Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1990, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1990, Qupperneq 28
FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1990. 36 Merming Grettistaki lyft Tónlistarhópurinn Caput hélt tónleika í íslensku óperunni í gærkvöldi. Á efnisskránni var nútímaton- list, Spiri eftir Franco Donatoni, Sónata XX í tóneyja- hafi eftir Jónas Tómasson og Kammerkonsert fyrir 13 hljóðfæraleikara eftir György Ligeti. Caput er nafn sem áreiðanlega á eftir að heyrast oftar í íslensku tónhstarlífi. Hópurinn er skipaður ungu tónlistarfólki. Sumt er að ljúka námi, annað að hasla sér völl erlendis. Það sem sameinar hann er áhugi á nútímatónlist og að frumflytja ný verk. í stað þess að vera endurómur sögunnar, eins og margir frægir tónlistarmenn láta sér nægja, eru þau vaxtar- broddur hennar. Ef til vill er betra að segja að þau séu sagan sjálf, það sem aðrir munu enduróma síðar. Verkin á þessum tónleikum voru ekki af verri endan- um né heldur var ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur. Donatoni er með áhrifaríkustu tónskáldum samtímans. Ferill hans er svolítið óvenjulegur. í upp- hafi var hann mikill aðdáandi John Cage, hins fræga bandaríska tilraunamanns. Kenningar Cage reyndust blindgata fyrir Donatoni og hætti hann tónsmíðum um skeið. Sú saga er sögð að Donatoni hafi eitt sinn setið við púlt sitt og starað á autt blaðið og stunið upp: Ó, hvað á ég að skrifa? Gall þá við i konu hans framan úr eldhúsi: Skrifaðu bara eitthvað. Hlýddi Donatoni því og samdi Spiri. Síðan hefur hann samið hvert snilldarverkið á fætur öðru og trúlega allt eftir formúlu konunnar. Spiri er mjög skemmtilegt verk. Það er einfalt í byggingu og gegnsætt en litskrúðugt og mjög hugmyndaríkt. Sónata Jónasar Tómassonar er á ytra borði mjög ólíkt verk en á hinn gegnsæja einfaldleika þó sameigin- legan með Spiri. Hjá Jónasi er stemmningin heillandi draumkennd og furðuheiðrík miðað við hina dökku hljóðfæraskipan. Þungamiðja tónleikanna var hinn frægi Kammer- Tórdist Finnur Torfi Stefánsson konsert Ligetis og telst flutningur hans hér til stórtíð- inda. Þetta verk hefur dýpt og fegurð á við frægustu listaverk sögunnar. Fyrir grúskara er það hafsjór fróð- leiks. Fyrir fagurkerana er það nautn. Það þarf varla að taka fram að efnisviður svona verks er einfaldleik- inn sjálfur; klessa og strik. Flutningur þessara verka er stórvirki sem ekki er algengur í tónleikasölum. Er það vitnisburður um metnað Caput hópsins að takast á við slíkt. Það kom á daginn að fæmi meðlimanna er í fullu samræmi við metnaðinn því að flutningur allra verkanna tókst mjög vel. Hlíf Siguijónsdóttir fiðluleikari og Eydís Franz- dóttir óbóleikari léku einleik í Spiri með miklum ágæt- um. Þyngst byrði hvíldi þó á herðum stjórnandans, Guðmundar Óla Gunnarssonar, einkum í verki Liget- is. Guðmundur Óli hefur mjög næma hljóðfallstilfinn- ingu en sá hæfileiki er ekki í hvers manns barmi. Þá tókst honum undurvel að draga fram hin ýmsu blæ- brigði styrks og lita. Er ástæða til að óska honum og Caput hópnum í heild til hamingju með frammistöð- una Það eina sem ekki var ánægjulegt við þessa tónleika var aðsóknin sem var allt of lítil miðað við tilefnið. Ef svo er sem sýnist að íslenskt tónlistaráhugafólk