgeir Thoroddsen hdl., Eggert B. Ólafsson hdl., Guðmundur Pétursson hdl., Guðmundur Markús- son hrl. og Gunnar Sæmundsson hdl. Björk, Reykholtshreppi, þingl. eigandi Jón Pétursson/Þórvör E. Guðmunds- dóttir. Uppboðsbeiðandi er Inn- heimtumaður ríkissjóðs. Böðvarsgata 2, efri hæð, Borgamesi, þmgl. eigandi Byggingarfélag alþýðu/ Anna Jónsdóttir. Uppboðsbeiðandi er Jón Ingólfsson hdl. Höfh, Leirár- og Melahreppi, spilda, þingl. eigandi Finnbogi Jónsson. Upp- boðsbeiðendur em Sigurður I. Hall- dórsson hdl. og Tryggvi Bjamason. Kveldúlfsgata 26, 3. h. C, Borgamesi, talinn eigandi Guðbjörg Erlendsdótt- ir. Uppboðsbeiðendur em Veðdeild Landsbanka íslands, Gísh Kjartans- son hdl. og Lögmannsstofan. Lundur 2, Lundarreykjadalshreppi, talinn eigandi Snorri Stefánsson. Uppboðsbeiðendur em Veðdeild Landsbanka íslands og Baldur Guð- laugsson hrl. Sumarb. nr. 22, Indriðast., Skorradal, þingl. eigandi Þorgrímur Ólafsson. Uppboðsbeiðandi er Landsbanki Is- lands. SÝSLUMAÐUR MÝRA- 0G BORGARFJARÐARSÝSLU Uflönd James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Fahd, konungur Saudi-Arabiu, í Jeddah í gær. Baker tókst að fá Saudi-Araba til að taka þátt í kostnaðinum af veru bandarísks herliðs i Saudi-Arabíu. Símamynd Reuter Heruppbygging Bandaríkj amanna við Persaflóa: Saudi-Arabar lofa milljörðum dollara Yfirvöld í Saudi-Arabíu hafa lofað ames Baker, utanríkisráðherra Jandaríkjanna, milljarða dollara framlagi til að standa straum af kostnaðinum við veru bandarisks herliðs í Saudi-Arabíu. Saudi-Arabar hafa nú nær tvöfaldað olíuútflutning sinn undanfarna daga og nemur hann yfir sjö milljónum tunna á dag. Um hundrað þúsund bandarískir hermenn em nú í Saudi-Arabíu og njóta þeir stuðnings fimm hundruð herflugvéla. Frakkar, sem sent hafa fallhlífarhermenn, herskip og þyrlur til Persaflóasvæðisins, hafa tilkynnt að þeir muni ekki taka þátt ef Banda- ríkjamenn gera árás á írak að fyrra bragði. Ef írakar gera hins vegar innrás í eitthvert ríkjanna við Persa- flóa munu Frakkar grípa til hernaða- raðgerða, að því er Francois Mitter- rand Frakklandsforseti sagði í gær. Margaret Thatcher, forsætisráð- herra Bretlands, sagði í gær, er breska þingið kom saman til að ræða spennuna fyrir botni Persaflóa, að hún vonaðist til að viðskiptabann Sameinuðu þjóðanna bæri árangur. Thatcher útilokaði ekki valdbeit- ingu. George Bush Bandaríkjaforseti hefur þegið boð íraka um að ávarpa írösku þjóðina. Mun Bush nota tæki- færið og útskýra sjónarmið Banda- ríkjastjómar. Verður myndband með ávarpinu sent til íraks einhvern næstu daga og því sjónvarpað þar. írakar kölluðu varalið til vopna í gær. Allir 37 ára gamlir karlmenn verða að hafa gefið sig fram við her- flokka sína innan þriggja daga. Auk þess var fjöldi annarra karla á fer- tugsaldri kvaddur til vopna. Leið- togar andspymuhreyfingarinnar í Kúvæt segja menn sína vel vopnaða og hafi þeir staðið fyrir nokkrum árásum á íraska hermenn. Fastafulltrúi Kúvæts hjá Samein- uðu þjóðunum sagöi í gær að írakar hefðu rænt búnaði sjúkrahúsa í Kú- væt og hefðu margir sjúklingar dáið af völdum þess, meðal annars ung- börn sem voru í súrefniskössum. írösk yfirvöld viðurkenndu í gær að íraskir hermenn heíðu skotið á Bandaríkjamann í Kúvæt en sögðu að þaö hefði verið fyrir slysni. Mað- urinn, sem særðist á handlegg, er á sjúkrahúsi í Kúvæt og hafa starfs- menn bandaríska sendiráðsins í Bagdad fengið leyfi til að heimsækja hann. Maðurinn er sagður hafa verið aö flýja hermenn sem gerðu skyndi- leit í fjölbýlishúsi. Nokkrar meðal þeirra tvö hundmð og fimmtíu breskra kvenna og barna, sem flugu til London frá Jórdaníu í nótt, sögðu að breskir karlmenn í Kúvæt gengju í arabískum kuflum til að sleppa undan íröskum her- mönnum. Þannig klæddir flýöu Bret- arnir frá húsi til húss. Að sögn nokk- urra kvenna fela Bretarnir sig undir rúmum og uppi á háaloftum til að komast hjá því aö verða fluttir til hernaðarlega mikilvægra staða. Alls hafa nú yfir fimmtán hundruð vestrænar konur og börn farið frá írak og Kúvæt. Bandaríkjamenn undirbúa nú flutning bandarískra kvenna og bama frá Bagdad í dag. Þaö kom á óvart að írakar leyfðu um fjörutíu kanadískum karlmönnum að yfirgefa írak með fjölskyldum sín- um í gær. Reuter Kúvæt: Svíar loka sendiráðinu - Sovétmenn 1 leynilegum viðræðum Sendiherra Svíþjóðar í Kúvæt mun yfirgefa landið eins fljótt og hægt er. Áfangastaðurinn verður líklega Bagdad og mun sendiherrann verða samferða stjórnarerindrekum ann- arra landa. Sænska sendiráðið í Kú- væt hefur gætt hagsmuna íslendinga í landinu sem kosið hafa að vera þar um kyrrt. í morgun komu tíu Svíar til Moskvu frá Bagdad með flugvél sov- éska flugfélagsins Aeoroflot. Enn eru um hundrað Svíar eftir og eru flestir þeirra í írak. Engir sænskir karl- menn fá að fara úr landi. Eduard Sévardnadze, utanríkis- ráðherra Sovétríkjanna, sagði í morgun að Sovétmenn ættu í leyni- legum viðræðum Viö írösk yfirvöld um lausn gíslanna. Sévardnadze sagði að um átta þúsund sovéskir þegnar væru í írak. Flestir þeirra eru verkamenn en meðal þeirra eru einnig hundrað og áttatíu hernaðar- ráðgjafar sem verið hafa í þjónustu íraskra yfirvalda. Utanríkisráðherra íraks, Tariq Aziz, hefur tjáð sovéskum yfirvöld- um að írakar þurfi ekki á ráðgjöfun- um að halda og þess vegna muni ír- aska stjórnin ekki koma í veg fyrir brottfor þeirra. Reuter og TT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.