hafi ekki opnað eyru sín fyrir tónhst eigin aldar Þá fer það mikils á mis. Tuttugasta öldin hefur gefið mannkyninu fiölskrúðugri og dýrari tónlist en flestar aðrar og sér þó ekki fyrir endann á. Það er leitt að fólk skuli láta það fram hjá sér fara af misskilningi. Andlát Brynja Riis Jensen andaðist á heimil- i sínu í Brussel 3. september. Peter W. Siverson, lést 4. september að heimih sínu 76 Independent Way, Convent Station, New Jersey. Kjartan Gissurarson fisksah fr|á Byggðarhorni í Flóa, Sæviðarsundi 38, Reykjavík, andaðist í Vífilsstaða- spítala þann 5. september. Jarðarfarir Una Helgadóttir frá Steinum í Vest- mannaeyjum verður jarðsungin frá Landakirkju í Vestmannaeyjum laugardaginn 8. september kl. 14. Friðjón Sveinbjörnsson, sparisjóðs- stjóri Borgamesi, verður jarðsung- inn frá Borgarneskirkju laugardag- inn 8. september kl. 14, Magnús Ölafsson læknir verður jarð- sunginn frá Dómkirkjunni þriðju- daginn ll.i'september kl. 13.30. Sigurður Hallgrímur Guðmundsson, sem lést 2. september sl., yerður jarð- sunginn frá Hvammstangakirkju laugardaginn 8. september kl. 14. Júlíus Árnason, Vesturgötu 23, Keílavík, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 8. september kl. 14. YggdrasiII: Sérverslun með heilsuvörur I miðvikudagsblaði DV, þar sem fiallað var um heilsurækt og tóm- stundir, voru taldar upp þijár versl- anir sem svo til eingöngu selja heilsufæði. í þeirri upptalningu láð- ist að geta verslunarinnar Yggdrasils sem einnig er sérhæfð á því sviði. Meðal margs góðs sem verslunin hefur á boðstólum er sítrónusaftkúr sem byggist á C+ náttúrusírópi sem er blanda af af hlyn- og pálmasírópi. Á10 dögum á líkaminn að geta losað sig við óhreinindi og umframfitu allt að 8 kg. Einnig eru seldar þar lífrænt bíód-. ínamískt ræktaðar matvörur, lífræn- ar snyrtivörur, hreinlætisvörur sem menga ekki náttúruna, makróbíó- tískar matvörur, íslenskt, lifrænt bíódínamískt ræktað grænmeti og leikfóng úr náttúrulegum efnum og efni í Waldorfbrúður, svo fátt eitt sé nefnt. Verslunin Yggdrasill er til húsa að Kárastíg 1 í Reykjavík. -hge Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir lést 30. ágúst sl. Hún fæddist 13. nóvember árið 1915 í Garðinum. Árið 1935 gift- ist hún Þórði Jörgenson, en hann lést árið 1984. Þau hjónin eignuðust 10 börn en tvö þeirra létust kornung. Einnig ólu þau upp fósturson. Útfor hennar verður gerð frá Útskála- kirkju fóstudaginn 7. september kl. 15. Kjartan Jóhannesson lést 30. ágúst. Hann var fæddur 17. júlí 1913 á Sönd- um í Meðahandi. Að námi loknu fór Kjartan fljótlega að vinna á Skatt- stofunni. Þar vann hann til ársins 1961 er hann fór til starfa hjá emb- ætti ríkisskattstjóra. Þar starfaði hann til ársins 1983 er hann lét af störfum vegna aldurs. Eftirlifandi eiginkona hans er Valgerður Jóns- dóttir. Þau hjónin ólu upp tvö kjör- börn. Útfor Kjartans verður gerð frá Langholtskirkju í dag kl. 13.30. Tapaðfimdið Kötturinn Amon Ra týndur Hann er grábröndóttur köttur með hvlt- an kvið, hvítar hosur og grásvart skott. Hann tapaðist aðfaranótt laugardagsins Háskólabíó: Aörar 48 stundir ★ '/2 Strákarnir snúa aftur.. ... en núna er ekkert gaman að fylgjast með ævintýrum þeirra. Þegar fyrri myndin var frumsýnd gerði hún Eddie Murphy heims- frægan enda var hann þá óborganlega fyndinn. Síðan þá hefur allt stefnt niður á við hjá honum og botninum var náð með Beverly Hihs Cop 2. Til að byija með tókst Eddie að halda sér á floti með brosinu ómótstæðilega og hnyttnum thsvörum en upp á síðkastið virðist það ekki duga honum lengur. Handritið gefur honum ekki neitt bitastætt og ekki virðist hann hafa ofreynt sig við að bæta úr því sjálfur. Atburðarásin er eins óspenn- andi og hún er ófrumleg. Nýjum uppátækjum þeira félaga er drekkt í dynjanda ofbeldis og eyðileggingar, kímnin er kæfð í drunum Dolby- sjúkra hljóðmanna og spennan er slævð af vanhugsuðu handriti þar sem margar hendur hafa unnið klessusverk. Aftur er hinum kjaftfora tukthúslim Reggie Hammond att saman við hinn þvælda leynilögreglumann Jack Cates. Eftir sjö ára hlé halda þeir upteknum hætti að beija hvor á öðrum meðan þeir fást við fólskulega Kvíkinyiidir Gísli Einarsson glæpamenn. Jack notar í þetta sinn Reggie sem beitu fyrir huldukrim- mann ísmanninn, en Reggie stal einmitt peningum fyrri myndar frá hon- um. Inn í þetta blandast geðsjúkir móturhjólatöffarar og yfirmenn Jack, sem vilja setja hann á bak við lás og slá fyrir manndráp af gáleysi, sem hann er saklaus af. Fljótlega er manni orðið sama hvernig málum muni lykta. Það sem ekki eru skopstælingar á atriðum fyrri myndarinnar er sundurlaus sam- anbamingur þar sem frumleiksagnir er grafnar undir formúlufargi skot- hríða, sprenginga og fljúgandi glerbrota. Ómarkviss mötunin tvístrar öllum tilraunum til uppbyggingar en sjón og heyrn áhorfenda eru yfir- keyrð til að dylja fátæktina. Eddie er einstaklega ófyndinn og það eina sem heldur athyghnni eru Nick Nolte, sem fyrir óhemju þrautseigju kem- ur einhverri persónu til skila í leiknum og einstaka blossar ofur-ofbeldis, sem leikstjórinn öðlaðist frægð fyrir. Eftir hina stórgóðu Johnny Hand- some er hann aftur kominn í iönaðarvarninginn og ætlar að halda í nafn- bót sína Walter „ovér the“ Hill, sem Sæbjöm Moggarýnir gaf honum. Hann er þó aðeins leiksoppur og einn margra sem hafa hrifst með í þessum hamslausa hvirfilbyl græðgi. Þessar 45 milljónir $ hafa ekkert keypt annað en tæknilega fagmennsku og tvö nöfn, sem gulltryggja gróð- ann. Another 48 HRS. Band. 1990. Paramount (Lawrence Gordon). Handrit: John Fasano, Jeb Stuart (Lock Up), Larry Gross (48 HRS). Leikstjórn: Walter hill (Red Heat, Extreme Prejudice, Brewster’s Millions) Tónlist: James Horner (Willow, Red Heat, Cocoon, Aliens, Name/Rose) Leikarar: Eddie Murphy, Nick Nolte (New York Stories, Three Fugitives), Brion James (Blade Runner), Kevin Tighe (Road House), Ed O'Ross (Red Heat), Bernie Casey, Brent Jennings (Serpent/Rainbow), Ted Markland, Tisha Campbell (Rags to Riches). 1. september frá Barmahlíð 15, kjallara. Allar upplýsingar um köttinn, sem er fullvaxinn, 5 kg köttur, eru vel þegnar í hs. 624718 eða vs. 31975. Haukur. Tölvuúr tapaðist Blaðburðardrengur í Hafnarfirði tapaði í gær Casio tölvuúri með reiknitölvu, lík- legast á leiðinni frá Norðurbraut upp Arnarhraun. Finnandi vinamlegast hringi í síma 53329. Tilkyimingar Bridgefélag Hafnarfjarðar hefur starfsemi vetrarins mánudaginn 10. september. Spilamennska hefst kl. 19.30 og verður eins og undanfarin ár spilað í íþróttahúsinu við Strandgötu á mánudagskvöldum. Fyrstu tvo kvöldin verður upphitun fyrir hausttvímenning- inn sem heljast mun 24. september og verður með barometerfyrirkomulagi. Nýir félagar eru velkomnir. Skráning fer fram á staðnum hjá keppnisstjóra sem í vetur verður Einar Sigurðsson. Stjórn félagsins hefur haldiö fyrsta fund sinn og skipt þannig með sér verkum: Erla Siguijónsdóttir, formaður, Ámi Hálf- dánarson, ritari, Ársæli Vignisson, áhaldavörður, Trausti Harðarson, gjald- keri, og Ásgeir Ásbjörnsson, varaformað- ur, stigaritari og fjölmiðlafulltrúi. Fjölmiðlar Vegna jarðarfarar Geirs Hallgrímssonar seðlabankastjóra verður Þjóð- hagsstofnun lokuð eftir hádegi í dag, föstudaginn 7. september. Þjóðhagsstofnun Vegna útfarar Geirs Hallgrímssonar, fyrrv. borgar- stjóra, verða skrifstofur Reykjavíkurborgar og stofn- anir hennar lokaðar frá kl. 13.00 föstudaginn 7. september. Borgarstjórinn í Reykjavík Andar og stjörnur Erlendir Qölmiðlar hafa kennt okkur ýmislegt um okkur sjálf. Annað slagið þegar ísland kemst í útlenskt sviðsljós eru skrifaðar hin- ar skemmtilegustu lýsingar, í erlend blöð, á þessari furðulegu þjóð sem byggir litla landið á norðurhveli jaröar. Við erum orðin einna þekkt- ust í öðrum löndum fyrir það að vera afskaplega hjátrúargjöm og mikið fyrir óáþreifanlegar vanga- veltur. Vangaveltur um I ífið á öðr- um tilverustigum, álfa og huldufólk, spekúlasjónir um fyrra líf og sfiömuspeki. íslenskir fiölmiðlar hófu fyrir nokkrum misserum að birta langar greinar um þessi mál. Og hefur ekki linntlátum. Huglæg, andleg, dulræn málefni hafa síöan tröllriðið timaritunum sem hér koma út. í hvert einasta sinn sem opnaö er nýtt eintak á markaðnum eru að minnsta kosti 2-3 greinar um dulræna speki, upp- lifun eða annaö í þeim dúr. Þessu hefur fólk gleypt við. Dulræna bylgj- an hefur heldur betm- bjargað mörg- um þessara tímarita sem voru búin aö tala við allt merkilegt og óraerki- legt fólk í landinu. Nú selst tímarit ef það sinnir þessum málaflokki nógu rækilega. Ekki nóg með aö timaritin velti sér upp úr þessu. Útvarpsstöðvarnar keppast um að hafa sem rækilegasta þætti um dul- ræn mál. Miöilsfundur í beínni lýs- ingu í hverri viku er orðinn fastur liður. Og í sjónvarpinu eru heilu klukkutímarnir notaðir í vangavelt ur og hugleiðingar af þessu lagi. Skyldi vera eitthvað að marka þetta? Hvers vegna trúum við á þetta? Og þar íram eftir götimum. Margir þjóðkunnir menn og konur eru reiðubúnar að koma fram í hvaða flölmiðli sem er og lýsa sinni dulrænu reynslu. Hvernig miðlar, kristallar og sfiömuspeki hafa breytt lífi þess. Nokkrir Qölmiðla- menn eru orðnir ákafir aðdáendur þessa. Þeir skrifa ekki oröið staf eða ropa ekki á ljósvakanum nema and- ar og stjörnur séu til umfiöllunar. Skondið hefur veriö að íylgjast með þessum starfsmönnum fiölmiðla taka hvert viðtalið á fætur öðm hver við annan. Tímaritaritstjórinn ræöir við útvarpsstjórnandann, út- varpssfiómandinn svo viku síðar viö ritstjórann. Sjónvarpsþulan kemur fram í öllum tímaritagrein- um og útvarpsþáttum og rabbar svo við spyrla sína í beinni útsendingu daginn eftir. Alvegséríslenskt fyrir- brigði þetta. Enda hafa erlendir fiöl- miðlar gaman af. En er ekki að verða komið nóg af þ ví góða? Rósa Guðbjartsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.